Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 30
42 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 Afmæli Sigurður Gunnarsson Sigurður Gunnarsson umsjónar- maöur, Stóragerði 8, Reykjavík, er sjötugurídag. Starfsferill Sigurður er fæddur í Beinárgerði á Fljótsdalshéraði og ólst þar upp. Hann stundaði nám í Alþýðuskólan- um á Eiðum og í Iðnskólanum í Neskaupstað. Sigurður fékk sveins- bréf í húsasmíði 1957 og meistara- bréf í sömu grein þremur árum síð- ar. Sigurður vann öll algeng sveita- störf framan af ævinni en árin 1943-71 starfaði hann á Egilsstöðum en þar var hann búsettur frá 1950. Þar rak hann sitt eigið byggingar- fyrirtæki í nokkur ár og síðar í sam- starfi við aðra. Á meðal þess sem Sigurður byggði eru félagsheimilið Valaskjálf og Búnaðarbankinn en báðar þessar byggingar eru á Egils- stöðum. Hann flutti til Reykjavíkur 1971 og vann m.a. hjá Norðurverki, Húsasmiðjunni og Völundi. Sigurð- ur var ráðinn umsjónarmaður í Menntaskólanum við Sund 1986 og hefur sinnt því starfi síðan. Sigurður gegndi ýmsum trúnaðar- störfum á Egilsstöðum. Hann var byggingarfulltrúi í 8 ár, matsmaður hjá Brunabótafélagi íslands, í próf- nefnd húsasmiða 1960-71 og formað- ur Iðnsveinafélags Fljótsdalshéraðs ínokkurár. Fjölskylda Sigurður kvæntist fyrsta vetrar- dag 1950 Öldu Jónsdóttur, f. 17.4. 1923, húsmóður og iðnverkakonu frá Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Jón Auðunsson skó- smiður og kona hans, Sigríður Jóns- dóttir húsmóðir. Börn Sigurðar og Öldu: Erna Berglind, f. 30.12.1950, svæfingar- hjúkrunarkona í Reykjavík, maöur hennar var Helgi Hjálmarsson, f. 20.10.1947, d. 26.7.1993, rafvirki, þau eignuðust fjögur börn; Gunnar Hilmar, f. 9.3.1954, rafvirkjameist- ari í Reykjavík, kona hans er Krist- ín Hálfdánardóttir hárgreiðslu- meistari, þau eiga þrjá syni; Sigríð- ur Jóna, f. 16.4.1959, hjúkrunar- fræðingur í Tönsberg í Noregi, mað- ur hennar er Jon Philip Eykeland læknir, þau eiga þrjú börn; Örn, f. 7.12.1964, tæknifræðingur í Reykja- vík, kona hans er Fanney Kristjáns- dóttir skrifstofumaður, þau eiga einadóttur. Systkini Sigurðar: Malen, f. 16.1. 1918, hennar maður var Kristján Kröyer, látinn, þau eignuðust þrjár dætur; Ragnhildur, f. 20.3.1919, hennar maður er Sigurgeir Jónsson; JÓn Baldur, f. 4.8.1920, d. 6.3.1974, hans kona var Sigríður Guðmunds- dóttir og eignuðust þau eina dóttur, fyrri kona Jóns Baldurs var Lálja Siguijónsdóttir; Þórhallur, f. 19.4. 1922, d. 5.6.1950, hann eignaðist eina dóttur með Sigríði Bjamadóttur; Magna Jóhanna, f. 18.12.1926, henn- ar maður er Jón Egill Sveinsson, þau eiga sex syni; Ingi Hjörtur, f. 25.6.1934, d. 10.10.1988, hans kona var Jónína Walderhaug, þau eign- Sigurður Gunnarsson. uðust fjögur börn. Foreldrar Sigurðar voru Gunnar Sigurðsson, f. 31.12.1891, d. 20.6. 