Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Síða 20
20
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993
Merming
Hlédrægur leikari
á heimsmælikvarða
Róbert Amfinnsson er tvímæla-
laust einn okkar vinsælasti og virt-
asti leikari. Þaö þarf því ekki að
koma á óvart, nú þegar hann stend-
ur á sjötugu, að hann hafi af ýms-
um verið hvattur til að láta skrá
ævisögu sína, jafn mikill og áhug-
inn á þeirri bókmenntagrein er hér
á landi. Sjáfur var Róbert engan
veginn jafn áhugasamur um það
og þráaðist lengi við, taldi sig ekki
hafa lifað svo ævintýralegu lífi að
hann gæti fullnægt þörfum þeirra
„sem vilja frásagnir af lífsháska og
kvennafari og grófum hlutum“.
Það er Eðvarð Ingólfsson sem sit-
ur undir stýri á ferðalagi þeirra
félaga um æviskeiö Róberts og sá
síðamefndi lýsir því sem fyrir augu
ber. Eðvarð er kunnastur fyrir
WALTBR WAGER
Skemmtilegar og spennandi
ÍH*U fVM*-
fmimm
á jólum eins og aðra daga
Ódýrar en vel gerðar
Oavíd Uttr>g< D&mar,
THUNBKHHEAIIT
Á bóka- og blaðsölustöðum
URVALS
BÆKUR
unglingasögur sínar en tvær ævi-
sögur, skráðar af honum, hef ég
lesið, um þá Áma Helgason í
Stykkishólmi og Ragnar Bjamason
söngvara. Nú bætist Róbert í hóp-
inn og er óhætt að segja að þessir
þrír einstaklingar séu ólíkir. Þeir
Ami og Róbert eiga það þó sameig-
inlegt að hafa ahst upp á Eskifirði
og segist Róbert hafa grátið er hann
fluttist þaðan sextán ára gamall.
Móðir Róberts var þýsk og hann
ólst upp við að þýska var töluð á
heimilinu. Varð hann því jafnvígur
á íslensku og þýsku og það átti eft-
ir að koma sér vel síðar á lífsleið-
inni, ekki síst á ámnum 1971-74
þegar hann starfaði sem leikari í
Þýskalandi og vann þar engu minni
sigra en hér heima á íslandi.
Miðað við þá dóma sem Róbert
fékk fyrir leik sinn í Þýskalandi, í
hlutverki Sorba og ekki síður í
hlutverki Tevje í Fiðlaranum á
þakinu, er varla ofmælt að telja að
leikhæfileikar hans séu á heims-
mælikvarða. Þeim mun meira
kemur það á óvart að heyra þennan
reynda leikara lýsa því yfir að hann
sé afskaplega'hlédrægur að eðhs-
fari og komi það jafnan í ljós þegar
haxm þurfi að koma fram í eigin
persónu. Ekki er laust við að greina
megi þessa hlédrægni í bókinni.
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
Honum er greinilega ekkert um
það gefið að bera sín einkamál á
torg og er ekki laust við að manni
finnist viss hvíld í því þegar venjan
í ævisögum virðist vera orðin sú
aö hleypa lesandanum alveg inn á
rúmgafl.
Uppistaðan í bókinni er, eins og
vænta mátti, frásagnir af glæsheg-
um leikhstarferh Róberts en að
sjálfsögðu fær einkalífið einnig
sína umíjöhun þótt ekki sé gengið
eins langt þar og í mörgum ævisög-
um öðrum. Frásagnimar af sam-
skiptum hans við móðurfólkið í
A-Þýskalandi em forvitnUegar og
aldrei aðhyhtist Róbert kommún-
ismann, eins og faðir hans hafði
gert, heldur leit á A-Þýskaland sem
eitt risastórt fangelsi. Þar í landi
átti Róbert hálfbróður sem starfaði
í öryggislögreglunni.
Samstarf þeirra Eðvarðs og Ró-
berts virðist mér hafa tekist með
ágætum. Framan af er frásagan
e.t.v. nokkuð hægfara en það breyt-
ist mjög til batnaðar þegar á hana
hður og þegar upp er staðið er les-
andinn fylhlega sáttur við sinn
hlut. Valdir útdrættir úr blaðadóm-
um um leiksigra Róberts auka á
gUdi bókarinnar.
Það hefði verið skaði ef saga
þessa eins okkar ahra besta leikara
hefði ekki verið skráð. Nú hefur
það verið gert á hógværan en læsi-
legan hátt og er sú hógværð greini-
lega í samræmi við persónu hsta-
mannsins.
Eðvarð Ingólfsson
Róbert. Ævisaga listamanns
Æskan 1993 (252 bls.)
Til alls fyrst
Á kaffihúsi suður í Lisbóu í Portúgal situr íslenskur
karlmaður í rósóttri skilkiskyrtu og nautabanaskóm
og skeggræðir við konu lengi dags, raunar nokkra
daga í röð. Þau fara víða í orðræðu sinni, frá afstæðis-
kenningunni til ástarhjals. Só far só gúdd. Nema hvað
karlmaðurinn er til „í alvörunni", heitir að minnsta
kosti Sigurður, jafnvel Sigurður Sigurður og er Guð-
mundsson, þekktur myndhstarmaður á íslandi og víð-
ar. Hann minnist á „alvöru" verk eftir sig sem við
þekkjum af nýlegri sýningu í Listasafni Islands og
ýmsa vini, Daló mýndhstarmann, bróður á íslandi,
heimspeking í Þuslaraþorpi sem innvígðir munu
kannast við. TU Lisbóu kemur og frægur safnstjóri frá
Bókmenntir
Aðalsteinn Ingólfsson
Madríd að gera á Sigurði úttekt, fremur mislukkaða
að manni skUst.
En konan? Hún er ekki þessa heims (og þó), heldur
skáldgyðjan, íslensk timga, sál íslands, sem sagt, FjaU-
konan sjálf. Henni lýsir Sigurður með svohljóðandi
hætti: „Ávöl form hennar lágu í lögum og minntu á
stafla af vömbum meö skýrar útlínur. Þó að í henni
væri mikið af hvíttónum, aht frá dökku selspiki tU
skjannahvits snjós, með þar á milh broddhvítum lit
ábresta, glærhvítu ýsubeina, rengishvítu hvala og
beinhvitu sviðakjammans, þá var heUdarsvipurinn
ekki hvítur heldur þanggrænn htur... “ Og svo fram-
vegis og fima skemmtUega.
Linbabla og þúerta
Yfir óteljandi boUum af portúgölsku kaffi hantéra
þau Sigurður og meint Fjallkona með íslensk orð, láta
berast með orðaflaumi, frussa út úr sér orðum svo þau
hggja á tvist og bast um borðdúkinn, gantast með orð,
velta sér upp úr orðum (bæöi í eiginlegum og óeiginleg-
um skilningi), kasta á nhlh sín heimatilbúnum íslensk-
um orðskviðum, stefna tU sín persónum úr öndvegis-
verkum íslenskrar orðlistar og gera tilraunir á orðum.
Þau athuga „hleðslu" oröa, lögim þeirra, ilman, jafn-
vel sál, hugleiða skyldleika og togstreitu orða og
mynda. Þau prófa að „vanabuha", „hnbabla" og „þú-
erta“, með kostiUegum árangri.
Siguröur Guðmundsson.
Inni á milh hleypur sögumaður rækUega út undan
sér, speglerar í karlrembu, ódauðleikanum, englum
(„flygsum af almættinu"), erkitýpískum íslenskum
fyrirbærum („vestfirskur riklingur... lamba-
börð... mysa... hitaveitustokkamir) og htrófi ís-
lenskra stjómmálaflokka. Og er þá fátt eitt nefnt. En
alltaf er orðið alfan og ómegan í þessu hringsóh hans
mn vitundina, skyujunin með og gegnum orðið, ís-
lensku hugtökin sem hggja eins og „þanggræn slikja"
yfir heUaberki hans, óaðskUjanlegur hluti af honum.
Hugarhvarfl
Þessi ástríðufulh könnunarleiðangur Sigurðar um
íslenskt orðsvæði, „sam-íslenska vitund", ætti ekki aö
koma flatt upp á þá sem muna eftir fyrstu sýningu
hans í Hohandi. Þá bar hstamaðurinn ffosin orð inn
í gaherí sitt og skUdi þau þar eftir til að þiðna svo
sýningargestir mættu anda að sér gufunni af þeim.
Hér gefst tækifæri til annars konar orðneyslu, engu
áhrifaminni. Mér er tU efs að skemmtilegra hugar-
hvarfl íslensks hstamanns hafi í annan tíma ratað á
bókamarkað. Þessa ritsmíð skyldu þeir lesa sem leita
að „bókinni sem ilmar meir af skóginum en skógurinn
sjálfur.“ (bls. 9).
Sigurður Guðmundsson - Tabúlarasa, 191 bls.
Mál og menning, 1993.