Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1994, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1994 45 Sviðsljós Guðný Svavarsdóttir bókasafnsvörður, til vinstri, afhendir Dagnýju Rögn- valdsdóttur bókagjöf í tilefni þess að Dagný fékk 15000. bókina lánaða. DV-mynd Ragnar Imsland Höfn: Stóraukn- ing á útlán- umbóka Júlia Imsland, DV, Höfii; Mikil aukning var á síðasta ári á útlánum bóka í héraðsbókasafninu á Höfn. Um miðjan desember var búið að lána út 15 þúsund bækur á árinu sem er 1543 bókum meira en allt árið 1992. AIls eru útlánabækur um 13 þúsund á safninu. Héraðsskjalasafh sýslunnar er í sama húsnæði og bókasafnið og er aðstaða fyrir þá sem þangað leita fróöleiks og þekkingar orðin mjög góð. Sögustund er fyrir börn á aldrin- um þriggja til sex ára á fimmtudög- um og er aðsókn mjög góð. Yfirbókavörður er Gísli Sverrir Ámason. Bóndadagurínn virt- ur að verðleikum Pétur Kristjánsson, DV, Seyðisfirði: Nú á bóndadeginum mátti sjá harla óvenjulega sjón hér á Seyðisfirði, tvö íslensk rannsóknaskip í einu við sömu bryggju. Þar voru á ferð Árni Friðriksson, sem hefúr undanfarið stundað rannsóknir á magasýnum úr þorski til að komast á snoðir um ætisval hans, og Bjarni Sæmundsson sem er við loðnurannsóknir. Bæði skipinhöfðuleitaðvarsundanveðri. Rannsóknaskipin við bryggju á Seyðisfirði. Um borð í Áma Friörikssyni var bóndadagurinn virtur að verðleikum og þorramatur þar á borðum; sVið, rófur og kartöflur. Segja má að skip- in hafi komist í öruggt skjól í tvenn- um skilningi. Annars vegar er hér góð höfn en hins vegar má treysta því að hóndadagurinn sé haldinn hátíðlegur. Enda má lesa í fslenskum þjóðháttum Jónasar Jónassonar frá Hrafnagih eftirfarandi um hátíða- hald landsmanna föstudaginn fyrsta í þorra: „Nú á 19. öld mun þetta hátíðahald hafa verið dáiö út allsstaðar um land nema á Austurlandi. Þar er þessi dagur nefndur bóndadagur.“ Það veröur líka að segjast eins og er að áhugi heimamanna á svoköll- uðum þorramat var greinilegur í að minnsta kosti þeim 2 matvöruversl- unum sem fréttaritari DV heimsótti. Ekki létu allir sér duga veislumatinn heima því eftir að dimma tók var haldin skemmtun á Hótel Snæfelli þar sem að austfirska nektardan- smærin Ber-Lina dansaði nektar- dans bændum til skemmtunar. Selfoss - Pick Szeged [þróttahúsinu Kaplakrika í dag, laugardag, kl. 16.30 Miðasala hefst kl. 13.00 í Kaplakrika Fjölmennum á leikinn, styðjum óútreiknanlegt stemningslið Selfoss og yfirgnæfum hressilega 100 ungverska stuðningsmenn sem fylgja sínu liði! Konur: Sigurður Sveinsson mun hlaupa hring um gólfið fyrir leik! Stofnfundur stuðningsmannaklúbbs Selfoss á höfuðborgarsvæðinu verður í Gaflinum kl. 14.00 í dag. Heiðursgestur: Guðni Ágústsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.