Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Qupperneq 18
18
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993
Iþróttir
Púttmót
íKefíavík
Á laugardaginn fer fram hið
árlega púttmót umboðsskrifstofu
Helga Hólm á púttvellinum við
Mánaflöt. Mótið hefst klukkan 10
og því lýkur klukkan 19.30.
Leiknar verða 36 holur og keppt
S eftirfarandi aldursflokkum: 11
ára og yngri, 12-15 ára, 16-35 ára,
36-50 ára, 51-60 ára, 61-70 ára
71-80 ára og 80 ára og eldri. Þátt-
tökugjald: 15 ára og yngri krónur
200.16 ára og eldri krónur 400.
-GH
ífrjálsum
Opiö öldungamót í fijálsum
íþróttum verður haldið á iþrótta-
vellinum í Keflavík á morgun og
hefst mótið klukkan 18. Þátttöku-
rétt hafa karlar 35 ára og eldri
og konur 30 ára og eldri. Keppt
verður í langstökki og þrístökki
meöatrennu, kúluvarpi, kringlu-
kasti, spjótkasti og sleggjukasti.
Þátttökugjald er krónur 400 fyrir
hvetja grein.
-GH
Hátíðhjá
öldrudum
Fimleikasamband íslands
stendur fyrir stórri hátíð dagana
19. til 23. ágúst. Þessi hátíð, á ári
aldraðra í Evrópu, er mót fyrir
60 ára og eldri og er þetta í annað
sinn sem slíkt mót er haldiö hér
á landí. Þetta er samnorrænt mót
þar sem áhersla er lögð á sam-
einginlega menningu norrænna
þjóða. Dagskrá verður fjölbreytt
mótsdagana, meðal annars leik-
fimi og vatnaleikfimi, ratleikir,
stöðvaþjálfun og skipulagðar
gönguferðir. Göngugarpurinn
Stefán Jasonarson endar göngu
sína umhverfis landið á morgun
og verður tekið á móti honum i
Ártúnsbrekku og honum fylgt
inn í Laugardalshöll þar sem há-
tíðin verður sett klukkan 21. Þar
mun Borgarstjórinn í Reykjavík,
Markús Örn Antonsson, flytja
ávarp og sýndir verða þjóðdansar
og fimleikar auk fleiri skemmti-
atriða.
-GH
VÍS-mótið í
handknattleik
Fyrsta handknattleiksmót
keppnistímabilsins, VÍS-mótið,
fer fram dagana 20.-22. ágúst í
mótinu taka þátt þau fjögur liö
sem irnnu sér rétt til þátttöku í
Evrópukeppni félagsliöa. Til-
gangur mótsins er að gefa liöun-
um tækifæri til leikþjálfunar áð-
ur en alvaran hefst en 1. umferð
Evrópukeppnina fer fram 26.
september og 3. október. Sam-
hliöa mótinu fer fram haustfund-
ur dómara þar sem meðal annars
verða kynntar alþjóölegar breyt-
ingar á leikreglum. Þjálfurum 1.
deildar félaga karla og kvenna er
boðin þátttaka í fundinum. VÍS-
mótiö fer fram í íþróttahúsínu við
Austurbeig og er aðgangur
ókeypis. A föstudag klukkan 19
leika Valur-Selfoss og strax á eft-
ir FH-ÍR. Á laugardag klúkkan
14 leika Selfoss-ÍR og strax á eftir
FH-Valur og á sunnudag klukkan
14 leika klukkan 14 ÍR-Valur og
klukkan 15.15 FH-Selfoss.
KR-ingarmeð
körfuboltaskóla
KR-ingar gangast fyrir körfu-
boltaskóla dagana 23.-31. ágúst
nk. í íþróttahúsi sínu. Skólinn er
jafnt ætlaöur drengjum og stúlk-
um og áhugasamir byrjendur eru
sérstaklega hvattir til aö mæta.
Umsjón með skólanum hafa Dr.
Laszlo Nemcth og Stefán Amar-
son. Upplýsingar veita Óskar í s.
620145 og Benedikt í s. 28628.
