Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Page 11
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993
11
Utlönd
Þungur róöur hjá umbótasinnum í rússnesku kosningunum:
Liðsmenn Jeltsíns
þykja of leiðinlegir
- kannanir benda til sundurlyndis á fyrsta lýðræðislega þinginu
„Eg veit að Rússa skortir ekki heil-
brigða skynsemi. Þessa vegna er ég
viss um að þeir muni kjósa stjórnar-
skrána. Það skiptir mestu máli,“
sagði Borís Jeltsín Rússlandsforseti
í gær.
Lokaspretturinn er nú hafinn í
kosningabaráttunni í Rússlandi. Þar
verður bæði kosið til þings og Jeltsín
vonast eftir að fá stuðning helmings
kjósenda við nýja og umdeilda
stjómarskrá. Forsetinn þarf hreinan
meirihluta til að stjómarskráin hans
öðiist gildi. Ekki þykir fráleitt að svo
fari.
Útlitið er verra í þingkosningun-
mn. Þar er sýnt að umbótaöflin
munu vart ná að hafa afturhalds-
sinnana undir þegar nýtt þing verður
kallað saman. Valkosti Rússlands,
stuðningsflokki Jeltsíns, er spáð
mestu fylgi en á hinum væng stjóm-
máianna em líka flokkar sem njóta
mikils stuðnings. Þar era gömlu
kommúnistamir sterkastir.
Menn Jeltsíns hafa notið forrétt-
inda í sjónvarpi en það kemur fyrir
lítið því málflutningur þeirra á ekki
greiða leið að eyram almennings.
Jegor Gajdar, helsti sérfræðingur
Jeltsíns í efnahagsmálum, hefur
haldið langar ræður í sjónvarpi um
verðbólgu og peningamál og enginn
skilur hvað hann er að fara.
Annar umbótamaður, Grígoríj
Javlinski úr flokki umbótasinna,
þykir skemmtilegri. Hann styður
margt í umbótum Jeltsíns og er
væntanlegur bandamaður á þinginu.
Javlinski hefur engu að síður gagn-
rýntJeltsínhart. Reuter
Með og á móti
uinbótum
Jeltsíns
100
Móti
FINLUX
INVAR SUPER 8LACK FST MYNDLAMPI
INVAR húðun gefur meiri skerpu
en áður hefur þekkst.
Aukahlutir: Mynd imynd (2stöðvaráskjánum ieinu) kr. 19.500 Stgr.
28" NICAM hi-fi STEREO 2x25 vatta magnari, 2 tvöfaldir hátalarar ásamt bassa woofer
INVAR SUPER BLACK FST myndlampa, með SVM (Speed Velocity Modulation) texta-
varpi með íslenskum stöfum, SUPER-VHS inngangi, 2 Euro scart-tengjum, forritanlegri,
einfaldri en fullkominni fjarstýringu.
Rétt verð 144.500 kr.
Jólatilboð
kr. 119.950 stgr.
HLJÓMCO
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005
Afborgunarskilmálar
Jólabækur
frá
Hörpuútgáfunni
Smásögur - Endurminningar
✓ /
A LANDINU BLAA Smásögur og þættir
Afmælisbók jónasar Árnasonar
Fáir íslenskir höfundar hafa notið meiri vinsælda en Jónas
Árnason. Honum hefur tekist að draga upp svipmyndir
sem seint gleymast. Hlý kímni hans er grátbrosleg, oftar í
ætt við gáska og kæti en kaldhæðni. Skemmtileg bók sem
margir munu fagna.
✓
LIFSGLEÐI Viðtöl og frásagnir sjö þekktra
samferðamanna. Sagt er frá viðburðaríku lífi, skemmti-
legum og ógleymanlegum persónum, gildi trúar og já-
kvæðs lífsstíls. Þeir sem segja frá eru: Áslaug S. Jensdóttir,
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Einar J. Gíslason, Kristinn Þ.
Hallsson, Pétur Sigurðsson, Sigfús Halldórsson og Sigríður
Rósa Kristinsdóttir. Þórir S. Guðbergsson skráði.
Verð: 3420 kr. Verð: 2990 kr.
Fyrir fjölskylduna
MATREIÐSLUBÓK MARGRÉTAR
Höfundur þessarar bókar, Margrét Þorvaldsdóttir, hefur
dvalið víða erlendis og kynnst þár matarvenjum ýmissa
þjóða. Uppskriftirnar eru aðlagaðar íslenskum aðstæðum
og innlendu hráefni. Fljótlegt, ódýrt, Ijúffengt og auðvelt,
eru aðalsmerki bókarinnar sem er prýdd fjölda litmynda.
GETTU ENN
Ný spurningabók eftir Ragnheiði Erlu Bjarnadóttur
Efni bókarinnar er ætlað lesendum á öllum aldri og
spurningarnar ýmist léttar eða þungar um hina ólíkustu
efnisflokka. Hér eru um 700 spurningar settar fram með
sama hætti og í spurningakeppni framhaldsskójanna.
Skemmtilegt tómstundagaman fyrir fjölskyldur, skóla og
vinafundi.
HÖRPUÚTGÁFAN
STEKKJARHOLT 8-10 - 300 AKRANES
SÍÐUMULI 29 - 108 REYKJAVÍK