Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Page 4
4
LAUGARDAGUR 5. MARS 1994
Fréttir
Forseti Hæstaréttar blandar sér ítrekað í opinbera umræðu um málefni réttarins:
Afskiptin eru fá-
heyrð og óheppileg
- að mati virtra lögfræðinga sem segja að Mður eigi að ríkja um æðsta dómstól landsins
„Mér er ekki kunnugt um að svona hafi gerst áður i Hæstarétti. Forsetar réttarins hafa haldið sig mjög fjarri sviðs-
Ijósinu, að minnsta kosti að eigin frumkvæði,“ sagði mjög virtur lögfræðingur í samtali við DV.
DV-mynd BG
Hrafn Bragason, forseti Hæstarétt-
ar og fyrrum varaforseti réttarins,
hefur sem slíkur a.m.k. fjórum sinn-
um blandað sér í umræður um ýmis
málefni dómstólsins á síðustu fimm
mánuðum. Forsetinn hefur m.a. þótt
tala niður til Alþingis, löggjafar-
valdsins, lögmanna og jafnvel al-
mennings. Hann er tahnn hafa farið
langt út fyrir þau mörk í almennum
umræðum sem fyrrum forsetar
Hæstaréttar hafa gert. Hrafn hefur
tekið þátt í umræðum um launamál
hæstaréttardómara, byggingu húss
fyrir Hæstarétt, kærumál lögmanna
og umíjöllun fjölmiðla um mál dóms-
ins.
„Mér er ekki kunnugt um að svona
hafi gerst áður í Hæstarétti. Forsetar
réttarins hafa haldið sig mjög fjarri
sviðsijósinu, að minnsta kosti að eig-
in frumkvæði,“ sagði mjög virtur
lögfræðingur í samtali við DV
Annar sagði eftirfarandi: „Þetta er
mjög óheppilegt, að forseti Hæsta-
réttar blandi sér í mál með þessum
hætti. Það á að ríkja friður um dóm-
stólinn."
Talaði í niðrandi tón
um þingmenn
Talsvert bar á Hrafni þegar launa-
mál hæstaréttardómara bar á góma
síðastliðið haust. Hann tók þá þátt í
umræðum, sem varaforseti Hæsta-
réttar, um auknar launagreiðsiur til
hæstaréttardómara og rökstuddi mál
sitt m.a. með auknu vinnuálagi í
dóminum.
Hrafn tók við af Þór Vilhjálmssyni
sem forseti Hæstaréttar í byrjun
þessa árs. Skömmu eftir það urðu
miklar umræður um byggingu húss
fyrir Hæstarétt og skrifaði þá forseti
dómsins grein í Morgunblaöiö þar
sem hann gagnrýndi m.a. Davíð
Oddsson forsætisráðherra, Ólaf
Ragnar Grímsson, formann Alþýðu-
bandalagsins, og Kristínu Ástgeirs-
dóttur, þingmann Kvennalistans.
í greininni vék hann að „uppá-
komu“ á Alþingi og talaði í raun í
mjög niðrandi tón um ráðherrann
og þingmennina. Að áliti margra
þótti forseti æðsta dómstóls landsins
með þessu sýna löggjafarvaldinu litla
virðingu. í greininni sagði m.a. um
Ólaf Ragnar Grímsson:
„Uppákoman var að vísu ekki eins
vel upp sett og venjulega þegar for-
maður Alþýðubandalagsins sviðset-
ur með hvíslvinum sínum hjá fjöl-
miðlunum... Áhorfendur hafa þrátt
fyrir þessa augljósu galla á sýning-
unni tekið þessari uppákomu fremur
vel og klappað sviðsetjurum lof í lófa.
Líklega virt frummælandanmn til
vorkunnar að hann hafði ekki
reynslu hinna færustu fagmanna í
uppákomufræðum." Kristín Ást-
geirsdóttir var sú sem átt var við
með frummælandanum.
Hörð gagnrýni
„f.h. Hæstaréttar"
Eftir að Hrafn varð forseti Hæsta-
réttar lét hann einnig til sín taka með
því að skrifa umdeilt bréf til Lög-
mannafélags íslands, Dómarafélags-
ins og héraðsdómstólanna í landinu.
Þar kom fram hörð gagnrýni á lög-
menn vegna þess að kærumálum af
þeirra hálfu til réttarins hafði fjölgað
verulega. í bréfinu vék hann m.a. að
því að í sumum kærumálum lög-
manna virtist enginn tilgangur á
bakvið, nema þá að hefta framgang
mála. Hrafn lét að því Uggja í bréfinu
að rétt væri að beita svoköUuðum
refsimálskostnaði í ríkari mæU en
fram að þessu hefði verið gert. Listi
fylgdi með í bréfinu yfir þá lögmenn
sem oftast höfðu kært niöurstöður
héraðsdómstóla á landinu.
Þó að Hrafn skrifaði undir bréfið
„f.h. Hæstaréttar" sagði forsetinn að
hann hefði skrifað undir það per-
Fréttaljós
Óttar Sveinsson
sónulega en ekki sem fuUtrúi réttar-
ins.
Um þetta sagði Tómas Gunnarsson
hæstaréttarlögmaður sem var einn
þeirra kæruglöðustu á Usta Hrafns:
„Ég ætla ekki að banna Hrafni
Bragasyni að hafa sínar skoðanir en
það er fráleitt að hann eigi að nota
sína stofnun sem eitthvert skjól eða
forsvarsaðila og tala eins og hann sé
að tala í nafni réttarins. Hrafn Braga-
son getur komið inn í blaðaumræðu
ef honum sýnist en þá verður hann
að gjöra svo vel að skrifa undir sem
Hrafh Bragason lögfræðingur.“
Efni bréfs Hrafns var birt ífjölmiðl-
um. Jón Steinar Gunnlaugsson sagði
m.a. um innihald þess: „Aðalatriðið
í málinu er að dómstóllinn getur tek-
ið á máUnu lögum samkvæmt. Leiðin
til þess er ekki sú að áfrýjunardóm-
stóU eins og Hæstiréttur sé að senda
frá sér glósur eins og þær sem birt-
ast í þessu dreifibréfi forseta réttar-
ins. Forseti Hæstaréttar og stofnunin
sem slík tefla á tæpasta vað með því
að senda þetta frá sér í þessum bún-
ingi.“
Jón Stéinar sagði jafnframt að þar
eð Hrafn hefði skrifað undir bréfið
fyrir hönd Hæstaréttar bæri ekki að
Uta á það sem neitt einkabréf.
Bréfið sem var
„ekki eiginlegt“
Síðasta útspU Hrafns er annað bréf
til Lögmannafélagsins, Dómarafé-
lagsins og héraðsdómstóla. Þar segir
hann m.a. að „gögnin og samantekt-
in“ í fyrra bréfinu hafi verið send „af
mér sem stjómanda réttarins og eðU-
lega í hans nafni. Samantekt þessi
er ekki eiginlegt bréf. . .“ Hrafn
taldi einnig að hrapaUega hefði tíl
tekist í „kærumálinu" vegna „frum-
hlaups" lögmannanna Jóns Odds-
sonar og Tómasar Gunnarssonar.
Hrafh sagði að bréfið ætti ekki að
ljósrita og ætti aUs ekki að birtast í
fjölmiðlum. Varðandi samskipti rétt-
arins við lögmenn sagði Hrafn að
rétturinn þyrfti að taka upp ýmislegt
við þá eins og gerð og frágang ágripa,
skiúlegan flutning kænnnála og
„hvemig eigi að haga samgangi lög-
manna við fjölmiðla um einstök
dómsmál". Hrafn taldi nauðsynlegt
aö koma einhveiju öðm formi á sam-
skipti en bréflegu.
Einkennist af hörku
og jafnvel hroka
Það sem viðmælendur DV telja
fyrst og fremst óviðeigandi hjá
Hrafni er að hann skuU, sem forseti
æðsta dómstóls landsins, blanda sér
af hörku og jafiivel hroka í deUur og
umræður á meðan „friður á að ríkja
um æðsta dómstig landsins", eins og
menn hafa orðað það. Varðandi bréf-
in telja menn eðUlegt að rætt sé sam-
an um tilhögun og samstarf lög-
manna og réttarins enda em þeir
fyrmefndu í raun starfsmenn hans á
meðan þeir reka mál fyrir Hæsta-
rétti.
„Það er sjálfsagt og eðUlegt að
menn taU saman og hafi samvinnu
um að hafa hluti þannig að þeir gangi
sem greiðast. Það er ekkert við það
að athuga en það er aUtaf spuming
hvemig á að leggja slikt fyrir. En það
getur verið gott að tala saman um
hlutina," sagði lögmaður við DV.
Um samgang lögmanna við fjöl-
miðla varðandi einstök dómsmál,
það er aðUa utan dómstólsins um
ákveðin úrlausnarefni hans, sagði
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. í sam-
taU við DV í gær að „Hæstiréttur
hefði ekkert um það að segja“ - dóm-
stóllinn ætti einungis að fara með
þau verkefni sem tíl hans væri skot-
ið og gera það með þeim hætti sem
lög mæla fyrir um.
Bréfaskriftir Hrafns tíl lögmanna
og dómara, jafnt og óvægin þátttaka
hans í umræðum um máefni réttar-
ins, þykja þvi óviðeigandi, sérstak-
lega á meðan hann er einn um fram-
setningu á skoðunum sínum en á
sama tíma og hann skrifar undir að
erindin séu fyrir hönd Hæstaréttar.
Verðkönnun á fermingarmyndatökum:
Raunhæf ur saman-
burður útilokaður
- afarmisiafhthvaðerinnifalið
í nýlegri verðkönnun Samkeppnis-
stofnunar þar sem kannað var verð
á fermingarljósmyndum hjá 14 ljós-
myndastofum Vcirð niðurstaðan sú
að útilokað væri að gera raunhæfan
samanburð. Kemur þaö tíl af því aö
afar misjafnt er hvað er innifaUð í
uppgefnu verði, bæði fjöldi mynda
(sem var frá 4-16), stærð þeirra og
stækkanir. Meðfylgjandi tölur verö-
ur því að skoða sem upplýsingar fyr-
ir neytendur.
H[já sumum eru stækkanir inni-
faldar í verðinu en stækkun á einni
mynd í 13x18 kostaði á bilinu 1.800
(sem var tilboðsverð) og upp í 3.078
krónur, ódýrast hjá Ljósmyndastofu
Gunnars Ingimarssonar en dýrast
hjá Ljósmyndastofu Rutar.
Stækkun á einni mynd í 18x24 kost-
aði á bilinu 2.800-4.800 krónur, ódýr-
ast hjá Bama- og fjölskyldumyndum
og dýrast hjá Sigríði Bachmann.
Stækkun á einni mynd í 24x30 kost-
aði á bUinu 3.548-6.900, ódýrast hjá
Ljósmyndastofu Kristjáns Magnús-
sonar en dýrast hjá Sigríði Bach-
mann. -ingo
Hvað koslar fermingarmyndin?
9700 9900 10000
11
E 1
14000
12000
10000
8000
6000
4000
2000
0
1. Innif. tvær stækkanlr 13x18
2. Val um litmyndir eöa sv/hv.
3. Innif. tvær stækkanir 18x24
13500
1
10800
-44400-11500.
11900 12000 12000 12000 12000
12520
iTrrn i
11 (j M i
E I II I I i
1J 8 sl II IJ
IJJIJJ II
imi iiiiii ii
4. innif. tvær stækkanir 20x25 og 1 stækkun 30x40 í ramma
5. Innif. þrjár stækkanir 13x18
6. Innif. fjölskyldumyndat. og/eða af systkinum