Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272812345
    6789101112
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1994, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994 15 Byggðirnar og útgerðimar sem ekki geta nýtt sér þessa möguleika, standa ósjálfbjarga eftir. Frá þeim hefur bjargræðið verið tekið. Rétt- urinn til þess að sækja björg í bú úr greipum hafsins hefur verið skertur svo að framundan er stöðv- un og atvinnuleysi. Og þetta gerist á tíu ára afmælisári kvótakerfisins, sem átti að tryggja „skynsamlega nýtingu fiskistofnana". Er nú ekki mál að linni? Og hvaðnú? Æ fleiri sjá nú að við getiun ein- faldlega ekki afborið þessa miklu skerðingu. Stjórnvöld sem hafa ákveðið að færa þorskaflann svona langt niður hafa ekki svarað þeirri spumingu hvað gera eigi við það fólk og þær byggðir sem ekki hafa í annaö að sækja. Á Vestfjöröum er ekki síld, humri eða loðnu til að dreifa nema í litlum mæli. Rækju- iðnaðurinn hefur ekki enn jafnað sig eftir áfóll fyrri ára og áfram mætti telja. Þeir sem byggja lífsaf- komu sína á þorskveiðum, hljóta að knýja á um svör. Einar K. Guðfinnsson „Þorskveiöiheimildirbyggðarlaganna hafa nú verið skertar svo gríðarlega að þær standa ekki undir því lífsviður- væri sem íbúarnir þurfa til þess að komast af. Þetta á jafnt við um fyrir- tækin og einstaklingana.“ Reynslusaga að vestan Fyrir nokkm hitti ég smábátaeig- anda sem á sínum tíma valdi sér kvóta í góðri trú. Við fyrstu úthlut- un árið 1990 fékk hann 38 tonn af þorski sem hann mátti veiöa það fiskveiðiárið. Á núgildandi fisk- veiðiári verður hann að láta sér nægja að veiða 11 tonn; segi og skrifa ellefu tonn, innan við 30% þess sem hann fékk í sinn hlut á árinu 1990. Og nú reynir þessi út- gerðarmaður og aðrir í hans spor- um að sækja sem mest hann má á sínum litla báti út á haf yfir há- skammdegistímann, til þess áð nýta sér „línutvöfóldunina", sem gUdir frá nóvember og út febrúar. Hvers konar fiskveiðistjómunar- kerfi er þetta sem við búum við og hefur annað eins í för með sér fyr- ir þá sem innan þe§s þurfa að staifa? Aðstæður þessa manns hafa vita- skuld ekki breyst Útgerð bátsins er jafn dýr, beitan hefur ekki lækk- að í verði, eða olian og svo má áfram telja. Fasti kostnaðurinn er sá sami og framfærslukostnaður heimilis hans hefur alls ekki lækkað. Þetta er einfaldlega sá bitri raun- veruleiki sem blasir við þessum manni og mörgum í hans stöðu. Kjallaiiim Einar K. Guðfinnsson annar þingmanna Sjáifstæðis- flokksins á Vestfjörðum á ný mið. í þessu felist mikilvæg viðbót fyrir ýmsar útgerðir og þetta hressir vissulega meðaltölin í þjóð- hagsútreikningunum. Ásama báti í raun og vera er þetta líka ná- kvæmlega það sem Vestfirðingar og ýmsar verstöðvar annars staðar á landinu eiga við að búa um þess- ar mundir. Þar hefur háttað svo til frá aldaöðli að þorskurinn hefur verið ríkjandi í aflanum og mynd- aði þvi uppistöðuna í aflaheimild- um þegar farið var að úthluta kvóta árið 1984. Þorskveiðiheimildir byggðarlaganna hafa nú verið skertar svo gríðarlega að þær standa ekki undir því lífsviðurværi sem íbúamir þurfa til að komast af. Þetta á jafnt við um fyrirtækin og einstaklingana. í þessum efnum róa ailir á sama báti og raunar þjóðfélagið allt þegar upp er staðið, en það hefur byggt velferð sína á nýtingu þorskstofnsins. Ólíkar aðstæður Sumir hafa getað bætt sér þetta upp með annarri sókn. Frystiskip hafa haldið í Smuguna, öflugir tog- arar veitt úthafskarfa á Reykjanes- hrygg og nokkur rækjuveiðiskip haldið á Flæmska hattinn til rækjuveiða. Allt er þetta gott og blessað og guðsþakkarvert að unnt er að auka sjávaraflann með sókn „Byggðirnar og útgerðirnar, sem ekki geta nýtt sér þessa möguieika, standa ósjálfbjarga eftir,“ segir m.a. í grein Einars. - Séð inn til Bolungarvikur. Svo bregðast krosslré Vemdun vestursvæðis Seltjam- amess er ekkert einkamál Seltim- inga heldur hagsmunir þeirra fjöl- mörgu íbúa höfuðborgarsvæðisins sem nýta það til útivistar. Mörg dæmi em um að svæði sem fyrir nokkrum árum var talið gott bygg- ingarland er nú talið verðmætt úti- vistarsvæði. Slíkt svæði er á vest- urhluta Seltjamamess. Þar munar um hvem óbyggðan skika komandi kynslóðum til afnota. Eins og landsmenn muna var nýlega háð barátta gegn þeim áformum forystumanna Sjálfstæð- isflokksins í bæjarstjóm að byggja á svæðinu. Þrátt fyrir að meiri- hluti íbúa Seltjamarness hafnaði algerlega byggð í skoðanakönnun um máhð ákváðu forystumenn bæjarins að við Nesstofu skyldi rísa um 24 húsa byggð. Ný staða komin upp Aðalrök þeirra sem vilja byggja við Nesstofii hafa verið fjárhagsleg, en með sölu lóða undir 24 hús má ná inn um 36 milljónum í bæjarsjóð Seltjamamess. Með nýjum tekju- stofnalögum sem tóku gúdi um ára- KjáUarinn Siv Friðleifsdóttir bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi mótin renna 40 milljónir króna aukalega í bæjarsjóð árlega. Þannig fær bæjarsjóður á einu ári hærri upphæð en nemur áætl- aðri lóðasölu við Nesstofu. Með breyttum tekjustofnalögum era því hin fjárhagslegu rök fyrir íbúða- byggö við Nesstofu fallin og hægð- arleikur að sleppa lóðasölunni. í ljósi þessa hafa bæjarfulltrúar minnihlutans lagt til að hætt verði við nýbyggð við Nesstofu. Þúfnabanar eflast Yfirlýsingar vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins á Seltjamar- nesi hafa vakið upp spumingar um hvort þeir sjálfstæðismenn, sem opinberlega andæföu byggingará- formum við Nesstofu, hafi nú geng- ið til liðs við þúfnabana. í DV 22. janúar lýsir einn úr andófshópnum og þátttakandi í prófkjörinu því yfir að hann sé ekki móti byggð við Nesstofu. í DV þann 24. janúar er síðan rætt við Sigurgeir Sigurðsson bæj- arstjóra sem hefur verið mjög áfram um að byggja á svæðinu. Þar segir: Til vitnis um sáttina bendir hann á að nú vilji Jón Hákon byggja nokkur hús í kringum Nes- stofu en til þessa hefur hann verið mjög gagnrýninn á landnýtingará- form meirihlutans. „Hann er orð- inn grimmari en ég,“ segir Sigur- geir. - Nú hljóta margir að spyija sig hvað valdi slíkum sáttum aö lagst sé á sveif með bæjarstjóra í byggingaráformum gegn vilja bæj- arbúa, einmitt um það leyti sem aðalrök steypugengisins em fallin. Siv Friðleifsdóttir „Með breyttum tekjustofnalögum eru því hin fjárhagslegu rök fyrir íbúða- byggð við Nesstofu fallin og hægðar- leikur að sleppa lóðasölunni.“ Innheímta STEF-gjalda notkun „Sam- kvæmt höf- undarlögum ber aö greiöa höfundum tónlistar ef tónfistin er flutt opinber- 1 «- * heilsuræklar- stöðvum, ljós- baðstofum og slíkum stöðum. Það er mín skoðun að það sé eðlilegt að höfuiidar tónlistar fái greitt eins og aðrir í þjóðfélaginu þegar þeirra „framleiðsluvara" er á boðstólum og hún notuð. Til dæmis hefur tónlist veríð dynj- andi í ölíum þeim líkamsræktar- stöðvum sem ég hef heimsótt og ég sé ekki að starfsemi slíkra staða fái þrifist nema tóniist sé notuð. Meim geta að sjálfsögðu haft á þessu misjafnar skoðanir en þetta er mín skoðun sem styðst viö' lög. Þess má geta að í öllum ná- grannalöndum okkar er inn- heimt höfundarréttargjald til höf- undarréttarsamtakanna vegna flutnings tónlistar á þessum stöð- um. STEF innheimtir gjöld bæði fyrir innlenda og erlenda höf- unda tónlistar. Það skiptir ekki máli hvers lensk tónlistín er sem veríð er að flytja. Ég vil taka það fram að STEF vill hafa sem besta samvinnu við þá aðila sem em að greiða fyrir flutning tónlistar og viö væntum þess að eigendur heilsuræktarstöðva sem annarra slíkra staða skilji að það beri að greiða fyrir tónlist eins og annað efni sem þar er á boðstólum." Of langt 9® „Mér þykir það mjög for- kastanlegt að STEF skuli innheimta gjöld af hár- greiðslustof- um fyrir það ........ að hafa út- Lovísa Jónsdóttir, varp inni á formaður Hár- stofunum hjá 9re>óslumeistarfé- sér. Viöborg- lagsísiands. um þegar gjald til Rikisútvarps- ins fyrir að fá aö hafa útvarps- tæki á svæðinu. Það er fyrir neð- an allar hellur að telja okkur sem veitingastað eða opinbert sara- komuhús fyrir að leyfa viðskipta- vinum að hlusta á ef til vill eitt lag meðan þeir stoppa. Sem for- maður Hárgreiðslumeistarafé- lagsins er ég ekki tilhúin að sætta mig við það að mínir félagsmenn þurfi að greiöa þetta gjald nema i ýtrustu neyð. Þvi hef ég snúiö mér til lögfræðings til að láta at- huga okkar rétt varöandi þetta mál. Ég veit að menntamálaráðu- neytið hefur staðfest gjaldskrá STEF ogégskilaðþeirsem semja lög og texta vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. En mér finnst þetta of langt gengið og það er spurning hvort við slökkvum ekki á tækj- unum. Gjaldtaka í þessu landi og rukk- un fyrir allt er orðin harla ómerkileg, Maður snýr sér ekki orðið við nema að þurfa að borga fyrirþað." -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (02.02.1994)
https://timarit.is/issue/195202

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (02.02.1994)

Aðgerðir: