Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Side 28
28
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 •
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993
37
Iinda Magnúsdóttir lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi árið 1987:
Fóturinn var
græddur á hana
- hann hékk á einni taug þegar hún kom á Borgarspítalann - nú gengur hún um óhölt, syndir og hjólar
Rögnvaldur Þorleifsson bæklunarsérfræðingur:
Agræðslur fóta
sjaldgæfar
- hefur framkvæmt ágræðslur í tólf ár með góðum árangri
„Ætli hafi ekki verið framkvæmd-
ar tvær tíi þrjár ágræðsluaðgerðir
ár hvert síðan 1981 en þá var sú
fyrsta framkvæmd sem heppnað-
ist. Ég hef tvisvar sinnum grætt á
fætur svo tekist hafi. Yfirleitt eru
þetta fingraágræðslur," sagði
Rögnvaldur Þorleifsson bæklun-
arsérfræðingur í samtali við DV.
Rögnvaldur segist hafa grætt fót
á pilt árið 1985. Síðan árið 1987 gerði
hann aðgerð á Lindu en þegar hún
kom á spítalann var fótur hennar
blóðrásarlaus og dauður, eins og
Rögnvaidur nefnir það.
- Hvað þarf til að hægt sé að græða
fót á aftur eins og í þessu tilfelli?
„Maður reynir síður að græða fót
á en hendur eða fingur þar sem
Rögnvaldur Þorleifsson læknir hefur hjálpað mörgum íslendingum að
halda jafnt fingrum sinum, höndum og fótum.
Fyrsta ágræðslan, sem Rögnvald-
ur framkvæmdi og heppnaðist, var
árið 1981 er hann græddi hönd á
Ragnhildi Guðmundsdóttur frá
Sandgerði.
gervifætur duga tiltölulega vel en
gervihendur ákaflega illa. Þegar
um er aö ræða ungling eða ungt
fólk þá freistast maður frekar til
að græða á heldur en ef um eldra
fólk er að ræða. Það getur verið
betra t.d. fyrir erfiðisvinnumann
að vera með gervifót heldur en
meingallaðan fót þó hann sé lif-
andi. Forsendan fyrir því að ráðlegt
sé að reyna þetta er annars vegar
tiltölulegur ungur aldur og einhver
tilfinning. Þó man ég eftir dreng
sem hafði enga tilfinningu en hann
var að vísu ekki svona illa farinn
heldur hafði stíflu í æð. Fóturinn
dugði honum síðan vel þó ekki
væri tilfinning þannig að varla er
til ein regla,“ segir Rögnvaldur.
„Fótur Lindu hékk á einni
óskemmdri taug og líklega einum
bandvef. Það má reyna ágræðslu í
slíku tilfelh en þá tekur maður
æðar og gerir framhjáhlaup. Það
er ekki ósvipaö og gert er í krans-
æðastíflu. Það er ekki víst að þetta
gangi alltaf en það gerðist þó í
þessu tilfelli eftir tvær tilraunir.
Það sem mér þótti merkilegt var
að hún fékk eðlilega hreyfingu í
hnjáliðixm sem var alveg shtinn í
sundur. Því reiknaði ég ekki meö.
Batinn kemur hins vegar á fyrstu
tveimur árunum eða hann kemur
afis ekki.“
Rögnvaldur segir að vefirnir
verði að lifa til að ágræðslan tak-
ist, það er að segja fá næringu frá
blóðrás. „Við sköddun herpast
æöamar saman og þess vegna
blæðir fóUti ekki endfiega út þó það
slasist og í annan stað þá myndast
storkutappar. Þetta eru vamaglar
náttúrunnar," segir sérfræðingur-
inn.
Það em margir samverkandi
þættir sem þarf aö meta þegar
ákvörðun er tekin um að græða lim
á fólk. Rögnvaldur viU meina að
þegar komið er með líkamshluta í
boxi sé um ótvíræða ágræðslu að
ræða. Ef parturinn hangir á ein-
hveiju Uðbandi þá heitir það að
endurlífga þó það sé sama verkið.
