Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Side 36
Keflavik:
Stærsta barnið
sem fæðst hefur
á sjúkrahúsinu
Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum;
Stoltir feður með stúlkurnar sínar. T.h. Margeir Elentinusson með litlu stúlkuna, sem vó aðeins rúmar 11 merkur,
og Haraldur B. Hreggviðsson með stóru hnátuna sem vó 23 merkur. DV-mynd ÆMK
Stærsta barnið sem fæðst hefur á
sjúkrahúsinu í Keflavík kom í heim-
inn aðfaranótt sl. þriðjudags. Barnið,
sem er hið myndarlegasta stúiku-
barn, var tekið með keisaraskurði
og vó hvorki meira né minna en 23
merkur eða 5785 grömm og var 58
sentímetrar að lengd.
„Okkur mæðgunum heilsast ágæt-
lega og fæðingin gekk bara vel og
stúlkan er mjög kröftug og dugleg,"
sagöi hin stolta móðir, Ragnhildur
Edda Ottósdóttir.
Faðir stúlkunnar, Haraldur B.
Hreggviösson, var yfir sig ánægður
með nýjan meðlim fjölskyldunnar en
þetta er þriðja bam þeirra hjóna og
jafnframt þriðja stúlkan.
Til samanburðar má geta þess að
minnsta bamið sem fæddist á sjúkra-
húsinu í Keflavík í vikunni vó rúmar
11 merkur og var 49 sentímetrar.
Félagshyggju-
blaðífarvatninu
í undirbúningi er nú stofnun nýs
dagblaðs. Verður það reist á grunni
Tímans. Inngreitt hlutafé er 20 millj-
ónir, þar af á Framsóknarflokkurinn
20 %. Þá eiga nokkrir þingmenn ann-
ara flokka hlut. Hluthafafund mót-
vægis sátu meðal annara alþýðu-
úDandalagsmennirnir Ólafur Ragnar
Grímsson og Svavar Gestsson og
Kristín Ásgeirsdóttir kvennalista-
kona.
Ólafur Ragnar sagðist samtali við
DV styðja frelsi í fjölmiðlum. Hann
vildi því sjá á markaðnum óháð fé-
lagshyggjublað til mótvægis við þau
blöð sem fyrir væra. Ekki sagðist
Ólafur þó ætla að hafa nein áhrif á
ritstjóm blaðsins. Vonaðist hann til
að það yrði algerlega óháð flokkum.
Alls munu um 200 aðilar eiga í hinu
nýja félagi. Á fundinum var sam-
þykkt hlutafjáraukning um 10 millj-
ónir. Kosin var stjóm útgáfufélags-
ins og var Steingrímur Hermannsson
einn þeirra sem kjöri náðu. Hann
mun þó ekki gefa kost á sér til áfram-
haldandistjómarformennsku. -DBE
S
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Bitstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími $32700
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 19. AGUST 1993.
Lifrarbólga:
Faraldur meðal
sprautufíkla
í nýútkomnu Læknablaði eru birt-
þrjár greinar um mismunandi teg-
imdir lifrarbólguveirna. í grein um
svokallaða lifrarbólguveira B kemur
fram að faraldur sé meðal fíkniefna-
neytenda á íslandi meö þá veira,
einkum meðal sprautufíkla.
Fyrstu þrjú ár áhætturannsókna-
deildar Rannsóknarstofu Háskólans
í veirufræði greindust 85 ný tilfelli
með lifrarbólguveiru B. Flestir hinna
sýktu vora fíkniefnaneytendur á
aldrinum 15-40 ára sem höfðu
sprautað sig í æð og notað sameigin-
legarsprautur. -bjb
Góðveiðiá
' loðnumiðum
Mokveiði er nú aftur á loðnumið-
unum eftir tregar veiðar síðustu
daga. í gær höfðu níu skip tilkynnt
sig á landleið með fullfermi, meðal
annars Börkur NK sem kemur til
Neskaupstaðar í kvöld með 1200
tonn. Loðnumiðin eru 300 sjómílur
norður af landinu og rúman sólar-
hring tekur að sigla í land.
Um 210 þúsund tonn af loðnu eru
nú komin á land og tæpum fjórðungi
af því hefur verið landað á Sigluflrði
eða tæpum 50 þúsund tonnum. Slæm
spá er á loðnumiðunum næstu daga.
