Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1994, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994
Spumingin
Lest þú einhver dagblöð
eða vikublöð?
Pétur Magnússon: Já, Morgunblaðið
og DV ef ég sé það.
Tinna Karen Gunnarsdóttir: Já,
Moggann og DV.
Magnús Jón Björgvinsson: Já, DV,
Moggann, Pressuna og Eintak.
Bjarki Már Magnússon: Já, ég les
náttúrlega Moggann, DV, Pressuna
og Eintak.
María Mjöll Jónsdóttir: Já DV, Mogg-
ann, Pressuna og Eintak.
Rún Ingvarsdóttir: Ég les auðvitað
DV, Moggann, Pressuna og útlensk
blöð.
Lesendur
mm
WSr.r.T § <
Útifundur á Austurvelli gegn atvinnuleysi. - Um 1500 mættu, að meðtöldum hinum atvinnulausu.
DV-mynd BG
Til stuðnings atvinnuleysingjum:
Hvers vegna
mættu þeir ekki?
Björn Kristjánsson skrifar:
Mikið stóö til hjá verkalýðsfélög-
unum sl. fimmtudag. Það var búið
að boða til útifundar á Austurvelli,
við Alþingishúsið. Þar áttu þær þús-
undir karla og kvenna sem sagðar
eru atvinnulausar aö koma til fundar
og standa vakt á meðan verkalýðs-
foringjar héldu tölu. Síðan átti að
afhenda ríkisstjóm eða fulltrúa
hennar undirskriftir með beiðni um
úrbætur með atvinnusköpun.
Þetta gekk að mestu eftir. Nema
hvað atvinnuleysingjamir mættu lítt
eða ekki. Þama mátti sjá fólk úr
ýmsum stéttum, m.a. alþingismenn
sem ekki hafa enn misst vinnu sína
og hafa talsverð réttindi í kaupi, kjör-
um og utanlandsferðum, umfram þá
sem nú em sagðir án atvinnu.
En fundurinn hófst og hneig eins
og útifundir gera jafnan. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglu, en hún er
vön að kasta tölu á svona mannsöfn-
uð, var fundarsóknin eitthvað inn
1500 manns. Það finnst mér afar
dræm fundarsókn þegar svo mikið
er í húfi. Ég spyr einfaldlega: Hvar
vom allir atvinnuleysingjamir? Ég
trúi því ekki að svona margir at-
vinnulausir hafi hunsað fundarsókn
eftir að búið var aö skora á fólk að
mæta til fundarins.
Margir hafa efast um aö atvinnu-
leysi sé svo mikið sem sagt er, þ.e.
fólk sem sé atvinnulaust í alvöru.
Ég kaUa það ekki atvinnuleysi þótt
t.d. eiginkona skipstjóra á aflaskipi
missi vinnu sem hún hefur stundað
hálfan daginn. Ég trúi þvi ekki held-
ur að allir hinir atvinnulausu hafi
ekki viljað mæta á Austurvelli vegna
kulda eð vegna þess að það er janúar-
mánuöur (eins og Guðmundur J. gat
sér til aðspurður um fásóknina).
Hefði verið eitthvað fjölmennara að
sumri til? Ég held ekki.
Ég trúi ekki lengur þessu mikla
atvinnuleysistali. Ég held að það sé
að miklu leyti tilbúningm- verkalýðs-
forystunnar til að hafa nóg að gera
á kontórunum, við að fylla út pappíra
og tii að geta verið í sviðsljósinu. Það
hefur aUtaf verið atvinnuleysi í ein-
hverjum mæh á þessum árstíma. Það
var líka boðað atvinnuleysi sl. vor
en það kom ekki. Við skulum sjá til
næsta sumar. Verði atvinnuleysi þá
enn við lýði er óhætt að óttast at-
vinnuleysið. Fyrr ekki.
Sala vamarliðseigna:
Úrettur ríkisrekstur
örn Björnsson skrifar:
Einn traustasti máttarstólpinn í
Framsóknarflokknum í Reykjavík,
Alfreð Þorsteinsson, var að hnýta i
einkavæðingu og hlutafélög í blaði
fyrir skömmu. Framsóknarmenn
oma sér enn viö foma frægö og gaml-
ar minningar um einokun kaupfé-
laga og SlS-valdsins í verslun og
þjónustu um landiö þvert og endi-
langt og undirokun heilla samfélaga
úti á landsbyggðinni. Þeirri plágu
var alla tíð haldið frá Reykjavík og
þess vegna hafa Höllustaða-Pálar og
Pálínur í framsóknarafturhaldinu
aldrei getað unnt Reykvíkingum þess
að búa við betri kjör en aðrir lands-
menn.
Hugsjónabarátta Alfreðs varaborg-
arfuUtrúa beinir athygli aö þeim
einkahagsmunum sem hann sjálfur
er að verja, þ.e. sem forstjóri Sölu
vamarliðseigna. Þetta er fyrirtæki
sem selur gamalt dót af Keflavíkur-
flugvelh í nafni íslenska ríkisins. -
Utanríkisráðherra Framsóknar
gerði Alfreð á sínum tíma ríkisfor-
stjóra yfir þessari antikverslun.
Það er tímabært að spyrjp hvemig
í ósköpunum það megi gerast aö ís-
lenska ríkið sé enn með verslunar-
rekstur af þessu tagi á sínum vegum?
Hver sá sem kemur í aðalstöðvar
Sölu vamarhðseigna á Grensásvegi
sér að þar er sóað í húsnæði. Og baka
til er port yfirfuUt af drasli á einum
besta stað í borginni. ÆtU það skorti
nokkuð bUasölumar, fomverslan-
imar og partasölumar, sem auðveld-
lega gætu tekið við hlutverki úrelts
ríkisrekstrar? - Krafan hlýtur að
vera: Einkavæðum Alfreð.
Tökum tilboði í Sikorsky-þyrlu
Þyrla frá varnarliðinu kemur úr
björgunarleiðangri inn til lendingar
við Borgarspitalann.
DV áskllur sér rétt
til að stytta
aðsend lesendabréf.
Haraldur Sigurðsson skrifar:
Nú virðist fara að hiUa undir að
stjómvöld ákveði sig varðandi þyrlu-
kaup fyrir Landhelgisgæsluna. Ég er
einn þeirra sem hef ekki verið mjög
ákafur talsmaður þess að rjúka til
og kaupa nánast eitt stykki björgun-
arþyrlu bara vegna þrýstings sjó-
manna. Ekki heldur vegna þrýstings
þingmanna því þeir era að mínu viti
langt frá því aö vera dómbærir í
máUnu og engan veginn hægt að
treysta því að þeir gangi ekki erinda
umboðsmanna, hérlendra eða er-
lendra. - Ég tel hins vegar réttlætan-
legt að leggja í kaup á einni fulUíom-
inni þyrlu en með því skUyröi aö hún
geti orðið sem viðbót við þann þyrlu-
kost sem þegar er fyrir hjá vamariið-
inu á KeflavíkuflugveUi.
Þau era rökin fyrir þessu aö þar
er um fleiri þyrlur að ræða sömu
tegundar og viðhald og Varahlutir
geta þá nýst fyrir aUar þessar þyrl-
ur, þ.e. þyrlur vámarUðsins og hina
nýju þyrlu okkar, yrði hún af sömu
tegund. Það er nánast út í hött að
fara að kaupa nýja þyrlu sem er enn
eitt afbrigðið frá þeim þyrlum sem
Landhelgisgæslan notar í dag. Hitt
kæmi þó vel tU greina, að selja þyrlur
Gæslunnar og kaupa tvær nýjar Si-
korsky-þyrlur í stað hinna gömlu.
Þetta er þó reikningsdæmi sem yrði
að vega.
Nú hefur okkur borist tilboö um
kaup á Sikorsky þyrlu af gerðinni
S-70A, sömu tegundar og þeirra hjá
varnarliðinu. Þessu tílboði tel ég að
eigi að taka því þarna er um að ræða
þyrlu vel búna öryggistækjum. Viö-
haldsvinna gæti samnýst meö vam-
arliðinu og þyrluna mætti hugsan-
lega fá með skemmri fyrirvara en
margar aðrar sem nefndar hafa verið
tU sögunnar.