Hann segir að bati Iindu stafi ekki
síst af því að hún hafði heUa taug
og þar af leiðandi einhverja tilfinn-
ingu. Það er forsenda þess að
ágræðsla sem þessi geti tekist.
„Ég hef náö mér vel andlega eftir
slysið og Uturinn á fætinum er að
verða eðtilegur. Þetta háir mér því
ekki svo mikið lengur," segir Linda
Magnúsdóttir, 22ja ára, sem lenti í
hörmulegu mótorhjólaslysi í apríl
1987 með þeim afleiðingum að litlu
munaði að hún missti annan fótinn.
Hægri fóturinn klemmdis milU mót-
orhjólsins og brúarhandriðs og hékk
aðeins á einni taug þegar að var kom-
iö. Það þykir kraftaverki næst að
hægt hafi verið að bjarga fæti Lindu
og má þakka Rögnvaldi Þorleifssyni,
bæklunarsérfræðingi á Borgarspít-
alanum, hversu vel tókst til.
„Þetta gerðist á Seyðisfirði aðfara-
nótt 19. aprU. Ég var að rúnta um
bæinn á mótorhjóli og vinur minn,
sem átti hjóUð, sat aftan á. Ég var
fimmtán ára og hafði hvorki réttindi
á hjóUð né var heldur í viðeigandi
klæðnaði. Það bjargaði mér þó að ég
var með hjálm á höfðinu," segir
Linda er hún rifjar upp slysið.
Linda er fædd og uppalin á Seyðis-
firði. Hún fékk snemma mikla mót-
orhjóladellu og hafði alltaf ætlað sér
að eignast slíkt hjól. Þetta afdrifaríka
kvöld fékk Linda að prófa hjólið. Hún
hafði ekið um bæinn og var á leið
að brúnni yfir Fjarðará er hún missti
vald á hjóhnu með þessum hörmu-
legu afleiðingum. Bæði ungmennin
slösuðust iUa og voru flutt með
sjúkraflugi til Reykjavíkur.
Stöðvaði
blóðrennslið
Linda segist ekkert muna eftir
þessu augnabliki. Hún missti meðvit-
und en rankaði þó við sér öðru
hverju því hún man eftir fólki í
kringum sig. Að sögn móður hennar,
Fjólu Aðalsteinsdóttur, kom ungur
maður að og brást hárrétt við. „Hann
greip um lærið á henni og gat stöðv-
að blóðrennsUð. Ég er viss um að
þessi piltur bjargaði lífi hennar en
hann heitir Einar Harðarson."
Félagi Lindu brotnaði iUa og var
einnig mikið slasaður. Hann var
sendur á Landspítalann en Linda á
Borgarspítalann. Fjóla telur það hafa
verið slæmt þar sem Linda hefði
haft miklar áhyggjur af honum þegar
hún vaknaði á gjörgæsludeUd eftir
fyrstu aðgerðina. „Það hefði verið
betra að þau væru á sama spítalan-
um,“ segir hún.
Linda var að ljúka tíunda bekk
þegar slysið átti sér stað. Sumarfríið
fór allt í aö ná bata en hún þurfti að
flytjast til Reykjavíkur þar sem of
dýrt var að ferðast alltaf á miUi Seyð-
isfjarðar og Reykjavíkur. Þar sem
Linda var réttindalaus fékk hún eng-
ar bætur vegna slyssins. Móðir henn-
ar þurfti að dvelja í Reykjavík í
nokkra mánuði vegna dótturinnar
og hafði slysið því mikU áhrif á fjár-
hagsstöðu heimiUsins. „Við erum
ekki búin að ná okkur út úr þeim
erfiðleikum ennþá," segir Ejóla. „Og
munum aldrei gera.“
Góðirvinir
Linda segir að vinir hennar og
kunningjar hafi sýnt einstakan góð-
vUja meðan hún dvaldi á Borgar-
spítalanum og mjög margir komu og
ars er hún mjög dugleg að hjóla og
synda og það veitir henni auðvitað
mikla þjálfun," segir Fjóla og Linda
bætir við að hún gangi einnig mjög
mikið. Þaö vekur athygU að Linda
gengur óhölt og ekki er hægt að
merkja á henni hið alvarlega slys
þegar hún er í síðbuxum.
Vinnufélagar
söfnuðu fé
Þegar ljóst varð að Linda og móðir
hennar urðu að dvelja um sumarið
í Reykjavík eftir slysið var ekki um
annað að ræða en fá leigöa íbúð.
Faðir Lindu, Magnús Karlsson, var
á sjónum en þijú systkini urðu eftir
heima á Seyðisfirði. Systir Lindu,
Margrét, sem er ári eldri, varð fyrir
miklu áfaUi þar sem þær systur
höfðu verið afar samrýmdar. „Það
var verst að meðan ég var með Lindu
urðu hin börnin útundan, þau vildu
gleymast í öUu sjokkinu," segir Fjóla.
„Maður má ekki gleyma hinum
börnunum efeitt lendir í slysi,“ bæt-
ir hún við.
Fjóla varð að hætta í vinnunni á
þessum tíma og flytja suður. Það kom
fjölskyldunni til bjargar að vinnufé-
lagar, vinir og kunningjar söfnuðu
fé til hjálpar henni. Það varð til þess
að Fjóla gat tekið íbúð á leigu. Auk
þess gaf afi Lindu henni bíl svo að
móðir hennar gæti ekið henni á miUi
staða. Annars hefði leigubílakostn-
aður orðið þeim ofviða. „Það var með
óUkindum hvað aUir voru góðir við
okkur. Fólkið á Seyðisfirði var með
eindæmum hjálplegt," segir Fjóla.
Þegar Linda hafði náð sér vel eftir
slysið flutti hún síðan til Reykjavík-
ur og hóf störf hjá Sól. „Mig langaði
að breyta um umhverfi," segir hún.
Síðar fluttu foreldrar hennar til
Keflavíkur þar sem þau búa enn en
Linda og systir hennar, Margrét,
starfa báðar á Seyðisfirði um þessar
mundir þannig að þær eru aftur
komnar á gamlar slóðir. „Ég kann
mjög vel við mig þó ég ætii mér ekki
að setjast að þar,“ segir Linda.
Hékk á fjallsbrún
Mótorhjóladellan er enn fyrir
hendi þrátt fyrir hið hörmulega slys.
Linda hefur hug á að kaupa sér bif-
hjól sem er öllu stærra og kraftmeira
en mótorhjól. Hún segist ekki myndi
banna unglingi að fara á mótorhjól
svo framarlega sem hann væri í rétt-
um búningi og hefði próf. „Slysin
gera ekki boð á undan sér og það er
fyrir öllu að vera ekki réttindalaus,“
segir Linda.
Örlögin eru oft undarleg. Þannig
varð Linda fyrir því stuttu eftir heim-
komuna á Seyðisfjörð eftir slysið að
lenda í útafakstri á bfi. „Systir henn-
ar bauð henni í bUtúr, keyröi út af
og þær systur héngu utan í fjallshlíð.
Enginn skUdi hvernig stóð á því að
bUlinn fór ekki niður því hann vó
salt á brúninni," segir Fjóla. „Það var
trUlusjómaður sem var úti á sjó sem
sá bílinn á fjaUsbrúninni og lét vita.
