Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Qupperneq 20
20
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993
Kvikmyndir
Hér er Mitch að ræða við fulltrúa FBI.
Fyrirtækið
í lok júní var frumsýnd í Banda-
ríkjunum myndin The Firm, sem
gerð er eftir samnefndri metsölubók
John Grisham’ Myndin hefur hlotið
góða dóma, en fallið í skuggann fyrir
stórmyndunum Jurassic Park, Cliff-
hanger og Last Action Hero. Hins
vegar er búist við að myndin verði
sýnd nokkuð lengi þannig að þegar
upp er staðið ætti The Firm að vera
ein af vinsælustu myndunum í ár.
Þetta er líka í góðu samræmi við hinn
gífurlega mikla fjölda sem hefur lesiö
áðurnefnda bók, sem var ein vinsæl-
asta lesning milljóna manna um
margra mánaða skeið eftir að hún
kom út 1991.
The Firm fylgir þó ekki alveg bók-
inni. Til að gera handritið sem best
úr garði voru tilkvaddir þrír góðir
handritahöfundar, þeir David Rabe,
Robert Towne og David Rayfiel. Þeir
hafa kryddaö söguþráðinn með dálít-
illi dramatík til að lífga upp á mynd-
ina.
Ungur og efnilegur
The Firm fjallar um ungan eftir-
sóttan lögfræðing að nafni Mitch
McDeere, sem er nýútskrifaður frá
Harvard háskólanum með toppein-
kunnir. Honum berast mörg at-
vinnutilboð frá virtum og þekktum
fyrirtækjum en Mitch ákveöur í lok-
in að taka tilboði frá lítilli og lítt
þekktri lögmannsstofu í Memphis
sem býður honum gull og græna
skóga. Þótt eiginkona Mitch, sem er
kennari að mennt, telji að eitthvað
óhreint sé í pokahominu stenst
Mitch ekki freistinguna þegar hann
sér fram á að geta komið undir sig
fótunum íjárhagslega á nokkrum
árum. Lögfræðistofan gerir strangar
kröfur til sinna manna, þeir verða
að vera fiölskyldumenn, vel klæddir
og vinna eins og skepnur. Eigendur
stofunnar líta á fyrirtækið meira sem
eina fiölskyldu þar sem allir takast
sameiginlega á við vandamálin þegar
þau koma upp og uppskera líka ár-
angurinn sameiginlega þegar vel
Umsjón
Baldur Hjaltason
gengur. Mitch aðlagast fljótlega
þessu nýja vinnuumhverfi og hellir
sér strax út í þrotlausa vinnu.
Dularfull dauðsföll
En þegar tveir af lögfræðingum
fyrirtækisins láta lífið í Cayman Is-
lands fer Mitch að gruna að ekki sé
afit með felldu. Hann fer að kanna
málið og kemst aö því að á undan-
fómum ámm hafa 4 lögfræðingar
stofunnar látist á bestá aldri. Þetta
getur varla verið tilviljun og allt
bendir því til þess að fyrirtækið teng-
ist á einhvern máta þessum dauðs-
fóllum. Lögfræðingarnir hafi að öll-
um líkindum verið myrtir. Mitch fær
gmn sinn staðfestan þegar dóms-
málaráöuneyti Bandaríkjanna hefur
samband við hann og biður um að-
stoö við að rannsaka lögmannsstof-
una, sem það gmnar að stundi um-
fangsmikil skattsvik fyrir viðskipta-
vini sína. En þetta er ekki auðveld
ákvörðun því enginn hefur hætt hjá
lögmannsstofunni í sögu hennar, þ.e.
lifandi. Þegar það fer síðan að hitna
í kolunum hjá Mitch eykst spennan
og meginhluti myndarinnar fiallar
um leik kattarins við músina þar sem
auðvitað músin hefur betur í lokin.
Góður leikstjóri
Þaö er gamall og reyndur leikstjóri
við sfiómvölinn í The Firm. Það er
Sidney Pollack, sem hér fer á kost-
um. Hann beitir jafnvel stundum stíl-
brögðum Hitchcocks til að halda at-
hygli áhorfenda vakandi þær rúm-
lega tvær og hálfu klukkustund sem
sýning myndarinnar tekur. Kunnug-
ir hafa líkt The Firm við eina af eldri
myndum Pollacks, sem var mjög vin-
sæl á sínum tíma, eða Three Days
of the Condor. Þegar litið er yfir eldri
myndir Sidney Pollack má finna titla
eins og They Shoot Horses Don’t
They (1969), Jerimiah Johnson (1972),
The Way We Were (1973) og Tootsie
(1982). Það var samt sem áður mikil-
vægt fyrir Pollack að The Firm
skyldi heppnast vel vegna þess aö
síðasta mynd hans, Havana, með
Sean Connery í aðalhluverki, var ein
sú versta sem hann hefur gert og
vinsældir hennar eftir því. En með
The Firm virðist Pollack vera kom-
inn aftur á rétta sporið.