-bm
n ui i uci vii| wi ium
' _‘Æ — Liann ■ 3L
■ ICIICI II ClwwCIV
bólusetninau
„Þegar fjTstu umferð bólusetn-
íngarinnar í fyrra var lokið pöntuð-
um við aftur svipað magn bóluefnis
en einungis lílill hluti af því fór.
Fólk slakaði á og þetta vildi glevm-
ast og trassast. Veikin er hins vegar
komin til að vera. Það er öruggt,"
segir Eggert Gunnarsson, dýra-
læknir á Keldum.
Fundist hafa ný tilfelli af hunda-
smáveirusóttinni sem olli mikium
ucla skömmu fyrir jól í fyrra. Til-
fellin hafa öll komið upp á hunda-
hóteli á höfuðborgarsvæðinu og
hafa tveir hundar þegitr drepist.
Fram hafa komið vangaveltur
um að bólusetningin í fyrra liafl
ekki dugað eins lengi og álitið var.
Að sögn Eggerts er hér um mis-
skilning aö ræða.
„Það var lögð á það áhersla á öll-
um fræðslufundum með hunda-
ræktarmönnum og dýralæknum
að það yrði að standa vel að grunn-
bólusetningunni og bólusetja eldri
hunda að minnsta kosti tvisvar
með skömmu millibili en yngri allt
að fjóram sinnum,“ segir Eggert.
Hann segir að undir venjulegum
kringumstæðum dugi sú bólusetn-
ing í ár og eftir að búið er að grunn-
bólusetja á þennan hátt þurfl ein-
ungis að bólusetja einu sinni á ári.
Til að hafa allan varann á er hins
vegar mælt með að gefa hundum
bólusetningarskot áður en farið er
með þá á hundahótel, sýningar eða
aðra þá staði þar sem hundar koma
saman.
„Þetta held ég að Iiafl bragðist og
kannski hafa upplýsingarnar ekki
komist itægilega vel til skila. Heil-
brigðísyfirvöld geta hins vegar
ekki passað upp á hvern einasta
hund. Það er fyrst og fremst á
ábyrgð hundaeigendanna sjálfra.
Ehmig þurfa þeir sem standa fyrir
sýningum og taka hunda i gæslu
að biðja um vottorö og fylgja því
eftir að hundarair séu nýbolusett-
; ir," segir Eggert. -ból
Áannantugskipa
íSmugunni
Samkvæmt upplýsingum DV í
morgun voru aflabrögð heldur treg
á miðunum við Barentshaf í nótt.
Þau skip sem nú era á miðunum era
komin á annan tug.
Skipin hafa fengið nokkurra tonna
höl af nokkuð góðum fiski og virðast
menn nokkuð vongóðir með fram-
haldið. -Ótt
13innbrot
Á síðasta sólarhring var lögregl-
unni í Reykjavík tilkynnt um alls 13
innbrot og þjófnaði. Farið var inn í
íbúðir, fatnaði stolið af snúrum og
úr geymslum og farið inn í ólæsta
bíla. Að sögn lögreglu er ekki óal-
gengt að tilkynnt séu yfir 10 slík brot
ásólarhring. -ból
Yfirumferðareyju
oguppávegrið
Tveir ökumenn fóru á slysadeild
eftir töluvert harðan árekstur á mót-
um Reykjanesbrautar og Stekkjar-
bakka laust fyrir miðnætti í gær.
Meiðsli mannanna era ekki talin al-
varleg.
Fyrr um kvöldið varð annar harð-
ur árekstur er ökumaður sem grun-
aður er um ölvunarakstur fór yfir á
rauðu ljósi á gatnamótmn Breið-
holtsbrautar og Reykjanesbrautar.
Bíllinn lenti á öðram bíl, endasentist
yfir umferðareýju og stöðvaðist að
lokumuppiávegriði. -ból
r
LOKI
Er hér ekki um Tíma-skekkju
að ræða?
Veðriðámorgun:
Léttskýjaðá
Suðurlandi
Norðanátt, víða kaldi eða stinn-
ingskaldi, Súld eða rigning á
Norður- og Austurlandi og nyrst
á Vestfjörðum en léttskýjaö á
Suðurlandi. Hiti 5-8 stig á Norð-
ur- og Austurlandi en allt að 15
stig sunnanlands.
Veðrið í dag er á bls. 44
nTAVirehlM
_Broqk
(rompton
J
RAFMOTORAR
Pottbeti
SuAuitandsbnMit 10. S. 088406.
TVÖFALDUR1. vinningur