Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 17 Sigmar Pálmason var einn þeirra sem fóru í svaðilförina út í Surtsey i miðju eldgosi fyrir 30 árum. DV-mynd Ómar Garðarsson Glæfraför út í Surtsey í miðju eldgosi fyrir 30 árum: Vildum mót- mæla nafngift eyjarinnar - segir Sigmar Pálmason, einn svaðilfaranna Svaðilförunum tókst að komast aftur um borð í bátinn við illan leik. DV-mynd Sigurgeir Jónasson „Viö tókum okkur saman, nokkrir nemendur í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum, þann 13. des- ember, tæpum mánuði eftir aö Surtseyjargosið hófst, og fórum út í eyna með bátnum Júlíu til þess að gefa henni nafnið Vesturey. Vik- umar á undan hafði staðið mikil umræða um hvaða nafn ætti að gefa eynni,“ sagði Sigmar Pálma- son, einn nokkurra Vestmannaey- inga sem lögðu í þessa miklu glæfrafor fyrir tæpum 30 árum. Vakti áhuga fjölmiðla Glæfraferð þeirra félaganna vakti mikla athygli í fjölmiðlum á sínum tíma enda var stranglega bannað að fara út í eyna. Á þessum tíma gerðu margir vísindamenn ráð fyrir að Surtsey myndi fljótlega hverfa í sæinn undan ágangi sjáv- ar, en menn voru samt sem áður áhugasamir um að finna nafn á eyna. Þann 9. desember hafði örnefna- nefnd og menntamálaráðuneytið fundið eynni nafnið Surtsey og voru margir mjög ósáttir við þá nafngift. Þeirra á Tneðal voru nokkrir nemendur í Stýrimanna- skólanum í Vestmannaeyjum. Þeir fengu þá hugmynd að fara á báti út í eyna og skíra hana Vestur- ey til þess að mótmæla hinni nafn- giftinni. Svo gripið sé niður í frétt dagblaösins Tímans 21. desember 1963: „Um kvöldið var gerður nauð- synlegasti undirbúningur, útveg- aðir hjálmar, málaö nafnspjald með nafninu VESTUREY, en aöal- tilgangur fararinnar var að mót- mæla ónefninu SURTSEY og skyldi landgöngu freistað, ef fært sýndist, en þó ekki teflt í neina tvísýnu." Ekki virðist þess þó nægilega hafa verið gætt af hálfu leiðangurs- manna. Freistuðu landgöngu „Við ákváðum að gera út þennan leiðangur til að skíra eyjuna Vest- urey og fórum á bátnum Júhu sem þá var gerð út í Vestmannaeyjum. Það er um 50 tonna bátur. Síðan vorum við með lítinn árabát sem við ætluðum í land á. Þama var mjög aðdjúpt af því að eyjan er mjög brött, enda mikil kvika. Það var hins vegar mjög gott veður er við komum að eynni og engin gos- virkni; það gerði hlé á gosinu rétt í þann mund. Eftir að ákvörðun var tekin um landgöngu settum við bátinn á flot úr Júlíu fimm saman en þrír aðrir freistuðu einnig landgöngu úr litl- um gúmmíhraðbáti sem fylgt hafði Júlíu. Báðum þessum bátum hvolfdi um það bil sem við reynd- um að taka land á eynni. Aldan var svo geysilega snörp að það skipti engum togum að bátarnir fóm báð- ir á hvolf,“ sagði Sigmar. Gosvirknin byrjaði aftur „Trébáturinn sökk og hann hefur aldrei sést aftur en hinn skolaðist frá eynni á hvolfi. Þegar við vomm nýkomnir í land byriaði gosvirkni aftur og það var eins og maður stæði á pappakassa, þetta var alveg hrikalegt. Eyjan hvarf nær alveg í reykjar- mekki og við lentum í miklu ösku- falli. Eins og nærri má geta, fór þetta ekki vel í menn. -Við vissum þá af bátnum Júlíu nokkur hundr- uð metra undan landi sem veitti vissa öryggiskennd, en við vorum þó hálfsmeykir um að eyjan myndi hreinlega springa í látunum. Skipverium á Júlíu tókst síöan að skjóta björgunarlínu yfir til okk- ar og þannig tókst að koma bátnum til okkar. Honum hvolfdi aftur í brimgarðinum en það tókst að koma honum á réttan kjöl rétt und- an landi. Okkur tókst með herkjum að synda út í bátinn og bjarga okk- ur þannig. Dvölin í eynni var um það bil klukkutími. Einhverjir brenndust nokkuð á sjóðandi heitum vikrinum; enginn þó alvarlega enda var þetta heitur vikur en ekki rennandi hraun. Sig- urgeir Jónasson ljósmyndari, sem var með í för, skemmdi hjá sér vél- ar því það fór svo mikili vikur í þær. Það má segja að farið hafi betur en á horfðist enda vorum við rosa- lega hræddir á meðan á þessu stóð. Engin eftirmál urðu af þessu uppá- tæki en það má með sanni segja að þetta hafi verið töluverður glanna- skapur af okkur," sagði Sigmar. Yflmáttúrulegt að sleppa heilir í grein Morgunblaðsins 21. des- ember 1963 af atburðinum var það talið yfimáttúrulegt að mennimir skyldu sleppa lifandi frá þessu upgátæki: „í sama mund gerði gífurlegt gos. Öskufallið var ógurlegt, en einnig rigndi glóandi grjóti allt í kringum mennina. Þá sukku þeir í seiga leðju. - Tókst þeim að losna úr henni með erfiðismunum. Síðan lögðust þeir undir kamb, þegar mestu goshviðumar gengu yfir. Má það heita yfimáttúrulegt, að þeir skyldu sleppa við alvarlega áverka í gosköstunum. Allir voru þeir illa á sig komnir, rennandi votir og höfðu drukkið sjó meira og minna." 60 ÁVÍSANIR A AFSLATT Mwmk Hnð ^ ' I m M iri mJI ]

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.