Passar í hlutverkið
Líklega eru flestir sem hafa lesið
bókina sammála að varla hafi verið
hægt að fá betri leikara í hlutverk
Mitch en Tom Cruise, nema ef til
vill Robert Redford fyrir 25 árum.
Tom virkar sléttur og felldur eins og
hinn framagjami ungi lögfræðingur
á að líta út. Hann hefur líka þetta
bamslega sakleysi yfir sér sem gerir
myndina enn trúverðugri í byijun.
Tom Cruise á því stóran þátt í því
hve myndinni hefur verið vel tekið.
Hann er heldur enginn nýgræðingur
því þótt hann sé ungur að árum á
hann að baki vel yfir tug mynda og
þær ekki af verri endanum eins og
Risky Business (1983), Top Gun
(1986), The Color of Money (1986),
Rain Man (1988) og Born on the Fo-
urth of July (1989). En það em líka
fleiri góðir leikarar sem koma fram
í myndinni. Þar má nefna Jeanne
Tripplehom í hlutverki eiginkonu
Mitch og svo gömlu kempuna Gene
Hackman sem fer með hlutverk eins
lögfræðingsins. Ef að líkum lætur
ætti The Firm að koma í íslensk kvik-
myndahús síðar á árinu þegar sum-
arsmellir árins fara eitthvað að dala.
Á næstunni munu kvikmynda-
húsagestir geta séö tvo gamla
kunningja, með ný andlit, á hvíta
fialdinu. Það em þeir James Bond
og Inspector Clouseau eða réttara
sagt sonur Clouseau. Eftir fiögurra
ára hvíld er von á James Bond aft-
ur á hvíta fialdiö. Svissneskt fyrir-
tæki, sem keypti fyrirtæki Albert
Broccoli, sem hefur haft einkarétt
á framleiðslu James Bond mynd-
anna, náði loksins samkomulagi
viö MGM/UA k vikmyndaveriö eftir
langvarandi deilur ura hvort kvik-
myndaverið hafi selt sjónvarpsrétt-
in að Bond myndunum of lágu
verði. En nú er málið leyst og búið
að ráða handritahöfunda til aö
skrifa handrit að ekki bara 17.
myndinni heldur einnig 18. og 19.
James Bond myndinni. Sá sem
byijaði er sjálfur Michael France,
sem skrifaði handritið að Cliff-
hanger, og byggir hann söguþráð-
inn á sinni eigin hugmynd. Verður
þetta fyrsta Bond myndin síðan
Licence to Kill var frumsýnd 1989.
Til að gera spennuna enn meiri er
farið með efnisþráðinn eins og
mannsmorð. Engiim fær aö vita
neitt.
Hver leikur Bond?
Það er MGM kvikmyndaverið
sem ætlar sér að útvega fiármagn-
iö. Hins vegar er aðalvandamáliö
hver mun leika James Bond. Tim-
othy Dalton hefur leikið Bond í
tveimur síöustu myndunum en
hann hefur ekki enn gefið svar.
Hann hefur aldrei náð til Banda-
ríkjamanna með túlkun sinni á
James Bond og því hafa tvær síðstu
Bond myndimar gengið illa vest-
anhafs miðaö við eldri Bond mynd-
ir. Mel Gibson hefur einnig veriö
oröaður við hlutverkið en ólíkiegt
þykir að hann taki það að sér.
Framleiðendur eru einnig að leita
aö leiksfióra og er talið líklegt að
hann verði breskur, jafnvel Micha-
el Caton-Jones. Ætlunin er aö hefia
tökur strax upp úr áramótum svo
myndin ætti að geta orðið sumar-
smellur næsta sumars.
Bleiki pardusinn
Leiksfiórinn Blake Edwards hef-
ur ekki að gefist upp á bleika pard-
usnum sínum. Síðan hann gerði
sína frábæru gamanmynd The
Pink Panther áriö 1963 með Peter
Sellers í aðalhluverki, hefur hann
staðið að baki gerð fiölda mynda
um bleika pardusinn sinn eins og
The Retum of the Pink Panther,
The Pink Panther Strikes again og
The Revenge of the Pink Panther
svo nokkur dæmi séu tekin. En eft-
ir að Peter Sellers dó hefur verið
erfitt að finna einhvem til feta í
fótspor hans og taka að sér hlut-
verk hins óviðjafhanlega Inspector
Clouseau. Nú hefur Blake hins veg-
ar ákveðið að fara nýja leið og síðar
1 þessum mánuði verður frumsýnd
myndin Son of the Pink Panther.
Þar er í aðalhluverki gamanleikar-
inn Roberto Benigni, sem er einn
vinsælasti gamanleikarí ítala
ásamt þvi að gera þaö gott á megin-
landi Evrópu. Þar sem ekki er búiö
að fmmsýna myndina er ekki vitaö
um viðbrögð áhorfenda en vonandi
tekst Blake Edwards að skemmta
áhorfendura þótt þaö veröi aö við-
urkennast að hann sé farinn að
teygja lopann talsvert.
Þaö er Roberto Benigni
sem »er með hlutverk sonar
Inspector Clouseau.