Ég trúði hvorki inínum eyrum né
augum þegar mér var sagt frá þessu,"
segir hún ennfremur. Systir Lindu
afrekaði að skríða út úr bUnum,
komast upp á veg og láta vita. Henni
var svo mikið um að vera með Lindu
í bílnum að hún fékk fjörutíu stiga
hita á eftir. „Mér brá rosalega við
þetta," segir Linda. „Sérstaklega þeg-
ar ég ætlaði að fara út úr búnum en
þá byrjaði hann að hreyfast á bjarg-
brúninni." Þar fór betur en á horfð-
ist.
Lítil tilfinning
í fætinum
í dag hefur Linda bUpróf og ekur
sjálf þrátt fyrir að tilfinning sé ekki
komin í fótinn að fuUu. „Fyrst fann
ég ekki fyrir neinu en tilfinningin er
alltaf að aukast í fætinum,“ segir
hún. „Þó er tUfinningin svolitið skrít-
in - ekki alveg eins og hún á að vera.“
Þegar DV hitti Lindu og móður
hennar voru þær að sóla sig við bú-
stað einn í Ölfusborgum. Þar voru
þær í sumarfru í eina viku ásamt
Magnúsi, foður Lindu, og tveimur
htlum frændum hennar. „Við mæðg-
umar erum mjög samrýmdar og
megum varla nokkum tíma sjá hvor
af annarri. Verst er að Margrét er
ekki líka með okkur,“ segir Fjóla.
Þær Linda og Fjóla minnast ársins
1987 með mikiUi skelfingu og segjast
ekki vUja upplifa slíkt ár aftur. Fyrst
eftir að Linda kom heim af sjúkra-
húsinu var móðir hennar alltaf
hrædd um að skurðurinn á fætinum
myndi opnast og fóturinn færi í
sundur aftur. „Maður var alltaf hálf-
hræddur að löppin dytti hreinlega
af en það var ástæðulaus ótti því sex
naglar héldu henni saman."
Linda var á Borgarsjúkrahúsinu
frá því slysið átti sér stað og fram í
byijun júní. Það var hins vegar ekki
fyrr en í september sem þær mægður
gátu haldið austur á Seyðisfjörð.
„Linda er ofboðslega dugleg," segir
Fjóla. „Það hefur hjálpað henni
mest.“
Boðið í
fegurðarsamkeppni
Til gamans má geta þess að tvisvar
sinnum hefur Lindu verið boðið að
taka þátt í fegurðarsamkeppni. Þeir
aðilar vissu ekki um slysið og hvern-
ig líkami hennar er farinn eftir það.
En sannarlega hefur Linda andht til
að fara í fegurðarsamkeppni eins og
sjá má á meðfylgjandi myndum.
Heimabær Lindu, Seyðisfiörður,
hefur alloft komist í fréttimar vegna
alvarlegra slysa. í maí sl. var grædd-
ur fingur á Sigríði Ólafsdóttur sem
búsett er á Seyðisfirði. Önnur stúlka
missti hönd eftir að hún fór í hakka-
vél. „Það hefur geipilega margt leið-
inlegt gerst í þessum fallega bæ,“
segir Fíóla.
Linda stimdaði íþróttir nokkuð
sem bam og unghngur. Aht slíkt
lagði hún á hilluna eftir slysiö en
hefur nú fuhan hug á að reyna fyrir
sér í sportinu. „Ég hætti ekki fyrr
en ég get farið að hlaupa," segir hún.
„Reyndar hef ég aðeins hlaupið en
ég hef ekki stigið á skíði frá því slys-
ið varð og það ætla ég mér að gera í
vetur," segir Linda Magnúsdóttir.
-ELA
„Eg er aðeins byrjuð að hlaupa... og ætla á skíði í vetur,“ segir Linda sem tvisvar sinnum hefur fengið boð um að taka þátt í fegurðarsamkeppni.
DV-myndir Brynjar Gauti
heimsóttu hana. „Þetta var góður
tími að því leyti,“ segir hún. „Mér
fannst alveg frábært hvað þau vom
dugleg að koma suður og heimsækja
hana,“ tekur Fjóla undir.
