Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 15 „Kleinumálið" og starfsskilyrðin Undanfarna daga hefur töluvert veriö fjallað um svokallað „kleinu- mál“, eftir að úrskurðað var að ein- staklingur heföi heimild til þess að stunda matvælaframleiðslu í heimahúsi, án þess að fyrir lægi viðurkenning heilbrigðisyfirvalda. Þetta mál hefur í margra augum orðið að eins konar tákni um bar- áttu einstaklingsins gegn „kerf- inu“. Tilefni þessa greinarstúfs er hins vegar að vekja athygli á öðr- um þætti sem þetta mál hefur leitt í ljós, sem sé þeim sem snýr að mismunandi starfsskilyrðum sem fyrirtæki búa við svo og þeirri iðn- löggjöf sem í gildi er í landinu. Raunveruleikinn sem blasir við fyrirtækjum, sem reka starfsemi sína í venjulegu iðnaðarhúsnæði, er sá aö þeim er gert að uppfylla hin tiltölulega ströngu ákvæði laga um hollustuhætti og heilbrigðiseft- irlit og ákvæði heilbrigðisreglu- gerðar. Mörgum flnnast ákvæði þessi óþarflega ströng, þ.e.a.s. áð þau leggi óþarflega þungar byrðar á atvinnureksturinn. Það hggur a.m.k. ljóst fyrir að kostnaður við að uppfylla þessi skilyrði er veru- lega stór útgjaldaliður hjá mörgum fyrirtækjum. Reglur þessar eru engu að síður staðreynd og hafa fyrirtæki upp til hópa reynt að fylgja þeim. Tvískinnungur kerfisins Afleiðing þess úrskurðar sem nú liggur fyrir í „kleinumálinu“ verð- ur að öllum líkindum sú að í eld- húsum og innréttuðum bílskúrum vítt og breitt um landið verður haf- ist handa við framleiðslu á matvæl- um margs konar og skákað í því skjóli að um heimilisiðnað sé að ræða. Framleiðslan verður síðan boðin neytendum til kaups í versl- unum, veitingahúsum og hugsan- lega víðar. Starfsemi þessi þarf ekki að upp- fylla nein þau skilyrði sem heil- brigðisyflrvöld setja fyrirtækjum í matvælaframleiðslu og getur hún því farið fram án nokkurs eftirlits KjaUaiinn Haraldur Sumarliðason forseti Landssambands iðnaðarmanna af hálfu heilbrigðisyflrvalda. Á markaði verður því matvara frá tvenns konar framleiðendum. Annars vegar eru þeir sem verða að uppfylla kröfur heilbrigðisyfir- valda. Hins vegar eru matvæla- framleiðendur sem eru undan- þegnir lögum og reglum um holl- ustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Nú kann mönnum að virðast að starfsemi nokkurra einstaklinga, sem fram fer í heimahúsum, skipti hefðbundinn atvinnurekstur í mat- vælaframleiöslu litlu máli. Það er hins vegar staðreynd að starfsemi sem þessi er mun umfangsmeiri en menn grunar. Öll rök mæla og með því að hún stóraukist eftir síðustu tíðindi. Fáránleiki málsins sýnir sig best í því að umræddur úrskurður hef- ur það í fór með sér að því minni og ómerkilegri sem aöstaðan er til matvælaframleiðslu, þeim mun betur eru menn á vegi staddir tfl að stunda samkeppni á markaði. Fullkomin hreinlætisaöstaða skerðir því að sama skapi sam- keppnisstöðu fyrirtækja miöað við að þetta sé framtíðin sem við blasir. Eitt skal yfir alla ganga Fjöldi spuminga vaknar í tengsl- um við mál þetta. Hafa menn gleymt því hvers vegna sett voru lög um hollustuhætti og heilbrigð- iseftirlit? Eða telja menn e.t.v. for- sendur laganna brostnar? Eru ekki í landinu lög sem krefjast iðnrétt- inda hjá þeim sem stunda starfsemi í löggiltri iðngrein? Eða hafa menn líka gleymt því hvers vegna iðn- löggjöfin var sett? Er hugsanlega engin þörf lengur fyrir neins konar kröfur til þeirra sem stunda iönaö- arstarfsemi? Ef ekki verður skjótlega leyst úr þeim þverstæðum sem hér hefur verið bent á er verið að styrkja í sessi úreltar og ófaglegar aðstæður. Með því að láta skeika að sköpuðu er veriö aö snúa klukkunni við og hætt er við aö skapast geti upp- lausnarástand þar sem allir munu tapa: iðnaðarmenn, þeir sem stunda heimilisiðnaö og ekki síst þeir sem skipta mestu máli: neyt- endur. Haraldur Sumarliðason ....starfsemi sem þessi er mun umfangsmeiri en menn grunar," segir Haraldur m.a. i greininni. „Ef ekki verður skjótlega leyst úr þeim þverstæðum sem hér hefur verið bent á er verið að styrkja í sessi úreltar og ófaglegar aðstæður.“ Forréttindakerfi leigubilstjóra Sigfús Bjamason, formaður Frama, félags leigubifreiðastjóra, hefur átt erfitt með að sætta sig við niðurstöðu mannréttindadómstóls Evrópu. Gremja hins unga formanns, sem greinilega veldur ekki hlutverki sínu, hefur brotist út með þeim hætti að hann hefur enn og aftur veist að mér í fjölmiðlum, nú síðast í DV fimmtudaginn 5. ágúst sl. í grein sinni kemst formaðurinn að þeirri niðurstöðu að dómurinn hljóti að vera mér mikil vonbrigði því að dóm- stóllinn viðurkenni takmörkun á fjölda leigubifreiða á íslandi. Fagnaðarefni Ég get fullvissað formann Frama um að dómurinn er mér mikið fagnaðarefni og í dómnum felst engin viðurkenning á takmörkuð- un á flölda leigubíla á íslandi. Það er mun líklegra að dómaramir telji takmörkunina ekki þjóna sjónar- miðum almenningsheilla. Aðalatriðið er það að dómstóllinn íjallaði að þessu sinni á engan hátt um það hvort lög um leigubifreiðar fælu í sér brot á atvinnufrelsi. Ég fagna því hins vegar að Sigfús skuli opna fyrir umræðu um afnám tak- mörkunar á fjölda leigubifreiða, sérstaklega kemur þetta á hentug- um tíma vegna þátttöku okkar í EES. En nauðsynlegt er að ný laga- setning taki mið af því. KjáUarinn Sigurður Á. Sigurjónsson stöðvarstjóri Eins kalla ný samkeppnislög á íslandi á afnám einokunar. Þá seg- ir í stjómarskrá íslenska lýðveldis- ins að ekki megi leggja hömlur á atvinnufrelsi manna nema al- mennaheill krefjist þess enda þurfi lagaboð til. Svíar afléttu einokuninni Við setningu nýrra laga er nauð- synlegt að svara þeirri spurningu hver almennaheill liggi að baki ríkjandi kerfi, þau em ekki til stað- ar. Eins væri fróðlegt að vita hvers vegna Svíar afléttu einokun á leigubílaakstri, hvaða rök voru þar að baki og hvort þau hin sömu rök séu ekki til staðar hér á íslandi. Sænskir neytendur em mjög ánægðir með þá breytingu sem orð- in er á leigubílamálum í Svíþjóð, sem hefur fært þeim betri þjónustu og lægra verð. Formaðurinn hefur tekið þá stefnu að endurtaka í sí- fellu ósannindi hvað þetta atriði varðar. í von um að einhverjir trúi orðum hans að lokum. Sjúkt kerfi Formaðurinn segir mig hafa farið í málaferlin með ágóðasjónarmið að leiðarljósi, sem er rangt. Ágóða- sjónarmiðin eru öll hjá formanni Frama, sem heldur dauðahaldi í sjúkt forréttindakerfi sem leigubíl- stjórar hafa búið við. Tvö síðustu dæmin eru að á sama tíma og verið var að setja vsk. á fjölmiðla, mennt- un, ferðaþjónustu og fleira tókst einni stétt að fá breytingu og losna við fyrirhugaðan vsk. á sína þjón- ustu, þ.e. leigubílstjórum. Skýringin sem gefin var á þessu er sú að ríkissjóðúr hefði engar tekjur af að leggja vsk. á þjónustu leigubíla. Þetta yrði aðeins til þess aö niðurgreiða bifreiðar þessara manna. Auðvitað voru þessi rök aðeins yfirkiór í hagsmuna- og fyr- irgreiðslupólitík, sem sést best á því að á sama tíma var verið að samþykkja önnur lög sem færa leigubílstjórum 20 til 30% afslátt af nýjum bílum. Það er von að formaðurinn fari offari til að viðhalda slíkum forrétt- indum, á sama tíma og að allur al- menningur býr við þrengri kjör en áður. Á þannig tímum eiga slík for- réttindi að heyra sögunni til, það gerist best með afnámi einokunar á leiguakstri. Sigurður Á. Sigurjónsson . á sama tíma og veriö var að setja vsk. á fjölmiðla, menntun, ferðaþjón- ustu og fleira tókst einni stétt að fá breytingu og losna við fyrirhugaðan vsk. á sínaþjónustu, þ.e. leigubílstjór- ,1VV1 « Jónas Fr. Jónsson, iögiræðingur Versl- unarráðs. Meðog ámóti Einkavæðing eftirlits- stofnana Engarheilagarkýr „Þegar rætt er um hvort einkavæða eigi ýmsar eftirlitsstofn- anir ber að hafa í huga hvert er markmið einkavæðing- ar. Markmið einkavæðing- ar er að minnka umsyif ríkis- valdsins, dreifa valdi og auka skilvirkni og samkeppni, þannig að opinbert fjármagn nýtist sem best. í dag er talið aö atvinnulífið þurfi að greiða um 2 milljarða í ýmiss konar eftirlitsgjöld og ein- staklingar þurfa einnig að greiða sitt. Spurningin er hvort þessi kostnaður þarf að vera svona mikill og hvort einkarekstur og samkeppni geti ekki lækkað kostnaðinn og aukið framieiðni í íslenskum fyrirtækjum. Þegar rætt er um eftirlitsstofhanir mega menn ekki vera fastir í þvi farinu að einungis opinberir embættismenn geti haft eftirlit þvi það er engin ávísun á betra eða hlutlausara eftirlit. Forskrift eftirlitsins, þær kröfur sem gerð- ar eru, liggja fyrir í lögum, reglu- geröum eða stöölum. í atxknum mæli ætti að afnema einkarétt ríkisstofhana og veita aðilum, sem uppfylltu faglegar kröfur, heimild til að stunda þessa starf- semi. Ef þessi aðilar myndu slá slöku við myndu þeir fijótt missa traust viðskiptavinanna. Spuni- ingin um einkavæðingu snýst um hugarfar; engar stofnanir eiga aö vera heiiagar kýr.“ Óháð hags- munum Eftírlit með atvinnu- rekstri, hvort sem það lýtur að gæðum, vöi’u og þjón- ustu eða að- búnaði og ör- yggi á vinnu- stöðumsvo og eftirlit á öðr- um sviðum þar sem öryggi almennings er í húfi á skiiyrðislaust aö vera í höndum opinberra aðila sem eru hlutlausir og meö öllu óháðir hagsmunaaðilum og hafa ekki fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Með þessu er á engan hátt verið að segja aö gjaldtaka fyrir eftirlit eigá ekki rétt á sér en það er allt annað mál. Mergurinn málsins er sá að það er út í hött að fara að efha til samkeppni um ódýrt vinnueftirlit og ég trúi því ekki að þetta séu hugmyndir sem hin- ir skynsamari menn á meðal ráðamanna þjóðarinnar ljái eyra. Talsmenn atvinnurekenda hafa stundum látið á sér skilja að einkavseðing á eftirliti með ör- yggi og aðbúnaði sé líkleg til að draga úr kostnaði. Staðreyndin er sú að til eru aðskiljanleg lög og reglur um aðbúnað og öryggi. Auövitað kostar það sitt að fram- fylgja reglunum en þær hafa ekki verið gagnrýndar sem slikar heldur framkvæmdin sjálf. En tilkostnaður við eftirlit er aðal- iega kominn til vegna þess að ekki er farið efth' settum lögum og reglum, ekki vegna eftirlitsins sjálfs og þess vegna eru það hags munir atvinnurekenda aö farið sé efllr reglum i þessum efhum.“ Ögmundur Jónas- son, formaöur BSRB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.