Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. _______________________________________________________________________________ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993. r Átta frysti- togarar ætla ■ að þraukaí Smugunni Átta íslenskir togarar, allt frysti- togarar, voru ennþá viö veiðar í Smugunni í Barentshafi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá einum skipstjóranna í morgun haföi norska strandgæslan ekkert komiö um borð í íslensku togarana í tvo sólarhringa. Hins vegar bárust þær fréttir aö smáfiskur væri ennþá í þeim afla sem togararnir hafa veriö aö fá á síö- asta sólarhring. Eftir því sem DV kemst næst hyggj- ast skipstjórarnir á togurunum _ „þrauka“ áfram í Smugunni - það sé úr því sem komið er jafngott og aö veiða á íslandsmiðum. Um tveir tugir togara eru nú á heimleið. Þó aö ísfisktogaramir hafi margir hverjir ekki aflað vel miöaö við þá vegaíengd sem sigld var á miðin þurfa þeir nú að koma aflanum sem fékkst í vinnslu í landi. -Ótt Sighvatur Bjamason: - Kannski sjóræningjar enekki villintenn - ekki til Bjamareyjar „Það er aldrei að vita hvað við ger- um. Ég ætla að fá togarann heim og fara yfir málin með skipstjóranum og meta hvort það sé forsvaranlegt að fara aftur," sagði Sighvatur Bjarnason, útgerðarmaður í Vest- -r mannaeyjum, sem gerir út ísfisktog- arann Breka sem er á heimleið úr Smugunni. Sighvatur segist harma að upp úr slitnaöi í viðræðum Norðmanna og íslendinga í gær. „Sjálfur bjóst ég reyndar ekki við öðru, miðað við hvernig Norðmenn hafa komið fram á sviði sjávarútvegsmála. Mér finnst bara hræðilegt að þjóðirnar skuh ekki geta sest niður og tekið tillit hvor til annarrar. Eins og ég hef sagt að það er sjálfsagt að við bökkum út úr Smugunni gegn því aö við fáum frið hér heima með hvaða stofn sem er. Á meðan þeir geta ekki virt það sé ég ekki ástæðu til að koma til móts við þá.“ - Hyggist þið senda , togara á svæðið við Bjarnarey? „Þó það megi kalla okkur sjóræningja erum við ekki villimenn." -Ótt LOKI Hver er munurinn á sjóræn- ingjum og villimönnum? Ný þjónusta viö lesendur: Verulegur af- slátturmeð kjaraseðlum DV -flóra daga vikunnar - veitir allt að 15.400 kr. afslátt Frá og með deginum í dag bjóð- ast lesendum D V svokallaðir kjara- seðlar í blaðinu sem veita afslátt af vöruverði fjölbreyttra verslana. í tilefni dagsins eru 16 kjaraseðlar i miðopnu blaðsins í dag sem veita frá 1.000 til 15.400 kr. afslátt af margs konar vörum. Má sem dæmi nefna hljómflutriingstæki, hæg- indastóla, skólatöskur, úlpur og gólfilísar. Framvegis verða svo tveir kjara- seðlar í blaðinu alla þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Það eina sem lesendur þurfa að gera er að klippa þá út og framvísa i viökomandi verslun. Með kjaraseðlunum vill DV koma til móts við neytendur og aðstoða þá við að draga úr útgjöldum heim- ilisins. Þetta ætti því að vera kær- komin búbót og kröftug spamaðar- leið. Ný áskriftargetraun Einnig hefst í byrjun september ný áskriftargetraun í DV sem stendur til áramóta. Dregin verða út nöfn fiögurra skuldlausra áskrifenda í september og október en í nóvember og desember verður vinningshöfunum fiölgað í sex. Vinningamir verða á verðbilinu arandi: frystiskápur frá Fönix, sjónvarpstæki frá Faco, Ronning, Sjónvarpsmiöstöðinní og Radió- búðinni, þvottavél frá Pfaff, lújóm- tækjasamstæður frá Takti, Hljómbæ og Radíóbæ, sófasett frá T.M. og T.S. húsgögnum, litatölva frá Apple umboðinu, hrærivél og örbylgjuofn frá Einari Farestveit, hrærivél og uppþvottavél frá Húsa- smiðjunni, myndbandstæki frá Japis, þvottavél frá Bræðrunum Ormsson og heimilistæki frá Heimskringlunni, Heimilistækjum og Borgarljósum. í miðopnu blaðsins í dag eru 16 kjaraseðlar sem lesendur DV geta klippt út og framvisað I verslunum. Þeir veita frá 1.000-15.400 kr. afslátt af jafnt stórum hlutum sem smáum. Framvegis verða svo tveir kjaraseðlar í blaðinu fjóra daga vikunnar en þannig vill DV aðstoða lesendur við að draga úr útgjöldum heimilisins. Sjá bls. 20 og 21. DV-mynd JAK Veðriðámorgun: Rigning með suðvestur- og vestur- Suðaustan 4-6 vindstig og rign- ing með suðvestur- og vestur- ströndinni en annars hægari vindur og þurrt. Hiti 8-16 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 Tveir teknir meðloft- byssu Lögreglan í Reykjavík handtók tvo unga menn á Skeggjagötu í nótt og lagði hald á loftbyssu, sem svipaði mjög til 9 mm skammbyssu, og skot- færi í hana eftir leit í bíl sem þeir óku. Mennirnir höfðu verið að sveifla byssunni fyrir utan veitingahúsið Glaumbar í nótt og tilkynnti vegfar- andi lögreglu um athæfið. Var bíln- um sem mennirnir óku veitt eftirför og hann stöðvaður við Skeggjagötu eins og fyrr segir. Þeir neituðu í fyrstu að kannast við að hafa sveiflað byssu en heimiluðu svo leit í hílnum þar sem vopnið fannst. -PP Sjómaður á höfuð- , kúpubrotnaði ’ Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Háseti á loðnuskipinu Hólmaborg slasaðist um borð í skipinu þar sem það lá í Eskifiarðarhöfn síðdegis í gær. Flugvél frá Flugfélagi Austurlands flutti hinn slasaða ásamt lækni frá Eskifirði til Reykjavíkur í gærkvöldi. Hásetinn hggur nú á Borgarspítalan- um og reyndist vera höfuðkúpubrot- mn. Stýrimaður á Ými: Menn hljóta að f ara að gefast upp „Þetta er voðalega rólegt, nánast ekki neitt. Lestarnar eru jafn tómar og þegar farið var að heiman. Reynd- ar vorum við með síðustu skipum og það litla sem var var búið þegar við komum,“ sagði stýrimaður á frystitogaranum Ymi, sem er í Bar- entshafi, í samtali við DV í morgun. „Ég held að menn hljóti nú að fara að gefast upp. En svo getur auðvitað gossað upp fiskirí hérna. En það er bara svo kalt hér. Þetta er pínulítill blettur í sjónum þar sem einhver hitaskil eru. Við höldum bara hóp- inn. Veðrið hefur verið einstakt. Þetta hefur verið eins og á Jóns- messunótt. Við biðjum fyrir bestu kveðjur heim,“ sagði stýrimaðurinn. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.