Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272812345
    6789101112
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1994, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994 7 r>v Sandkom Þorraraunir Uœþessar mundirer þorrinn blóuiö- urumalltland meðviðeigandi samkomumog hópáti. Gleðin geturi'ariöúr: böndunum og þannisihefur fariöfyrir Austfiröingi einutn sera blaðiðAustriá Egilsstöðum greinir frá. Eftir þorra- blót fór hann góðglaður út í bílinn sinn en kom skelfingu lostinn aftur inn í samkomuhúsið ogsagði að búið væri að stela úr bílnum stýrinu, mælaborðinu og bensínpedalanum. Hringt var á lögregluna en Austfirð- ingurinn fór aftur að bílnum til aö kaima verksumraerki nánar, Eftir stutta stundkom hann aftur og til- kynnti með drafandi röddu: „betta er allt í lagi, gott fólk. Ég settist víst óvart inn i aftursætið." Símafælni Simatækninni fieygirhratt . framogþeim fækkar Isiend- ingunumsem munaeftirþvi þegartæknin vartekiní notkuníbyrjun aldarinnar.í Borgfirðingi segirfrámanní einum sem komásúnstöð og bað um samband við fiarstaddan kunntngja sinn. Þegar símastúlkan var búin að ná sambandi vísaði hún manninum inn í einn símklefann. Hann kemur fljótlega út úr kleíanum ogsegír: „Þettaerektó maðurinn sem égæfiaði að tala við.“ Stúlkan baðst afsökunar á mistökunum og vísaði honum inn í næsta tóefo. Enfljótlega kentur maðurinn likaút úr þeim tóefa og segír við símastúlkuna: „Það er nú bara enginn í þessum klefa.“ Tala þú Áframmeð íjarskiptamálin ennokkrunær okkartímum. ; Farsirnar eru óöumaðtnka viðhiutverki talstöðvarinn- arþóttlum;; : hverfiseint af sjónarsviðinu. Eitt sinn var tollvörðurá ferðíbílsínum þegar kall kom frá Tollstöðmm um að svara undir eíns í talstöðbia. Toli- vörðurinn reyndi að svara en í ljós kom aö talstöðin hans var eitthvað biluð, ekkert virtist heyrast frá hon- um þótt hann heyrði köllin vel frá kollegum sínum. Svona gekk þetta um stund og var tollvörðurinn orðinn mjög órólegur við aksturinn, alltaf komu áríðandi skilaboö frá ToHstöð- inni án þess að þeim væri svarað. Loksmissti tollvörðinni þolinmæð- ina,tókítalstöðinasínaogsagði: „Ég heyri mjög vel í þér en talaöu bara þótt þú heyrir ekki í mér.“ Ádánarbeði Sagansegirat gömlummanni semláádánar- ■ beðiásjúkra- húsieinu. Hanr. itafði iif- : aðtímana nennaoglifaö : háit í lífsins . iystisemdum. Þettahaiöitek- iðsinntollog núvarkomið aðþvíaöskilja viö þennan heím. Gamla manninum var Ula við heimsóknir en þó var kona ein honum tengd sem heimsótti hann reglulega og bað fyrír honum. Þetta þótti manninum óþarfi og svo fór einn daginn aö hann skipaöi starfsfólki sjúkrahússins að harö- banna allarheimsóknir tilsín. Sem fyrr kom konan og heimtaöi aö fá aö heimsækja þann gamla Rjúkrunar- kona spuröi hann hvað ætti til bragðs að taka. Þá stundi sá gamii: „Æi, segðu henni bara að ég sé dámn.