Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 Aukinn áhugi á íslenska þjóðbúningnum á afmælisári lýðveldisins: Mæðurvilja sauma þjóð- búninga á dætur sínar - segir Bima Kristjánsdóttir, skólastjóri Heimilisiðnaðarskólans „í dag hringir fólk á hverjum ein- asta degi til að spyrja um nám- skeiðin í þjóðbúningasaumi. Það er spurt um verðið á námskeiðun- um, efniskostnað og vinnuálag. Ástæðan fyrir þessum mikla áhuga nú er 50 ára afmæli íslenska lýð- veldsins," sagði Birna Kristjáns- dóttir, skólastjóri Heimilisiðnaðar- skólans, í samtali við DV. „Við höfum alltaf boðið upp á 1-2 námskeið í þjóðbúningasaumi á ári, en í ár verða þau líklega fjög- ur. Það er metnaður margra kvenna að sauma búninginn og jafnvel baldera. Á námskeiðunum í þjóðbúningasaumi hittast nem- endur einu sinni í viku í 10 vikur og keppast við að klára annaðhvort upphlut eða peysuföt." Yfir hundrað þúsund krónur - Velja fleiri konur upphlutinn eða peysufótin? „Ég held að flestum finnist í dag upphluturinn meiri sparibúning- ur, en í gamla daga voru það peysu- fotin sem voru notuð til spari. Efn- ið í báða búningana er á bilinu 20-25 þúsund krónur. Fyrir þær sem fá sér upphlut kostar siifrið yfir 100 þúsund krónur. Þær konur sem hafa áhuga á að fá sér þjóðbúning og hafa ekki tíma til að standa í því sjálfar að búa hann til leita til kjólameistara, en það eru tveir starfandi hjá Heimil- isiðnaðarfélaginu. Það er mjög dýrt að fá sér þjóðbúning, en þess þarf ekki nema einu sinni. Þó að konur breytist í vextinum með árunum Birna Kristjánsdóttir segir að á 50 ára afmælisári íslenska lýðveldisins sé greinilega vart aukins áhuga á íslenska þjóðbúningnum. er hægt að laga búninginn að breyttum vexti og engin ástæða til þess að fá sér nýjan.“ Stoltió spilar inn í „Ég fmn fyrir því að margar kon- ur, sem sjálfar eiga þjóðbúning, hafa áhuga á að dætur þeirra geti einnig skartað einum slíkum. Það er sömuleiðis mjög mikið um ís- lenskar konur erlendis sem vilja eignast íslenskan þjóðbúning. Is- lenskar konur erlendis eru stoltar af uppruna sínum og þeim finnst meiri nauðsyn að eiga búning en okkur hér heima.“ - Hafa ungur stúlkur einhvern áhuga á þjóðbúningnum í dag? „Já, að vísu hefur það einskorð- ast aö mestu við þjóðhátíðardag- inn, Peysufatadaginn eða ýmsa merka áfanga í lífi ungs fólks. En flestar ungar konur sýna búningn- um vaxandi áhuga efdr því sem þær ferðast meira og mæður sem eiga búning ýta undir metnað dætra sinna og hjálpa þeim jafnvel fjárhagslega til að koma sér af stað.“ Peysufötin jafn vin- sæl og upphluturinn „Þær konur sem fara á námskeið velja sér búning, flestar annað- hvort upphlut eða peysufot. í dag þykir upphlutur fínni og ef til vill þægilegri þar sem hann er léttari. Þegar kona hefur saumað sér upp- hlut, er mjög algengt að hún komi til okkar aftur og saumi sér peysu- föt.“ - Er ekki vandasamt verkefni að kenna þjóðbúningasaum? „í námskeiði eru 6 nemendur í Vilborg G. Stephensen kjólameistari vinnur við íslenskan upphlut. DV-myndir ÞÖK einum hóp. Þetta er mikil vinna, sérstaklega fyrir þæ'r sem ekki eru vanar að sauma, en þær fá mjög góða leiðsögn. Til aö kenna þjóð- búningasaum þarf fyrst að fara í gegnum þriggja ára nám í Iðnskó- lanum og verða kjólameistari. Það er mikilvægt að gera þetta rétt og ef við leggjum ekki rækt við þetta með því að vernda hefðina og leiðbeina fólki gleymist þessi siður.“ Sérhannaðar geymsluöskjur „Þjóðbúning kvenna er hægt að Það er mikil vinna að sauma islenskan þjóðbúning, hvort sem það er upphlutur eða peysuföt. eiga og nota í yfir hundrað ár ef vel er farið með hann. Fyrir austan fer nú fram mjög merkilegt fram- tak. Þar er handverkshúsið Rand- alín að framleiða öskjur til geymslu fyrir þjóðbúninginn. Konur sem eiga búninginn eru oft í vandræð- um með að geyma hann svo vel fari. Þama er komin lausn á þessu vandamáli," sagði Bima. Það má því fastlega búast við því að 17. júní í sumar veröi óvenju- margar konur sem skarti hinum skrautlega íslenska þjóðbúningi. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.