1942, bóndi í Beinárgerði, og kona hans, Guðlaug Sigríður Sigurðar- dóttir, f. 21.11.1890, d. 28.10.1964, húsmóðir. Sigurður er að heiman á afmælis- daginn. Valborg Soffía Bóðvarsdóttir Valborg Soffia Böðvarsdóttir leik- skólastjóri, Breiðási 9, Garðabæ, varðsextugígær. Starfsferill Valborg er fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar 1951, fóstra frá uppeldisskóla Sumargjafar (nú Fósturskóli ís- lands) 1953, framhaldsdeild Fóstru- skólans 1983-84 og Húsmæðraskóli Suöurlands að Laugarvatni 1954-55. Valborg lauk námi úr menntaskóla ogfiölbrautaskóla veturna 1985-89 og námi í Háskóla íslands í íslensku 1989-92. Valborg hefur starfað sem fóstra og forstöðumaður dagheimil- ia og leikskóla í fjöldamörg ár. Einn- ig sem kennari og leiðbeinandi í skólum fyrir þroskahefta á Sólheim- um, Grímsnesi, Kópavogsbraut 5 og Safamýrarskóla. Valborg starfrækti föndur- og leikskóla í Kópavogi fyrir Foreldrafélag Kópavogs, síöan á eig- in vegum. Á sumrin starfaði hún á leikvöllum, dagheimilum og sum- ardvalarheimili fyrir fatlaða í Reykjadal, Mosfellsveit og fleiri stöðum. Árin 1971-72 vann hún á geðdeild Barnaspítala Hringsins, tók síðan við skóladagheimili og þar á eftir Dagheimili Vífilsstaðaskóla. Valborg vann þar í 10 ár en vann síðar í Lækjaskóla í Hafnarfirði og Svíþjóð um tíma. Er nú leikskóla- stjóriíKópavogi. Fjölskylda Valborggiftist, 1.10.1955Magnúsi Júlíusi Jósefssyni, f. 7.7.1930, fyrr- um plötu- og ketilsmið og nú sendi- bilstjóra. Foreldrar hans: Guörún Magnúsdóttir og Jósef Jónasson, bóndi frá Amarfirði. Börn Valborgar og Magnúsar: Böðvar Magnússon, f. 31.1.1956, rafsuðumaður, kvæntur Karítas Hrönn Hauksdóttur og eiga þau 4 syni, Hauk Má, Magnús Val, Benja- mín Hrafn og Samúel Öm; Jósef Rúnar Magnússon, f. 22.3.1957, húsasmiður, var í sambúð og á tvær stjúpdætur, búsettur í Rvík; Ragnar Sveinn Magnússon, f. 12.12.1961, íslenskukennari, í sambúö með Hrafnhildi Erlu Reynisdóttur og eiga þau einn son, Óðin Snæ, búsett íRvik. Systkini Valborgar: Jón, f. 2.5. 1930, kvæntur Guðrúnu Erlu Björg- vinsdóttur og eiga þau tvo syni, Björgvin Jónsson (sonur Guðrúnar) og Böðvar Jónsson; Vilhelmína Sig- ríður, gift Ingólfi Ingólfssyni og eiga þau 5 böm, Ingólf, Ragnhildi, Ás- dísi, Bergþóra og Stefán; Bjarni, f. 13.11.1934, varkvænturÞórhildi Valborg Soffia Böðvarsdóttir. Guðnadóttur, áður Höllu Her- mannsdóttur, böm eru Gerður, Helga Soffia, Böðvar og Bjami þór; Böövar, f. 23.6.1936, var kvæntur Guðrúnu Alfreðsdóttur og eiga þau þrjú börn, Alfreð Sturlu, Steinunni og Soffiu; Sigmundur, f. 29.7.1937, kvæntur Jónu Karlsdóttur og eiga þau tvær dætur, Sif og Ragnhildi Huld. Valborg á tvær hálfsystur, samfeðra, Albertu og Guðnýju. Valborg er dóttir Böðvars Steph- ensen, f. 1.10.1904, d. 26.10.1986, húsasmíðameistara og Ragnhildar Dagbjartar Jónsdóttur, f. 31.3.1904, d. 23.7.1993, húsmóður. Valborg dvelst nú á Mallorca. Hilmar Gunnlaugsson Hilmar Gunnlaugsson prentari, Laufbrekku 28, Kópavogi, er sextug- urídag. Starfsferill Hilmar fæddist í Haukholti, Hrunamannahreppi í Árnessýslu og ólst upp í Sandgerði. Hann hóf prentnám í Steindórsprenti 23.5. 1949, vann þar í 7 ár, síöan 7 ár á Morgunblaöinu og fleiri stöðum uns hann stofnaði eigin prentsmiðju við Skemmuveg, árið 1977, sem nú er starfrækt að Laufbrekku 28, Kópa- vogi. Fjölskylda Hilmar er kvæntur Málfríði Þórð- ardóttur, f. 15.11.1933, húsmóður. Foreldrar hennar: Hildur Sæ- mundsdóttir, f. 29.7.1903, d. 1978 og Þórður M. Jóhannesson, f. 10.2.1907. Böm Hilmars og Málfríðar: Marta Þórunn Hilmarsdóttir, f. 12.8.1966, húsmóðir, kvænt Vermundi Þórðar- syni, f. 9.2.1963, húsasmíðameistara. Þeirra böm era Fríða Dís, f. 23.10. 1985, Dagný, f. 10.3.1990; Hildur María, f. 19.9.1975, nemi, unnusti er Arni Bjöm Björnsson, f. 20.12. 1966, búfræðingur. Hilmar á 4 syni frá fyrra hjóna- bandi: Gunnlaugur, f. 8.11.1956, húsgagnabólstrari, kvæntur Reyn- dísi Harðardóttur og eiga þau 2 syni, Daníel Þór og Ragnar Jósep; Þorkell Svarfdal, f. 20.12.1957, prentari, kvæntur Hrafnhildi Hartmanns og eiga þau Arnar, Sveinbjörn og Sig- ríði Ingu; Gunnar Þór, f. 3.10.1960, maki var Guðlaug Christensen og börn þeirra Jóhann, Guðrún og Katrín; Hilmar, f. 2.11.1961, hús- gagnabólstrari. Systkyn Hilmars: Kristín Gunn- laugsdóttir, f. 22.4.1928, símstöðvar- stjóri í Sandgerði, gift Pétri Hjalta- syni. Börn þeirra: Hjalti Heimir og Omar Þröstur sem lést 1982; Hulda Gunnlaugsdóttir, f. 15.12.1929, hjúkranarfræðingur, var gift Þór- halli Þorsteinssyni sem er látinn. Börn þeirra: Gunnlaugur Öm, Sig- urjóna, Þóra og Þorsteinn; Haukur Gunnlaugsson, f. 2.8.1931, lögreglu- þjónn, látinn 1988, maki hans var Ragnheiður Bjarnadóttir sém lést 1990. Böm þeirra: Þóra, Auður og Hilmar Gunnlaugsson. Haukur; Gylfi Gunnlaugsson, f. 22.12.1944, gjaldkeri hjá íslenskum aðalverktökum, ógiftur. Foreldrar Hilmars vora Gunn- laugur Jósefsson, f. 12.10.1896, d. 18.12.1981, hreppstjóri í Miðnes- hreppi og Þóra Loftsdóttir, f. 16.9. 1904, d. 10.5.1986, húsmóðir. Hilmar Gunnlaugsson verður að heiman á afmælisdaginn. Sveinn Jósepsson, Amarholti, Vesturlbr., Reykjavík. Ingibjörg Þorgeirsdóttir, Hátúni lOa, Reykjarik. Magnhildur Jónsdóttir, Dvalarheimilinu Höföa, Akranesi. Walter Jónsson, MiðbrautS, Seltjarnamesi. örlygur Þór Helgason, Þórustöðum2, Eyjaflarðarsveit. Tryggvi Marteinsson, Borgarholtsbraut 9, Kópavogi. 85ára Kristín Geirsdóttir, Hringveri, Tjörneshreppi. Sóley Gunnlaugsdóttir, Hverfisgötu 11, Siglufirði. 80 ára Anton Gunnlaugsson, Karlsbraut 29, Dalvik. Marselia Adolfsdóttir, Smáraflöt 51, Garðabæ. Guðmundur Benediktsson, Vöglum, Eyjafiarðarsveit. Hans Sigurberg Danilíusson, Sunnubraut 12, Keflavík. Runólfur J. Elínusson, Sléttuvegi 13, Reykjavik. Friðrik Pálmason, Hólavegi 25, Sauðárkróki. 70 ára Anna Ragna Leifsdóttir, Gautlandi 15, Reykjavík. Arnfríður Jónatansdóttir, Njálsgötu 8c, Reykjavík. Soffía Axelsdóttir, Kirkjuvegi ld, Keflavík, Hildur Hermannsdóttir, Hjarðarhólí 10, Húsavík. 60 ára María Guðmundsdóttir, 50ára_________________________ Þórunn Ólafsdóttir, Ásabyggð 13, Akureyri. Gestur A. Bjarnason, Háaleiti30, Keflavík. Rögnvaldur Gíslason, húsasmiða- meistari, Vesturbergi48, Reykjavík. Konahanser SigríöurAnd- ersen. Þaueruaðheiman. Elsa Kj artansdóttir, Heiðarholti 7, Keflavík. Bára Eiríksdóttir, Marbakkabraut22, Kópavogi. 40ára Sigríður Sigurlaug Jónsdóttir, Bergi, Svalbarðsstrandarhreppi. Björn Birnir, Reynimel 88, Reykjavík. Margrét Sigurðardóttir, Fannafold 86, Reykjavík. Helga Ingunn Ágústsdóttir, Álfatúni 23, Kópavogi. Ólafur Ólafsson, Kambsvegi 14, Reykjavík. GrétarO. Sveinbjörnsson, Hofteigi 50, Reykjavík. Sigurður Konráðsson, Hrefiiugötu 2, Reykjavík. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGQÐINA: 99-6272 ^ sIminn eo -talandi dæmi um þjónustu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.