Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Síða 23
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993
23
Kristín List Malmberg, Álfholti 2c í Hafnarfirði, tók þessa skemmtilegu
mynd af dóttur sinni, Elísabetu, þegar þær mæðgur voru á ferðalagi í Finn-
landi. „Viljið þið vera memm,“ sagði Elisabet litla við endurnar.
Skemmtilegasta sumarmyndin:
Hugmynda-
flugið látíð ráða
- og útkoman verður bráðskemmtileg
Sumarmyndakeppni DV og Kodak
hefur aldeÚis tekið við sér því tugir
mynda berast í keppnina á hverjum
degi. Margir eru búnir að vera í sum-
arfríi og hafa fengið skemmtilegar
myndir úr framköllun sem sjá má
af þeim myndum sem okkur berast.
Enn er tími fyrir þá sem eiga eftir
að fara í frí eða þá sem eiga eftir að
koma filmunni í framköllun því
skilafrestur er til 15. september.
Skemmtilegasta sumarmyndin getur
verið hvernig sem helst og hug-
myndaflugið á endilega að ráða ferð-
inni. Það eina sem þarf síðan að gera
er að senda myndina í keppnina.
Athuga verður að merkja hana vel
með nafni, heimilisfangi og síma-
númeri. Oft getur verið skemmtilegt
að gefa myndinni heiti og einnig að
gefa upp nöfn á þeim aðilum sem
skreyta myndina.
Það er til mikils að vinna í sumar-
myndakeppninni. Keppt er um
glæsileg verðlaun í fjórum flokkum.
Fyrstu verðlaun, fullkomin ljós-
myndavél af gerðinni Canon EOSIOO
að verðmæti kr. 69.900, verða veitt
fyrir eina staka mynd, fyrir þrjár
bestu myndirnar úr sumarleyfi inn-
anlands og þrjár bestu úr ferðalögum
utanlands verða veitt ferðaverðlaun.
Þá eru sérstök unglingaverðlaun í
boði fyrir fjórar myndir en þau eru
Prima 5 ljósmyndavélar.
Dómnefnd keppninnar er skipuð
Gunnari V. Andréssyni og Brynjari
Gauta Sveinssyni, ljósmyndurum
DV, og Gunnari Finnbjörnssyni frá
Kodak.
Myndirnar, sem hér birtast, eru
aðeins brot af þeim fjölmörgu sem
borist hafa í keppnina. Lesendur
ættu að sjá að hver og einn getur
tekið skemmtilega sumarmynd, það
þarf ekki atvinnumenn til þess.
Utanáskriftin er:
Skemmtilegasta sumarmyndin
DV, Þverholti 11,
105 Reykjavík.
Hér er Thelma Dögg í blómahafi en það var Guðbjörg Sigurðardóttir,
Hraunbæ 172, Reykjavík, sem tók myndina.
„Myndin sem ég sendi er af kærustunni minni, Guðrúnu Gísladóttur. Mynd-
in var tekin í yndislegu veðri á Rauðasandi," skrifar Ágúst H. Guðmunds-
son, Heiðarlundi 6d á Akureyri, sem tók þessa sérstöku mynd.
Ásta Steingerður Einarsdóttir,
Smáragrund i Borgarfirði, tók þessa
mynd af ungum sveini sem heitir
Elvar Freyr og verður fimm ára þann
15. ágúst nk. „Að drullumalla er með
því skemmtilegasta sem hann gerir
og er þá ekki verið með neitt hálf-
kák, eins og myndin sýnir. Móðir
hans gat ekki stillt sig um að festa
á filmu þessa fögru sjón,“ var skýr-
ingin með myndinni sem er óneitan-
lega skemmtileg.
„Vinir í Eyjum“ heitir þessi fallega
mynd af Elisu og Gugga, sem er
heimalningur. Það var Guðmunda
Bjarnadóttir, Strembugötu 8 í Vest-
mannaeyjum, sem sendi myndina.
imiMll §Jg/agss
R ALLYKROSSKEPPNI
verður haldin á brautinni við Krýsuvíkurveg
SUNNUDAGINN 8. ÁGÚST KL. 14.00.
Tekst Guðbergi að stökkva yfir 5 bíla?
Þeir voru 4 síðast!
Frítt fyrir 12 ára og yngri.