Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 41 Lögreglan telur sig ekki hafa sannanir til ad höfða mál á hendur Michael Jackson: Kynfærin ekki eins og drengurinn sagði - Elísabet Taylor segist trúa á sakleysi vinar síns þótt hann hafi borgað vitni fyrir að þegja „Þaö sem við sjáum á myndunum passar einfaldlega ekki viö lysingu drengsins,“ hafa blöö í Los Angeles eftir ónafngreindum heimildar- manni í lögreglunni. Um er að ræða myndir sem teknar voru af kynfær- um stórpopparans Michaels Jack- sons eftir aö 13 ára drengur bar á hann kynferðislega misnotkun. Eftir aö drengurinn klagaði Jack- son var hann færður til yfirheyrslu og þá myndaður hátt og lágt. Jackson lýsti myndatökunni síðar sem verstu raun sem hann hefði ratað í um dag- ana og var bæði sár og reiður þegar hann sagði frá aðförum lögreglunnar opinberlega. Nú kann svo að fara að einmitt þessar myndir verði til þess að sanna sakleysi Jacksons. Reynist það rétt að lýsing drengsins á kynfærum stórpopparans sé ekki í samræmi við það sem sjá má á myndunum hlýtur lögreglan að álykta að frásögn stráks sé ósönn. Þar með er eina forsendan fyrir opinberum málarekstri gegn Jackson úr sögunni og hann laus allra mála. Fébætur mælt- ust illa fyrir Jackson hefur þegar fallist á að greiða drengnum jafnvirði nærri 400 milljóna íslenskra króna fyrir að falla frá ákæru. Þessi gjörningur þótti benda ótvírætt til sektar Jack- sons og að hann hefði tekið þann kostinn þegar kom að réttarhöldun- um að bæta vitninu meintan skaða fremur en að láta hann lýsa samvist- um þeirra fyrir alþjóð. Jackson hélt þó eftir sem áður fram sakleysi sínu og sagði að greiðslan væri aðeins innt af hendi til að forð- ast óþarfa umtal og æsing meðal al- mennings. Hann hefði aldrei misnot- að umræddan dreng kynferðislega en vildi samt verða laus við mála- ferli. Þegar hér var komið sögu trúðu fáir á sakleysi Jacksons og ekki bætti úr skák að lögreglan sagði að útilok- að væri að færa sönnur á að faðir dregnsins hefði ætlað að nota málið til fjárkúgunar eins og lögmenn Michael Jackson eygir nú loks von eftir miklar raunir undanfarna mánuði. Allar likur eru á að fallið verði frá opinberri ákæru á hendur honum fyrir kynferðislega misnotkun á börnum. Sannanir skortir og höfuðvitnið hefur dregið sögu sina til baka eftir að hafa fengið hátt í fjögur hundruð milljónir fyrir að þegja. Simamynd Reuter Jacksons héldu fram í upphafi. Yfirvöld sögðu og aö samningur Jacksons og drengsins um bætur breytti engu um opinbera rannsókn málsins og hugsanlega ákæru reynd- ist upphafleg frásögn drengsins á rökum reist. Kynferðisleg misnotk- un á börnum varðar við lög og ekki er hægt að semja um bætur fyrir hana og láta málið þar með niður falla. Nú hefur „lekinn" frá lögreglunni í Los Angeles orðið til að rétta hlut popparans á ný. Lögreglan hefur einnig yfirheyrt þrjá drengi sem sagt var að Jackson hefði misnotað á bú- garði sínum í Santa Barbara. Dren- gimir hafa allir neitað að Jackson hafi leitað á þá þótt þeir hafi allir leikið sér oft og mikið saman á bú- garðinum. ElísabetTaylor efast ekki Jackson er heldur ekki vinalaus þrátt fyrir raunir sínar. Stoð hans og stytta er leikkonan Elísabet Tayl- or. Hún hefur nú enn og aftur lýst yfir stuðningi við sinn mann. Hún hefur staðið með Jackson gegnum þykkt og þunnt og neitað að trúa öll- um sögum um ósiðsemi. „Ást Jacksons á börnum er hrein og sönn. Ég hef ekkert fallegra séð um dagana," sagði leikkonan í gær. „Það er mér mikið gleðiefni ef þetta leiðindamál fellur niður og Jackson getur aftur snúið sér af fullum krafti að list sinni.“ Mögrum hefur þótt Taylor vaxa í áhti við staðfestu sína og trú- mennsku við vin sinn. Á sama tíma og áköfustu aðdáendur hans hafa fyllst efasemdum og jafnvel fordæmt popparann hefur Taylor haldið merki hans hátt á lofti og hvergi hvikað. Þrátt fyrir að útlitið hafi skánað í biii hjá Jackson eru raunir hans ekki úr sögunni. Lögreglan hefur ekki staðfest að grundvöllur málaferla sé brostinn. Þá hefur hann orðið fyrir alvarlegu áfalli vegna alls umtalsins um brenglað kynlíf. í þeim efnum skiptasannanirengumáli. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.