Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Síða 14
14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Grátkarlar um land allt
Komið hefur í ljós, að fleiri en Vestfirðingar telja sig
hafa orðið að sæta svo mikilli minnkun þorskkvóta, að
til vandræða horfi í kjördæminu. Hagsmunagæzlumenn
einstakra kjördæma hafa fetað 1 fótspor starfsbræðra
sinna á Vestfjörðum. Matthías er ekki einn 1 heiminum.
Fyrstir á vettvang urðu þingmenn Austfjarða og Norð-
urlands eystra. Hagsmunagæzlumenn frá Suðumesjum
og Vesturlandi fylgdu í kjölfarið. Er nú bara beðið eftir,
að kröfugerð frá Reykjavík verði nýjasti liðurinn í at-
vinnuátaki kosningaundirbúnings borgarstjórans.
Alhr þessir aðilar segja, að líta verði á þorskkvótaleys-
ið frá almennum sjónarhóh, en ekki grípa th sértækra
aðgerða fyrir aðeins einn landshluta. Það er auðvitað
nokkuð th 1 þessu, ef byggt er á þeirri forsendu Vestfirð-
inga, að minnkaður þorskkvóti sé stóra vandamálið.
Að vísu hafa Vestfirðir þá sérstöðu, að þar er lítið sem
ekkert uppland og htið um tækifæri utan sjávarútvegs.
Þar hafa menn sérhæft sig í sjávarútvegi og aftur sjávar-
útvegi. Það ghdir um Vestfirðinga í meira mæh en aðra
landsmenn, að þeir hafa ekki að annarri iðju að hverfa.
Fróðlegt hefur verið að fylgjast með, hvernig hags-
munagæzlumenn Vestfarða hafa til skamms tíma átt
erfitt með að sjá sérstöðuna. Þeir hafa til dæmis verið
manna frekastir í kröfum um fyrirgreiðslur th landbún-
aðar, þótt þær séu kostaðar af peningum úr sjávarútvegi.
Þeir, sem stjórna úthlutun á peningum skattgreið-
enda, segjast setja ýmis skhyrði fyrir hinum fyrirhuguðu
greiðslum, sem kaha má fyrirhugaðar verðlaunaveiting-
ar fyrir óvarlega meðferð á þorskkvóta. Snúast skhyrðin
mest um samruna fyrirtækja og samruna sveitarfélaga.
Þegar skhyrðin verða sett, ættu úthlutunarstjórar að
líta á yfirlýsingar frá Vestljörðum um, að útgerðaraðhar
hyggist eða séu byrjaðir að veiða umfram þorskkvóta á
forsendum eins konar neyðarréttar, sem sé í stöðunni
æðri landslögum, er séu andsnúin Vestfirðingum.
Nógu slæmt er að standa að verðlaunaveitingum fyrir
óvarlega meðferð þorskkvóta, svo að ekki sé því bætt
ofan á að verðlauna útgerðaraðha fyrir að brjóta lög og
fara vísvitandi fram úr þorskveiðikvóta. Slíkt fordæmi
getur orðið stjómkerfmu nokkuð þungt 1 skauti.
Upphlaupið á Vestfjörðum er raunar hluti af víðtækri
og raunar óskipulagðri árás á kvótakerfið, sem greirhlega
er að verða satt lífdaganna. Stóra spumingin er, hvað
taki við af þessu kerfi, þegar búið er að slátra því. Verð-
ur það færeyskt stjómleysi eða auðhndaskattur?
Þegar Vestfirðingar tala um rétt manna th að stunda
sjá á sama hátt og forfeðumir gerðu, em þeir óvhjandi
að biðja um sams konar öngþveiti í ofveiði og það, sem
hefur framkahað hrun fiskistofna við Færeyjar og hrun
sjálfstæðs þjóðfélags á eyjunum í kjölfarið.
Upphlaupið á Vestfjörðum staðfestir um leið enn einu
sinni, að afkastageta veiðiflota og fiskvinnslustöðva er
hér á landi langtum meiri en efni standa th. Dæmið geng-
ur aldrei upp fyrr en skipum hefur verið stórfækkað og
fiskvinnslustöðvum hefur verið stórfækkað.
Auðlindaskattur, öðm nafni veiðheyfagjald, hefur
þann kost umfram kvótakerfi að halda ekki aðeins veið-
inni í hófi, heldur lágmarka einnig kostnað þjóðfélagsins
af fyrirhöfninni við að ná aflanum. Sú skömmtunarað-
ferð hefur reynzt bezt, þegar auðlindin er takmörkuð.
Upphlaupið á Vestfiörðum er lærdómsríkt. Miklu
máh skiptir, að menn dragi af því réttar ályktanir, svo
að niðurstöður aðgerðanna verði öhum th góðs.
Jónas Kristjánsson
LAUGARDAGUR 5. MARS 1994
Kreppt að
Jeltsín úr
ýmsum áttum
Ákvöröun Dúmunnar, neðri deild-
ar Rússlandsþings, um almenna
sakaruppgjöf fyrir „afbrot á sviö-
um stjórnmála og efnahagsstarf-
semi“ hefur tvenns konar póhtíska
þýöingu. Annars vegar er meiri-
hluti þingheims að bjóða Boris
Jeltsín forseta birginn. Falhö hefur
verið frá ákærum á hendur forsp-
rökkum valdaránstilraunar haröl-
ínumanna í ágúst 1991, hætt rann-
sókn í málum þingforustunnar sem
reyndi uppreisn gegn Jeltsín i okt-
óber í haust og leiðtogamir látnir
lausir úr fangelsi.
Frá lagalegu sjónarmiði orkar
þessi ráðstöfun tvímæhs að því
leyti að enginn af þeim sem verið
er að afstýra að þurfi að standa
fyrir máh sínu hefur verið sakfehd-
ur. Má halda því fram að með því
að þiggja sakaruppgjöfma játi hlut-
aðeigendur sekt sína.
Jeltsín kaus þó ekki að vefengja
samþykkt Dúmunnar á slíkum
grundvelh, heldur reyndi að fá sak-
sóknara til að draga á langinn að
sleppa sakbomingum frá í haust
úr Lefortovo fangelsinu. Saksókn-
ari kvaðst ekki hafa heimild til að
fresta framkvæmdinni, þótt hann
teldi ákvörðun Dúmunnar ranga,
og sagði af sér. Kom í hlut aðstoðar-
manns hans aö undirrita fyrirskip-
un um að sleppa fóngunum.
Mál þetta allt er til þess fallið að
sýna hve veik staða Jeltsíns er orö-
in, eftir að kosningarnar í desemb-
er skiluðu þingi sem er honum
andsnúið. Þar með er öðrum hluta
thgangs forgöngumanna sakar-
uppgjafarinnar náð, en þeir em
flokkar kommúnista og þjóðemis-
sinna.
Hitt markmið þeirra er að leitast
við aö slá eftir mætti striki yfir
úrshtaatburðina á hðnum um-
brotaárum. Valdaránstilraunin
1991 leiddi á skömmum tíma til
upplausnar Sovétríkjanna. Upp-
reisnartilraunin gegn Jeltsín varð
til þess að sett var ný stjórnarskrá
sem kveður á um víðtækt vald for-
seta en þingkosningar samkvæmt
henni mynduðu þing sem er forset-
anum andstætt.
Ákvörðun Jeltsíns að beija upp-
reisn þingfomstunnar niður með
hervaldi hefur, ásamt bágum efna-
hag rússnesks almennings og ring-
ulreið í þjóðfélaginu, orðið tíl þess
aö lýðhylh forsetans hefur rénað
umtalsvert. Hann hefur séð sig til-
neyddan að mynda ríkisstjórn þar
sem nær allir forsprakkar mark-
aðsvæðingarviðleitni á síðustu
misserum eru utangarðs.
í stefnuræöu á þingi daginn eftir
aö það samþykkti sakaruppgjöflna
lét Jeltsín fá orð falla um þörfina
á að festa efnahagsumbætur í sessi,
en ræddi því meira um að ekki
mætti fara of geyst í breytingar og
gæta þess að taka tillit til rúss-
neskrar sérstöðu og rússnesks
hugsunarháttar.
Þar að auki fór forsetinn mörgum
orðum um ásetning sinn að veija
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
hagsmuni Rússlands í hvivetna,
sér í lagi á því svæði sem áður tald-
ist tfl Sovétríkjanna. Áskfldi hann
Rússum rétt tfl að láta sig skipta
kjör fólks af rússnesku þjóðemi í
öðrum ríkjum, sem að sjálfsögðu
era nýfrjáls nágrannaríki Rúss-
lands.
Ástandið í Rússlandi einkennist
nú af þvi að þar er í myndun mark-
aðskerfi, sem er enn bæði ófull-
burða og spillt, en víða er eina at-
vinna fólks við stóru, gömlu ríkis-
fyrirtækin, sem haldið er uppi með
ríkisframlögum. Hætta á óðaverð-
bólgu vofir stöðugt yfir.
Að völdum situr veik ríkisstjórn
með óljósa stefnu og reyni Jeltsín
forseti að beita valdi sínu er þingið
víst tfl að leitast við að bjóða hon-
um birginn.
Forsetakosningar eiga aö fara
fram 1996. Jeltsín hefur ekki sagt
afdráttarlaust að hann muni ekki
sækjast eftir endurkjöri, en talið
er víst að sú verði niðurstaðan.
Tveir höfuðandstæðingar hans
hafa þegar látið í ljós að þeir muni
gefa kost á sér, Vladímír Zhír-
ínovskí, foringi þjóðernissinna-
flokksins er annar og hinn þjóðern-
issinninn Alexander Rútskoj.
Hann var varaforseti Jeltsíns en
gekkst fyrir uppreisnartillögunni
gegn honum. Þá hvatti hann til
hertöku sjónvarpsstöðvar og
stjórnarbygginga, en í fyrsta viðtal-
inu eftir lausn úr fangelsi kvaðst
hann myndi beita sér fyrir þjóðar-
sátt.
Aðrir orðaöir við forsetaframboð
eru Viktor Tsjernomídin, forsætis-
ráðherra og miðjumaður, og Grig-
ori Javlinski, umbótasinnaður
hagfræðingur.
Alexander Rútskoj gengur úr fangelsi í einkennisbúningi hershöfðingja
og með heiðursmerkin sem hann var sæmdur fyrir framgöngu sina í
stríðinu í Afganistan. Símamynd Reuter
Skoðaiúr aimarra
Ekki fleiri byssulög
„Um 20 þúsund byssulög eru tfl í Bandaríkjunum
og það er aðeins verið að blekkja kjósendur að koma
með fleiri til viðbótar.
Þaö er hneyksli hvernig réttarkerfið í landinu er.
Hvernig væri nú að refsa glæpamönnunum sem eru
með ólöglegar byssur í stað þess að koma með fleirl
lög á löglega byssueigendur sem em aðeins ábyrgir
fyrir örlitlum hluta af öllum þeim glæpum sem
framdir em þar sem byssur koma við sögu?“
Úr leiðara USA Today 1. mars 1994.
Tóbak og unga fólkið
„Um 400 þúsund Bandaríkjamenn deyja árlega
af völdum sjúkdóma sem tengjast sígarettureyking-
um. Reykingar hafa aukist mikið á meöal ungs fólks
og það sést á sígarettuauglýsingum (Josephine Ca-
mel) að unga fólkið er sá hópur sem reynt er að
höfða sem mest tfl. Tóbaksframleiðendur hafa svo
sem engan annan úrkost þar sem svo margir eldri
Bandaríkjamenn hafa gert sér grein fyrir hættunni
af völdum reykinga og hætt.“
Úr leiðara The New York Times 27. febrúar 1994.
Ritskoðun á kennsluefni
„Verk rithöfundanna Annie Dillard og Alice
Walker voru bönnuð sem kennsluefni í Kaliforníu í
síðasta mánuði. Verkin þóttu m.a. óguðleg, oíbeldis-
hneigö og ýta undir grænmetisát.
Ef fræðslunefndir ákveða að banna bömum að lesa
einhver ákveðin verk vegna þess að bömin eru ekki
talin nógu vitsmunaleg tfl að greina á mflli hvað sé
rétt og hvað rangt þá hefur þeim bara einfaldlega
verið illa kennt yfir höfuð.
Úr leiðara USA Today 3. mars 1994.