Skylduáskrift
aðRÚV
Magnús Hafsteinsson skrifar:
Ef gengiö er út frá heUbrigðri
skynsemi er ljóst að eftir að
fjölmiðlun var gefin „fijáls" hér
á landi hafa allar útvarpsstöðvar
sömu réttindi og skyldur gagn-
vart neytendum. Skylduáskrift
að Ríkisútvarpi og Sjónvarpi er
því að minu mati firra og ætti að
vera hreint formsatriði að fá
þeirri kvöö hnekkt meö dómi. - í
sambandi við leit starfsmanna
Ríkissjónvarpsins að duldum
tækjum þarf fólk aö vita að hús-
leitir era alls ekki heimUar, nema
af löggæslumönnum, og þá eftir
dómsúrskurð þar urn.
Síðasti kafbát-
lirinngódmyitd
Hulda skrifar:
Ég horfði með syni mínum 17
ára gömlum á kvikmyndina Síð-
asti kafbáturinn sem sýnd var í
Sjónvarpinu sL laugardagskvöld.
Ég er ekki vön að horfa á myndir
sem höföa að jafhaði frekar tU
karla, svo sem hasarmyndir,
stríðsmyndir eða aðrar slíkar.
Þessi mynd breytti áhti mínu
talsvert. Hún var vissulega
spennumynd en þó róleg og lýsti
vel lifi í kafbáti á stríöstímum.
Sonur minn sagði eftir myndina:
Þessi mynd var æði, hún var
miklu betri en aUar spennu- og
slagsmálamyndiraar sem nú eru
í tísku. - Ég er sammála þessu.
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Varðandi samgöngubætur við
Hvalfjörðinn tel ég að brú yfir
flörðinn yrði glæsUegt mann-
virki. Hugmyndina um göng und-
ir fiörðinn má vissulega skoða en
ég tel að þar sé rennt blint í sjóinn
varöandi of lágan áætlaðan
kostnaö. Ef fariö væri út í að
byggja brú yfir Hvalfjörð er hægt
að reikna kostnaðinn mun ná-
kvæmar en varðandi jarðgöng.
Ég trúi ekki öðra en fyrri kostur-
inn yrði hagkvæmari. Ég skora
á Verkfræðingafélag íslands að
kanna þessi mál, m.a. með tilliti
tíl þess hvort brú yrði ekki örugg-
ari en jarðgöng.
Evrópaþáog
Evrópanú
B.K. hringdi:
Ég er sammála bréfntara í Jes-
endadálki DV i dag (31. jan.) um
samlikingu Evrópu árið 1938 og
svo aftur í dag. Þama er verið að
draga upp aðstæðumar fyrir
heimsstyrjöldina seinni og svo
nú, þegar við borð liggur aö aUt
fari í bál og brand út af vígaferl-
ununum í Júgóslavíu. Mér datt í
hug þegar ég horfði á og heyrði í
ofstækismanninum rússneska,
Zhírínovskí, aö þama talaði ein-
mitt nýr „Hitler“. Svo sannfær-
andi er hann, t.d. er hann heim-
sótti Serbíu um sl. helgi. Og þar
í landi eru margir sem taka hon-
um sem frelsandi engU. Það var
Uka gert þar sem Hitler talaði um
eitt sterkt Þriðja ríki.
íslenskir sjávarhættir:
Ótraustheimild
Kristján SnæfeUs Kjartansson
skrifar:
HeimUdarraynd um íslenska
sjávarhætti, sem Landssamband
ísi. útvegsmanna og OUs létu gera
á sínum tíma með fjárstuðningi
sínum, og var sýnd í sjónvarpi
og í Háskólabíói, er með þvflíkum
rangfærslum og röngum tölum
er varða prósentuútreikning á
kjörum sjómanna að ég get ekki
látið hjá liða að gera athugasemd.
- Það er leiðinlegt til þess að vita
að heiðvirt og traust fyrirtæki á
borö við Olis sktdi vera orðað við
gerð myndarinnar.