Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272812345
    6789101112
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994 17 íþróttir MaderætSar i verkfall Giinther Mader, einn snjallastl skíðamaður Austurríkis, til- kynnti í gærkvöldi að hann ætl- aði ekki að keppa í briuú í Garm- isch Partenkirchen í Þýskalandi um helgina. Þar lést landa hans, Ulrike Maier, í sviplegu slysi í brunhrautinni síðasta laugardag, og Mader telur að öryggi skíöa- manna í brautinni sé ekki nægi- lega vel tryggt. -vs Meistari í frí vegnaslyssins Kerrin Lee-Gartner frá Kanada, ólympíumeistarinn í bruni kvenna, er hætt keppni í heims- bikarnum, að minnsta kosti í bili, og farin til síns heima. Þar ætlar hún aö reyna að jafna sig eftir lát Ulriku Maier í Garmisch-Part- enkirchen á laugardaginn. „Ég er ekki í formi til að keppa og veit ekki hvemig ég verö á ólympíuleikunum í Lillehammer fyrr en ég renni mér af stað,“ sagði Lee-Gartner i gær. -VS Öldungamótí frjálsum íþróttum Öldungameistaramót íslands í frjálsum íþróttum verður haldið um næstu helgi í Baldurshaga í Laugardal. Keppnin hefst klukk- an 13.15 á laugardaginn og klukk- an 13 á sunnudaginn. Þátttökutil- kynningar berist til skrifstofu FRÍ fyrir 3. febrúar eða til Ólafs Unnsteinssonar í síma 37759. -JKS Knattspyrnukonur íAftureldingu Afturelding í Mosfellsbæ hefur stofnað meistaraflokk í kvenna- knattspymu á ný. Ágúst Már Jónsson hefur verið ráðinn þjálf- arí kvennaflokksins. Að sögn deildarinnar hafa margar stúlk- ur, sem leikiö hafa með öðrum liöum, gengið til liös við félagið. -JKS Vetrarleikarnir Alþjóða ólympíunefndinni hafa borist tíu umsóknlr um að halda vetrarólympíuleikana áriö 2002; Að sögn nefndarinnar hafa aldrei fleiri aðilar sóst eftir að halda vetrai'leikana. Staðimir, sem um er að ræða, eru Alma Ata, Graz, Jaca, Salt Lake City, Östersund, Slóvakía, Sochi í Rússlandi, Que- bec og Tarvisio á Ítalíu. -JKS Þórsarar í úrslitin Þór frá Akureyri tryggði sér i gærkvöldi sæti í fjögurra liða úrslitum 1. deildar karla i körfu- knattieik með sigri á Hetti á Eg- ilsstöðum, 53-75. Breiðablik fylg- ir Þór sennilega úr A-riðli og í B-riðli stendur ÍR vel að vígi en Höttur og Loiknir bítast um ann- að sætið. -VS í kvöld 1. deild karla í handbolta: Selfoss-KA...............20.00 1. deild kvenna í handbolta: FH-Stjarnan 18.00 Haukar - Grótta 18.30 KR - Víkingur 19.15 ÍBV-Ármann 20.00 Shaquilie O’Neal. Patrick Ewing. Hakeem Olajuwon. David Robinson. „Turnarnir" fjórir eru að taka völdin í NBA - Shaq, Ewing, Olajuwon og Robinson hafa blómstraö í vetur Miðherjar í NBA-deildinni, sem undantekningarlaust em stærstu leikmenn liðanna, hafa aldrei verið jafnmikið í sviðsljósinu í deildinni og einmitt í vetur. Er nú svo komið að í fyrsta skipti í 18 ár er miðherji stigahæsti leikmaður deildarinnar. Slíkt gerðist síðast fyrir 18 árum þeg- ar Bob McAdoo var miöherji hjá Buffalo Braves. í vetur hafa „turnarnir" íjórir farið á kostum og sýnt allar sínar bestu hhðar. Sem stendur er Shaquille O’Neal í Orlando með 28,8 stig að meðaltali í leik, David Robinson, SA Spurs, með 27,6 stig, Hakeem Olajuwon, Houston, með 27,2 