Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1994, Side 46
58 LAUGARDAGUR 5. MARS 1994 Afmæli Reynir Axelsson Reynir Axelsson, stærðfræöidósent við HÍ, Reynimel 74, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Reynir fæddist á Bíldudal og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1963, stundaði nám í stærð- fræði viö háskólann í Göttingen 1963-66 og við Princeton-háskóla 1966-70 og lauk doktorsprófi í stærð- fræði við háskólann í Munster 1973. Reynir hefur starfað við HÍ frá 1975, verið sérfræðingur við Raun- vísindastofnun og er nú dósent við HÍ. Þá er hann ritstjóri Orðaskrár íslenska stærðfræðafélagsins. Fjölskylda Reynir kvæntist 29.7.1989 Önnu M. Magnúsdóttur, f. 7.8.1952, tón- hstarmanni. Hún er dóttir Magnús- ar Petersen, verkamanns í Reykja- vík, sem nú er látinn, og Elísabethar Vilhjálmsson, þjálfara í bogfimi í Reykjavík. Dætur Reynis og Önnu eru Birta Reynisdóttir, f. 25.7.1990, ogMaría Elísabet Reynisdóttir, f. 4.3.1992. Systir Reynis er Edda Axelsdóttir, f. 23.11.1935, húsmóðir í Reykjavík, gift Herði Jónssyni og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Reynis voru Axel Magn- ússon, f. 2.12.1905, d. 26.1.1972, vél- smiður á Bíldudal, og María Jónas- dóttir, f. 28.9.1913, d. 10.9.1986, hús- móðir og matselja á Bíldudal. Ætt Axel var sonur Magnúsar, járn- smiðs á Bíldudal, Jónssonar, frá Meðalholti í Gaulverjabæjarhreppi, og Ingunnar Jensdóttur, b. í Mýrar- húsum við Auðkúlu, Kristjánsson- ar, sterka á Borg, Guðmundssonar, skutlara í Vigur, Guðmundssonar, ríka á Auðkúlu, Arasonar. Móðir Jens var Guðbjög, systir Matthías- ar, afa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta og Matthíasar Einarssonar yfir- læknis, fóður Louisu myndhstar- manns. Guðbjörg var dóttir Mark- úsar, prests á Álftamýri, Þórðarson- ar, stúdents í Vigur og ættfóður Vig- ur-ættarinnar, Olafssonar, lögsagn- ara og ættfóður Eyrar-ættarinnar, Jónssonar. Móðir Ingunnar var Jensína Margrét Halldórsdóttir, frá Hafnardal, Jónssonar. María var dóttir Jónasar, b. í Reykjarflrði á Barðaströnd, Ás- mundssonar, hreppstjóra á Borg- um, Jónassonar. Móðir Jónasar var Kristjana Jónsdóttir. Móðir Maríu var Jóna Ásgeirs- dóttir, skipstjóra á Álftamýri, Jóns- sonar, prests á Hrafnseyri, Ásgeirs- sonar, prests í Holti í Önundarfirði, bróður Þórdísar, móður Jóns for- seta. Ásgeir var sonur Jóns, prests í Holti, Ásgeirssonar. Móðir Jóns á Hrafnseyri var Rannveig Matthías- dóttir, b. á Eyri, bróður Markúsar, prests á Álftamýri, af Vigurætt. Reynir Axelsson. Móðir Ásgeirs, skipstjóra á Álfta- mýri, var Guðrún, systir Guðmund- ar, skutlara í Vigur. Móðir Jónu Ásgeirsdóttur var Jóhanna Bjarna- dóttir, b. á Bakka, Ásgeirssonar og HelguJónsdóttur. Reynir tekur á móti gestum í Skólabæ viö Suðurgötu milh kl. 17.00 og 20.00 á afmælisdaginn. Til hamingju með afmælið 5. mars 85 ára Unnur Þorleifsdóttir, Hornbrekkuvegi 1, Ólafsfirði. 80 ára Anna Magnúsdóttir, Högnastig 10, Flúðum. 75 ára Óiafur Ámason, Vesturgötu 80, Akranesi. 70 ára Aðalheiður Valdemarsdóttir, Nónvörðu 6, Keflavík. Sigurbjörn Óskar Kristinsson málari, Sléttahrauni 18, Hafnarfirði. Konahanser MargretheKrist- inssonhúsmóðir. Þautakaámóti gestumíGolf- skálanum á Hval- eyrarholtiídag kl. 16-19. Aðalbjörg Þorkelsdóttir, Vestmannabraut 34, Vestmanna- eyjum. 60 ára Sigurást Erla Jónsdóttir, Glæsibæ, Hofshreppi. Jón Pétur Pétursson, Norðurbyggö 14, Akureyri. 50 ára Björn Sigurðsson, starfsm. hjá Lýsihf., Birkimel 8, Reykjavík. Eiginkona hans er Valgerður Eygló Kristófers- dóttir, starfsm. hjáKassagerð Reykjavíkur. Þaueruaðheim- an. Reidar J. Óskarssun, Rafnkelsstaðavegi 8, Garði. Sigurður Sveinsson, Austurvegi 19, Selfossi. Sveinn Sveinssonframreiðslu- meistari (átti afmæli 4.3), Ánalandie, Reykjavík. Eiginkonahans erMargrétNiel- sen snyrtisér- fræðingur. Þau takaámóti gestum sunnu- daginn6.3.íÁtt- hagasal Hótel Sögufrákl. 16. 40 ára Hermína Stefánsdóttir, Ægisgötu 14, Akureyri. Hafsteinn Eyj ólfsson, starfsm. Varnarbösins, Blikabraut9, Keflavík. Eiginkonahans erlngaLóaHah- grímsdóttir. Þautakaámóti gestumáafinæl- isdaginníFri- múrarasalnum aðBakkastígl6í Njarðvík kl. 20-23. KarvelGránz, Norðurstíg 5, Njarðvík. Una Hannesdóttir, Þrastanesi 6, Garðabæ. Ásthildur Alfreðsdóttir, Vesturströnd 6, Seltjamarnesi. Sigriður K. Bjarkardóttir, Lyngholti 21, Akureyri. Guðrún I. Traustadóttir, Reyrengi 29, Reykjavík. Þórunn Bjömsdóttir, Kópavogsbraut 18, Kópavogi. Guörún Snæbjömsdóttir, Kjarrmóum 13, Garöabæ. Steinunn Tryggvadóttir, Álfatúni 12, Kópavogi. Leiðrétting IafmæhsgreinumLárusHer- i konahansenLárusogMaríaskildu. mannsson sl, fimmtudag var kona Hún er nú gift Guðmundi Jónassyni hanssögðveraMaríaSófusdóttir. byggingameistaraogeruþaubúsett Hið rétta er að hún er fyrrverandi | íKópavogi. J * Margrét H. Pálsdóttir Margrét Hjördís Pálsdóttir húsmóð- ir, Fannarfelli 4, Reykjavík, er sjötíu ogfimmáraídag. Starfsferill Margrét er fædd á Ölduhrygg í Svarfaðardal og ólst þar upp. Margrét flutti með foreldrum sín- um til Hríseyjar 1933. Fimm árum síðar kynntist hún eigimanni sín- um, Birgi Runólfssyni, en þau flutt- ust til Siglufjarðar 1940 og bjuggu þar á Eyrargötu 5. Birgir féh frá 1970 og fjórum árum síðar flutti Margrét th Reykjavíkur þar sem hún býr enn. A Siglufirði ráku þau sitt eigið fyrirtæki, Vöruflutninga Birgis Runólfssonar, en Margrét starfaði þar með manni sínum sam- hhða húsmóðurstörfum. Margrét og Birgir störfuðu bæði á kosningaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins á Siglufirði en þau létu í té húsnæði undir starfsemina í ára- raðir. Hún tók jafnframt þátt í starfi félags sjálfstæðiskvenna þar í bæ. Fjölskylda Margrét giftist 30.12.1960 Birgi Runólfssyni, f. 2.1.1917 á Komsá í Áshreppi, d. 5.5.1970, vöruflutninga- bifreiðarstjóra en þau hófu sambúð mun fyrr eins og aö framan er get- ið. Foreldrar hans: Runólfur Björns- son, f. 19.1.1887, d. 7.8.1963, bóndi á Kornsá, og Alma Alvilda Anna Möller, f. 1.5.1890, d. 5.7.1959, hús- freyjaáKornsá. Böm Margrétar og Birgis: Alma Birgisdóttir, f. 26.5.1939, sjúkraliði, hún er búsett í Svíþjóð og á fimm börn; Brynsteinn Guðnason (ætt- leiddur), f. 26.7.1946, starfsmaður hjá Volvo, hann er búsettur í Sví- þjóð og á tvö börn; Páll Birgisson, f. 4.3.1948, d. 12.9.1969, vörubifreiö- arstjóri á Siglufirði, hans kona var Kristrún Gunnlaugsdóttir, þau eignuðust tvo syni; Runólfur Birgis- son, f. 4.3.1948, framkvæmdastjóri, maki Hólmfríður Alexandersdóttir, þau eru búsett á Siglufirði og eiga tvö börn; Björn Birgisson, f. 12.8. 1949, rennismiður, maki Álfhildur Þormóðsdóttir, þau eru búsett á ísafirði og eiga þrjú börn; Fihppus Hróðmar Birgisson, f. 29.8.1950, verkstjóri á ísafirði, hans kona var Guðbjörg K. Aðalbjörnsdóttir, þau skildu, þau eiga einn son; Þorsteinn Birgisson, f. 8.8.1951, rekstrar- tæknifræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, maki Ragnheiður Steinbjömsdóttir dehdarstjóri, þau em búsett í Reykjavík og eiga þrjá syni, Þorsteinn átti tvö börn fyrir; Þormóður Birgisson, f. 8.8.1951, stýrimaður, maki Eyrún Péturs- dóttir, þau eru búsett á Siglufirði og eiga þijú börn. Dóttir Margrétar og fósturdóttir Birgis: Elíngunnur Birgisdóttir, f. 26.12.1944, starfs- maður FSA, hún er búsett á Akur- eyri og á sex böm. Barnabarnabörn- in erufjórtán. Systkini Margrétar: Steingrímur Pálsson, f. 23.8.1907, d. 1958, cand. mag., hans kona var Emilía Karls- dóttir, látin, þau bjuggu í Reykjavík, þau eignuðust þrjú böm; Eiríkur Pálsson, f. 22.4.1911, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og síðar skattstjóri og forstjóri Sólvangs, maki Björg Guðnadóttir, þau eru búsett í Hafnarfirði og eiga þrjú börn; Sólveig Pálsdóttir, f. 22.4.1911, Margrét H, Pálsdóttir. húsmóðir, hennar maður var Ragn- ar Kristjánsson, látinn, skrifstofu- maður, Sólveig er búsett í Reykja- vík; Stefanía Pálsdóttir, f. 22.12.1912, hárgreiðslumeistari og fyrrverandi kennari í Iðnskólanum í Reykjavík, maki Ólafur J. Ólafsson endurskoð- andi, þau eru búsett í Reykjavík og eignuðusttvö börn. Foreldrar Margrétar: Páll Hjart- arson, f. 12.8.1877, d. 11.1.1952, bóndi að Ölduhrygg í Svarfaðardal, og kona hans, Filippía Margrét Þor- steinsdóttir, f. 16.5.1880, d. 14.1.1968. Ætt Páll var sonur Hjartar Guðmunds- sonar, bónda aö Uppsölum í Svarf- aðardal, og Margrétar Eiríksdóttur. Filippía Margrét var dóttir Þor- steins Hallgrímssonar, smiðs og bónda að Kleif, og Bjargar Stefáns- dóttur, ljósmóður frá Kjarna. Margrét tekur á móti gestum á afmæhsdaginn í Víkingsheimhinu í Traðarlandi 1 frá kl. 20-23. Þráinn Þorleifsson Þráinn Þorleifsson, Lyngbrekku 4, Kópavogi, er sextugur í dag. Starfsferill Þráinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk verslunarskóla- prófifráVÍ 1953. Að námi loknu starfaði Þráinn við landmælingar á Keflavíkurflug- velli. Hann bjó í Kanada 1954-55 og starfaði þar við landmælingar fyrir landbúnaðarráðuneyti Saskatche- wan-fylkis og á endurskoðunardeild kanadísku samvinnuhreyfingar- innar í Saskatchewan og Manitoba. Eftir heimkomuna hóf Þráinn störf við Veðurstofu íslands hjá Flugveöurstofunni á Keflavíkur- fiugvelh, fyrst sem körtaritari og veðurathugunarmaöur en var þar síðan eftirlitsmaður fjarskipta við gervitungl og jafnframt kennari á námskeiðum fyrir kortaritara. Þrá- inn var afgreiðslustjóri Alþýðu- blaösins 1973-74, gjaldkeri Vísis 1974- 75, gjaldkeri Dagblaðsins 1975- 81, er hann varð innheimtu- stjóri DV, en þar starfar hann enn. Þráinn starfaði mikið í Alþýðu- flokknum á sínum yngri árum, sat m.a. í stjórn SUJ, var formaöur FUJ í Kópavogi um skeið og sat í stjórn Alþýðuflokksfélagsins í Kópavogi. Hann sat í stjórn Varöbergs, var formaður félagsins ísland-ísrael í nokkur ár og hefur verið gjaldkeri kirkjufélags Digranesprestakalls sl. fjórtánár. Fjölskylda Þráinn kvæntist 31.12.1960 Hrefnu Pétursdóttur, f. 10.11.1936. Hún er dóttir Péturs Kr. Péturssonar og Guðbjargar Jónasdóttur sem bjuggu á Ingjaldshóh og á Hehissandi en síðan í Reykjavík. Börn Þráins og Hrefnu eru Pétur Berg, f. 13.2.1956, búsettur á Akra- nesi, í sambúð með Ingibjörgu Skúladóttur og á Pétur son frá fyrri sambúð, Þráin, f. 18.8.1976, með Sig- urbjörgu Sigtryggsdóttur; Guðlaug, f. 28.4.1960, búsett í Kópavogi, var gift séra Hirti Magna Jóhannssyni en þau skhdu og er sonur þeirra Aron Þór, f. 7.10.1986; Þórir, f. 19.3. Þráinn Þorleifsson. 1961; Rúnar, f. 19.3.1961. Systkini Þráins eru Hjördís Þor- leifsdóttir, f. 27.2.1932, kennari, og Trausti Þorleifsson, f. 6.1.1939, bif- vélavirki. Foreldrar Þráins: Þorleifur Sig- urðsson, f. 20.5.1903, d. í desember 1976, og Sigríður Benjamínsdóttir, f. 21.5.1911, nú th heimihs að Hrafn- istu við Skjólvang í Hafnarfirði. Þráinn og Hrefna eru á Kanaríeyj- um um þessar mundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.