Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272812345
    6789101112
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1994, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994 11 Menning litið og gott tímarit Nýlega bárust mér flmm síöustu hefti sér- kennilegs tímarits. Það heitir Ský og er í litlu broti, rúmur fjórðungur venjulegs pappírs- blaðs (A 4). Það fer þvi vel í vasa og þá er lesandi kominn með „ský í buxum“. Tvö hefti. komu í fyrra en þrjú árið áður. Hvert hefti er 36 slíkar síöur, svo ekki kemst mikið efni í það, endist í u.þ.b. tvær strætisvagna- ferðir. En það er bæði fjölbreytt og gott, á heildina htið. Mestmegnis ljóð, en einnig stuttir textar af öðru tagi og myndvérk. Ljóð- in eru bæði eftir nokkuð kunn skáld, en einn- ig er tímaritið vettvangur fyrir nýhða. Þar er margt athyghslegt en ekkert beinlínis slæmt. Nýliðar Af frumsömdum verkum íslenskra skálda skulum við líta á smáljóð eftir skáld sem ég hefi ekkert séð frá áður, Jón Maríno Sævars- son (10. hefti). Þetta er nýstárlegur háttur, einstaklega dýr: AÐALVÍK Aðsetur aðalsbóndans, aíburða afdrep, annars agalega afskekkt. Amma aílifar akfeita aligæs, afsíðis. Afi alkunn aflakló, aldrei aflabrestur, alkomandi amtmanns. Andi aldamótanna allsstaðar auk austan andblæs. Aldeilis aldingarður Aðalvíkin. Orðaval ræðst sem betur fer ekki eingöngu af upphafshljóði, heldur einnig af afskekkt- um stað og andblæ liöins tíma, sbr. brandar- ann í 8.-9. hnu. Jón á þarna annað ljóð, „Bárðardalur", en þar hefst hvert orð á „B“. Töluvert er um þýðingar og eru dþar bæði kynning á ókunnum skáldum og verk eftir heimsfræg, hvort tveggja þakkarvert. Þetta er úr ensku, frönsku, þýsku, rússnesku, pólsku, spænsku og fleiri máfum. Meðaf þýddra höfunda má nefna Efias Canetti, Pi- erre Reverdy, Appohinaire, Maeterhnck, Góngora, Pentti Saarikoski. Ég hefi ekkert getað borið saman við frumtexta, en þetta er jafnan vel orðað á íslensku. Tökum dæmi af einum þriggja texta eftir Canetti, í þýðingu Gunnars Harðarsonar (í 8. hefti, e.t.v. styttur hér). Þetta munu allir lesendur kannast við, einmitt vegna þess hve ýkt það er: SLEFBERINN Slefberinn heldur engu leyndu ef það getur sært tilfmningar annarra. Hann flýtir sér og nær forskoti á aðra slefbera. Stundum er það harðvítugt kapphlaup og jafnvel þótt allir Bókmenntir Örn Ólafsson byrji ekki á sama stað, fmnur hann hve hin- ir eru komnir nálægt og skýst fram úr þeim í stórum stökkum. Hann er hraðmæltur og það er leyndarmál. Enginn má komast að því að hann veit það. Hann býst við þakklæti og það felst í yfirhylmingu. „Ég segi þér það bara. Það kemur engum við nema þér.“ Slef- berinn veit hvenær staða er í hættu. Þar sem hann er svo fljótur - honum liggur mikið á - eykst hættan á leiðinni. Hann kemur og aht virðist í lagi. „Það á að reka þig.“ Fórnar- lambið fólnar. „Hvenær?" spyr það. Og, „Hvernig má það vera?“ Enginn hefur sagt mér neitt." „Það er enn leyndarmál. Þér veröur sagt það síðast. Ég varð 'að vara þig við. En ekki segja til mín.“ Síðan rekur hann í smáatriðum hve þaö væri hræðilegt ef ljóstrað yrði upp um hann og áður en fórnar- lambið hefur haft svo mikið sem tíma til aö átta sig til fulls á hættunni sem það er í, er það farið að vorkenna slefberanum, þessum besta vini sínum. Fá eru íslensk tímarit um bókmenntir, en þetta er hið þarfasta öllum sem með þeim vilja fylgjast. Vonandi að það vaxi sem fyrst, а. m k. að útgáfutíðni. SKÝ. Tímarit fyrir skáldskap. б. -10. hefti, apríl 1992-nóv. 1993. Pósthólt 7098, 127 Rvik. ___________________Sviðsljós í hringiðu helgarinnar Um helgina voru liðin 40 ár frá því að Skálatúnsheimilið tók til starfa. Haldið var upp á það með opnu húsi á laugaradag og afmælishátíð í Hlégarði á sunnudag en þar voru m.a. þau Stella Guðmundsdóttir, Jón Róbert Róbertsson, Róbert Arnfinnsson og Helgi E. Helgason. Myndlistarmennirnir Leifur Breiðfjörð og Gunnsteinn Gíslason lærðu báðir í Edinborg og voru því að sjálfsögðu ásamt eiginkonum sínum, Sigríði Jóhannsdóttur og Eddu Farestveit, í Burns supper Edinborgarfélagsins á laugardags- kvöld þar sem boðið er upp á skosk- an mat, haggis með rófustöppu og kartöflumús. Hinn árlegi Bums supper Edin- borgarfélagsins var haldinn á laug- ardagskvöld. Veislustjóri er ávallt valinn úr hópi félagsmanna og var hann að þessu sinni Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Við hhð hans sitja Kristján Árnason pró- fessor, sem stjórnaði fjöldasöng, og ræðumaður kvöldsins, Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt. Bums Supper hefur verið haldinn hátíðlegur í Skotlandi síðan á 18. öld. Á laugardag hélt Edinborgar- félagið upp á Burns Supper í 17. sinn og er það alltaf í kringum 25. janúar sem er fæðingardagur Ro- berts Bums. Matseðilinn er haggis með rófustöppu og kartöflumús og er mikil viðhöfn þegar það er borið inn í salinn. Áður en að matnum sjálfum kemur er lesið ávarp til haggis sem Vilhjálmur Alfreðsson las en hann er Skoti sem hefur verið búsettur á íslandi í 30 ár. Hann er hér ásamt Halldóri Run- ólfssyni í stjóm Edinborgarfélags- ins. Starfsmannafélag Kópavogs hélt árshátíð sína á föstudagskvöld og var aðsóknin svo góð að það þurfti að leita til Reykjavíkur eftir nægi- lega stóm húsnæði. Þær Helga Ingimundardóttir, Sigríður Ólafs- dóttir, Guðríður Benediktsdóttir, Ásta Jónsdóttir og Ingigerður Skúladóttir voru sammála um aö það hafi veriö alveg „geysúega" gaman þetta kvöld. markt topp 4Q ■■!0N:i=irnrm Islenski listinn er birtur I DV á hverjum fimmtudegi og á fimmtudagskvöldum á milli kl. 20 og 23 kynnir Jón Axel Ólafsson stööu laganna á Bylgjunni og greinir frá sög- um á bakviö athyglisveröa flytjendur og lög þeirra. Á Bylgjunni, laugardaga milli ^ kl. 16 og 19 er staöa laganna 40 svo # jjj kynnt á ný og þau endurflutt. "^V <r ^-Veu o ..... taasm GOTT ÚTVARPI TOPP 40 ÍSLENSKI USTINN er unninn I samvinnu DV, Bytgjunnar og CocæCola ð (slandi. Mikill fjðldl fðlks tekur þðtt (aö velja ÍSLENSKA USTANNI hverri viku. jfl - n Agústs Héöinssonar. framkvæmd I höndum sf Yflrumsjón og handrit eru I höndum Ágústs Héölnssonar. framkvæmd 1 höndum starfsfölks DV en tæknivinnsla fyrir útvarp er unnin af Þorsteini Ásgeirssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (02.02.1994)
https://timarit.is/issue/195202

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (02.02.1994)

Aðgerðir: