Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Síða 15
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 15 Þaö er dýrt sport að halda úti landbúnaöinum. DV-mynd EJ. Vístölufjölskyldan er „skattlögð" um 255 þúsund krónur á ári til að halda gangandi íslenzkum land- búnaði. Er það þessi virði? Við lít- um á það síðar í greininni, en flest- um mun þykja hár sá tollur, sem greiddur er í þessu skyni. Lands- menn hafa það margir hverjir býsna skítt eftir samdrátt eða „kreppu" síðan 1988. Mörg fyrir- tækin og heimilin fara undir ham- arinn. Fólk ber sig oft illa og skammar stjórnvöld. En það mun- ar um að þurfa aö greiða svo sem 40 prósentum of mikið fyrir mat- inn, bara út af þessu. Hafa menn hugleitt það í alvöru? Nei, yflrleitt ekki, íslendingurinn hefur til- hneigingu til að sætta sig við slíkar stjómvaldaákvarðanir eins og væm þær slæmt veður. Menn reyna bara að þrauka og skammast kannski út af flestöliu öðm. Svona hafa stjómmálamenn allra ríkisstjóma tælt okkur. Við eigum erfitt með að breyta þessu. Breyt- ingar á landbúnaðarstyrkjunum hafa verið nokkrar en alltof htlar að tiltölu. Þrýstihópurinn ver hag sinn, berst um hvert fótmál. Og jafnvel bændur hafa það víst yfir- leitt skítt líka við ríkjandi kerfi. Nú hafa komið fram enn nýir útreikningar á því, hvað landbún- aðurinn kostar okkur. Miðað er við árin 1988-1990, en grundvallar- breytingar hafa ekki orðið á stærð- argráðu vandans síðan. Búvörulög breyta ekki nógu miklu. Þess vegna á þetta erindi th okkar um þessar mundir. Við höfum enn möguleika á að bæta úr skák. Kerfmu má breyta, þótt það taki einhver ár, og við ættum að byrja strax. Þetta er stærra mál en nær öll önnur stjóm- mál, sem menn era að rífast um. Hörkurifrildi Hörkurifrildi er í gangi þessa daga út af skýrslu á vegum nor- rænnar ráðherranefndar um land- búnaðarstefnu og hag heimilanna, sem var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla íslands. Þar kemur fram, hversu mikhl stuðningurinn við landbúnaðinn er. Hehdarstuðning- urinn er mestur á íslandi, eða 110,7 prósent miðað við framleiðsluverð- mæti landbúnaðarins, sem sé meiri en allt framleiðsluverðmætið. Út- reikningarnir byggjast á árunum 1988-1990. Þar hafa talsmenn land- búnaðarins fundið sér gagnrýni- efni. Þeir segja, að stuðningurinn við landbúnaðinn hafi hér á landi minnkað mikið síðan. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra seg- ir, að skýrslan sé því í bezta fahi bara gott lesefni. En í raun er skýrslan í fullu ghdi. Hún stenzt í aðalatriðum. í skýrslunni segir, að stuöningurinn við landbúnað nemi hér 16,7 mhljörðum. Hagspekingar Háskólans segja, að útkoman hefði verið svipuð, hvaða ár sem tekið hefði verið frá 1988 th 1992, Þeir hafi tekið áriö 1988 fyrir, af því að um það hafi þeir haft gleggstar upplýsingar. Þrátt fyrir dálítið Laugardags- pistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri minni stuðning í seinni tíð, meta þeir hehdarstuðning við landbúnað á 14,5 mhljarða í ár. Þama munar nokkm, en myndin er dökk engu að síður. Hagfræðingamir segjast í mati sínu um, hvaða hagnaður yrði af fijálsum innflutningi búvara, hafa byggt á tölum frá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD, sem séu notaðar í GATT-viðræðunum. Þetta er því ekki út í bláinn. Talsmenn landbúnaðarins era við sama heygarðshomið og fyrr. Þrýstihópurinn ver sig og beitir th þess hvers konar útúrsnúningum. Heimilin skulda árslaunin Stuðningurinn við landbúnaðinn nemur hér á landi 255 þúsund krónum á ári á vísitölufjölskyld- una, samkvæmt skýrslunni. ís- lenzkir neytendur gætu sparað sér 6 milljarða króna með því að fá búvörar á heimsmarkaðsverði, það er að innflutningur yrði gefinn frjáls. Það jafnghdir 90 þúsund krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu á ári, sem era um 14 prósent af áætluðum matarreikn- ingi heimhanna. Með því að feha niður allan stuðning, að meðtöldum innflutn- ingshömlum, mætti lækka útgjöld heimhanna th matarkaupa um 40 prósent. Þetta skiptir nú meira máh en löngum áður. Fram hefur komið, að skuldir heimhanna nema nú hærri fjárhæð en ahar tekjur heimhanna á einu ári. Heim- ilin skulda sem sé árshýruna að meðaltali. Það þýðir, aö við erum i miklum vandræðum með að halda uppi lífssth okkar. Háir vextir hafa valdið miklu um þróunina, en heimhin hafa reynt að halda í horf- inu og slegið lán á lán ofan. Við erum öh að leita leiða th að breyta þessu. Samt hugsa fæstir íslend- ingar í alvöra um landbúnaðar- dæmið. Menn reikna bara með því, að það ástand sé óbreytanlegt. Vegna hins háa verðlags á búvör- um hér á landi nemur neyzla bú- vara tiltölulega háu hlutfahi af heildarútgjöldunum eða um 20 pró- sentum hér á landi. Hlutföhin era miklu lægri annars staðar á Norð- urlöndum og lægst í Danmörku, 14,4 prósent af heildarútgjöldun- um. Því „fátækari“ sem þjóðir era, þeim mun hærra hlutfah fer í mat- vöra, og svo gerist það hér vegna þess hversu þrýstihópur landbún- aðarins er sterkur og hefur getað haldið uppi verði. Skýrslan hefur sínar takmarkanir, og hún nær ekki th ahra þátta. Að sumu leyti getur því stuðningurinn við landbúnað talizt meiri en þetta. Bera má þetta saman við úttekt, sem Markús Möher hagfræðingur vann árið 1989, hið merkasta plagg. Úttekt Markúsar Möller Markús fær út hærri tölur en Hagfræðistofnun gerir nú um hagnað neytenda af því að fá inn- flutningsfrelsi fyrir búvörar. Hann virðist hafa náð sér í lægra verð erlendis en stofnunin byggir á. Hann metur kostnaðarverð áts- framleiðslu heföbundinna búvara á nálægt 14 mhljörðum króna árið 1989. Til samanburðar má velta fyr- ir sér innflutningskostnaði. Mark- ús fær út, að innflutningsvirðið nálgist 5 mhljarða króna. Þannig virtist honum, að lækka mætti hehdsöluverð heföbundinna bú- vara um tæplega tvo þriðju hluta og spara ríkissjóði og neytendum allt að 9 mihjörðum króna „með einu pennastriki yfir núgildandi innflutningsbann“. Fulltrúar landbúnaðarins, og raunar margir aðrir, hafa haft sitt- hvað við afnám innflutningsbanns- ins að athuga. Þeir færa ýmis rök. Sagt er, að innlend landbúnaðar- framleiðsla sé nauðsynleg vegna möguleika á aðflutningsbresti til landsins. Þeir segja, að „landbúnað- urinn skapi atvinnu“. Hann haldi uppi byggð í sveitum. Yrði innflutn- ingur leyföur, mundi það leiða hörm- ungar yfir þá, sem starfa við búskap og búvöravinnslu, segja menn. Loks er sagt, að enda þótt erlendar vörur séu ódýrari í krónum, sé „þjóðhags- lega óhagkvæmt að eyða í þær gjald- eyri“. Hvað um þessi rök? Þeim er auðsvarað. Óttist einhver aðflutningsbrest, má benda á, að á íslandi er nóg af fiski og ódýrt að koma upp kornforðabúrum. Bú- skapur okkar er einnig mjög háður erlendum aðdráttum. Ekki gengur að veija landbúnaðinn með þvi, að hann sé nauðsynleg „atvinnubóta- vinna". Við eðlhegar aðstæður er nóg að gera við arðvænleg störf. Bættar samgöngur hafa dregið úr mikhvægi samfellds byggðanets. Mestu skiptir, að fólki liði þokka- lega, hvar sem það býr. Innflutningsfrelsi er prófsteinninn Sjálfsagt væri að hafa talsverðan aðlögunartíma, verði mestur hefð- bundinn búskapur iagður af. Styrkja þyrfti bændur th að leita á önnur mið. Um gjaldeyrisspamað er það að segja, að þjóðarbúið mundi í hehd stórgræða á frjálsum innflutningi. Fjármununum yrði varið í annað, sem ætti að vera arðvænlegra fyrir þjóðarbúið og spara og skapa gjaldeyri. Markús segir, að aðlögunarvand- inn í landbúnaði beri vitaskuld ekki vott um dugleysi bænda frem- ur en eldgosið í Heimaey hafi sann- að ómennsku Vestmannaeyinga. Beztu menn geta orðið undir fram- föram rétt eins og þeir geta lent undir hrauni. Óhkt því, sem var í Vestmannaeyjum, felst landbúnað- arvandinn ekki í því, að landsmenn sitji eftir með samanlagt tap. Lausnin er hins vegar ekki að banna framfarir. Fijáls innflutningur er, þegar öhu er á botninn hvolft, eðlhegt lokapróf fyrir hveija atvinnugrein, eftir hæfilega aðlögun. Landbúnaðurinn fehur á prófinu. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.