Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1993, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVHINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Hin írska skálmöld Hér rétt handan viö hafið býr þjóð sem um margt lík- ist íslendingum. írar eru eyjarskeggjar eins og við og líkj- ast okkur í sjálfsbjargarviðleitni og athafnasemi, þjóðleg- um metnaði og jafnvel í úthti, enda mun fólk af keltnesk- um uppruna hafa átt meiri þátt í landnámi íslands en sögur almennt greina frá. Þess heldur sem við finnum til margvíslegs skyldleika með Irum er okkur óskiljanleg sú skálmöld sem þar rík- ir. Síðasta sprengjutilræði írska lýðveldishersins er með óhugnanlegustu atburðum síðustu ára og hefur þó margt hræðilegt gerst í þeim átökum. Tíu manns létu lífið í sprengingu sem varð í fiskbúð í Belfast, þar á meðal sak- laus böm. Breytir engu þótt talsmenn IRA hafi játað að mistök hafi átt sér stað. Þeir halda áfram iðju sinni og nú síðast komu þeir fyrir sprengjum við jámbrautar- stöðvar í vesturhluta Englands þar sem mikill fjöldi fólks á leið um. Sprengjuárásin við fiskbúðina var hefndarráðstöfun kaþólskra efdr miskunnarlaus manndráp öfgafullra mótmælenda og aftur hafa mótmælendur þurft að hefna sín með morðum á saklausum borgurum. Óttast menn að alda víga og voðaverka fylgi í kjölfarið og ógnaröld sé framundan á írlandi. Nú er þess að geta að þorri allra íra, hvort heldur er á Norður- eða Suður-írlandi, er friðsamt og sómakært fólk sem hefur mestu andstyggð á því blóðbaði sem öfga- hópamir standa fyrir. Engu að síður virðast ætíð finnast einstaklingar og hópar manna þar í landi sem eru reiðu- búnir að vinna slík hermdarverk í þeirri trú að það sé málstað þeirra til framdráttar. Það er alið á hatri og þjóð- rembingi og trúarlegu ofstæki og í því hggur meinið að hatrið er ræktað og í kraffi hatursins og hefndarinnar eru ódæðin framin. Þau virðast engan enda ætla að taka. Hversu mörg mannslíf sem í tafh em. Hversu lengi sem menn reyna að þoka málum til samkomulagsáttar. Hér verður ekki gerð neiri tilraun til að benda á auð- veldar lausnir enda ekki fyrir hendi. Hitt er víst að hinir stríðandi aðhar bæta ekki samningsstöðu sína eða knýja á um niðurstöður sér í hag meðan sprengjum rignir og saklausum er fómað. Það semur enginn undir hótunum. Englendingar standa ráðþrota gagnvart þessum vanda og vhdu fegnir vera lausir við hann. Það er hins vegar vhji Norður-íra og mótmælenda að thheyra breska sam- veldinu og ekki á valdi annarra að knýja þann mikla meirihluta th þess að gangast undir aðra trú og aðra stjóm. Allra síst em sættir líklegar meðan morðóðir of- stækismenn læðast í felum aftan að fólki th að ógna því og deyða. Öh sú grimmd sem fram kemur í ógeðslegum og hörmulegum aðgerðum IRA og öfgafullra mótmælenda er okkur framandi, nágrönnum þessa vinalega fólks. Hér er um siðmenntaða þjóð að ræða, með ríka kímnigáfu, almenna og eðhlega dómgreind, og hún á nóg með sína daglegu lífsbaráttu. Hvað er það sem rekur ofstækið áfram og elur á því? Þjóðrembingurinn, svoköhuð sjálf- stæðisbarátta, trúarleg bhndni, allar þær hvatir sem hafa í rauninni verið undirrót stríðsátaka og blóðsútheh- inga í Evrópu um aldir. Þessir atburðir kenna okkur hversu trúarofstæki og misskihð þjóðemisstolt getur dregið fólk á tálar og sýkt hehu þjóðfélögin. Við upplifum verstu hhðar þeirra öfga sem brjótast fram í nafni ættjarðarástar og trúarbragða. Hvhík synd, hvhík skömm. Ehert B. Schram Óraunhæfar sparnaðaraðgerðir Allt frá því aö núverandi ríkis- stjóm tók við völdum hef ég oft gagnrýnt aöferðir fv. heilbrigðis- ráöherra, Sighvats Björgvinssonar, til að spara í heilbrigðiskerfinu. í gagnrýni minni hef ég ekki síst lagt áherslu á þá staðreynd að ekki hef- ur verið um raunverulegan sparn- að að ræða - miklu frekar tilfærslu á sköttum. Vonir voru bundnar við breyttar áherslur með nýjum ráðherra en Guðmundur Árni Stefánsson virð- ist ætla að fara nákvæmlega í hjól- for Sighvats, þrátt fyrir stór orð er hann hafði áður látið falla. Biðlistar lengjast Sighvatur fékk Ríkisendurskoð- un til að gera fyrir sig úttekt á spamaði hjá sjúkrahúsum lands- ins. Með skýrslunni var það ætlun hans að sanna að „spamaður" hefði ekki komið niöur á þjónustu sjúkrahúsanna og biðlistar hefðu ekki lengst. En eins og margt annað hjá núverandi ríkisstjóm stóðst það ekki nákvæma athugun, enda erfitt að meta langtímaáhrif niður- skurðarins sem nú era að koma í ljós. Einstaklingum á biðhsta eftir að- gerðum hefur fjölgað á hálfu ári úr 390 í 520. Ástandið er svo alvar- legt aö Ragnar Jónsson, sérfræð- ingur á Slysa- og bæklunardeild Borgarspítalans, segir í nýlegri blaðagrein að biðtími eftir helstu aðgerðum bæklunarlækna sé nú orðinn svo langur aö árangur ýmissa aðgerða sé í hættu. Einnig segir læknirinn að talsverö hætta sé á aö ýmsar nýjungar, svo sem hryggjarskurðlækningar, muni lognast út af í nafni sparnaðar. Grein læknisins styður það sem ég hef haldið fram á Alþingi und- anfarin ár. Heilbrigðisráðherra hefur hvað eftir annað kastað krónunni en sparað eyrinn. Það hefur nefnilega gleymst að „marg- ar bæklunaraögerðir fela í sér beinan fjárhagslegan ávinning, breyta óvinnufæmm einstaklingi í vinnufæran, rúmfóstum í rólfær- an“, svo vitnað sé í grein læknisins. Vanhugsaðar aðgerðir Ég hef áður lýst þeim áhuga mín- um að hið opinbera takist á við kerfisbreytingar en ráðherrar láti ekki sijórnast af vanhugsuðum, fljótfærnislegum aðgerðum. Um slík vinnubrögð era mýmörg dæmi. Hugmyndir hins nýja heil- brigðisráðherra varðandi leikskóla sjúkrahúsanna eru í þeim anda - fljótfærnislegar og illa undirbúnar. Sjálfur er ég sammála því að sveit- arfélög annist rekstur leikskólanna en eins og nú er unnið er afar ólík- legt að hugmyndir heilbrigðisráð- herra nái tilætluðum árangri. Breyting af þessu tagi tekur hins vegar langan tíma og hún þarf góð- an og vandaöan undirbúning. Hún Kjállariim Guðmundur Bjarnason þingmaður Framsóknar- flokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra Heilsukortin Heilsukortin era gott dæmi um örvæntingarfulla leit að nýjum tekjulið - og það er ljóst að þama er nýr skattur á ferð. Eins og marg- ar aðrar aðgerðir ríkisstjómarinn- ar bitnar þessi helst á þeim sem minnst mega sín. Áætlað er að tekj- ur af sölu heilsukorta verði um 400 millj. kr. á ári. Heilsukortin, í þeirri mynd sem kynnt hafa veriö, eru einhver skaðvænlegasta breyting á uppbyggingu heilbrigðis- og trygg- ingakerfisins sem gerð hefur verið í tið ríkisstjómar Davíðs Oddsson- ar og er þó af ýmsu að taka. Líklega er hér um að ræða fyrsta skrefið í tvenns konar heilbrigðis- þjónustu. Annars vegar fyrir þá sem eiga næga fjármum og hins vegar þá sem minna mega sín. Það skapast með því að gefa mönnum „Sjálfsagt er að athuga vandlega hvort draga megi úr rekstri einhverra stofn- ana eða hætta rekstri þeirra, en þá verður líka að vera alveg ljóst að sú aðgerð leiði ekki til aukins kostnaðar fyrir ríkissjóð í stað þess að draga úr honum.“ má ekki stofna rekstri heilbrigðis- þjónustunnar í hættu. Sjálfsagt er að athuga vandlega hvort draga megi úr rekstri ein- hverra stofnana eða hætta rekstri þeirra, en þá verður líka að vera alveg ljóst aö sú aðgerö leiði ekki til aukins kostnaöar fyrir ríkissjóð í staö þess að draga úr honum. kost á vah um hvort þeir taka þátt í fjárhagslegri uppbyggingu sjúkratrygginganna. Það er sorg- legt til þess að vita að ráðherra sem kennir sig við jafnaðarmennsku skuh hafa forgöngu um þessa árás á samhjálp velferðarkerfisins. Guðmundur Bjarnason Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra. - „... virðist ætla að fara nákvæmlega i hjólför Sighvats, þrátt fyrir stór orð er hann hafði áður látið falla.“ Skoðanir annarra Raunhæf raunvaxtalækkun? „Raunvaxtalækkun af þeirri stærðargráðu, sem Davíö Oddsson talar um, myndi nánast jafngilda byltingu í efnahags- og atvinnulífi landsmanna. Svo mikil raunvaxtalækkun myndi lækka vaxtaútgjöld sjávarútvegsins um nokkra mihjarða og miklar fjár- hæðir myndu losna í rekstri annarra fyrirtækja svo og heimilanna í landinu, en skuldasöfnun þeirra hefur verið mjög th umræðu að undanfornu. Spurn- ingin er hins vegar sú, hvort raunhæft sé að tala um svo mikla raunvaxtalækkun." Úr forystugein Mbl. 24. okt. í mótsögn við kjarasamninga „Það er tvímælalaust í fuhkominni mótsögn við forsendur gildandi kjarasamninga að fjármagna lækkun matarskatts með almennri skatúagningu, sem kæmi jafnt niður á láglaunafólki sem öðrum. Síðast en ekki síst er ljóst að kaupmáttarspár, sem gerðar vora í vor, hafa ekki gengið eftir. ... Ljóst er aö ríkisvaldið má hafa sig allt við th að koma í veg fyrir að kjarasamningunum verði sagt upp eftir örfáa daga.“ Úr forystugrein Dags 23. okt. Ástandið í miðbænum „Þaö hlýtur að koma að því að hlutaðeigandi yfir- völd þuríi að svara þeirri spurningu hvort þau vhji að fólk safnist þarna saman á þessum tíma eða ekki. Ef ekki; th hverra ráða ætla þau að grípa th þess að koma í veg fyrir það? Ef þau hins vegar vhja að fólk safnist þarna saman þurfa þau eðhlega að koma hlut- unum þannig fyrir að fólkið geti veriö þar við þær aðstæður og í því ástandi aö eðhlegt geti tahst. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Mbl. 26. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.