Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994
Erlend bóksjá
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Bernard Cornwell:
Rebel.
2. Dick Francis:
Driving Force.
3. Danielle Steel:
Mixed Blessings.
4. Timothy Zahn:
The Last Command. -
5. Robert James Waller:
The Bridges of Madison
County.
6. Armistead Maupin:
Maybe the Moon.
7. Robert Ludlum:
The Scorpio lllusion.
8. Catherine Cookson:
The Maltese Angel.
9. Judith Krantz:
Scruples 2.
10. Terry Pratchett:
Lords and Ladies.
Rit almenns eðlis:
1. Jung Chang:
Wild Swans.
2. Brian Keenan:
An Evil Cradling.
3. Nick Hornby:
Fever Pitch.
4. James Herriot:
Every Living Thing.
5. Stephen Fry:
Paperweight.
6. Stephen Briggs:
The Streets of
Ankh-Morpork.
7. Betty Shine:
Mind Waves.
8. Bili Watterson:
The Days Are Just Packed.
9. Gary Larson:
The Chickens Are Restless.
10. Nancy Friday:
Women On Top.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Peter Hoeg:
Froken Smillas
fornemmelse for sne.
2. Isabel Allende:
Andernes hus.
3. Jorn Riel:
Kloften.
4. Johannes Mollehave:
Kærlighed og dæmoni.
5. Hanne Vibeke Holst:
Thereses tilstand.
6. John Grisham:
Fírmaets mand.
7. Peter Hoeg:
Forestilling om det
20. árbundrede.
(Byggt á Politiken Sondag)
Undanfarna áratugi hafa bækur
um málefni kvenna verið góð sölu-
vara í Bandaríkjunum. Kvennafræði
þessi hefur einkum snúist um slæma
stöðu kvenna og leiðir og markmið í
baráttu þeirra fyrir jafnrétti og
sjálfsvirðingu.
í þessu bókaflóði hefur oft borið á
harðri gagnrýni í garð karla fyrir
margar ýmist raunverulegar eða
ímyndaðar syndir.
Að því kom að karlar fóru að snú-
ast til varnar á ritvellinum og skrifa
um eðli og sjálfsvitund karlmanna.
Þáttaskil urðu í þeim efnum árið 1990
þegar Robert Bly sendi frá sér Iron
John: A Book about Men. Hún varð
metsölubók og sýndi aö mikill mark-
aður var vestra fyrir bækur um það
sem kalla má karlafræði. Skriða fór
af stað og nú er vart þverfótað fyrir
slíkum bókmenntum.
Bókablað stórblaðsins The New
York Times tók nýverið saman yfir-
lit um þær bækur af þessu tagi sem
forvitnilegastar þykja. Þar kennir
margra grasa, enda hafa höfundamir
fátt annað sameiginlegt en að þeir
eru karlar. Hér á eftir er getið þeirra
bóka sem New York Times-menn
töldu helst athygb verðar.
Sumir höfundanna vilja að karlar
taki mark á framkominni gagnrýni
og breyti hegðan sinni og eðb. Þeirra
á meðal em prófessor við Alabama-
háskóla, Wibiam G. Doty, höfundur
Myths of Masculinity, og R. Wilbam
Betcher og William S. Pollack, sál-
fræðingar við þekkt bandarísk
sjúkrahús, en þeir rituðu saman bók-
ina ln a Time of Fallen Heroes: The
Re-Creation of Masculinity.
Endalok
karlmennsku?
John Stoltenberg, rithöfundur í
New York, gengur einna lengst í þá
átt að gera lítið úr mikilvægi karl-
mennsku í The End of Manhood: A
Book for Men of Conscience. And-
stæð sjónarmið er að finna í Boys
Will Be Men: Masculinity in Troubled
Times eftir Richard A. Hawley,
skólastjóra í Cleveland.
Svo eru þeir sem snúast af hörku
á móti gagnrýni kvenna á karla. í
þeim hópi eru David Thomas, fyrrnrn
ritstjóri Punch tímaritsins enska og
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
höfundur Not Guilty: The Case in
Defense of Men, og Warren Fcirren
sem skrifaði Myth of Male Power:
Why Men Are the Disposable Sex.
