Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1994, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1994, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994 fþróttir unglinga Þorramót Glímusambands Islands: Sigra Ólaf í næstu glímu Mikil átök í flokki 13-15 ára. Ólafur H. Kristjánsson, HSÞ, fjær, glimir gegn Rúnari Gunnarssyni, HSK. Ólafur sigraði í glímunni og reyndar í þessum flokki. DV-mynd GS Sigurvegarar i hinum ýmsu flokkum. Frá vinstri: Ólafur H. Kristjánsson, HSÞ, sigurvegari i flokki 13-15 ára, Ólaf- ur Sigurðsson en hann sigraði í flokki 16-19 ára og varð stigahæsti maður mótsins, Helgi Kjartansson, HSK, sigur- vegari í flokki karla undir 80 kílóum og loks Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK, sem sigraði í karlaflokki, yfir 80 kílóum. DV-mynd Hson er við nám í Háskóla Islands og nýtur Fulbright styrks. Hartn iðk- ar glímu hjá Ármanni i fristund- um. DV-mynd Hson íslandsmótið í handbolta, 3. flokkur kvenna: KR-stúlkurnar m m mwm m ' m sigruðu i Víkmm KR-stúlkumar sigruðu í 3. umferð fjölliðamóts íslandsmótsins í hand- bolta sem fór fram í Víkinni 21. og 22. janúar. ÍR-stelpurnar einar náðu að hirða stig af KR, meö jafn- tefli, 16-16, í mjög spennandi leik. Víkingur vann aftur á mótí ÍR. Ljóst er að úrslitakeppnin keraur til með að verða afar jöfn og spenn- andi ef litiö er á úrslit leikjanna. Til að mynda var leikur KR og Vik- ings nokkuð jafn en á lokamínút- unum sigldu KR-stelpurnar fram Fram-Víkingur 9-18 úr og unnu, 11-8. FH-KR 6-22 Úrslit leikja: Lokastaðan: Víkingur-KR 8-11 l.KR 7 stíg ÍR-Fram ....19-14 2. Vikingur 6stig FH-Víkingur 5-13 3.ÍR 5 stíg KR-ÍR ....16-16 Fram 2 stig FH Ostig Víkingur-ÍR ....16-10 -Hson KR-Fram ÍR-FH Mikið á döfinni um næstu helgi Það verður mikið um aö vera í handboltanum um og fyrir næstu helgi. Coca-Cola mót Víkings i 5. flokki kvenna fer fram 4.-6. febrúar og er aö sjálfsögðu spilað í Vík- inni. Keppt er í A-, B- og C-liðum. Keppni hefst kl. 16 á fóstudag og lýkur kl. 20.30. Á laugardag byrjar keppni kl. 14 og lýkur kl. 20. A sunnudag verða siðan spilaðir úr- slitaleikir sem heflast kl. 12. Á sama tíma fer fram íslands- bankamót ÍR í-5. flokki karla. Einn- ig er spilaö. í A-, B- og C-liðum og er leikið í Seijaskóla, Austurbergi og Breiöholtsskóla. Leikir heflast á föstudag kl. 17, á laugardag kl. 17.20 og á sunnudag kl. 8 og lýkur með úrslitaleikium. Fólk er eindregið hvatt til að koma og fylgjast með þessum skemmtilega aldursflokki - þaö verður enginn svikinn af þvi. -Hson - sagöi Lárus Kjartansson sem tapaði fyrir honum í flokki 16-19 ára Þorramót Glímusambands Islands fór fram í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ sunnudaginn 23. janúar. Ólafur Sig- urðsson, HSK, sigraði í flokki 16-19 ára og hlaut 46 stig sem var hæsta stigaskor allra keppenda og var Ólaf- ur því úrskurðaður sigurvegari mótsins. Ljóst er að yngri keppendur mótsins hafa ekki slegið slöku við því glímur þeirra voru margar hverj- ar kappsmiklar og skemmtilegar. Glímuúrslit Hér fara á eftir úrslit í stiga- keppni hinna ýmsu flokka á Þorramótinu. Drengir, 13-16 ára: Ólafur H. Kristjánsson, HSÞ.25 Sveinn Júliusson, HSK.......14 RunarGunnarsson.HSK..........9 Erlendur Guðmimdss., HSK.....0 Piltar 16-19 ára: Ólafúr Sigurðsson, HSK......46 Lárus Kjartansson, HSK......34 Torfi Pálsson, HSK..........30 Ásgrímur Stefánsson, Á.......9 Kjartan Kárason, HSK........18 Finnur Eiríksson, Á..........0 Karlar, undir 80 kilóutn: Helgi Kjartansson, HSK......42 Arngeir Friðriksson, HSÞ....33 StefánBárðarson, UV.........20 Fjölnir Elvarsson, KR.......19 Kristinn Guðnason, HSK......10 John Dalton, USA.............0 Karlar, yfir 80 kílóum: Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK17 Jón Birgir Valsson, KR.......5 Orri Bjömsson, KR............0 Þorramótið er frábrugðið öðrum glímumótum á þann hátt að stig era gefin fyrir það hversu fljótir glímu- mennimir eru að fella andstæðinga sína. Hver lota er 2 mínútur og er Umsjón Halldór Halldórsson henni skipt í 10 hluta og að sjálfsögðu eru stigin flest fyrir fyrstu hlutana. í öðrum flokkum urðu úrslit þessi: í karlaflokki +80 kíló sigraði Jó- hannes Sveinbjömsson, HSK. Helgi Kjartansson, HSK, sigraði í flokki karla -80 kfló og í flokki drengja 13-15 ára vann Ólafur H. Kristjánsson. Sigra Ólaf í næstu glímu Láms Kjartansson, HSK, 15 ára, kepptí upp fyrir sig í flokki 16-19 ára og var bara nokkuð sáttur við aö hafna í 2. sæti, á eftír sigurvegara mótsins, Ólafi Sigurðssyni, HSK. En hvað sýnist Lárusi um framhaldið: „Ég mun leggja Ólaf í næstu glímu sem verður í maí,“ sagði Lárus ákveðinni röddu. Svo mörg vom þau orð. Hef æftmjög vel Ólafur Sigurðsson, HSK, sigurvegari í flokki 16-19 ára var að vonum ánægður með árangurinn: „Ég hef æft mjög vel og þá sérstak- lega eftir áramót og ég tel að mér hafi tekist aö bæta stílinn mjög - og er ég farinn að taka brögðin miklu betur en ég gerði. Mér hefur tekist að bæta mig sem alhliða glímumann. Jú, mér finnst Þorramótið góö til- breyting frá hinu hefðbundna keppn- isfyrirkomulagi. En það væri ekki gaman að glíma mikið eftír þessum reglum Þorramótsins. Glíman er mín aðalíþróttagrein en ég hef þó verið að leika mér í handbolta með menntaskólaliðinu á Laugarvatni. Mig langar svona í lokin að hnýta svolitlu við það sem hann Láras Kjartansson var að segja áðan en hann segist ætla að sigra mig strax í næstu glímu. Ég hef engar sérstak- ar áhyggjur,“ sagði Ólafur. Sveinn erfiðastur Ólafur Helgi Kristjánsson, HSÞ, sigr- aði í flokki 13-15 ára: „Ég er mjög ánægður með árangur- inn gegn þessum sterku strákum. Glíman gegn Sveini Júlíussyni, HSK, var langerfiðust. Stærsta sigur minn í glímu tel ég hiklaust vera þegar ég vann í bikarglímunni 1991, þá í flokki 12 ára. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í Þorramótinu og finnst mér mótíð þrælskemmtilegt,“ sagði Ólaf- ur Helgi. Dalton frá USA Það vakti athygli að meðal keppenda var bandarískur piltur, John Dalton frá Okiahoma, rúmlega tvítugur, sem er að pæla í Egilssögu viö Há- skóla íslands. Hann keppti í flokki -80 kíló: „Mér fannst það við hæfi að æfa glimu á íslandi meðan ég er að nema Egilssögu en ég hlaut Fulbright styrk við Brown-University í Providence, Rhode Island. Mér finnst glíman mjög áhugaverð og mun skemmti- legri en grísk-rómverska glíman sem mikið er stímduð í bandarískum skólum. Ég reiknaði ekki með neinu stígi í þessari keppni - en mig langar til að taka þátt í íslandsmótinu og verð ég að taka á honum stóra mín- um fyrir þá keppni," sagði Dalton. -Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.