Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993 1_________________ rþróttir MuiKurnar faratilKýpur íslenska kvennalandsliðið í körfuknattíleik er á fórum til Kýp- ur þar sem það tekur þátt í Pro- motion-bikarkeppninni 12.-19. desember. ísland er í riðli með írlandi, Wales og Sviss en í hinum riðlinum eru Lúxemborg, Gí- braltar, Kýpur og Austurriki. Torfi Magnússon landsliðsþjálf- ari valdi 12 stúlkur til fararinnar, eins og sagt var frá í DV á föstu- daginn. -VS Greinum fækkað áólympíuleikum Alþj óða ólympíunefndin fundar stíft 1 Lausanne í Sviss þessa dag- ana og aðalmálið er fækkun greina á ólympíuleikunum. Tals- menn nefndarinnar hafa ekkert viljað segja enn, en þó hefur lekið út að í mestri hættu séu nútíma fimmtarþraut, hnefaleikar, hjól- reiðar, listsund og ganga. Einnig hefur verið talað um lyftingar, skylmingar og hestamennsku og ennfremur knattspyrnu vegna þess að Alþjóða knattspymusam- bandið leyixr ekki að A-landslið spili á leikunum. Nýjar greinar sem sækja á um aðild að leikun- um eru meðal annars þríþraut, keila, skvass, kvondo og snóker. -VS Sparkaði í kvenkyns línuvörð Brasilíski knattspymumaöur- inn Nonato er í vondum málum eftir að hafa ráðist að kvenkyns línuverði í l. deildar leik og sparkað í fót hans. Hann hefur verið dæmdur í 210 dága bann, og má því ekki leika knattspyrnu í eina sjö mánuði. Hann og fleiri leikmenn Cruzeiro mótmæltu harölega marki sem Corinthians skoraði og á sjónvarpsmyndum sást að Nonato sparkaði í línu- vörðinn. Árið hefur ekki veriö gott hjá Nonato, sem lék sinn fyrsta landsleik í vor en var borinn meiddur af velii eftir 3 mínútur og hefur ekki átt afturkvæmt í brasilíska landsliðið síöan. -VS ClbonaZagreb meðslæmastöðu Cibona Zagreb, hið öfluga kró- atíska körfuknattleikslið, á litla möguleika á að komast í úrslitin í Evrópukeppni meistaraliða eftir tap fyrir Benfica í Lissabon í gærkvöldi, 67-66. ítalska liðið Cantu tapaðí, 75-85, fyrir Panat- hinaikos frá Grikklandiog enska liðið Guildford steinlá heima fyr- ir Barcelona frá Spáni, 64-109. Sextán liö lcika í tvcimur riðl- um í úrslitakeppninni og eru grisku liðin Olympiakos og Pan- athinaikos efst í riðlunum. Efes Pilsen frá Tyrklandi er ósigrað og getur komist upp fyrir Panat- hinaikos í B-riðli. Barcelona er í öðru sæti A-riöils en Limoges frá Frakklandi og Mechelen frá Belg- íu standa einnig vel að vígi. -VS Azinger með krabba Bandarískí kylfingurinn Paul Azinger hefur greinst með krabbamein og veröur frá keppni vegna meðferðar í 6-7 mánuði. ■»■-.»■»:. .. rry ernrsoiuiir BaiTý Fry, framkvæmdastjóri Soutliend sem hefur komið mjög á óvart í 1. deild ensku knatt- spymunnar, hefur fengið geysi- lega freistandi tilboð frá Birtning- ham sem myndi gera hann eínn af best lamtuðu stjórum í Eng- landi. *VS Ólafur Sveinsson handknattleiksþj álfari um PartiUe-mál ÍR-inga: „Vitneskjan um svikin kunn á leiðinni út“ - sagði mér strax í vor að hann hefði skrað lið sitt í rangan aldursflokk „Hlynur náði að láta hð sitt spila einn leik niður fyrir sig en þá fannst okkur þjálfurunum nóg komið af svo góðu og boðuðum til fundar og hann var kallaður fyrir með leikmönnum sínum,“ sagöi Ólafur Sveinsson, handknattleiks- þjálfari hjá Gróttu, sem var með lið sitt á Partille-mótinu í Gauta- borg á síðastliðnu sumri. DV skýrði frá því á þriðjudag að Hlynur Jóhannesson, þjálfari hjá ÍR, hefði vísvitandi teflt fram ólög- legu liði á Partille-mótinu í sumar. í svargrein frá stjórn handknatt- leiksdeiidar ÍR, sem birtist í DV í gær, var sagt að lið ÍR hefði verið skráð í rangan aldursflokk og að um enga folsun hefði verið að ræða. „Hlynur hafði samband við mig strax í vor og kvaðst þá vera búinn að skrá flokk sinn til keppni í Part- ille-mótinu, í sama aldursflokk og minn flokkur var í. Það þýddi að stúlkurnar hans myndu spila nið- ur fyrir sig og fengju því léttari andstæðinga. I beinu framhaldi af því spurði hann mig hvað ég ætl- aði að gera, hvort ég ætlaði að láta mínar stelpur leika í sínum rétta flokki. Þegar þetta samtal átti sér stað var ég þegar búinn að skrá minn flokk tfi keppni og að sjálfsögðu á réttan hátt. Mitt svar var einfald- lega það að ég myndi ekki skipta mér neitt af því, en að ég gæti ekki ábyrgst gerðir annarra. Vitneskjan um þessi svik Hlyns voru reyndar flestum kunn í flug- vélinni á leiðinni út. í reglum HSÍ er kveðið á um að verði lið fundið sekt um ósann- sögli um aidur leikmanna fyrir opinbert mót eigi þjálfari og leik- menn yfir höfði sér leikbann. Skrífstofa HSÍ veit um aíbrot Hlyns og gerir ekkert tfi að beita þessum reglum," sagði Ólafur Sveinsson. -Hson Fjórða og síðasta sætið á toppmótinu í Frakklandi: ‘ Forysta í hléi en hrun í seinni hálf leiknum - Svíar unnu, 25-19, eftir að ísland hafði verið 12-11 yfir í hálfleik „Eftir að hafa haldið út hefian leik gegn Frökkum og hálfan leik gegn Svíum skorti liðið einfaldlega sam- æfingu til aö klára leikinn við Svía og því fór sem fór,“ sagði Olafur B. Schram, formaður Handknattleiks- sambands íslands, við DV í gær- kvöldi. ísland tapaði þá fyrir Svíum, 25-19, í leik um þriðja sætið á móti fjögurra efstu liða síöustu ólympíu- leika sem lauk í Strassborg í Frakk- landi í gærkvöldi. Svíar voru yfir nær allan fyrri hálf- leikinn, ísland skoraði reyndar fyrsta markið, en Svíar leiddu 5-3, 8-5 og 9-6. Þegar Ijórar mínútur voru til hálfleiks stóð 11-9 fyrir Svía en á góðum lokakafla skoruðu íslending- ar þrjú síðustu mörkin og leiddu í leikhléi, 12-11. ísland komst aftur yfir, 13-12, en Svíar svöruöu með því að komast í 18-15 og síðan 22-16, og þá voru úr- slitin ráðin. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góð- ur, þá lék íslenska liðið öfluga 3-3 vörn, sem Svíamir áttu í vandræðum með. En þeir voru sterkir í hraða- upphlaupunum og skoruðu sex sinn- um þannig í fyrri hálfleik. Gústaf og Gunnar voru bestu menn íslands, ásamt Guðmundi markverði," sagði Ólafur B. Schram. Gústaf Bjarnason skoraði 6 mörk, Gunnar Beinteinsson 4, Valdimar Grímsson 4/2, Jón Kristjánsson 2, Patrekur Jóhannesson 2 og Guðjón Árnason 1. Guðmundur Hrafnkels- son varði 13 skot. Stefan Lofgren skoraði 6 mörk fyr- ir Svía og Stefan Andersson og Thomas Sivertsen 5 hvor. Frakkar meistarar Frakkar unnu Rússa, 23-22, í úrslita- leik mótsins í Strassborg í gær- kvöldi, og hlutu því einnar mfiljón króna sigurlaunin. -VS í kvöld Visadeildin í körfubolta: ÍA-Snæfell..................20.30 2. deild karla í handknattleik: Fjölnir-Ármann.............20.00 Gústaf Bjarnason lék mjög vel gegn Svíum í Strassborg i gærkvöldi og skoraöi sex mörk. DV-mynd Brynjar Gauti íþróttamaður ársins 1! Nafn íþróttamanns: V\ U Vþt6Xmáte\r\M/ 993 , J!L/y 3. 1W R I / Nafn: M 1 Sendlö til: Heimillsfang: ... . Ipröttamaöur ársins DV - Þverhoiti 11 105 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.