Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Síða 3
LAUGARDAGUR 5. MARS 1994
3
Fréttir
Hæstiréttur dæmir mann fyrir umboðssvik:
12 mánaða
fangelsi fyrir
milKónasvik
- 9mánuðirskilorðsbundnirtilþriggjaára
Hæstiréttur dæmdi í gær 46 ára
karlmann í 12 mánaöa fangelsi fyrir'
umboðssvik. Þar skulu af 9 mánuðir
vera skilorðsbundnir og þeir falla
niður að 3 árum liönum. Maðurinn
hafði áður verið dæmdur í 5 mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir héraðs-
dómi en eiginkona hans sýknuð.
Það var í febrúarmánuði sem hjón-
in voru ákærð fyrir að hafa misnotað
aðstööu sína sem handhafar víxil-
eyðublaðs. Maðurinn haíði fengið
það í hendur frá fyrrum starfsfélaga
sínum með áritun hans sem útgef-
anda og framseljanda. Þeir höfðu
rekið saman fyrirtæki sem varð
gjaldþrota.
Maðurinn viðurkenndi að hafa í
ársbyijun 1991 sett á víxilinn, án
samráðs við útgefanda og framselj-
anda, dagsetningu og 12 milljón
króna upphæð. Hélt hann þvi fram
að fjárhæðin væri byggð á samantekt
löggilts endurskoðanda á gögnum frá
sér um skuld samstarfsaðila síns.
Þetta féllst rétturinn ekki á og taldi
að manninum hefði verið með öllu
óheimil sú meðferð víxileyðublaðs-
ins sem hann viðhafði.
„Með útfyllingu víxilsins og síöari
hagnýtingu hans ... misnotaði
ákærði gróflega aðstöðu sína og ber
að staðfesta þá niðurstöðu héraðs-
dómara að atferli þetta varði við 249.
gr. almennra hegningarlaga," segir í
dómnum.
Með tilliti til þeirra afdrifaríku af-
leiðinga sem verknaöurinn hafði í för
með sér fyrir brotaþola, og þess að
maðurinn hafði tvívegis áður gerst
sekur um auðgunarbrot, þótti réttin-
um hæfileg refsing 1 ár. Eins og fyrr
sagði voru 9 mánuðir skilorðsbundn-
ir til 3 ára.
Manninum var jafnframt gert að
greiða áfrýjunarkostnað, saksókn-
aralaun og málsvamarlaun skipaðs
verjanda. -pp
Borgarstjóm:
Samþykkti þúsund
manna atvinnuátak
Borgarstjóm samþykkti á fundi
sínum á fimmtudag tillögu borgar-
stjóra um átak til að skapa 1000
manns atvinnu í Reykjavík í vor.
Á fundinum lögðu borgarfulltrúar
minnihlutans til að jafnræði kynj-
anna í átaksverkefnum borgarinnar
yrði tryggt og leitað yrði eftir sam-
starfi við atvinnurekendur og verka-
lýðsfélög um skipun nefndar sem
fylgdist með sveiflum í atvinnulífinu,
auk þess sem komið yrði á fót reglu-
legu samstarfi við atvinnurekendur
um upplýsingastreymi varðandi
rekstur fyrirtækja. Tillögur minni-
hlutans verða teknar fyrir í borgar-
ráði á þriðjudag.
-GHS
SVE-málið:
Hamingjuóskir
í tilefni af samkomulagi Markúsar
Amar Antonssonar borgarstjóra við
starfsmenn SVR hf. nýlega hafa full-
trúar minnihlutaflokkanna í borgar-
stjóm óskað borgarstjóra „til ham-
ingju með að hafa séð að sér“ í SVR-
málinu. í bókun frá síðasta borgar-
stjómarfundi segir að það sé skoðun
borgarfulltrúanna að „borgarstjóri
hefði átt að þora að stíga skrefið til
fulls“ og gera SVR hf. aftur að borg-
arfyrirtæki.
í bókun frá borgarfulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins frá sama fundi segir
aö með samkomulaginu við starfs-
menn SVR hf. sé því markmiði náð
að sátt hafi tekist um laun og kjör
starfsmanna hjá SVR hf., auk þess
sem fyrirtækinu hafi verið „sköpuð
skilyrði til að ná aukinni hagkvæmni
í rekstri og jöfnuð samkeppnisað-
staða þess við aðila í einkarekstri",
einsogsegiríbókuninni. -GHS
SVRhf.:
Stjórninánægð
Stjóm SVR hf. hefur lýst yfir
ánægju með nýgert samkomulag
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar og borgarstjóra um málefni
starfsmanna SVR. í fréttatilkynn-
ingu frá stjóminni kemur fram að
stjómarmenn vonist til þess að gott
samstarf takist við starfsmenn og að
friður ríki um starfsemi hlutafélags-
insíframtíðinni. -GHS
rd GuffníffminiD
WLaugavegi 178
Borðapantanir
í síma 679967
BOKSM.
VA
o ®
bókii' lítn
W Q I o u
S U Uj^»“'“uö
BÖKINJUM ÁSTINA
OB HJONABANDIB
f æ s t í næstu
bokabúó
Ert þú á leíó f hjónaband eöa vilt þú b»ta hjónaband þitt?
Hvernig getur þú höndlað hamingjuna í nánu sam-
bandi við maka þinn? Hér er fjallað um makaval,
þroskaða og óþroskaða ást, réttarstöðu hjóna-
bandsins, brúðkaup og brúðkaupssiði, ólíka
menningu kvenna og karla og leitina að jafnrétti í
hjónabandi.
Ennfremur er fjallað af nærfærni um þau marg-
víslegu vandamál sem mæta öllum hjónum á
lífsleiðinni og bent á leiðir til að leysa þau og gera
gott hjónaband betra.
í bókinni er að finna mikinn fróðleik um flest það
sem lýtur að sambandi tveggja einstaklinga og
óhætt að fullyrða að hún getur vísað mörgum
veginn til betra og innihaldsríkara lífs.