Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Page 37
LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1994
45
Sviðsljós
Guðný Svavarsdóttir bókasafnsvörður, til vinstri, afhendir Dagnýju Rögn-
valdsdóttur bókagjöf í tilefni þess að Dagný fékk 15000. bókina lánaða.
DV-mynd Ragnar Imsland
Höfn:
Stóraukn-
ing á útlán-
umbóka
Júlia Imsland, DV, Höfii;
Mikil aukning var á síðasta ári á
útlánum bóka í héraðsbókasafninu
á Höfn. Um miðjan desember var
búið að lána út 15 þúsund bækur á
árinu sem er 1543 bókum meira en
allt árið 1992. AIls eru útlánabækur
um 13 þúsund á safninu.
Héraðsskjalasafh sýslunnar er í
sama húsnæði og bókasafnið og er
aðstaða fyrir þá sem þangað leita
fróöleiks og þekkingar orðin mjög
góð.
Sögustund er fyrir börn á aldrin-
um þriggja til sex ára á fimmtudög-
um og er aðsókn mjög góð.
Yfirbókavörður er Gísli Sverrir
Ámason.
Bóndadagurínn virt-
ur að verðleikum
Pétur Kristjánsson, DV, Seyðisfirði:
Nú á bóndadeginum mátti sjá harla
óvenjulega sjón hér á Seyðisfirði, tvö
íslensk rannsóknaskip í einu við
sömu bryggju. Þar voru á ferð Árni
Friðriksson, sem hefúr undanfarið
stundað rannsóknir á magasýnum
úr þorski til að komast á snoðir um
ætisval hans, og Bjarni Sæmundsson
sem er við loðnurannsóknir. Bæði
skipinhöfðuleitaðvarsundanveðri. Rannsóknaskipin við bryggju á Seyðisfirði.
Um borð í Áma Friörikssyni var
bóndadagurinn virtur að verðleikum
og þorramatur þar á borðum; sVið,
rófur og kartöflur. Segja má að skip-
in hafi komist í öruggt skjól í tvenn-
um skilningi. Annars vegar er hér
góð höfn en hins vegar má treysta
því að hóndadagurinn sé haldinn
hátíðlegur. Enda má lesa í fslenskum
þjóðháttum Jónasar Jónassonar frá
Hrafnagih eftirfarandi um hátíða-
hald landsmanna föstudaginn fyrsta
í þorra:
„Nú á 19. öld mun þetta hátíðahald
hafa verið dáiö út allsstaðar um land
nema á Austurlandi. Þar er þessi
dagur nefndur bóndadagur.“
Það veröur líka að segjast eins og
er að áhugi heimamanna á svoköll-
uðum þorramat var greinilegur í að
minnsta kosti þeim 2 matvöruversl-
unum sem fréttaritari DV heimsótti.
Ekki létu allir sér duga veislumatinn
heima því eftir að dimma tók var
haldin skemmtun á Hótel Snæfelli
þar sem að austfirska nektardan-
smærin Ber-Lina dansaði nektar-
dans bændum til skemmtunar.
Selfoss - Pick Szeged
[þróttahúsinu Kaplakrika í dag, laugardag, kl. 16.30
Miðasala hefst kl. 13.00 í Kaplakrika
Fjölmennum á leikinn,
styðjum óútreiknanlegt
stemningslið Selfoss og
yfirgnæfum hressilega 100
ungverska stuðningsmenn
sem fylgja sínu liði!
Konur: Sigurður Sveinsson
mun hlaupa hring um gólfið fyrir leik!
Stofnfundur stuðningsmannaklúbbs Selfoss á höfuðborgarsvæðinu
verður í Gaflinum kl. 14.00 í dag. Heiðursgestur: Guðni Ágústsson.