Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Síða 9
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993
9
I>V
Lögmaður LíkMstuvinnustofimnar í Kirkjugarðadeilunni:
Fréttir
Otrúleg vinnubrögð í
naf ni heilagleikans
- alrangt um samantekin ráð presta, segir Jón Dalbú Hróbjartsson
„Þegar heilagleikinn er meö í spil-
inu haida menn að þeim líöist allt.
Við höfum nokkur dæmi um ótrúieg-
ustu vinnubrögð í nafni heilagleik-
ans og vitni að þeim. Þaö er ótrúlegt
hvemig kirkjunnar menn hafa hegð-
að sér í þessu máh. Við kreíjumst
þéSs aö Samkeppnisstofnun grípi í
taumana og kanni hvort prestar hafi
bundist samtökum um að sniðganga
Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árna-
sonar en ýmislegt bendir til að þar
sé sitthvað óeðlilegt á ferðinni. Við
höfum fjölmörg dæmi þess að prestar
hafi beint syrgjendum frá Líkkistu-
vinnustofunni til Kirkjugarðanna,
jafnvel eftir að viðskipti hafa komist
á,“ segir Hreinn Loftsson héraðs-
dómslögmaður.
Hreinn hefur sent Samkeppnis-
stofnun bréf fyrir hönd umbjóöanda
síns, Líkkistuvinnustofu Eyvindar
Ámasonar, þar sem þess er krafist
að stofnunin láti'fara fram athugun
á starfsemi Kirkjugarðanna. í bréf-
inu kemur fram að prestar hafi
bundist samtökum um að beina við-
skiptum frá Líkkistuvinnustofunni
til Kirkjugarðanna og að prestar
þiggi styrki frá Kirkjugörðum
Reykjavíkurprófastsdæmis.
„Forráðamenn Kirkjugarðanna
hafa í engu sinnt aðfinnslum Versl-
unarráðs og Verðlagsstofnunar.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hef-
ur reynt að fá forráðamenn Kirkju-
garðanna til aö fara að lögum og
skilja starfsemi útfararþjónustunnar
frá lögboðinni starfsemi Kirkjugaröa
en það hafa þeir ekki gert þrátt fyrir
ítrekuð tilmæli," segir Hreinn.
„Það er alrangt að prestar hafi
samantekin ráð um að beina við-
skiptum frá Líkkistuvinnustofunni
til Kirkjugarðanna. Prestar reyna að
vera hlutlausir og segja aðstandend-
um frá þeim aðilum sem sjá um þessa
hluti. Hitt er uppspuni," segir séra
Jón Dalbú Hróbjartsson, dómpró-
fastur í Reykjavík.
„Við verðum að skoða máhð og
heyra sjónarmið beggja aðha. Lögin
eru númer eitt í þessu og maður hlýt-
ur að gera ráð fyrir að prestastéttin
fari að lögum. Maður getur ekki ætl-
að annað nema maður reyni annað.
Ég get ekki sagt neitt annað að svo
komnu máli,“ segir Georg Ólafsson,
forstjóri Samkeppnisstofnunar.
-GHS
íslenski f áninn bara
saumaður á Hofsósi
Sigurjón H. Geirsson, Guðjón Jónsson og Heimir Hansson í loönubræösl-
unni á Siglufirði. DV-mynd gk
Starfsmenn 1 loðnubræðslunni á Siglufirði:
Ágæt vinna en þó
leiðinleg til lengdar
Gylfi Kristjánsson, DV, Akueyri
„Okkar vinna felst að vendegu
leyti í mælaálestri og ef eitthvað bUar
þarf að gera við það. Þetta er ágæt
vinna en getur þó verið leiðinleg tU
lengdar,“ sögðu þeir Sigurjón H.
Geirsson, Guðjón Jónsson og Heimir
Hansson í loðnubræðslunni á Siglu-
firði en þeir titia sig „kyndara-
taekna".
í loðnubræðslunni á Siglufirði hef-
ur verið nóg að gera undanfarið og
þar ganga menn vaktir, vinna 8 tíma
og eiga síðan frí aðra 8 tíma. Verk-
smiðjan hefur verið keyrð á fuUum
afköstum undanfarið og þar eru
braedd 1000-1200 tonn á sólarhring.
„Ég vildi nú frekar vera úti á sjó
eins og ég hef verið síðan um ferm-
ingu. Þetta eru fyrstu klukkutímarn-
ir sem ég vinn í landi en maður er
víst að verða gamah og fer því í
land,“ sagði Guðjón og bætti við aö
til að svala þránni eftir sjónum ætti
hann trUluhom til að bjarga sér á.
Þeir félagar sögðu óvíst með fram-
hald vinnunnar í loðnubræðslunni,
hún yrði meðan loðna veiddist og
henni væri landað á Sigló en annars
væri atvinnuöryggið ekki mikið.
og rekur Pijónastofuna, Hofsósi, sem
er eini staðurinn á landinu þar sem
íslenski fáninn er saumaður.
Þegar DV leit inn hjá SvanhUdi var
hún að leggja lokahönd á frágang
nokkurra fána, ganga frá endum og
snyrta fánana áður en þeir færu í
sölu. Handtökin vom greinUega
þaulæfö enda era að verða þrjú ár
síðan SvanhUdur tók við framleiðslu
á íslenska fánanum.
„Ég leigi saumastofuna af Kaupfé-
lagi Skagfirðinga sem haföi rekið
hana í 18 ár og ætlaði að loka henni.
Ég sá þama tækifæri og greip það
samstundis. Þetta er ekki stór „bis-
ness“ en gengur þó ekki verr en ég
reiknaði með fyrirfram."
SvanhUdur segist sauma um 600
fána á ári og Uestir þeirra era ís-
lenskir fánar. Þó er nokkuð um fyrir-
tækjafána og einnig eitthvað um fána
annarra þjóða. íslensku fánamir eru
í 6 stærðum, allt frá 70x50 cm og upp
í 3x2 metrar.
„Ég sel talsvert af fánunum beint
frá mér en einnig era þeir seldir í
kaupfélögum víða um landið og á
höfuðborgarsvæðinu, t.d. í Húsa-
smiðjunni, BYKO og hjá Elhngsen.
Reykvíkingar geta því auðveldlega
náð sér í fána,“ segir SvanhUdur.
Hún segir að efni í íslensku fánun-
um sé að mestu leyti polyester, inn-
Uutt frá Bretlandi. „Hér áður fyrr
keypti ég efnið frá verksmiðjum SÍS
á Ákureyri en svo fór Ula með þann
rekstur eins og allir vita,“ sagði
SvanhUdur.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn:
„Ég er ekkert lærð í þessu, æth það
megi ekki bara segja að ég sé nátt-
úrabarn þegar saumar era annars
vegar og svo er maður auðvitað að
bjarga sér með þessari vinnu,“ segir
SvanhUdur Guðjónsdóttir, en hún á
Svanhildur Guðjónsdóttir að leggja lokahönd á einn íslenskan fána áður
en hann fer í sölu. DV-mynd gk
Breytingar á gæslu að Litla-Hrauni:
Sérstakur fangavörður sér um innra eftirlit
- eftirlitsbúnaður sennilega settur upp
„Nú mun sérstakur starfsmaður í
fangelsinu hafa það hlutverk að
sinna öryggismálum dags daglega,"
sagði Haraldur Johannessen fangels-
ismálastjóri í samtali við DV en í gær
sendi fangelsismálastofnun frá sér
tilkynningu þar sem fram kemur að
fiindur hafi verið haldinn með yfir-
mönnum fangelsisins að Litla-
Hrauni. Farið var yfir aUa þætti
stroks þriggja fanga frá fangelsinu
þann 28. júh og verður dómsmálaráð-
herra gerð nánari grein fyrir máhnu
á næstu dögum.
Haraldur segir að til þessa hafi
enginn einn ákveðinn starfsmaður
sinnt öryggismálum heldur þau ver-
ið á hendi allra fangavarða en nú
muni einn maður „sjá til þess að
fangar séu þar sem þeir eigi að vera,
að ekki sé í gangi tilraun til stroks,
verkfæri séu á sínum stað og svo
framvegis."
Haraldur segir ennfremur að vænt-
anlega verði eftirhtsbúnaði komið
upp strax en þegar ný fangelsisbygg-
ing hti dagsins ljós þá leysist ákveðin
vandamál í sambandi við öryggis-
mál. Það verður í fyrsta lagi í sept-
ember sem ljóst verður hvort hún
muni rísa eða viðbygging við gamla
fangahúsið en ljóst er að hvor hug-
myndin sem verður ofan á mun aUt
eftirht verða auðveldara þar sem
deUdaskiptjng mun verða tekin upp.
Aðspurður sagði Haraldur að til-
kynningarþátturinn heföi einnig
verið ræddur á þessum fundi, það er
aö nauðsynlegt væri að koma á
ákveðnum reglum um hvemig bæri
að tilkynna lögreglu um strok fanga
en Magnús Einarsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn segir að tilkynning um
flóttann hafi borist of seint. Nauð-
synlegt heföi verið að fá vitneskju
um flóttann fyrr svo hægt hefði verið
að gera viðeigandi ráðstafanir strax.
Þá var einnig rætt um það á fundin-
um hvemig og hvort tilkynna bæri
fómarlömbum fanga sem stijúka um
flóttann. Engar fastmótaðar ákvarð-
anir vora teknar í þeim efnum enda
ekki í verkahring fangelsismála-
stofnunar að fjaUa um það. Haraldur
segir þó fuUa ástæðu að huga að
þessu atriði samfara öðrum málum.
-PP