“ Umsjón: Björn Jóhnnn Björnsson Fréttir Byggingariðnaðuriim á Akureyri í mjög miklum þrengingum: Fimmti hver tré- smiður án atvinnu - sjáum fram á áframhaldandi atvinnuleysi, segir formaður trésmiða Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta er mikið atvinnuleysi, fimmti hver trésmiður, eða um 40 manns af um 200, er atvinnulaus. Það er meira en við höfum séð áður og enn eigum við eftir mars og apríl sem hafa verið verstu mánuðimir," segir Guðmund- ur Ómar Guðmundsson, formaður Trésmiðafélags Akureyrar. Mjög mikið atvinnuleysi er nú meðal iðn- aðarmanna í byggingariðnaði og þaö sem framundan er virðist ekki beint uppörvandi. Nýjustu fréttir af upp- sögnum byggingariðnaðarmanna bárust fyrir síðustu helgi er 23 starfs- mönnum S.S. Byggis var sagt upp. Guðmundur segir að á árinu eigi aö hefjast vinna við tvö verk sem telja megi stór en þau hafi ekki verið boðin út ennþá. Um er að ræða við- byggingu við Fjórðungssjúkrahúsið og nýbyggingu við menntaskólann. „Ég sé fyrir mér að þessi verkefni komi til með aö vega upp á móti verk- efnum sem verið er að ljúka eins og tveimur 7 hæða fjölbýlishúsum fyrir aldraða og það sem byggt hefur verið í félagslega kerfmu. Það verður ekki byggt mikið af íbúðarhúsum á frjáls- um markaði, bygging félagslegra íbúða dregst saman og viðhald á eldri fasteignum, sem hefur verið allnokk- urt undanfarið, er að dragast saman, einfaldlega vegna tekjurýmunar hjá fólki. Við sjáum því fram á áfram- haldandi atvinnuleysi," segir Guð- mundur Ómar. Stefán Jónsson, formaður Meist- arafélags byggingamanna á Akur- eyri, tekur mjög í sama streng en segir að ástandið sé miserfitt hjá fyr- irtækjum og á milli iðngreina. Hann telur að ástandið sé erfiðara hjá litl- um fyrirtækjum og mönnum sem starfa saman tveir eða þrír eins og talsvert er um. Samkvæmt upplýsingum Sigrúnar Bjömsdóttur, forstööumanns Vinnu- miðlunarskrifstofunnar á Akureyri, er ástandið nokkuö misjafnt eftir iöngreinum. Trésmiðir eru flestir á atvinnuleysisskrá, talsvert atvinnu- leysi er meðal rafvirkja og múrara en minna hjá málurum og enginn pípulagningamaður er á atvinnu- leysisskrá. Sigrún segir að ekki sé fuílkomlega að marka atvinnuleysis- skrá iðnaðarmanna því þeir sem vinni sjálfstætt láti t.d. ekki skrá sig þar sem við það að þiggja atvinnu- leysisbætur fórni þeir þeim réttind- um sínum að geta unnið sjálfstætt næsta árið. Tilraunaverkefni á vegum Héraösskóga: Brugga birkivín - leita nýrra afuröa úr skógi Friðjón Jóhannsson hugar að kútunum meö birkivínslöguninni. DV-mynd Sigrún STEF vill gjald frá hárskerum Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, telur að tón- listarflutningur á hárgreiðslu- og rakarastofum, sólbaðsstoflim og öðr- um sambærilegum stöðum sé opin- ber flutningur í atvinnuskynL Þess vegna hefur STEF krafist gjalds af fyrrgreindum aðilum. Hárgreiðslu- meistarafélag íslands hefur leitaö eftir áliti lögfræðings á málinu. „Þetta er mjög ósanngjamt. Af því að ég sem eigandi sit ekki ein og hlusta heldur leyfi einnig viðskipta- vinum mínum að hlusta þá er ég bara orðin veitingahús," segir Lovísa Jónsdóttir, formaður Hárgreiðslu- meistarafélagsins. „Þama er verið að flytja tónlist í þvi skyni að við teljum að laða að viðskiptavini. Það telst opinber flutningur þegar tónlist er flutt í húsnæði sem almenningur á aðgang að,“ segir Eiríkur Tómasson, fram- kvæmdastjóri STEF. Hann segir það vera slóðaskap af hálfu STEF að hafa ekki innheimt af þessum stöðum áður. „Þessi gjald- skrá var sett fyrir rúmu ári. í öllum nálægum löndum er innheimt STEF-gjald af stöðum eins og þessum og hefur veriö