Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Qupperneq 24
36
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993
íþróttir
Guðmundur Bragason, þjálfari Grindvíkinga, og Mirko Nikolic, Serbinn í
liði KR, í slag undir körfunni. Guðmundur og félagar höfðu betur þrátt fyrir
að vera undir nær allan leikinn. DV-mynd GS
ISLENSKA KÖRFUBOLTABLAOIÐ
Þcss vcgna hætti
lordan!
Charics Barklcy
talar tæpitungulaust
Hcimsokn a
m.. TwOzzi ... !>'« .. ...
HornetS'ðEði
Vcggspjald;
KR-ingar yf ir
í 38 mínútur
- en Grindavlk vann samt, 74-75
Grindvíkingar unnu mjög góöan
sigur á KR-ingum í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik í gærkvöldi. Lengi vel
leit þó út fyrir sigur KR-inga á Nes-
inu en gestimir skutust fram úr á
lokasekúndunum og fóru til Grinda-
víkur með öll stigin þrjú sem í boði
voru. Lokatölur urðu 74-75 eftir að
KR hafði haft tíu stiga forskot í leik-
hléi, 48-38 og mest náð 13 stiga for-
skoti í leiknum er staðan var 67-54.
Þessi tvö Uð berjast um að komast
í úrshtakeppnina úr b-riðUnum
ásamt Haukum, um annað sætið í
riðUnum, en efsta sætið virðist frá-
tekið fyrir Njarðvíkinga fram á vor-
ið.
KR var yfir í 38 mínútur af 40 gegn
Grindavík í gærkvöldi og slíkt dugar
ekki aUtaf til sigurs. Það sannaðist í
gærkvöldi og GrindavíkurUðið var
ljónsterkt á lokakaflanum, vel stutt
af nokkrum hópi stuðningsmanna. í
blálokin var það stórskyttan Hjörtur
Harðarson sem innsiglaði sigurinn
með glæsilegri þriggja stiga körfu.
Reyndar hafði Hjörtur sig alltof lítið
í frammi í leiknum og ekkert Uð, með
slíkan leikmann innanborðs, má við
því að hann hafi sig ekki í frammi.
Reyndar komust færri að en vildu í
Uði Grindvíkinga í gærkvöldi því
Wayne Casey fór algerlega á kostum
og skoraði 36 stig.
Lið KR er mjög ungt og þrátt fyrir
að Uðið geti leikið mjög vel kæmi það
á óvart ef KR kæmist í úrsUtakeppn-
ina, einkum vegna þess hve margir
leikmenn Uðsins eru ungir og
reynsluUtlir. En framtíðin er björt
hjá KR og eftir eitt eða tvö ár verður
þetta Uð í aUra fremstu röð ef rétt
verður á málum haldið. Davíð Griss-
om var yfirburðamaður hjá KR.
Hann er einn besti körfuknattleiks-
maður landsins í dag og sýndi það
og sannaði í gærkvöldi. Davíð lék
mjög vel í vörninni og ekki síður í
sókninni. Hann er í mjög góðri æf-
ingu um þessar mundir og hefur lík-
lega aldrei leikið betur. Mirko Nik-
oUc er önnur uppistaða Uðsins, langt
frá því að vera flinkur miðherji en
kemstlangtáseiglunni. -SK
KR (48) 74
Grindavlk 2 -0, 15 8, 2518, (38) 75 36-29, 46-13,
(48-38), 50-50, 67-5! 74-72, 74-75. Stig KR: Mirko Ni Grissom 17, Ólafur 15, Ósvaldur Knu 1, 67-62, 69-70, kolic 22, Davið Jón Ormsson isen 10, Her-
mann Hauksson 8, urðsson 2. Stig Grindavíkur. 36, Nökkvi Már Jói Benedikt Síg- Wayne Casey ísson 12, Guð-
mundur Bragason Ilarðarson 11, Mart 2 og Pétur Guðmur 12, Hjörtur 1 Guölaugsson dsson 2.
3ja stiga körfur: K Dómarar: Leifur R 6, Grindavík S. Garðarsson
Áhorfendur: Um OlljJlyög gOOli 100.
Maður leiksins: Grindavík. iVayne Casey,
Staðan
Staðan í Visadeildinni í körfu-
knattleik eftir leikinn í gær-
kvöldi:
A-riðill:
Keflavík....12 7 5 1171-1031 14
Snæfell.....12 5 7 977-1029 10
SkaUagr.....12 4 8 964-1006 8
Valur.......12 3 9 1030-1153 6
Akranes.....11 2 9 877-1036 4
B-riðill:
Njarðvík....13 12 1 1186-1018 24
Grindavík...l2 9 3 1044-1003 18
Haukar......12 8 4 1007-902 16
KR..........12 6 6 1092-1059 12
TindastóU... 12 4 8 891-1002 8
Vesna skoraði
fjórtán mörk
- en þau dugðu ekki gegn Stjömunni
Stjarnan sigraði Armann, 18-23, í
LaugardalshöU í gærkvöldi í 1. deild
kvenna í handknattleik.
Sigur Stjömunnar var öruggur frá
upphafi og staðan í leikhléi var 7—11,
Stjömunni í vil. Vesna Tomajek var
allt í öllu hjá Ármanni og skoraði
hún öU mörk Ármanns utan fjögur
eða aUs 14 mörk.
Mörk Ármanns: Vesna 14, Ásta 1,
Svanhildur 1, Kristín 1, íris 1.
Mörk Stjömunnar: Guðný 5, Ragn-
heiður 4, Una 4, Helga 2, Þuríður 2,
Herdís 2, Margrét 1, Hrund 1, Ólafía
1 og Ásta 1.
Víkingur sigraði ÍBV
Víkingur hafði forystu allan leiktím-
ann gegn ÍBV í Víkinni í gærkvöldi
og sigraði, 21-17. Staðan í leikhléi var
10-9 fyrir Víking.
Heiða ErUngsdóttir var best hjá
Víkingi en Judith Estergal hjá ÍBV.
Mörk Víkings: Heiöa 6, Inga Lára
4, Halla María 4, EUsabet 2, Hulda
2, Svava Ýr 1, Svava S. 1 og MatthUd-
ur 1.
Mörk ÍBV: Sara G. 5, Judith 4,
Andrea 3, Katrín 3 og Sara Ó. 2.
Staðan í 1. deild kvenna eftir leik-
ina í gærkvöldi:
Stjaman......11 10 0 1 244-180 20
Víkingur.....12 10 0 2 264-202 20
Vesna Tomajek skoraði 14 af 18
mörkum Ármanns gegn Stjörnunni.
Fram .11 9 0 2 231-190 18
ÍBV .12 7 1 4 282-257 15
Grótta .11 5 2 4 214-193 12
KR .11 5 2 4 184-199 12
Haukar .11 5 0 6 216-239 10
Valur .11 2 2 7 222-230 6
Ármann a. .12 3 0 9 231-265 6
FH .11 2 1 8 200-235 5
Fylkir .11 0 0 11 195-293 0
-HS
kjörinn einróma
Sigurbjöm Bárðarson var ein-
róma kjörinn hestaíþróttamaöur
ársins 1993 á stjórnarfundi hjá
Hestaíþróttasambandi íslands.
í yfirlýsingu frá stjóm HÍS seg-
ir að Sigurbjöm sé ímynd hins
fulikomna íþróttamanns. Hann
sé strangur reglumaðm’ í öllum
lífsháttum, stundi íþrótt sína af
einstakri alúð og stefni ávallt aö
hámarksárangri. -SK
Kim Magnús
besturískvassi
Skvassnefnd íþróttasambands
Islands hefur valið Kim Magnús
Nielsen, núverandi íslandsmeist-
ara, skvassmann ársins 1993.
Hann hefur frá því í maí 1992
sigrað á öUum mótum innan-
lands sem hann hefur tekið þátt
í og aðeins tapað örfáum lotum. Þá
hefur Kim Magnús staðið sig vel á
mótum erlendis og er skemmst að
minnast er hann hafnaöi i 5.-8.
sæti af 70 keppendum á smáþjóða-
leikunumáMöltu. -SK
ísakvalinn
íkarate
Ásmundur ísak Jónsson var
valimi karatemaður ársins 1993
af stjórn Karatesambands ís-
lands. Hann þefur um árabil ver-
ið einn besti íslendingurinn i kata
en einnig náð góðum árangri í
kumite. Isak varð íslandsmeist-
ari í ár, bæði í kata og hópkata,
og varð annar í sínum þyngdar-
flokki í kumite, auk þess sem
hann hlaut silfurverölaun í
sveitakeppni með Þórshamri.
íslensk knatt-
spyrna1993
Skjaldborg hefur gefið út bók-
ina Islensk knattspyma 1993 sem
er þrettánda bókin í samnefndum
bókaflokki. Hún er 160 blaðsíður,
í stóru broti, auk 16 litmyndasiöa
og er skreytt með 219 myndum,
þar af 30 litmyndum af meistara-
liðum ársins og einstaklingum
sem sköruðu íram úr. í bókinni
er tæmandi yfirlit yfir knatt-
spyrnuna á íslandi 1993, auk þess
sem rifjuð eru upp árin 1974 og
1975. í herrni eru ennfremur við-
töl við Sigurð Jónsson, Þórð Guð-
jónsson og Ásgeir Elíasson.
Myndband um
körfubolta
Körfuknattleikssambandið hef-
ur i samvinnu við kvikmyndafé-
lagið Nýja Bíó hf. gefið út
kennslumyndbandið „Meistara-
taktar". Þar útskýrir Ingvai’
Jónsson, þjáliari Hauka, ýmis
grundvallaratriði sóknarleiks og
sýnir á aðgengilegan hátt einfald-
ar en öruggar leiöir tíl betri ár-
angurs. Nokkrir islenskir lands-
liðsmenn aðstoða Ingvar á mynd-
bandinu og einnig John Rhodes,
leikmaður Hauka. Myndbandið
kostar 2.480 krónur.
BókumEarvin
MagicJohnson
Bókaútgáfan HJari hefur gefið
út bókina „Ævi mín“ eftir Will-
iam Novák sem er ævisaga
bandaríska körfuboltasnillings-
ins Earvins „Magic‘‘ Johnsons.
„Magic" hætti sem kunnugt er
að leika körfuknattleik fyrir
tveimur árum þegar í Jjós kom
aö hann er smitaður af alnæmi
en Iiann er einhver besti körfu-
boltamaöur sem uppi hefur veriö.
f bókinni segir „Magic“ í fullri
einlægni ft-á lífshlaupi sínu,
glæsilegum ferli og baráttunni
viö yfirvofandi sjúkdóm.