Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 Fréttir Slippstöðin Oddi á Akureyri: Allir starfsmenn fengu uppsagnarbréf í gær - hluti starfsmanna endurráðinn takist að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti Gylfi Kristjánsson, DV, AkuiByri; Um 130 starfsmenn Slippstöðvar- innar Odda hf. á Akureyri fengu uppsagnarbréf í gær en auk þeirra eru um 30 manns á uppsagnarfresti og einhveijir þeirra missa vinnuna nú um mánaðamótin. Flestir þeir sem fengu uppsagnarbréf afhent í gær eru með þriggja mánaða upp- sagnarfrest. „Þetta er búið að liggja í loftinu í nokkum tíma og ég held að þetta hafi ekki komið mönnum svo mjög á óvart. Það breytir því hins vegar ekki að þetta er mikið áfaU fyrir hvern og einn sem f lendir. Það er þó hægt að segja að þetta séu hrein- legri aðgerðir en að vera að smáfækka í starfsliðinu," segir Hörð- ur Stefánsson, formaður starfs- mannafélags fyrirtækisins. Uppsagnimar em settar fram í samráði við stærstu lánardrottna fyrirtækisins. Slippstöðin Oddi hefur verið í greiðslustöövun síðan í byrj- un ágúst á síðasta ári og fengið hana framlengda tvívegis. Greiðslustöðv- un lýkur 22. febrúar nk. Þá verður ekki um frekari frest að ræða og Mikil endurnýjun verður á framboðslistanum því að aðeins einn af fjórum aðal- og varabæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins gefur kost á sér. Prófkjör sjálfstæðismanna á Akranesi: Jöf n og spennandi bar- átta um fyrsta sætið - þó að tengslin úr knattspymunni geti haft mikið að segja Prófkjör sjálfstæðismanna á Akranesi fer fram nú um helgina og gæti baráttan um fyrsta sætið orðið tvísýn og spennandi. Mikil endumýjun verður á framboðslist- anum því að aöeins einn af fjórum aðal- og varabæjarfulltrúum flokksins gefur kost á sér. Ellefu frambjóðendur em í kjöri og beij- ast tveir þeirra um fyrsta sætið. Gunnar Sigurösson, formaöur knattspymudeildar ÍA, þykir lík- legur til að bera sigur úr býtum þó að baráttan viö Guðmund Guðjóns- son, verktaka og formann Sjálf- stæðisfélagsins, geti orðið hörð. Gunnar Sigurösson hefur verið virkur í Knattspymufélagi ÍA og viðloðandi knattspymuna á Skag- anum í tuttugu ár. Hann er um- deildur maður í bænum en þrátt fyrir það er búist við að persónu- fylgi hans og öflugt stuðnings- mannalið fleyti honum í fyrsta sætið. Það kom nokkuö á óvart þegar Gunnar ákvað að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna því að hann hafði verið álitinn framsóknarmaður auk þess sem Framsóknarflokkurinn hafði skömmu áður boðið honum sæti á hsta framsóknarmanna. Orðsporiö nægir ekki Aðalkeppinautur Gunnars, Guð- mundur Guðjónsson, er vinsæll verktaki í bænum og vel af honum látið í störfum hans fyrir flokkinn. Ekki er þó búist við að þetta góða orðspor nægi honum í vinsælda- kosningunni um helgina þvi að sumir sjálfstæöismenn óttast að verktakafyrirtæki og forysta í bæj- armálum fari ekki saman. Þá minnast þeir sérstaklega reynsl- unnar úr Kópavogi og Hafnáríirði þar sem tveir þekktir verktakar, Gunnar L Birgisson og Jóhann G. Bergþórsson, hafa verið í foryst- unni og stundum komist í klemmu Fréttaljós Guðrún Helga Sigurðardóttir og Sigurður Sverrisson vegna hagsmunaárekstra. Búist er við að baráttan um ann- að sæti á lista sjálfstæðismanna á Akranesi verði tvísýn þó að margir spái því að Elínbjörg B. Magnús- dóttir nái kjöri í annað sætið og Pétur Ottesen komist í þriðja sæfi. Elínbjörg er meðal annars vara- þingmaður fyrir Vesturland og sit- ur í miðstjóm Alþýðusambands íslands. Pétur er hins vegar af góð- um og gegnum Skagaættum og var afl hans og alnafni á sínum tíma á þingi fyrir Vesturland. Pétur þykir frambærilegur og skeleggur strák- ur. Sigríður Guðmundsdóttir skrif- stofumaöur, Bjarki Jóhannesson framkvæmdastjóri og Jóhannes Finnur Halldórsson viðskiptafræö- ingur beijast um fimmta, sjötta og sjöunda sætiö en aðrir frambjóð- endur eru: Þórður Þ. Þórðarson bifreiðarstjóri, Guöjón Georgsson rafvirki, Gunnar Olafsson húsa- smíðameistari og Hjörtur Gunn- arsson tæknifræðingur. Málefnalega samstiga Prófkjörsbaráttan á Akranesi hefur verið róleg að undanfomu og frambjóðendumir málefnalega samstiga enda um persónukosn- ingu að ræða. í prófkjörinu á Akra- nesi gildir sú regla að frambjóöend- ur hljóti bindandi kosningu séu þeir nefndir á meira en helmingi atkvæðaseðla. Kjömefnd er þá skylt að gera tillögu um óbreytta röð til fulltrúaráðsins en fulltrúa- ráöið hefur lokaorö um uppröðun á lista þó að ekki sé líklegt að röð- inni á mönnum í efstu sætum verði breytt. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akranesi fer fram laugardaginn 29. janúar í Sjálfstæöishúsinu viö Heiðargerði og er það aðeins opið flokksmönnum og öðrum stuðn- ingsmönnum frambjóðenda. Kjör- staður verður opnaður klukkan tíu og lokað klukkan 22. Úrslit ættu að vera kunn á sunnudagsmorgun. vonast er til að fyrir þann tíma verði hægt að afstýra gjaldþroti með nauöasamningum. Guðmundur Tulinius, fram- kvæmdastjóri stöðvarinnar, sagði í gær að með uppsögnum starfsmanna væri fyrst og fremst verið að opna möguleika til róttækrar endurskipu- lagningar í fyrirtækinu vegna aölög- unar að mjög erfiðri verkefnastöðu og óvissu um verkefni næstu mán- uði. Tækist að koma í veg fyrir gjald- þrot fyrirtækisins væri fyrirhugað að endurráða hluta starfsmannanna innan næstu þriggja vikna en það færi eftir verkefnum. Hins vegar væri Ijóst að um verulega fækkun starfsmanna yrði að ræða. Sjálfstæöismenn í Njarðvík með prófkjör: Barátta um 3. og4.sætið - óttastaðbikarleikurinndragiúrkjörsókn Sjálfstæðismenn í Njarðvík streyma í Sjálfstæðishúsið á laug- ardaginn til að greiöa atkvæði í prófkjöri flokksins fyrir bæjar- stjórnarkosningamar í lok maí. Prófkjörsbaráttan hefur farið vel fram og verið róleg enda meiri- hiutastjóm sjálfstæðismanna og óháðra gengið stóráfallalaust þetta kjörtímabil. Átta frambjóðendur em 1 Kjöri, þar af ein kona, en ailir bæjarfulltrúar flokksins gefa kost á sér til endurkjörs. Búist er við aö Ingólfur Bárðar- son, rafverktaki og forseti bæjar- stjómar, haldi fyrsta sætinu og aö Jónína Sanders hjúknmarfræð- ingur nái kjöri í annað sæti hstans. Meiri óvissa ríkir um útkomuna í þriðja og fjórða sætið. Sex fram- bjóðendur sækjast eftir kjöri í þessi sæti og er baráttan mest milU bæj- arfuUtrúanna Vaiþórs S. Jónssonar yfirverkstjóra, Kristbjöms Al- bertssonar kennara og varabæjar- fuUtrúans Áma Inga Stefánssonar framkvæmdastjóra. Aðrir frambjóðendur em: Böðvar Jónsson fasteignasaU, Guðjón Óm- ar Hauksson fuUtrúi og Jakob S. Sigurðsson vélvirki. Sameiningar- og atvinnumál Prófkjöriö í Njarðvík er aðaUega persónukosning eins og í flestum öðrum bæjarfélögum í landinu en tvennt er þó ofarlega í huga sjálf- stæðismanna að þessu sinni, ann- ars vegar atvinnumálin á Suður- nesjum og hins vegar sameining sveitarfélaga. Atvinnuástandið hefur verið erf- itt í sveitarfélögunum á Suðumesj- um eins og víðar á landinu að und- anfomu og knýjandi að leita lausna á vandanum. Þá greiða íbúar í Njarðvík, Kefla- vík og Höfnum atkvæði um sam- einingu þessara þriggja sveitarfé- Fréttaljós Guðrún Helga Sigurðardóttir laga 5. febrúar. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hafa misjafnar skoðanir á sameining- unni og er erfitt aö segja hvaða áhrif það getur haft á útkomuna í prófkjörinu. Búist er við að ríflega 300 bæj- arbúar greiði atkvæði í prófkjörinu þó að líklegt sé að úrslitaleikurinn í bikarkeppni Körfuknattieikssam- bands íslands í Laugardalshöll mflli ÍBK og UMFN geti haft áhrif á kjörsóknina. Ákveðið hafði verið aö loka kjörstað klukkan 18 en tíminn var lengdur vegna eindreg- inna óska frá stuðningsmönnum Njarðvíkurliösins. Prófkjör sjálfstæðismanna fer fram í Sjálfstæðishúsinu 1 Njarðvík á laugardaginn og stendur frá 10 til 22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.