Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Page 18
18 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 Dagur í lífl Jörundar Guðmundssonar tívólístjóra: Akureyri „Við hjónin vöknuðum um áttaleytiö á þriðjudagsmorgun og byrjuðum daginn eins og vanalega á því að skella okkur í bað. Síðan fór ég inn á tívólísvæðið okkar hér á Akureyri. Ásamt öðrum tívólíeig- andanum tókum við saman afrakstur helgarinnar og fórum síöan saman á sýslumannsskrifstofuna á Akureyri og greiddum þar skatta og gjöld. Við vorum ánægðir með aðsóknina um verslunar- mannahelgina. Við framlengdum síðan dvöl okkar í samvinnu við bæjarstjóra og sýslumann til næsta sunnudags. Þar sem veðrið er svo gott sem raun ber vitni á Akureyri ákváðum við að vera áfram frekar en að hanga og bíða niðri við Sundahöfn í Reykjavík eftir skipinu. Þegar það var búið þurfti ég að fara að leita að legu í hjól á einum vagna okkar vegna þess að hjólaiega brotnaði undan honum á leiðinni norður.“ Matur í mannskapinn „Svo þurfti ég aö fara að útrétta fyrir mannskapinn, kaupa það sem hann þurfti til viðurværis eins og ailir þurfa náttúr- lega. Ég þurfti einnig að sinna ýmsu öðru smálegu. Ég þurfti meðal annars að setja inn auglýsingu fyrir tívólíið á Bylgjuna og fara til Rafveitu Akureyrar og borga þar rafmagnsreikning. Síðan þurfti annar eigandi tívólísins að fara ásamt fjölskyldu sinni úr landi og ég varð að koma þeim út á flugvöll og sjá til þess að þau kæmust héðan með flugvél Flugfélags Norðurlands til Keflavíkur- flugvallar. Þaðan fóru þau út. Svo þurfti ég sjálfur að fara með bflinn minn á verkstæði, það var eitthvað að pústkerfmu sem ég var ekki hress með. Það reyndist samt sem áður vera bara smámál sem tók engan tíma að gera við. Fyrri hluti dagsins fer að jafnaði í svona smásnatt sem tekur töluverðan tíma. Svo opnuðum við-tívólíið klukkan 16 í gær og við vorum að til klukkan 23 en þá var þetta húllumhæ nú búið.“ Frábærmatur „Við fórum að lokinni vinnu á veitinga- staðinn Greifann sem er mikill ágætis- staður. Þar borðuðum við sérstaklega góð- an mat. Ég fékk mér grillaða lúðu sem er það besta sem ég hef nokkurn tímann smakkað af fersklúðu. Konan fékk sér lambalundir og hún var jafnánægð með sinn mat. Þetta var gríðarlega vel útlátið, góður matur og umhverfi og innréttingar allar á staðnum eru með þeim huggulegri sem maður sér. Við lukum síðan deginum á kránni „Við Pollinri'. Hún er í gamalli vélsmiðju sem ég man vel eftir með öðru úthti þegar ég dvaldi hér sem strákur á Akureyri. Ég hafði mjög gaman af því að sjá þær breyt- ingar sem orðið höíöu á staðnum. Þar vorum við rúman hálftíma áður en farið var heim og gengið til náða. Það má segja að þetta hafi verið dæmigerður dagur fyr- ir tívólíeiganda." Jörundur Guðmundsson hefur nóg að gera þessa dagana við tívólírekstur á Akureyri. Framlengdi dvölina á Finniir þú fimm breytingai? 217 Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Aiwa vasadiskó að verðmæti 4.480 krónur frá Radíóbæ, Ármúla 38. 2. verðlaun: Fimm úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöfði. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 217 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uðustu og fimmtándu getraun reyndust vera: 1. Ástmar Karl Steinarsson, Reykjavíkurvegi 68,222 Hafn- arfjörður. 2. Svandís Bára Steingrímsd., Kveldúlfsgötu 25, 310 Borgar- nes. „Get ég þá núna fengið bréfin til baka?l“ Nafn: Heimilisfang: Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.