Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Side 31
LAUGARDAGUR 5. MARS 1994 43 „Hvaö varð síðan um þennan Mídas?“ sagði Bergdis og sýndi nú umræðuefninu í fyrsta sinn einhvern áhuga. Hún sperrti alitaf eyrun þegar gull var nefnt. Nökkvi læknir og Mídas konungur Gríska goðafræðin hefur um langt árabil verið helsta áhugasviö Nökkva læknis. „Líf guðanna á Olympsfjalli endurspeglar örlög og sögu mannkyns," sagði Nökkvi við Bergdísi konu sína. „Ekkert gerist lengur sem ekki á sér hliöstæðu í htríkum og lostafullum heimi heh- enskra guöa. Losti og framhjáhöld nútímamannsins eiga sér hlið- stæðu í óslökkvandi girnd guðanna og fylginauta þeirra. Eiginlega er ég farinn að sjá allt fyrir. Ekkert kemur mér lengur á óvart í þessu lífi. Allt rennur eina slóð ofan í ginnungagap glötunarinnar, „abyssuna" hið endanlega tóm.“ Bergdís ranghvolfdi í sér augunum og hristi höfuðið með mæðusvip. Hún var fyrir löngu orðin dauðleiö á heimspekilegum vangaveltum Nökkva læknis um heim á helvegi. „Að þú skulir ekki skammast þín fyrir að láta svona,“ sagði hún stundum. „Þú átt allt; yndisleg böm, glæsilegt hús og japanskan bíl. Þú ert í góðri stöðu og átt mig fyrir konu. Fáir læknar hafa fengið eins mörg tækifæri og þú. Kiwanis- menn hringja í þig í hverri viku til að halda fyrirlestra um læknis- fræðileg efni og knattspymudeild Einheija bauð þér að stjóma þorra- blóti fyrr í vetur. En þú ert eigin- lega aldrei ánægður. Af hveiju get- ur þú ekki verið í urrandi stuði og glaðst yfir öllu því sem þú hefur í lífinu?" „Erégvanda- málafíkill?" Nökkva leiddist þessi ræða Berg- dísar enda skildi hún ekki gildi harmsins og sársaukans. „Þér líður eiginlega best illa," sagði Bergdís klökkum rómi. „Ef þú hefur ekki einhver vandamál til að kljást við býrðu þau bara til. Þú ert mesti vandamálafíkill sem ég þekki. Þú ferð í fráhvörf ef þú hefur ekki ein- hvern harm til að fljúgast á við.“ Nökkvi svaraði þessu fáu. „Þú skil- ur ekki dýptina í tilverunni," sagði hann eftir talandi þögn. „Sjálfur líkist ég mest Mídasi konungi. Allt sem hann snerti varð að gulli og sömu sögu má segja um mig. Mér gengur allt í haginn og flest verður að gulli eða sigrum í höndum mín- um. En það færir mér enga ham- ingju fremur en Mídasi." „Hvað varð síðan um þennan Mídas?" sagði Bergdís og sýndi nú umræðu- efninu í fyrsta sinn einhvern áhuga. Hún sperrti alltaf eyrun þegar gull var nefnt. „Hann bað guðina að taka frá sér þennan beiska eiginleika enda gat hann ekki lengur étið. Allt sem tungan Á læknavaktiniú Óttar Guðmundsson læknir kom við varð líka að ómeitanlegum góömálmi. Þeir létu þá vaxa á hann asnaeyru. Mídas konungur vildi fyrir hvem mun koma í veg fyrir að þegnar hans vissu af þessum eyrum. Hann gekk því með stóran hatt á höfði til að dylja þau og bann- aöi öllum að tala um þennan van- skapnað. Rakarinn hans gat þó ekki orða bundist fremur en marg- ir starfsbræður hans. Hann sá eyr- un þegar kiippa þurfti hár kon- ungsins. Hárskeri þessi gróf holu í fjöruna og hvíslaði ofan í hana að konung- urinn hefði asnaeyru. Upp úr hol- unni óx gróður sem ljóstraöi upp um leyndarmál konungins. Þegar vindurinn bærir blööin og grasið hvísla þau stöðugt: Mídas konung- ur hefur asnaeyru, Mídas konung- ur hefur asnaeyru." Samhengi sögunnar Bergdís horfði ráðþrota á mann sinn. Greinilegt var aö hún hafði ekki skihð samhengi þessarar sögu við líf mannsins sem hún var gift. „En hvað kemur þetta þér við?“ sagði hún og brosti vandræðalega. „Ég óttast svo mjög,“ sagði Nökkvi „að heimurinn komist að raun um að ég er með asnaeym undir hatt- inum. Ég verð að fela eigin tak- markanir og tilgangsleysi með sí- felldum sigrum og gulli svo að guð- imir setji ekki á mig asnaeyru sem allir sjá og hafa gaman að.“ Berg- dís gafst upp á þessari umræðu. „Þú verður þá að halda áfram í óánægju og leita í sífellu að þessum endanlega sigri sem mun gefa lífi þínu einhvem tilgang. En ég veit að þú finnur hann ekki, hvorki á Olympsfjalli né heldur í mann- heimum. Enginn sigur verður þér nógu stór, Nökkvi minn. Þú verður alltaf óánægður." Nökkvi dæsti mæðulega og tók upp handbók í grískri goðafræði. „Minn maður er sjálfur Herakles," sagði Nökkvi. „Hann vann ódauðleg afrek eins og að moka út fjósið hjá Augiasi konungi. Og síðasta afrekið var stórfenglegast. Hann barnaði allar 50 dætur Thespiusar konungs á sömu nóttunni. Þetta kalla sumir rómverskir rithöfundar, dáð dáð- anna: Labor durissimus." Nökkvi horfði dreymnum augum út í tómiö enda var hann í huganum kominn í villta veislu í höllu Thespiusar. Bergdís horfði á hann með hneykslunarsvip. „Þaðhlautað vera að þú fyndir eitthvað kynferð- islegt í þessari goðafræði til að gamna þér við. En seint muntu bama 50 konungsdætur á einni nóttu. Ætíi þú þyrftir ekki til þess 20 ár miðað við núverandi ástand.“ Hún glotti sigurviss en Nökkvi læknir leyndi dapurleika sínum og lífsleiða með því að sökkva sér nið- ur í sögurnar um heimfór Odys- seifs. /HÓTEL- TIL SÖLU - HÓTEL\ Lítiö hótel á landsbyggöinni til sölu, hentar vel sem fjölskyldufyrirtæki. ört vaxandi framtíöarmöguleikar. Hóteliö er staðsett á einum af veóursælustu stöðum landsins. Aöeins fjársterkir aðilar koma til greina. Svarþjónusta DV, sími 91-632700. H-5765. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráöa sérhæft starfsfólk til stuðningsstarfa á eftirtalda leikskóla: Álftaborg v/Safamýri, s. 812488 Rauðaborg v/Viðarás, s. 672185 Sunnuborg v/Sólheima, s. 36385 Einnig vantar þroskaþjálfa og fóstru í leikskólann Ösp v/lðufell, s. 76989. Þá vantar fóstru í leikskólann Seljaborg v/Tungusel, s. 76680. Allar nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskóla- stjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Leikskólar Reykjavíkurborgar Lausar eru til umsóknar stöður leikskólastjóra í eftir- töldum leikskólum sem munu taka til starfa í vor: Funaborg við Funafold Lindarborg við Lindargötu Sólborg við Vesturhlíð í Sólborg verður lögð sérstök áhersla á samskipan fatlaðra og ófatlaðra barna. í Lindarborg verður áhersla lögð á þjónustu við börn nýbúa. Fóstrumenntun er áskilin, framhaldsmenntun æski- leg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skilist fyrir 15. mars nk. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson fram- kvæmdastjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir deild- arstjóri í sima 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. ....... \ Vöndu6 60 W hljómtækjasamstæða, með geislaspilara, tvöföldu kassettutæki, úlvarpi, góðum hótölurum, fullkominni fjarstýringu og innbyggðum vekjara ó fróbæru vá' - Goldstar FFH-333L Aðeins 44,900,- kr. eða 39.900,- stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.