gert í mörg ár. Ef tón- list er leikin þannig að hana megi vel heyra af viðskiptavinum þá vilj- um við fá greitt fyrir það eins og all- ir aörir í þjóðfélaginu," leggur Eirík- ur áherslu á. Aðspurður hvort tónlistarflutning- ur í símakerfum fyrirtækja sé tahnn Sigiún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: „Þetta er algert tilraunaverkefni á vegum Héraðsskóga og undir ströngu eftirhti ÁTVR að sjálfsögðu. Við emm hér með 120 lítra í fimm mismunandi lögunum en eigum til 600 lítra til frekari tilrauna eða vín- gerðar," sagði Friðjón Jóhannsson, mjólkurfræðingur á Egilsstöðum, en hann hefur umsjón með tilraun til að brugga birkivín, en tilaunin fer fram í mjólkursamlaginu. „Ef menn komast niður á þokka- lega aðferð verður fariö út í að fram- leiða alvömvin til að selja á almenn- um markaöi." Helgi Gíslason er framkvæmda- stjóri Héraðsskóga. Hann sagði að opinber,svarar hann: „Við lítum svo á að þar sé um takmarkað tilvik að ræða. Væntanlega er þetta strangt til tekið opinber flutningur. En við höf- um alltaf þegar um takmarkað tilvik er að ræða fellt niður innheimtu.“ Samkvæmt gjaldskrá STEF er ár- gjald verslana sem em 50 fermetrar að stærð eða minni 4.000 krónur. Hjá verslunum, sem em 50 til 100 fer- metrar, er árgjaldið 8.000 krónur en 10.500 ef stærðin er 100 til 200 fer- metrar. Sama gjald skal greiðast fyr- ir tónlistarflutning í heilsuræktar- stöðvum, sólbaðsstofum, hár- greiðslu- og rakarastofum, biðstofum og öðrum sambærilegum stöðum. -IBS vissulega hefði þetta verkefni verið hafiö hjá Héraðsskógum og á þeirra vegum var safnað birkisafa vorin 1992 og 1993. Söfnunin verður að fara fram að vori áður en trén laufgast. En í haust hefði landbúnaðarráð- herra skipað tvær nefndir til að at- huga um nýtingu á skógarafurðum. Önnur nefndin skoðar möguleika á efnanýtingu skógarins, þ.e. til neyslu og lyfja og á hennar vegum er nú til- raunin með birkivínið. Hin nefndin athugar um beina viðarnýthwpi aðra en timburframleiðslu. Við þá /innslu fellur til mikið af efni sem aörar þjóð- ir nýta til pappírsgerðar, en tæplega er gmndvöllur fyrir slíku hér í landi. Þá hefði komið upp hugmynd um að nota börkinn til moldarframleiðslu. Hafharfjörður: Mikiðtjóní Iðnskólanum „Það var aöaiiega leitað hér að peningum en tæki fengu yfirleitt að vera 1 friði. Það urðu hins veg- ar töluverðar skemradir því hér var vafalaust gengið um með kú- bein og þær hurðir brotnar upp sem vom læstar," segir Steinar Steinsson, skólastjóri Iðnskólans í Hafiiarflrði. Brotist var inn í skólann og stol- ið þaðan ávísanahefti frá nem- endaráði skólans og öðru lítil- legu. Hins vegar vom unnar skemmdir fyrir á annað hundrað þúsund að mati Steinars. Þjóiúrinn eða þjófarnir komust inn með því að btjóta rúðu og segir Steinar nauðsynlegt aö koma upp viövörunarkerfl í skó- lanum. Unnið er að því þessa dagana að kanna hvernig best sé að koma því upp því hæglega sé hægt að vinna mikið tión á tækja- búnaöi skólans ef menn bijótast inn með því hugarfari. Máhö er til rannsóknar hjá RLR enerennóleysL -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (02.02.1994)
https://timarit.is/issue/195202

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (02.02.1994)

Aðgerðir: