Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Side 19
LAUGARDAGUR 5. MARS 1994
19
Ættarveldið II á Stöð 2:
Barist um auð og völd
Margir munu bíöa spenntir eftir
sýningu bandarísku framhalds-
myndarinnar Ættarveldið II sem
verður í næstu viku á Stöð 2. Þessi
mynd er nefnilega sjálfstætt fram-
hald framhaldsmyndar sem sýnd
var á Stöð 2 í september 1992.
Enn er það Lucky Santangelo
sem er í sviðsljósinu. Hún er gift
kvikmyndaleikaranum Lennie
Golden þegar hér er komið sögu.
Lucky er lifandi eftirmynd föður
síns, Ginos Santangelo, hvað snert-
ir atorku og metorðagirnd og nú
er það hún sem heldur um stjórn-
taumana. Hún ákveður að kaupa
kvikmyndaver handa eiginmanni
sínum og flækist þar með í mis-
kunnarlausa vaidabaráttu í Holly-
wood.
Eigandi kvikmyndaversins, Abe
Panther, er tilbúinn að selja en sal-
an er þó háð ákveðnum skilyrðum,
heldur vafasömum. Abe veit að
tengdasonur hans hefur framleitt
klámmyndir og selt eiturlyf í skjóli
hins virðulega og rótgróna kvik-
myndavers. Hann krefst þess nú
aö Lycky gerist ritari tengdasonar-
ins til þess að koma upp um glæpa-
starfsemi hans.
Lucky neyðist til að ljúga að eig-
inmanni sínum að hún þurfi að
fara til Japans í leynilegum erinda-
gjörðum því að Abe gerir þá kröfu
að enginn nema hann viti um ráöa-
bruggið gegn eiturlyfjasalanum.
Þegar Lucky er tekin til starfa sem
„einkaritari" kemur í ljós að ýmis-
legt óhreint leynist í pokahorninu.
Keppinautar
Lucky er ekki ein um aö vilja
eignast Panther-kvikmyndaverið.
Einn umsvifamesti kaupsýslumað-
ur í New York, Martin Swanson,
hefur ákveðið að kaupa það og
venjulega stendur ekkert fyrir hon-
Kim Delaney og Jack Scalia fara með aðalhlutverkin I Ættarveldinu II.
um þegar hann tekur slíkar
ákvarðanir. Hann hyggst nota fyr-
irtækið til að gera hjákonu sína,
Venus Maríu, hamingjusama. Eig-
inkona hans, Deena, hefur hins
vegar strengt þess heit að koma
honum fyrir kattarnef ef hann
standi í framhjáhaldi.
Lucky á sér fleiri andstæðinga.
Einn þeirra er glæpahundurinn
Santino Bonatti sem leggur á ráðin
um að drepa hana og hálíbróður
hennar, lögfræðinginn Steven Di-
mes. En Lucky er sannur fulltrúi
ættar sinnar og stendur af sér allar
hryðjur. það er fátt sem getur kom-
ið í veg fyrir að hún verði forstjóri
Panther-kvikmyndaversins en hún
kemst jafnframt að því að ástin
getur skipt meira máli í lífinu en
peningar og völd.
Með aðalhlutverk í þessari
spennandi mynd, sem gerð er eftir
metsölubók Jackie Collins, Lady
Boss, eru Kim Delaney, Jack Scal-
ia, John Radolph og David Selby.
Fyrri hluti myndarinnar er á dag-
skrá miðvikudagskvöldið 9. mars
næstkomandi og seinni hlutinn
fimmtudagskvöldið 10. mars.
Málarinn kom
.,.'-.y.vovr
Það er engin tilviljun að Málarinn kom
best út í verðkönnun DV.
é:J
% 1
Því önnur eins verð sjást hvergi!
I
INNIMÁLNINGfrá kr. 362,- lítrínn
FYRSTA FLOKKS GÓLFTEPPI frá kr. 445^ m2 v 7//
GÓLFDREGLAR frá kr. 595,- m
ÚTIMÁLNINGfrá kr. 442,- lítrínn
GÓLFDÚKARfrá kr. 795,- m2
TEPPAFLÍSARfrá kr. 1.595,- m2
' y
Opið mánudaga til föstudaga
frá kl. 9.00 - 18.00,
laugardaga frá ki. 10.00 - 13.00
Skeifunni 8 - simi 81 35 00
Götuhæö, Faxafeni 12, áhvílandi 15 millj. (10 ára).
Greiðslub. ca 250 þús. á mán.
Verð 23 millj. Laust strax.
Uppl. Laufás, s. 812744.
TIL SÖLU
VERSLUNARHÚSNÆÐI
mmosasam
VönduS óO W hljómtækjasamstæ&a, með geislaspilara, tvöfoldu kassettutæki, útvarpi, góóum
hótölurum, fullkominni fjarslýringu og innbygg&um vekjara ó fróbæru verbi - Goldstar FFH-333L
Aðeins 44,900,- kr,
eða 39.900,' stgr.
Krakkar athugið!
Teiknisamkeppni barna
Tannlæknafélag íslands efnir til teikni-
samkeppni meðal barna yngri en 12 ára.
Heiti efnisins er: „TENNURNAR MÍNAR"
Veitt verða 5 verðlaun í hverjum aldurs-
flokki en aldursskipting er eftirfarandi:
1. Yngri en 6 ára
2. 6-7 ára
3. 8-9 ára
4. 10-11 ára
í verðlaun eru verðlaunapeningar, bolir,
húfur, bækur og leikföng, sem verða
afhent 7. apríl nk., en þá er alþjóðlegur
tannheilsudagur. Teikningar skulu sendar
fyrir 20. mars nk. merktar:
Tannlæknafélag íslands
Síðumúla 35
Pósthólf 8596
128 Reykjavík