Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Síða 2
2
LAUGARDAGUR 5. MARS 1994
Fréttir__________________________________________________
Frakkar slaka á iimflutmngshindrimum á ferskum fiski:
Markaðir í uppnámi
og verð aldrei lægra
- segir Elísabet Óskarsdóttir í Bolougne
Frakkar eru verulega famir að
slaka á innflutningshindrunum á
ferskum fiski. Innflutningur freö-
fisks og saltfisks er áfram háður
ströngum skilyrðum.
Elísabet Óskarsdóttir starfar hjá
Unipesche í Boulogne sem er stærsta
franska fyrirtækið sem flytur inn
íslenskan fisk. Elísabet sagðist í sam-
tali við DV sjá greinileg merki þess
að Frakkar væru búnir að slaka mjög
mikið á kröfum um heilbrigðiseftirlit
með ferskum fiski.
Tilslakanir Frakka lýsa sér t.d. í
því að pappírsskjöl, gerð í Bretlandi,
eru samþykkt á ensku en áður urðu
þau að vera á frönsku. Ekki þarf að
merkja hvem ferskfiskkassa fyrir sig
sem hefur, að sögn Elísabetar, verið
nær óframkvæmanlegt. Þá er ekki
lengur 48 klukkustunda bið eftir
ferskum fiski á meðan hann er í
sýnatöku.
Elísabet sagði að fyrst hefði borið
á tilslökunum Frakka sl. miðvikudag
og ekki væri vafi á að þrýstingur
bandarískra og íslenskra stjómvalda
m.a. heföi haft áhrif.
Það er álit Elísabetar að aðgerðir
Frakka hafi ekki skilað tilætluðum
árangri. Þær hafi bitnað á innan-
landsmarkaði, Bretlandsmarkaði og
sömuleiðis Þýskalandsmarkaði.
„Allir markaðir eru í uppnámi og
fiskverð í Frakklandi og annars stað-
ar hefur aldrei verið lægra. Markaðs-
lögmáhn fengu að ráða en Frakkar
gleymdu að gera ráð fyrir því að fisk-
ur frá löndum utan Evrópusam-
bandsins er bara unninn annars
staöar og kemur til Frakklands sem
flakaður Evrópusambandsfiskur.
Frakkland er vaðandi í ódýrum flök-
um frá Bretlandi. Þetta er slíkt vand-
ræðamál fyrir Frakka að þaö tekur
engu tali,“ sagði Elísabet.
Fljótfærni og vanþekking
Elísabet tók undir með Birgi Jó-
hannssyni hjá Nord Mome að
franskir eftirlitsmenn væru orðnir
hundleiðir á ástandinu og sömu sögu
væri að segja um franska fiskkaup-
endur. „Með innflutningshindrun-
um vom stjórnvöld fyrst og fremst
að friða sjómennina, án þess að gera
sér grein fyrir afleiðingimum. Þetta
er fljótfæmisákvörðun, tekin í al-
görri vanþekkingu á því hvemig
þessi markaður hagar sér,“ sagði
Elísabet.
Unipesche ætlar að halda áfram að
láta tollafgreiða ferskfiskinn utan
Frakklands eftir helgina en síðan á
Elísabet von á „eðlilegu" ástandi.
„Eðlilegt" ástand er að fyrirtækið
flytji inn um 200 tonn af íslenskum
ferskfiskiáviku. -bjb
Smygl í leiguskipi:
Um 400 lítrar
af vodka og
35 þúsund
sígarettur
- fundustíklefaskipverja
Fimm skipveijar á Úranusi, leigu-
skipi Samskipa, viðurkenndu við yf-
irheyrslur rannsóknardeildar Toll-
gæslunnar að hafa ætlað að smygla
tæplega 400 lítrum af 75 prósenta
vodka, kampavíni, koníaki og viskn.
Að auki viöurkenndu þeir smygl á
35 þúsund sígarettum.
Skipið kom til landsins aðfaranótt
fimmtudags úr millilandasiglingu.
Það vom svo tollverðir skipavaktar
Tobgæslunnar í Reykjavík sem
fundu smygbð í gærmorgun í klefa
eins skipverjanna en skipverjarnir
höfðu flutt það úr gámi á þilfari
skipsins í klefann eftir að skipið hafði
verið tollskoðað.
11 manns em í áhöfn skipsins, þar
af fimm íslendingar, og viðurkenndu
þeir alUr að hafa ætlað að flylja
smygUðtillandsins. -pp
358 umsóknir
Ágúst Einarsson, tormaður banka-
ráðs Seðlabankans, var heldur kátur
siödegis i gær þegar hann hafði
fengið f hendur bunka með 358
umsóknum um stöður seðlabanka-
stjóra en umsóknarfresturinn rann
út í gær. Af þessum 358 eru 327
umsóknir frá nemendum í MH og
31 umsókn frá öðrum. Bankaráös-
menn hittast á mánudag til að fara
yfir umsóknirnar. -GHS/OV-mynd BG
t'KI Sii WídlJI MlR
títtrií.cíí:**:. iih
t«í>t lki:y S.í.
:
Tollvörður stendur hér viö stæðurnar af vodka- og sigarettukössunum.
DV-mynd Sveinn
Aðstoðin við Vestfirðinga:
Ijóst að aðrir þurfa
ámóta aðgerðir
- segir Sturla Böðvarsson, þingmaður Vesturlands
„Ég geri út af fyrir sig ekki at-
hugasemdir við tfllögur um aðgerð-
ir til aðstoðar Vestfjörðum enda
þótt þær tiUögur um aðgerðir séu
öðruvísi en veriö hefur. Það er hins
vegar alveg ljóst að staðan á Vest-
urlandi er mjög ámóta og á Vest-
fjörðum vegna þorskbrests. Ég lít
því svo á að varðandi Vestfirði sé
í fyrsta kastinu veriö að bregðast
við mjög mikiUi hættu á fólksflótta
af svæðinu. Þess vegna sé þama
tekið til hendinni fyrst. Á því leikur
hins vegar enginn vafi aö við verð-
um að standa fyrir ámóta aðgerð-
um á tilteknum stöðum annars
staöar á landinu, þar á meðal á
Vesturlandi," sagði Sturla Böð-
varsson, fyrsti þingmaöur Vestur-
landskjördæmis.
Guðjón Guðmundsson, hinn
þingmaöur Sjálfstæðisflokksins á
Vesturlandi, sagði i DV í gær að
hann og aðrir þingmenn kjördæm-
isins myndu krefjast þess að sjáv-
arútvegsfyrirtæki á Vesturlandi,
sem eiga í erfiöleikum vegna kvóta-
leysis, eins og vestfirsk fyrirtæki,
fái aðstoð.
HrafnkeU A. Jónsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Árvakurs á
Eskifiröi, sagði að sér þætti tvennt
um það sem til stendur að gera á
Vestfjörðum. í fyrsta lagi sagðist
hann skilja ótta Vestfiröinga við
atvinnuleysi. Líta mætti á þessar
sértæku aðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar til þess að spoma við vaxandi
atvinnuleysi þar. En hvað þá með
staði eins og til dæmis Austfirði þar
sem atvinnuleysi upp á 5 til 15 pró-
sent er staöbundið? Hvers eiga þeir
aö gjalda?
„Hins vegar sé ég ekki að það sé
nein lausn á vandanum að auka
skuldir ríkissjóös upp á hundmð
milljóna króna til aö aðstoða Vest-
firðinga tímabundið. Menn verða
einfaldlega að draga úr vinnu og
veiða þann kvóta sem til er þannig
að einhver atvinna sé aUt árið en
klára ekki allan kvótann í byrjun
veiðiársins," sagði HrafnkeU A.
Jónsson. -S.dór
Framkvæmdastjóm Evrópu-
sambandsins íhugar refsiaðgerð-
ir gegn Frökkum vegna innflutn-
ingshindrana þenra á fiski frá
þjóðum utan sambandsins, þ. á
m. íslandi í ffétt norsku frétta-
stofunnar kemur fram að fram-
kvæmdastjómin segist skilja
mótmæU íslendinga, Bandaríkja-
manna, Norðmanna og Kanada-
manna og íhugi rannsókn.
Framkvæmdastjórnin gæti
gripið til þess ráðs að halda eftir
greiöslum til Frakka sem gæti
numiö því tapi sem flskútflytj-
endur hafa orðið fyrir. Það yrðu
hundrað milljóna króna því ís-
lendingar einir hafa misst við-
skipti upp á um 209-300 miUjónir
króna. -bjb
Ráðstefna ungliða:
Afhverjuerenn
veriðaðræða
usnjafnréfti?
Ungliðahreyfingar allra stjórn-
málaflokka og menntaskólanem-
ar halda ráðstefnu um jafnrétti
kynjanna á morgun.
Ráðstefnan verður í Ráðhúsi
Reykjavöan- og þar verður velt
upp spurningum eins og: Er hægt
að tala um lýðræði þar sem ekki
er jafnrétti? Er komin ný tíð í
jafnréttisuraræðunni? og af
hverju er enn verið að ræða um
jafhrétti?
Fyrirlesarar verða sex og eftir
þeirra framsögu verða paUborðs-
umræöur. Ráöstefnan hefst kl.
13.30 og lýkur um kl. 18.
Stuttar fréttir
Þorsteinnvillkaupa
Á sýningu björgunarsveitar-
manna ítrekaði Þorsteinn Páls-
son þann vilja sinn að kaupa
björgunarþyrlu.
EB-aðild könnuð
Rikisstjómin ákvað i gær að
láta kanna kosti og gaUa þess að
ganga í Evrópusambandið, áður
Evrópubandalagið.
Kanadatogarar á leiðinni
Tveir Kanadatogarar, sem
Hraðfrystihúsið á Þórshöfn og
Tangi á Vopnafirði keyptu, koma
til Vöpnafjarðar í dag.
Eiturgámuráreki
Eiturefnagámur, sem banda-
rískt skip missti í óveðri fyrr í
vetur, fannst á reki skammt aust-
ur af landinu síðdegis í gær.
6 milljónir í menninguna
Af 60 milljóna króna framlagi
til menningarmála á Norðurlönd-
um fá íslendingar 6 milljónir frá
Norræna menningarsjóðnum.
Hagstæðvöruskipti
Vöruskipti við útlönd í janúar-
mánuði sl. voru hagstæð um
rúma 2 milljaröa króna.
Aukin noiræn fjárlög
Halldór Ásgrímsson leggur til á
þingi Norðurlandaráðs aö nor-
rænu fjárlögin verði aukin úr 7 í
7,4 miUjarða króna.
Þjóðgarðsvörður ráðinn
Náttúruverndarráð hefur ráðið
Sigþrúöi SteUu Jóhannsdóttur
liffræðing i stöðu þjóðgarðsvarð-
aríJökulsárgljúfram. -bjb