Fjóla segir að það hafi verið fyrst
og fremst dugnaði Lindu að þakka
hversu fljót hún var að ná sér eftir
slysið. „Hún var komin í síld í októb-
er. Þá var sárið ennþá opið og hólkur
hafður utan um það. Linda þurfti að
hlaupa annað slagið upp á sjúkrahús
til að láta skipta um umbúðir og
mætti síðan aftur í frystihúsið," segir
Fjóla. „Það þýðir ekkert að gefast
upp,“ bætir Linda við „Rögnvaldur
ætlaði ekki að trúa okkur þegar við
sögðum frá því að hún væri byrjuð
að vinna enda hafði hann sagt að hún
færi aldrei í frystihús aftur," segir
Fjóla.
Fór niður í 36 kíló
Þegar Linda lenti í slysinu var hún
55 kíló að þyngd. Þegar hún fékk að
fara heim af sjúkrahúsinu var hún
36 kíló. Hjúkrunarfólkið hafði
áhyggjur af hversu létt hún var orðin
og sagði að betra væri fyrir hana að
fara heim í mömmumatinn. „Hún
átti að fara út í hjólastól en harðneit-
aði því. Þá átti hún að fá hækjur en
tók það ekki heldur í mál. Hún gat
varla haldið sér uppi fyrir mátt-
leysi,“ heldur Fjóla áfram og segir
það kraftaverki líkast hversu vel
gekk.
Svæfð í 52 tíma
Aðgerðimar, sem Linda gekk í
gegnum, vom mjög stórar. Fyrsta
aðgerðin tók 14 tíma og önnur 26
tíma. Þá þurfti að færa æðar úr
vinstri fæti yfir í þann hægri. Auk
þess þurfti að taka vöðva af öðram
svæðum til að fylla upp í. Linda
gekkst undir þrjár stórar aðgerðir
og margar minni meðan hún var á
Borgarspítalanum og telst til að lík-
lega hafi hún verið 52 tíma í svæf-
ingu. Rögnvaldur gaf þeim aldrei von
í fyrstu að aðgerðin myndi heppnast.
„Hins vegar sagði hjúkrunarkona
okkur að ef Rögnvaldur hefði ekki
tekið á móti henni þá hefði þessi
ágræðsla aldrei verið reynd,“ segir
Fjóla. „Læknamir á Seyðisfirði
höfðu sagt að hún myndi missa fót-
inn.“
Enn eru svæði þau, þar sem vöðvar
og skinn var tekið, að jafna sig. Linda
hefur stundað ljósaböð undanfarið
og hefur það hjálpað til við að ná
eðlilegum húðht. Annars hefur fót-
urinn t.d. verið mjög blár.
Fer ekki í kjól
Linda segir að hún hafi ekki áttað
sig á fyrst hversu alvarlegt slysið
var. „Þegar ég vaknaöi af svæfingu
var fóturinn á mér og ég fékk því
ekki neitt sérstakt áfall vegna þess.
Ég hugsaöi aldrei út í það að ég hefði
getað misst hann,“ segir hún.
Iinda segir að útlitslega hái fótur-
inn henni. Hún segist t.d. aldrei fara
í kjól. Fjóla segir að Linda hafi ekki
farið í endurhæfingu eftir slysið og
því hafi fóturinn verið farinn að
stirðna. „Hún dreif sig í þjálfun fyrir
stuttu og það gengur mjög vel. Ann-
Linda Magnúsdóttir hefur náö sér ótrúlega vel eftir alvarlegt mótorhjólaslys sem
hún lenti í árið 1987. Fótur hennar hékk á einni taug neðan við hné en Rögnvald-
ur Þorleifsson læknir græddi hann á að nýju.
_
Fjóla Aöalsteinsdóttir og Linda dóttir
hennar í sólinni í Ölfusborgum í vikunni.