Farrell var áður stjórnarmaður í
National Organization for Women í
Bandaríkjunum en snýst nú harka-
lega til varnar körlum.
Sumir leggja áherslu á að mjúkur,
tilfinningaríkur maður leynist hið
innra með flestum körlum og hann
sé hægt að leysa úr læðingi með
réttri meðferð. Um það má t.d. lesa
í The Lover within: Acessing the Lo-
ver in the Male Psyche eftir Robert
Moore og Douglas Gillette og í Sexu-
al Peace: Beyond the Dominator Vir-
us eftir Michael Sky. Adam Jukes
leggur hins vegar áherslu á að út-
skýra neikvæða þætti í skapgerð
karla í Why Men Hate Women.
Sumir höfundar telja mikiivægt að
karlar rækti karlmennsku sína. Einn
þeirra er Michael Meade, höfundur
Men and the Water of Life: Initiation
and the Tempering of Men.
Að lokum bækur sem reyna að
meta þá breytingu sem orðið hefur í
samskiptum og verkaskiptingu kynj-
anna síðustu áratugi. No Man’s
Land: Men’s Changing Commit-
ments to Family and Work er ein
shk eftir Kathleen Gerson, prófessor
í félagsfræði í New York. Onnur er
American Manhood: Transform-
ations in Masculinity from the Revol-
ution to the Modern Era eftir E.
Anthony Rotundo sögukennara.
DV
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grisham:
The Pelican Brief.
2. Richard North Patterson:
Degree of Guilt.
3. Thomas Keneally:
Schindler's List.
4. Jude Deveraux;
The Invitation.
5. James Patterson:
Along Came a Spider.
6. John Grisham:
A Time to Kill.
7. Danielie Steel:
Míxed Blessings.
8. Stephen King:
Dolores Claiborne.
9. Dean Koontz:
Winter Moon.
10. Anne Rice;
Interview with the
Vampire.
11. Catherine Coulter:
The Rebei Bride.
12. John Grisham:
The Firm.
13. Amy Tan:
The Joy Luck Club.
14. William J. Coughlin:
Inthe Presenceof Enemies.
15. Kazuo Ishiguro:
The Remains of the Ðay.
Rit almenns eðlís:
1. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
2. Rush Limbaugh:
The Way Things Ought
to Be.
3. Nellie Bly:
Oprah!
4. Thomas Moore:
Care of the Soul.
5. Maya Angelou:
I Knowwhythe Caged Bird
Sings.
6. Michael Jordan:
Rare Aír.
7. Ann Rule:
Everything She ever
Wanted.
8. Peter Mayle:
A Year in Provence.
9. Benjamin Hoff:
The Te of Piglet.
10. Joan W. Anderson:
Where Angels Walk.
11. Benjamin Hoff:
The Tao of Pooh.
12. James Gleick:
Genius.
13. Gail Sheehy:
The Silent Passage.
14. Robert Fulghum:
Uh-oh.
15. Deborah Tannen:
You Just Don't Understand.
(Byggt á New York Times Book Review)
Vísindi
Leitað að
Nýr tölvustýrður skanni:
Nú geta menn séð
hugsanir í heilanum
Ný tækni gerir visindamönnum kleift að fylgjast með starfsemi heilans.
orsök há-
þrýstings
Þýskir vísindamenn á Max-
Delbrtick stofnunínni fyrir sam-
eindalæknisfræði í Berlín eru
komnir á slóð aríbera sem veldur
háum blóðþrýstingi. Viðfang
rannsókna þeirra er arfberinn
fyrir ensímið renin og tilgangur-
inn er að kanna livort arfberi
þessi sé öðruvísi hjá fólki sem
þjáist af of háum blóðþrýstingi.
Ef arfberi þeirra sem hafa of
háan blóöþrýsting er írábrugðinn
veröur með blóðprufu hægt að sjá
fyrir um hver eigi á hættu að fá
háþrýsting. Slíkt hefði aftur á
móti í för með sér að hægt yrði
að gera ráðstafanir til að koma í
veg fyrir sjúkdóminn.
Leikir lykill
að menning-
unni
„Fjölbreytni leikja endurspegla
ekki aðeins menningarlega fjöl-
breytni okkar heldur felur hún í
sér lykilinn aö skilningi okkar á
mismunandi menningarsamfé-
lögum," segir Gert Eicher, pró-
fessor viö Hamborgarháskóla,
sem er að safna saman upplýsing-
um um leiki manaskepnunnar
frá upphafi. : -
Hann segir að margir gamalla
og glataðra leikja hafi ýtt undir
forvitni, sköpunargleði og næmi
en tölvuleikir samtímans hvelji
ítins vegar til samkeppni.
Ný tegund af tölvustýrðum skanna
gerir vísindamönnum nú kleift að sjá
hvernig mannsheilinn starfar.
Vísindamenn geta virt fyrir sér
þær sýnilegu breytingar sem verða í
heilanum þegar menn tala, hugsa,
hlusta eða dreymir.
Öll heilastarfsemi gengur á súr-
efnisinnihald blóðsins og auðvelt er
aö rekja slóð blóðs sem hefur misst
súrefnið því þáð gefur frá sér veikt
segulmerki. Það eru þessi merki sem
heilaskanninn nemur og færir yfir á
filmu.
Á myndum úr skannanum má til
dæmis sjá að þaö krefst meiri starf-
semi af hálfu heilans að setja orð í
samband við það sem það táknar en
að endurtaka orðið. Fleiri svæði í
heilanum fara af stað og skanna-
myndimar sýna að hugsanatengslin
eiga upprana sinn á svæði sem er á
bak við vinstra augað, djúpt inni í
heilanum.
Bandarískir vísindamenn sjá fyrir
sér að þessi tækni muni innan
skamms gera m^ðhöndlun geðrænna
sjúkdóma árangursríkari.
Heilaskönnunin leiðir nefnilega í
ljós að sjúkhngar sem þjást af geð-
klofa eða þráhyggju hafa óeðlilega
hringrás blóðs í heilanum. Hægt er
að gera hana eðlilega á ný með þvi
að breyta efnajafnvæginu. Floga-
veikisjúklingar geta einnig glaðst yf-
ir þessari nýju skannatækni því hún
getur með leífturhraða staðsett sjúku
svæðin í heilanum.
Skannatækni þessi á uppruna sinn
í Nottingham á Englandi en hún hef-
ur verið endurbætt í New Jersey í
Bandaríkjunum.
Þessi nýja tækni hefur nú rutt sér
til rúms á fimm stöðum í Bandaríkj-
unum og þangað leita vísindamenn
í stórum stíl. Þeir telja hana vera
verulega framfór frá því sem áöur
þekktist.
Dr. Kamil Urgubil frá læknadeild
háskólans í Minnesota telur að þessi
nýja aðferð sé jafn þýðingarmikil
fyrir taugalæknisfræöina og upp-
götvun erfðalykilsins var fyrir
frumurannsóknirnar.
Kaffidrykkja
og bein-
þynning
Konum sem drekka að jafnaði
tvo kaffibolla á dag ævina út virð-
ist hættara á að missa steinefni
úr beinum sínum en slíkur missir
getur leitt til beinþynningar.
Steinefnamissinn er þó hægt að
bæta upp með því að drekka eitt
ipjólkurglas á dag.
Þetta eru niðurstöður rann-
sóknar sem vísindamenn við há-
skólann í San Diego gerðu á 890
konum á aldrinum 50 til 98 ára.
í skýrslu vísindamannanna
segir að steinefnamissir í mjöðm-
um og hrygg aukíst við aukna
kaffineyslu og að hann sé óháður
aldri, þyngd og öðrum þáttum.
Beinþynning veldur því að hein
verða brothættari en ella.
GPS aðstoðar
blinda
Þess verður ekki langt að bíða að
blindir geti nýtt sér GPS-stað-
setningarkerfið til að vita hvar
þeir eru niðurkomnir í borginni
eða bænum þar sem þeir búa.
Það var kanadískur verkfræöi-
nemi sem tengdi GPS-tækið við
tölvuna sina og sló inn staðarnöfh
á gönguferð sinni um bæinn. Blind-
ur maöur þarf svo ekki annað en
ýta á hnapp til að fá tölvuna th að
lesa upp hvar hann er staddur.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson