Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Qupperneq 12
12
LAUGARDAGUR 5. MARS 1994
Erlend bóksjá
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Georga Eliot:
Middlemarch.
2. Thomas Keneally:
Schíndler's List.
3. Elizabeth George:
Missing Joseph.
4. Joan Brady:
Theory of War.
5. John Grisham:
The Peiican Brief.
6. Colin Forbes:
By Stealth.
7. Helen Forrester:
The Liverpool Basque.
8. Robert James Waller:
The Bridges of Madison
County.
9. Kazuo Ishtguro:
The Remains of the Day.
10. Anne Fine:
Madame Doubtfire.
Rit almenns eðlis:
1. Jung Chang:
Wild Swans.
2. Nick Hornby:
Fever Pitch.
3. Brian Keenan:
An Evil Cradling.
4. James Herriot:
Every Living Thing.
5. Stephen Briggs:
The Streets of
Ankh-Morpork.
6. Stephen Fry:
Paperweight.
7. Dirk Bogarde:
The Great Meadows.
8. Antonia Fraser:
The Six Wives of Henry VIII.
9. IMancy Friday:
Women on Top.
10. S. Milltgan & A. Ciare:
Depression and how to
Survive It.
(Byggt é The Sunday Times)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Peter Hoeg:
Froken Smitlas
fornemmelse for sne.
2. Mary Wesley:
En tvivlsom affœre.
3. James Ellroy:
Sorte Dahiia.
4. Robert Goddard:
Fra billede til billede.
5. Laura Esquivel:
Hjerter i chili.
6. Peter Hoeg:
Forestilling om det 20.
árhundrede.
7. Peter Hoeg:
Fortaallínger om natten.
(Byggt á Politlken Sondag)
Yossarian
snýr aftur
Fáir rithöfundar hafa markað jafndjúp spor með fyrstu
skáldsögu sinni og Joseph Heller. Frumraun hans á
skáldskaparsviðinu, Catch-22, tók á hermennsku í síðari
heimsstyrjöldinni með allt öðrum hætti en eldri banda-
rísk skáldverk og átti sinn þátt í að breyta afstöðu Banda-
ríkjamanna til styrialdar á sjöunda áratugnum. Sagan
varð fljótlega sígild og nafn hennar að sérstöku hugtaki
fyrir mótsagnakennt reglurugl kerfisins.
Heller, sem fæddist í New York áriö 1923, átti skiljan-
lega erfitt með að fylgja þessum mikla bókmenntasigri
sínum eftir. Samt hélt hann áfram að skrifa þannig að
ný verk komu frá hans hendi með hléum.
Something happened (1974) fiallar um kvöl einstaklings
í heimi viðskiptaskrifræðis. Good as Gold (1979) tekur á
bandarískum þjóðmálum um miðjan áttunda áratuginn.
Og God Knows (1984) er „sjálfsævisaga" Davíðs, konungs
ísraels.
Stríð sem fáránleg skrítla
En ekkert þessara skáldverka kom að gæðum eða vin-
sældum nálægt sögunni um Yossarian og félaga hans í
bandaríska flughernum í síðari heimsstyrjöldinni - en
hún hefur selst í um 10 milljónum eintaka. í augum
þeirra var stríðið fáránleg skrítla sem Yossarian hafði
engan áhuga á að taka þátt í.
En það reyndist alls ekki svo auðvelt fyrir Yossarian
að losna undan frekari herþjónustu. Flugliði í bandaríska
flughernum gat að vísu sloppið við aö fara fleiri árásar-
ferðir með því að lýsa sjálfan sig geðveikan. En reglan,
sem gekk undir heitinu Catch-22, gerði ráð fyrir að sér-
hver flugliði sem hefði vit og vilja til að losna undan frek-
ari þátttöku í stríðinu gæti eðli málsins samkvæmt ekki
verið geðveikur. Þess vegna varð Yossarian að halda
áfram að varpa sprengjum á óvininn.
Tímamót
Heller skildi við söguhetju sína á floti einhvers staðar
í Miðjarðarhafinu. En nú snýr Yossarian aftur í nýrri
skáldsögu, Closing Time, sem er væntanleg á markað
vestra í haust.
Joseph Heller: hefur skrifað nýja skáldsögu um Yossar-
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
Nýja skáldsagan gerist á okkar tímum í New York.
Margt hefur borið fyrir í lífi helstu sögupersónanna.
Yossarian sjálfur á að baki þrjú hjónabönd og ýmis störf
en vinnur nú sem viðskiptaráðgjafi. Önnur eftirminnileg
söguhetja í Catch-22, svartamarkaðsbraskarinn Milo
Mindbender, er fyrir löngu orðinn risamilli; nafn hans
er skráð á stórhýsi í Rockefeller Center.
Heller segir að nýja skáldsagan sé að verulegu leyti
sjálfsævisöguleg. En hún fialli í leiðinni um lok ákveðins
tímabils, eins og nafn sögunnar vísi til, því kynslóöin sem
barðist í síðari heimsstyrjöldinni sé að hverfa nú undir
lok aldarinnar.
Honum virðist hafa legið mikið á hjarta við ritun þess-
arar sögu. Þannig skilaði hann í upphafi inn 1100 blaðs-
íðna handriti. Með aðstoð ritstjóra forlagsins var það
skorið niður um nærri 500 síður. Og þannig birtist skáld-
sagan lesendum.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grisham:
The Client.
2. LaVyrie Spencer:
November of the Heart.
3. Thomas Keneally:
Schindler's Líst.
4. Kevin J. Anderson:
Jedi Search.
5. Dean Koontz:
Winter Moon.
6. V.C. Andrews:
Ruby.
7. Richard North Patterson:
Degree of Guilt.
8. Julie Garwood:
Savíng Grace.
9. Steve Martini:
Prime Witness.
10. Barbara Delinsky:
Suddenly.
11. Lilian Jackson Braun.
The Cat Who Went into
the Closet.
12. John Grisham:
The Pelícan Brief.
13. Robin Cook:
Terminal.
14. Terry Brooks:
The Talismans of Shánnara.
15. Dick Francis:
Driving Force.
Rit almenns eölis:
1. Thomas Moore:
Care of the Soul.
2. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
3. Maya Angelou:
I Knowwhythe Caged Bird
Sings.
4. Joan W. Anderson:
Where Angels Walk.
5. Rush Limbaugh:
The Way Things Ought
to Be.
6. Peter Mayle:
A Year in Provence.
7. Benjamin Hoff:
The Tao of Pooh.
8. Gail Sheehy:
The Silent Passage.
9. H.G. Moore8i J. L. Galloway:
We Were Soldiers
Once. . .and Young.
■10. James Gleick:
Genius.
11. Deborah Tannen:
You Just Don't Understand.
12. Nellie Bly:
Oprah!
13. Benjamin Hoff:
The Te of Píglet.
14. Norman Maclean:
Young Men 8i Fire.
15. Ann Rule:
Everything She ever
Wanted.
(Byggt á New York Times Book Review)
Forfeður mannkynsins
í Asíu fyrr en ætlað var
Forfeður okkar fóru frá Afríku áður en þeir höfðu fundið upp steinverkfærin.
Vísindi
Karlleður-
blökur
framleiða
mjólk
Bandarískir og kanadískir vís-
indamenn hafa uppgötvaö fyrstu
sannanir þess að karldýr leður-
blökutegundar einnar í Malasíu
geta framleitt mjólk í brjóstum
sínum. Svo virðist þó sem þeir
hafi ekki haft ungviði á brjósti.
Frekari rannsókna er þó þörf
áður en hægt verður að slá
nokkru alveg fóstu.
Þaö er lífeðlisfræöilega mögu-
legt að karlar framleiði mjólk en
það er aftur á móti afar sjald-
gæft. Vitað er að það hafi gerst
meðal húsdýra þar sem innrækt-
un hefur veriö mikil og hjá kari-
mönnum sem hafa gengist undir
hormónameðferö. Ekki er vitað
til þess að það hafi gerst meðal
villtra dýra í náttúrunni.
Hátækni-
fuglahræða
Bandarískt fyrirtæki hefur þró-
að hátækni-fuglahræðu sem
hentar vei námufyrirtækjum sem
vilja koma í veg fyrir að fuglar
fari í úrgangsefnatjamir sem oft
eru fullar af eiturefnum á borð
viö blásýru.
Fuglahræðan byggist á hljóö-
kerfi sem tengt er við ratsjá og
gefur frá sér hin mestu óhijóð
þegar fuglar nálgast tjömina.
Ratsjáin er svo nákvæm að hún
greinir fuglana mun betur en
mannfólkiö getur.
Ýmsar spurningar hafa nú kviknað
um þróun mannskepnunnar eftir að
tveir jarðvísindamenn færðu nýlega
sönnur á það að einn af forfeörum
mannkynsins hefði veriö í Asíu einni
milljón ára fyrr en áður var haldið.
Vísindamennirnir, þeir Carl Swis-
her og Garniss Curtis, sem starfa við
Mannkynsupprunastofnunina í Ber-
keley í Kaliforníu, sögðust hafa ald-
ursgreint steingerving af Homo
erectus, eða hinum upprétta manni,
einum forvera mannkynsins, sem
fannst á eynni Jövu í Indónesíu og
að hann væri 1,8 milljón ára gamall.
Swisher og Curtis notuðu ná-
kvæma nútímamælitækni við ald-
ursákvörðunina. Annars vegar var
um að ræða steingerða höfuðkúpu
ungs barns sem fannst árið 1936 við
Mojokerto á Jövu og steingerð brot
úr hauskúpum sem fundust í Sangir-
an á Jövu á síðari hluta áttunda ára-
tugarins.
Aður var talið að Mojokerto-höfuð-
kúpan væri um einnar milljónar ára
gömul og aö steingervingarnir frá
Sangiran væri milli 700 þúsund og
900 þúsund ára gamiir. Sú fyrrnefnda
reyndist hins vegar 1,8 milljón ára
gömul og brotin 1,6 milljón ára göm-
ul.
Þetta eru elstu steingerðu leifar
forföður mannsins sem fundist hafa
utan Afríku og þær eru jafngamlar
steingervingum af Homo erectus sem
fundist hafa í Afríku.
„Spumingunni um hvenær for-
feður mannsins fluttu burt frá Afr-
íku er þvi enn ósvaraö," sagði Swis-
her.
Þeir Curtis kynntu niðurstöður
sínar á fundi vísindamanna í San
Francisco fyrir stuttu og grein um
þær birtist í nýjasta tölublaði tíma-
ritsins Science.
Vegna hinnar nýju aldursgreining-
ar hafa nú kviknað miklar efasemdir
um þá viðteknu kenningu að Homo
erectus heíði átt uppruna sinn í Afr-
íku fyrir um tveimur milljónum ára
og hann hefði ekki hætt sér út fyrir
álfuna fyrr en milljón árum síðar
þegar hann dreiíðist um Asíu og
sunnanverða Evrópu.
Samkvæmt þeirri kenningu fór
Homo erectus ekki frá Afríku fyrr
en hann hafði fundið upp steinöxina
sem gerði honum kleift aö hagnýta
sér nýtt umhverfi.
En elstu steinverkfæri af þessari
tegund, sem fundist hafa í Afríku,
eru ekki nema 1,4 milljón ára gömul
eða fiögur hundruð þúsund árum
yngri en steingervingarnir á Jövu.
Þaö þýðir að Homo erectus var hugs-
anlega ekki vopnaður öxum þessum
þegar hann yfirgaf heimahagana í
Afríku.
„Við verðum kannski að leita að
nýjum ástæðum fyrir því að Homo
erectus fór frá Afríku, kannski bara
vegna breytinga á umhverfinu,"
sagði Carl Swisher.
Ljóstækni
hjá skradd-
aranum
Skraddarar hafe nú eignast
nýtt tæki sem auðveldar þeim
vinnuna þegar þeir þurfa að taka
mál af fólki til að sauma á það
fót. Vísindamenn við háskóla í
Englandi hafa búið til sérstakan
skanna sem þarf ekki nema
nokkrar sekúndur til að ákvarða
stærðina á viökomandi. Það tek-
ur hins vegar tuttugu mínútur
með hinni hefðbundnu mál-
bandsaðferð.
Ljósgeislum er beint að kúnn-
anum sem stendur uppi á palli
sem snýst hægt í hring. Mynda-
tökuvélar flytja síðan upplýs-
ingarnar í tölvu sem dregur upp
teikningu af fótunum.
Hin hliðin á
hafísmnn
Ör þróun hefur verið í gerð lít-
iUa ómannaðra kafbáta sem vis-
indamenn nota til rannsókna í
úthafinu. FuUkomnastur slikra
kafbáta er Ódysseifur n semMIT
háskólinn í Massachusetts tekur
í notkun á næstunni í íshafinu.
Fyrst í staö mun Ódysseifur
rannsaka neðri hlið hafíss-
breiðna svo vísindamenn geti öðl-
ast betri skilning á því hvernig
sprungur myndast og dreifa úr
sér.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson