Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Síða 21
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 Sérstæð heimildamynd í Sjónvarpinu á mánudagskvöld: Hver myrti fjórða bróðurinn? Næstkomandi mánudagskvöld verður sýnd í Sjónvarpinu mjög sér- stæö, bandarísk heimildamynd. Hún heitir á frummálinu Brother’s Keep- er, eða Á ég að gæta bróður míns? Myndin fjallar um fjóra bræður, Del- bert, Bill, Lyman og Roscoe Ward, eða Ward-bræðurna, eins og ná- grannarnir hafa kallað þá. Þeir eru á aldrinum 59-71 og reka gamaldags mjólkurbú. Bræðurnir eru alir ógift- ir og hafa varla komið út fyrir landa- merki jarðar sinnar sem staðsett er í New York-fylki. Jörðin hefur verið í eigu ættarinn- ar í tvær aldir og bræðumir yrkja hana í sveita síns andlitis. Bústaður þeirra er hálfgert hreysi, tveggja her- bergja, sem þeir skipta bróðurlega á milli sín. Þeir lifa svipuðu lífi og bændur lifðu fyrir 200 árum. Tveir •bræðranna, þeir Delbert og Bill, hafa sofið í sama rúmi svo lengi sem þeir muna. Líf þeirra hefur verið fábrotið og kyrrlátt, á heimili þeirra er enginn sími, ekkert salerni innan dyra og ekkert rennandi vatn. Bandaríks nútímaþægindi þekkjast ekki á heimili Ward-bræðranna. Látbróðurins Svo gerist það einn morguninn að rúmfélagi Delberts, Bill, finnst látinn í rúmi sínu. Næsta dag er Delbert handtekinn, grunaður um morðiö á hinum 64 ára bróður sínum. Að kvöldi þess dags hefur hann játaö á sig morðið. Hann skrifar undir játn- ingu en dregur vitnisburð sinn síöar til baka og kveðst vera saklaus. Næstu tíu mánuði berst hann fyrir sakleysi sínu. Fólkið í nágrannaþorpinu trúir á sakleysi hans og telur að hann hafi verið plataður til að skrifa undir skjal sem hann gat hvorki lesið né skihð til þess að ná fram játningu. Þar kemur að upp rís öflug grasrót- arhreyfing nágranna Delberts sem vill hjálpa honum að verja sjálfan sig. Peningum er safnað með ýmiss konar samkomuhaldi og öðrum að- ferðum og stofnaður vamarsjóður Delberts. Hann er notaður til að greiða færum rannsóknarlögreglu- manni og verjanda. Gerð myndarinnar Þaö merkilega við þessa heimilda- mynd er að hún er ekki gerð eftir aö atburðurinn hefur átt sér stað, held- ur um leið og hann gerist. Um leiö og Delbert var ákærður fyrir morðið voru tökumennirnir mættir með vél- arnar. Myndin er tekin í réttarsaln- um, á heimih bræðranna, á fjáröflun- arsamkomum og öðrum stöðum þar sem þeir komu við sögu. Hún lýsir lifi þeirra eins og það gengur frá degi til dags. Síðast en ekki síst leyfir hún áhorfandanum að gægjast inn í ver- öld sem telst ekki til nútímasamfé- lags. Myndir verður á dagskrá Sjón- varpsins klukkan 22.05 á mánudags- kvöld. Einn bræðranna, Lyman Ward, á býli þeirra. Matreiðsluþáttur Sjónvarpsins: Steiktur saltfiskur með sinnepssósu Úlfar Fínnbjörnsson, matreiðslu- 1 dl hvítvín eða mysa meistari Sjónvarpsins, býður áhorf- 2 /i dl rjómi endum upp á steiktan saltfisk með salt og pipar sinnepssósu næstkomandi miðviku- dag, 2 febrúar. í milhtíðinni, nánar Steiktur saltfiskur tiltekið í dag, verður þáttur hans um matreiðslu á gufusoðnum ufsa með með sinnepssósu ávöxtum í karrísósu endursýndur. 1 kg saltfiskur Hann verður á dagskránni klukkan 2 dl hvítvín eða vatn 18.40 í dag.. 1 stk. laukur Gufusoðinn ufsi með Sósa ávöxtum í karrísósu 1-2 msk. Dijon sinnep 1 kg ufsi 1 tsk. flskkraftur hvítvín eða vatn 2 dl hvítvín/mysa 2 dl rjómi Sósa pipar 1 'A dl epli 1 /i dl banani Kartöílur 1 /i dl mango 400 g Jaðars, rauðar kartöflur 1 /i dl saxaður ananas 1 dl rjómi 1 msk. kókos 1 tsk. timjan 1-2 tsk. karrí salt og pipar SMÁAUGLÝSINGASÍMINN 99-6272 DV SÍMINN E3 -talandi dæmi um þjónustu! FYRIR LANDSBYGGÐINA: Sveinn Andri Sveinn Andri Sveinsson borgarfulltrúi hefur sýnt á liðnu kjörtímabili að hann tekur starf sitt alvarlega. Hann leggur áherslu á eftirfarandi stefnumál fyrir næsta kjörtímabil: * Ráðdeild í borgarrekstri * Leiksskóli fyrir öll 2 ára börn og eldri * Reykjavík sé réttnefnd íþróttaborg * Aflvaki Reykjavíkur hf. efldur til atvinnusköpunar * Reykjavík yfirtaki löggæslu * Málefni aldraðra færð frá ríki til borgar Stuðningsmenn. 5. sæti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.