-GH
Enska knattspyman 1 gærkvöldi:
Meistararnir
á f leygiferð
- Man. Utd vann 3-0 sigur gegn Sheff. Utd
Nýi leikmaðurinn í hði ensku
meistaranna, Manchester United,
Ron Keane, var heldur betur í sviðs-
ljósinu í gærkvöldi þegar hann og
félagar hans í United léku fyrsta hei-
maleik sinn á sparktíðinni í ensku
knattspyrnunni. Keane skoraði tví-
vegis í ömggum sigri meistaranna á
Sheffield United, liði sem Man. Utd
hefur átt í erfiðleikum með ein-
hverra hluta vegna. Og Man. Utd er
á sama stað á stigatöflunni og í lok
tímabilsins í fyrra, á toppnum með 6
stig og betra markahlutfall en Li-
verpool, Coventry, Everton og
Ipswich.
Keane var keyptur í sumar frá
Nottingham Forest fyrir 3,75 milljón-
ir punda og þessi efnilegi miðjumað-
ur, af mörgum tahnn sá efnilegasti í
ensku knattspymunni í dag, sýndi
það í gærkvöldi að hann verður Un-
ited mikils virði í komandi titilvörn.
Keane skoraði bæði mörk sín í fyrri
hálfleik en Mark Hughes skoraði
þriðja markið á 85. mínútu. Áhorf-
endur vom tæplega 42 þúsund á Old
Trafford í gærkvöldi og þeim fækkar
örugglega ekki á næstu heimaleikj-
um hðsins eftir frammistöðuna í
gærkvöldi.
Liverpool vann öruggan útisigur
gegn QPR á Loftus Road, 1-3. Ian
Rush skoraði fyrsta markið fyrir Li-
verpool á 18. mínútu en gamla brýn-
ið Ray Wilkins jafnaði metin sex
mínútum síðar. Leikmenn Liverpool
efldust við mótlætið og skoruðu tví-
vegis á þremur mínútum. Fyrst Steve
Nicol á 38. mínútu og síðan Nigel
Clough á 41. mínútu. Áhorfendur
19.635.
Norwich vann frekar óvæntan úti-
sigur gegn Blackbum Rovers, 2-3.
Vamarmaðurinn Mark Atkins náði
forystunni fyrir Blackbum á 7. mín-
útu en Chris Sutton jafnaði metin á
síðustu mínútu fyrri hálfleiks.
Wilcox náði forystunni aftur fyrir
Blackburn á 54. mínútu en Rob New-
man jafnaði aftur metin á 63. mínútu
fyrir Norwich og þaö var svo Chris
Sutton sem skoraði sigurmarkið
tveimur mínútum síðar. Áhorfendur
14.236.
Coventry sigraði Newcastle á
heimavehi, 2-1, og ekkert gengur hjá
Kevin Keegan og lærisveinum hans.
Leikmenn Coventry skomðu öh
mörk leiksins, Peter Atherton sjálfs-
mark á 22. mínútu, Peter Ndlovu á
58. mínútu og Mick Harford á 85.
minútu. Áhorfendur 15.760. Mark-
vörður Newcastle, Pavel Smicek, var
rekinn út af fyrir gróft brot en Mick
Quinn, sem skoraði þrennu fyrir
Coventry í fyrstu umferðinni, mis-
notaði vítaspyrnuna gegn sínum
gömlu félögum.
Stórleikur var á dagskránni í gær-
kvöldi að margra mati er Sheffield
Wednesday og Aston Viha gerðu
jafntefli án marka að viðstöddum
28.450 áhorfendum.
Loks vann Oldham útisigur gegn
Swindon. Paul Bernard skoraði eina
mark leiksins á 89.-mínútu.
í 1. deild gerðu Nottingham Forest
og Derby County 1-1 j afntefh og eftir-
taldir leikir fóru fram í fyrstu umferð
enska dehdabikarsins í gærkvöldi:
Bristol Rovers - WBA.........1-4
Reading - Northampton........3-0
Southend - Bamet.............0-2
Stoke - Mansfield............2-2
Þetta voru fyrri leikimir og West
Bromwich Albion, Reading og Bar-
net virðast hafa tryggt sig langleiðina
í 2. umferð. Andy Hunt skoraði þrjú
afmörkumWBAíBristol. -SK
sagði Kristmn Bjömsson, þjálfari Vals
„Eg er miög sáttur við þessi úr-
slit og heföi raunar verið ánægður
fyrirfram með eins marks sigur.
Viö vorum heppnir fyrir framan
markið og út á þaö gengur þetta.
Þeir komu mér að vissu leyti á
óvart með góöum leik í fyrri hálf-
leik. Við erum þó engan veginn
öruggir áfram én munum gera okk-
ar besta í seinni leiknum, Við mun-
um leika af varfærni úti en samt
ekki of aftarlega en við fáum Sævar
aftur inn og það ætti að styrkja lið-
ið,“ sagði Kristinn Bjömsson, þjálf-
ari Valsmanna, eflir leikinn í gær-
kvöldi.
-RR
Borgarstjórinn i Reykjavík, Markús Örn Antonsson, tekur hér á móti fyrsta
maraþonbolnum í tilefni þess að Reykjavíkur-Maraþon fer fram i tíunda
skipti nk. sunnudag. Með honum á myndinni eru örn Eiðsson, lengst til
vintri, en hann var formaður Frjálsíþróttasambands íslands áriö 1983 þeg-
ar ákvörðun var tekin um að halda alþjóðlegt maraþonhlaup á íslandi í
fyrsta skipti. Þriðji maðurinn á myndinni er Knutur Óskarsson, fyrir miðju,
en hann hefur verið formaður Reykjavíkur-Maraþons frá upphafi.
DV-mynd Ragnar
Valur með <
Valsmenn eru komnir með annan
fótinn í 1. umferð Evrópukeppni bikar-
hafa eftir 3-1 sigur á finnska hðinu
Mypa 47 í Laugardalnum í gærkvöldi.
Leikurinn var hður í forkeppni Evrópu-
bikarkeppninnar og ef Valsmenn verða
ekki fyrir stórslysi í Finnlandi eftir
tvær vikur ætti leiðin að vera nokkuð
greið í 1. umferð þar sem mótherjarnir
verða Aberdeen.
Það er þó kannski snemmt að vera
með mikla bjartsýni og fyrri hálfleikur-
inn í leik hðanna gaf heldur ekki tilefni
tíl þess. Valsmenn voru hreinlega á
hælunum og finnska hðið var mun
- eför 3-1 sigur á fin
sterkara. Finnarnir náðu forystunni
sanngjamt á 34. mínútu þegar vörn
Valsmanna var illa á verði og Marko
Rajamaki skoraði auðveldlega af stuttu
færi.
Aht annaö var að sjá th Valsmanna í
seinni hálfleik og það var nánast eins
og nýtt hð kæmi þá inn á. Valsmenn
náðu að jafna á 53. mínútu og á Ant-
hony ahan heiðurinn af markinu. Hann
fékk boltann í vonlítilli stöðu, einn gegn
þremur vamarmönnum Finna, en náði
af harðfylgi th boltans og skoraði glæsi-
lega. Anthony var aftur á ferðinni 5
mínútum síðar þegar hann fylgdi vel
Áhuginn eykst
jafntogþétt
- aðeins jgórir dagar í Reykjavikur-Maraþon
Nú em ekki nema fjórir dagar þar
th Reykjavíkur-Maraþoniö verður
haldið á götum höfuðborgarinnar og
er það í 10. sinn sem það fer fram.
Áhugi á hlaupinu hefur vaxið jafnt
og þétt með hveiju árinu og í ár er
búist við metþátttöku. Nokkrar
breytingar verða nú á Reykjavíkur-
Maraþoninu. í stað 7 km skemmti-
skokks verður boðið upp á 3 km
skemmtiskokk og þá verður bætt við
keppni í 10 km hlaupi. Þá hefst hlaup-
ið fyrr en áður. Keppni í maraþoni,
hálfmaraþoni og 10 km hefst í Lækj-
argötu klukkan 11 og fimm mínútum
síðar verða keppendur í skemmti-
skokkinu ræstir.
Skráningu lýkur í dag
Skráningu í Reykjavíkur-Maraþoniö
lýkur í dag. Hægt er að skrá sig í
anddyri íþróttamiðstöðvar ÍSÍ í
Laugardal th klukkan 17 og til klukk-
an 19 í Frísporti, Laugavegi 6,
Kringlusporti í Borgarkringlunni,
Hótel Eddu á Akureyri, Nesjaskóla
við Höfn, Vesturferðum á ísafirði og
hjá umboðsskrifstofu Helga Hólm í
Keflavík.
Sigurvegarinn í maraþonhlaupinu
í fyrra varð Iewon Elhs frá Wales og
hann verður einnig á meðal kepp-
enda á sunnudag. Búist er við því að
hann fái harða keppni frá Hollend-
ignum Aart Stigter og Litháanum
Ceslovas Kundrotas. Þá verður
eflaust hörð keppni í maraþonhlaupi
kvenna en þar mæta fjórar þekktar
hlaupakonur th leiks.
-GH