Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Page 27
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993
27
Þættir nm „ástandið" í Sydney árið 1944 í Sjónvarpinu:
lifið er lotterí
Á mánudagskvöldið er fyrsti
þátturinn af flórum í áströlskum
myndaflokki í Sjónvarpinu.
Hann fjallar mn líf þriggja
kvenna sem vinna saman á
snyrtistofu í Sydney á glæsileg-
asta hóteli borgarinnar. Þættirn-
ir gerast á einni viku í október
árið 1944. Heimsstyijöldin er far-
in að snúast mjög bandamönnum
í hag og bandarískir herflokkar
streyma til borgarinnar.
Sydney breytist í einn stóran
glaumbæ fyrir þá sem eru tilbún-
ir að hætta einhverju í lífsins lott-
eríi. Margir kannast við það sér-
kennilega ástand sem myndast
við aðstæður sem þessar. I miðri
hringiðunni eru konurnar sem
sumar hvetjar eiga eiginmenn
eða unnusta á vígvelbnum. Það
reynir á siðferðisþrek, heilbrigt
gildismat og sumar þeirra verða
að axla ábyrgð eða taka erfiðar
ákvarðanir upp á eigin spýtur.
Aðalhlutverkin í þáttunum eru
í höndum Lisu Harrow sem leik-
ur Claire, Kerry. Amstrong sem
leikur Deb og Rebeccu Gibney
sem fer með hlutverk Guineu.
Claire býr yfir saknæmu leynd-
armáb, Deb gifti sig fyrir stríð og
Guinea fær að kynnast því að
striðið hefur aðrar afleiðingar
fyrir hana en hún bjóst við. Á
daginn snyrta þær og farða gest-
ina. Á kvöldin leggja þær allt
undir.
Óhætt er að fullyrða að áhorf-
endur verða ekki sviknir af þess-
um þáttum. Ástrabr eru þekktir
fyrir að gera vandaða og góða
þætti og efnið er mjög áhugavert.
Lífið er lotterí verður á dagskrá
Sjónvarpsins klukkan 22 á mánu-
dagskvöldum. Leikstjóri þátt-
anna er Robert Marchand en þýð-
andi er Veturliði Guðnason.
Það er draumur að vera með dáta.
,S;4A/
SAM'
SAM\
Tvær þrælgóðar grínmyndir
Sýnd í Sagabíói
kl. 5 - 7 - 9 og 11.
Sýnd í Bíóhöllinni og Bíóborginni
kl. 5 - 7 - 9 og 11.