stig og Patrick Ewing, NY Knicks, með 25,1 stig að meðaltali. Það hefur aðeins gerst þrívegis á síðustu 12 árum í NBA-deildinni að miðherji nái að fara yfir 25 stig að meðaltali í leik yfir heilt keppnistímabil. Olajuwon var með 26,1 stig í fyrra og Ewing var með 28,6 stig árið 1990 og 26,6 stig árið 1991. Tölur úr NBA-deildinni sýna að varnarleikur liðanna á yfirstandandi keppnistímabili hefur ekki verið betri frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp. Á síðasta tímabili tóku lið að meðaltali 86 skot í hverjum leik og skoruðu að meðaltali 103,5 stig í leik. Þetta gerir 47,3% hittni. Á þessu leiktímabili hafa liðin tekið 81 skot að meðaltali í leik og skorað 100,3 stig aö meöaltali. Hittnin er 46,2%. Hér eiga „turnarnir" fjórir án efa hlut að máli enda alhr frábærir varnarmenn. Fjórmenningamir eiga það eitt sameiginlegt að vera yfirburðamenn í sínum liðum. Leikstíll þeirra er mjög ólíkur. Shaquille O’Neal skorar mest með troðslum og mikið eftir að hafa tekið sóknarfráköst. Hann er mjög slakur á vítalínunni. David Robinson er góð vítaskytta og mjög góður skotmaður. Alojuwon reynir oftast langskot af íjórmenningunum og fer sjaldnast á vítalínuna. Ewing er mjög sterkur skotmaður af stuttu færi og einnig góður í sveifluskotum. Eitt er það sem þeir Ewing, Robin- son og Olajuwon hafa fram yfir Shaquille O’Neal; þremenningarnir hafa með sér í liði mjög sterkan kant- mann eða framherja (power forw- ard). Robinson nýtur góös af Dennis Rodman, Olajuwon hefur Otis Thorpe sér við hhð og félagi Ewings undir körfunni er Charles Oakley. Árangurinn hjá Shaquille O’Neal er enn glæsilegri fyrir bragöið. -SK/-SV Grindavík sterkari - og vann Tindastól nyrðra, 70-89 ÞórhaDui Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Grindvíkingar gerðu góöa ferð til Sauðárkróks í gærkvöldi og unnu þar mjög sannfærandi sigur á heima- mönnum í Tindastóli, 70-89, í úrvals- deildinni í körfuknattleik, eftir að hafa haft yfir í hálfleik, 39-41. Gestirnir byrjuðu betur en Tinda- stólsmenn náðu sér síðan á strik. Leikurinn var mjög jafn fram á fyrstu mínútur síðari hálfleiks aö Grindvíkingar tóku góðan sprett og komust 12 stig yfir með tveimur þriggja stiga körfum frá Casey og Hirti og troöslu frá Guðmundi Braga. Páll Kolbeinsson hélt Tindastóli inni í leiknum með tveimur þriggja stiga körfum í röö en það var síðan upp úr miöjum seinni hálfleiknum sem leiðir skildi og sigur Grindvíkinga var öruggur-í lokin. Nökkvi Már Jónsson og Pétur Guð- mundsson áttu stjörnuleik í Grinda- víkurliðinu og Guðmundur Braga- son og Casey voru drjúgir. Hjá Tindastóh voru Páll og Róbert góðir og þeir Lárus og Ingvar komust ágætlega frá leiknum. í heild sýndi Tindastólsliðð ágætan leik, baráttan var góð og ef hðið hefði ekki sýnt slakari leiki en þennan í vetur væri þaö statt annars staðar í deildinni í dag. Grindvíkingar voru samt ein- faldlega betri og áttu sigurinn skil- inn. Tindastóll (39) 70 Grindavík (41) 89 0-4, 4-12, 6-15, 19-19, 28-29, 36-36, (39-41), 41-46, 44-54, 50-56, 56-61, 60-70, 64-76, 70-89. Stig Tindastóls: Páll Kolbeins- son 16, Robert Buntic 16, Lárus D. Pálsson 15, Ingvar Ormarsson 12, Hinrik Gunnarsson 7, Sigur- vin Pálsson 2, Ómar Sigmarsson 2. Stig Grindavíkur: Nökkvi Már Jónsson 22, Wayne Casey 19, Pét- ur Guðmundsson 17, Guðmundur Bragason 14, Hjörtur Harðarson 9, Marel Guðlaugsson 5, Ingi K. Ingólfsson 2, Bergur Eðvarðsson 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Árni Freyr Sigurlaugsson. Slakir og dómgæsla þeirra setti slæman svip á góðan leik. Áhorfendur: 300. Maður leiksins: Nökkvi Már Jónsson, Grindavík. Valur (42) 101 Keflavik (50) 107 0-2, 9-12, 22-20, 32-32, 39-43, (42-50), 60-67, 74-74,88-93,92-101, 101-107. Stig Vals: Franc Booker 29, Bragi Magnússon 20, Ragnar Þór Jónsson 20, Brynjar Karl Sig- urðsson 19, Gunnar Zoöga 4, Guðni Hafsteinsson 4, Bergur Þór Emilsson 3, Bjarki Guðmundsson 2. Stig Keflavíkur: Raymond Fost- er 27, Sigurður Ingimundarson 22, Albert Óskarsson 16, Guðjón Skúlason 14, Kristinn Friðriks- son 14, Jón Kr. Gíslason 8, Brynj- ar Harðarson 4, Böðvar Kristins- son 2. Þriggja stiga körfur: Valur 11, ÍBK 4. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Héðinn Gunnarsson. Ágætir. Áhorfendur: Um 150. Maður leiksins: Sigurður Ingi- mundarson, ÍBK. Stjörnuleikurinn 12. febrúar Árlegur stjörnuleikur í körfuknattleik, á vegum KKÍ og Samtaka íþróttafréttamanna, fer fram í Austurbergi laugardaginn 12. febrúar þar sem úrvalslið A- og B-riöils úrvalsdeildarinnar mætast. Lesendum gefst kostur á að velja menn í liöið; fimm úr hvorum riöli. A-nðiil: IBK, Snæfell, Skallagrímur, lA, Valur. B-ríðiil: Njarðvík, Grindavík, Haukar, KR, Tindastóll. Bakvörður Bakvörður Framherji. Framherji. Miðherji . SEÐILUNN SENDIST TIL KKÍ, LAUGARDAL, 104 REYKJAVlK Bjarki til ÍA Skagamaðurinn Bjarki Pétursson hefur ákveðið að ganga til hðs við ís- landsmeistara ÍA í knattspymu á nýj- an leik eftir að hafa leikið undanfarin þijú ár með KR og Tindastóli. Bjarki er 22 ára gamall og lék sinn fyrsta leik með Skagamönnum í 1. deild árið 1988, þá 17 ára að aldri. Hann var með þeim næstu tvö ár, lék alls 30 leiki í 1. deild og skoraði 5 mörk. Árið 1991 lék Bjarki með KR, spilaði 16 leiki í 1. deild og skoraði eitt mark. Hann lék með Tindastóli í 3. deild 1992 og varð markakóngur deildarinnar með 17 mörk. Hann hóf síðasta tímabil með Tindastóh í 2. deild en hætti eftir aðeins 4 leiki, fór til KR og lék þar 11 leiki í 1. deild og skoraði í þeim 3 mörk. Bjarki á að baki þijá unglingalands- leiki og einn leik með 21-árs landshð- inu. -SSv/VS Raymond Foster var stigahæstur Keflvikinga í gærkvöldi en lék ekki eins vel og í bikarúrslitunum og lenti í villuvandræðum. DV-mynd GS „Bikartimburmenn“ hjá Kef Ivíkingum - sem unnu þó sigur gegn Val, 101-107 „Einhverra hluta vegna náum við ekki upp stemmningu á heimavelli Valsmanna. Ég var smeykur fyrir þennan leik enda töpuðum við hér síðast. Það var slen yfir okkur eftir úrslitaleikinn í bikarkeppn- inni og þetta var versti tími fyrir okkur að leika aftur við Val. En við höfðum sigur og ég er ánægður með það,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari Keflvíkinga, eftir að ÍBK hafði unnið sigur, 101-107, á Val að Hhðar- enda í úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Þetta var níundi sigur Keflvíkinga í röð í deild- inni. Leikur Keflvíkinga var ekki mjög sann- færandi og sigurinn aldrei alveg öruggur. Þó hafði maður á tilfinningunni að Kefla- vík gæti aldrei tapað þessum leik. Leik- menn liðsins voru kæruleysið uppmálaö og áttu greinilega í miklum erfiðleikum með aö einbeita sér að verkefni kvöldsins. Það var aðeins Sigurður Ingimundarson sem gladdi augað í liði Keflvíkinga en hann átti sinn besta leik í langan tíma. Sigurður hitti mjög vel og bar af í liði ÍBK. Foster skoraði 27 stig en var langt frá því að vera sprækur. Lenti hann reyndar snemma í villuvandræðum og var ósáttur við dómgæsluna allan leikinn. Sömu sögu er að segja af Albert Óskarssyni. Þessi annars ágæti körfuboltamaður er „yflr- tuðari" liðsins og þarf að hætta eilífu röfli í dómurum. Bragi Magnússon og Gunnar Zoéga voru bestu menn hjá Val. Bragi styrkir hðið mikið og Gunnar er mjög efnilegur leik- maður sem gæti náð langt. Gunnar var sérlega sterkur í fráköstunum í gær- kvöldi. Franc Booker skoraði mikið í síð- ari hálfleik, 26 stig af 29, en nýting hans var mjög slök. Þeir Ragnar Þór Jónsson og Brynjar Karl Sigurðsson áttu einnig ágætan leik en þessir fimm leikmenri voru allt í öllu hjá Val í gærkvöldi. -SK Iþróttir Sd Wm nmmá USIf jon u ft loi ic s 1 U. ▼*** ^ .w - flngurbrotaaöi gegn Haukum Jón Kristjánsson, iandsliðsmaöur i handknattleik, fingurbrotnaði í leik V tUðUUUUUt &Vgit AáAUIVUHl l J,. UVWUGI, 4VV{/yUUHU :U OUUUUUUbóUT WVUV V& í markskoti með þessum aíleiðingum. \ «joii veroui 1 m 14. ivunifli ( uiissii ui iiggiw^a 31 preinuj. hcUolu leikjum Valsmanna, gegn Víkingi, Aftureldingu og KR. Framhaldið er enn óljóst en tjarvera lians er mikið áfall fyrir Illiðarendaliðið sem missti Jón Kristjánsson missir allavega af næstu 3 leikjum Vals. forystuna i deildinni i hendur Haukanna í umræddum leik. Bandaríski körfuboltinn 1 nótt: Knicks burstaði Boston - New Jersey sigraði Seattle í æsispennandi leik New York vann einn sinn stærsta sigur á tímabihnu þegar liðið gjör- sigraði Boston Celtics í bandaríska körfuboltanum í nótt. Patrick Ewing var sem oftar atkvæðamestur hjá Knicks með 23 stig. Pat Riley, þjálf- ari Knicks, var í sjöunda himni með leik hðsins og sagði að þetta hefði verið langbesti leikur liðsins á tíma- bihnu. Dino Radja skoraði mest fyrir Boston, alls 14 stig. New Jersey vann athyglisverðan sigur á Seattle í spennandi leik. P.J. Brown skoraði úr tveimur vítaskot- um þegar 19 sekúndur voru eftir og tryggði Nets góðan sigur. Kenny Anderson var stigahæstur með 26 stig. Shawn Kemp gerði 26 stig fyrir Seattle og Gary Payton 23. Fjörugur leikur var háður í Phoen- ix þar sem heimamenn lögðu LA Clippers. Cedric Ceballos fór á kost- um hjá Phoenix, skoraði 37 stig en Oliver Miller var mjög áberandi á lokakaflanum. Ron Harper skoraði 28 stig fyrir Clippers, þar af tíu í röð í fjórða leikhluta þegar Clippers náði tveggja stiga forystu, 104-102, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Danny Manning gerði 26 stig fyrir Clippers og tók 18 fráköst, hans mesta í vetur. Utah Jazz vann stórsigur á Hous- ton og var þetta fyrsti sigur liösins á Houston í þremur viðureignum í vet- ur. Karl Malone skoraði 29 stig fyrir Utah og John Stockton 24. Hakeem Olajowon skoraði 20 stig fyrir Hous- ton. Dale Eflis skoraði 32 stig fyrir San Antonio, met á tímabilinu, þegar Texas-hðið vann léttan sigur á LA Lakers. David Robinson skoraði 30 stig fyrir San Antonio en hjá Lakers skoraði Nick Van Exel 24 stig og Vlade Divac 18. Þetta var níundi heimasigur San Antonio í röð. Scottie Pippen skoraði 28 stig fyrir Chicago gegn Denver og þeir B.J. Armstrong og Horace Grant 19 stig hvor. Rodney Rogers skoraði 18 stig fyrir Nuggets. Miami vann Milwaukee á útivelh og skoraði Glen Rice 23 stig fyrir Miami og Steve Smith 18 stig. Blue Edwards skoraði 18 stig fyrir Milw- aukee. Þetta var þriðji sigur Miami í röð. Wayman Tisdale skoraði 30 stig fyrir Sacramento í sigrinum gegn Portland og Mitch Richmond 21 stig. Clifford Robinson skoraði 30 stig fyr- ir Portland. Þetta var fyrsti sigur Sacramento gegn Portland síðan í byrjun febrúar 1991. Reggie Miller og Rik Smith skor- uðu 25 stig hvor fyrir Indiana gegn Bullets. Calbert Cheaney skoraði 22 stig fyrir Bullets. Urslit leikja í nótt: New York - Boston New Jersey - Seattle 114-79 104-103 Indiana - Washington 116-96 Milwaukee - Miami 82-88 San Antonio - L A Lakers.. 112-97 Denver - Chicago 98-118 Utah Jazz - Houston 104-88 Phoenix - LA CLippers 108-106 Sacramento - Portland 102-97 -JKS Maradona hættur hjá Newell’s Diego Maradona, fyrrum fyrir- Mði heimsmeistarahðs Argentínu í knattspyrnu, hætti í gærkvöldi hjá félagi sínu, Newell’s Old Bo- ys, í argentínsku 1. deildinni. Talsmenn félagsins sögðu að þetta væri sameiginleg niður- staða beggja aðila en argentínskir fjölmiðlar fullyrtu að Maradona hefði verið rekinn vegna lélegrar æfmgasóknar, og vegna þess að hann hvarf sporlaust í eina viku fyrir skömmu. Þeir gera því einn- ig skóna að ferli hans með landsl- iðinu sé nú endanlega lokið. Maradona hóf að leika með Newell’s Old Boys í október en hefur misst mikið úr vegna meiðsla og hefur aldrei náö sér á strik þar. Talsmenn félagsins sögðu að meiðslin hefðu haft sitt að segja en Maradona ætti líka við sálræn vandamál að stríða og þauhefðugertútslagið. -VS Þrjátíu lið í 4. deildinni Þrjátíu lið hafa tilkynnt þátttöku í 4. deildar keppninni í knattspyrnu í sumar, einu fleira en á síðasta keppn- istímabili. Sex hð eru hætt en sjö komin í staðinn. Liðunum verður skipt í fjóra riðla eftir landshlutum, tveir verða á Suð- ur- og Vesturlandi, einn á Norður- landi og einn á Austurlandi. Liðin sem hafa tilkynnt þátttöku eru eftir- tahn: Suður- og Vesturland (14): Aftur- elding (Mosfeflsbæ), Ármann (Reykjavík), Árvakur (Reykjavík), í Visadeildinni í körfuknattleik: A-riðill: Keflavík.....17 12 5 1695-1451 24 Snæfell......17 7 10 1414-1495 14 Skallagr.....16 6 10 1328-1354 12 Akranes......16 4 12 1330-1540 8 Valur........17 4 13 1476-1649 8 B-riðill: Njarövík....17 15 2 1549-1335 30 Grindavík...l7 13 4 1509-1424 26 Haukar.......16 10 6 1346-1219 20 KR..........16 8 8 1469-1437 16 Tmdastóll...l7 4 13 1233-1455 8 Emir (Selfossi), Framherjar (Vest- mannaeyjum), Grótta (Seltjamar- nesi), Hamar (Hveragerði), Leiknir (Reykjavík), Léttir (Reykjavík), Njarðvík, Smástund (Vestmannaeyj- um), Snæfell (Stykkishólmi), Víking- ur (Ólafsvík) og Ægir (Þorlákshöfn og Eyrarbakka). Norðurland (10): Geislinn (Hólma- vik), HSÞ b (S-Þingeyjarsýslu), Hvöt (Blönduósi), Kormákur (Hvamm- stanga), KS (Siglufirði), Magni (Grenivík), Neisti (Hofsósi), SM (Eyjafirði), UMF Langnesinga (Þórs- höfn) og Þrymur (Sauðárkróki). Austurland (6); Einheiji (Vopna- firði), Huginn (Seyðisfirði), KBS (Fá- skrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiö- dalsvík), KVA (Reyðarfirði og Eski- flrði), Neisti (Djúpavogi) og Sindri (Hornafirði). Ekki liggur fyrir hvemig skipt verður í riðlana, en möguleiki er á að Geislinn verði í öðmm sunnan- riðlinum og UMF Langnesinga verði í Austurlandsriðlinum. -VS Glæsileg f hma- og hópakeppni UMFA í innanhússknattspyrnu 4.-6. febrúar 1. sæti, fimm ferðir til London. 2. sæti, 5 ferðir til Akureyrar. Leikmenn úr efri deildum íslandsmótsins ekki gjaldgeng- ir. Skráning í síma 668633 milli kl. 14 og 19, síma 650774 (eftir kl. 19), fax 668389. Knattspyrnudeild UMFA Stuttar fréttir Yorath íhugar kæru Terry Yorath, fráfarandi landsliðsþjálfari Wales, íhugar að kæra knattspymusamband landsins vegna þess hvernig það stóð að uppsögn hans. Gagnrýnir ráðninguna John Toshack var ráðinn í stað Yoraths, í hálft starf en á tvöföld- um launum Yoraths, sem var í fullu starfl, og Yorath segir von- laust fyrir landshðsþjálfara að stýra líka félagsliði. Reidtil Notts Peter Reid, fyrrum leikmaður og stjóri Manchester City í ensku knattspyrnunni, gerði í gær samning við 1. deildar lið Notts County um að leika með því. ScotttilTottenham Enska knattspyrnuliðið Totten- ham keypti í gær Kevin Scott frá Newcastle fyrir 850 þúsund pund. Foxtil Newcastie Allt bendir til þess að enska knattspyrnuliðið Newcastle kaupi Ruel Fox frá Norwich fyrir 2,2 milljónir punda. Alzira gegn Bidasoa Alzira, lið Geirs Sveinssonar og Júlíusar Jónassonar, dróst gegn öðru spænsku félagi, Bidasoa, í undanúrslitum EHF-keppninnar í handknattleik. Szeged, sem sló út Selfoss í Evrópukeppni bikar- hafa, mætir Barcelona frá Spáni. Fjölgað í UEFA Knattspyrnusamband Evrópu stefnir að því að bæta fjórum lið- um í undankeppni fyrir UEFA- bikarinn næsta haust og þau eiga að koma úr Toto-getraunakeppn- inni sem leikin er á sumrin. Palacebætirvið Crystal Palace náði í gærkvöldi fjögurra stiga forystu í 1. deild ensku knattspyrnunnar með 3-2 sigri á Peterborough en Grimsby og WBA gerðu jafntefli, 2-2. Heimsmet í Moskvu Irina Privalova frá Rússlandi setti í gærkvöldi heimsmet í 50 metra hlaupi kvenna innanhúss þegar hún hljóp á 6,03 sekúndum á móti í Moskvu. Hún bætti eigið met um 2/100 úr sekúndu. RealMadridsteinlá Real Madrid steinlá á heima- velh, 0-3, fyrir Tenerife í spænsku bikarkeppninni í knatt- spymu, og samanlagt 1-5. Þrír leikmanna Real vom reknir af leikvelh. . -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (02.02.1994)
https://timarit.is/issue/195202

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (02.02.1994)

Aðgerðir: