Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Síða 4
4
FÖSTBDAGUR II. MARS 1994
Fréttir
Réttarhöld á Egilsstöðum í gær vegna árásarmálsins á fulltrúa sýslumanns á Eskifirði:
Eg gerði mér grein fyrir
að ég var í lífshættu
- sími eyðilagður, skreið eftir gólfi og missti meðvitund við að tengja annað tæki
Gísli Gislason, verjandi Jóns Ingva, (er yfir lögregluskýrslur meö ákærða í dómsalnum í gær.
Eftir aö árásin á Júlíus Magnússon,
fulltrúa sýslumanns á Eskifirði,
var yfirstaðin á heimili hans
snemma að morgni 8. janúar var
búið að gera símtæki hans óvirkt
og hann svo máttfarinn eftir bar-
smíðar og spörk að hann missti
a.m.k. einu sinni meðvitund þegar
hann reyndi að ganga og skríða um
íbúðina til að freista þess að tengja
annað símtæki til að kalla eftir
hjálp. Hann sagðist hafa fengið 3-5
hnefahögg í bringspalimar og
nokkur fóst spörk í kviðarholið eft-
ir að árásarmaðurinn kýldi hann í
gólfið.
Þetta kom m.a. fram við dómsyf-
irheyrslu vegna málsins í Héraðs-
dómi Austurlands í gær. Júlíus og
sakborningurinn, Jón Ingvi Hilm-
arsson, 20 ára, og félagar hans voru
yfirheyrðir fyrir dómi í gær. Júlíus
og Jón Ingva greindi á um hvernig
árásin var - sakborningurinn við-
urkenndi aðeins að hafa tekið um
axlimar á fórnarlambinu og veitt
því hnefahögg í líkamann.
Jón Ingvi og félagar hans sögðu
að fyrr um kvöldið, á Hótel Öskju
á Eskifirði, hefði sýslumannsfull-
trúinn kallað þá dópista og gefið í
skyn að Jón Ingvi væri að fara í
fangelsi vegna afbrotamála sem
Júlíus, sem fulltrúi sýslumanns,
hafði þá til meðferðar. Jón Ingvi
er einn ákærður í málinu - fyrir
stórfellda líkamsárás, húsbrot og
árás á opinberan starfsmann. Rík-
issaksóknari sá ekki ástæðu til aö
ákæra tvo félaga hans sem voru
með honum á heimili fulltrúa
sýslumanns umrædda nótt.
„Ég þekki þig“
„Eg fór á hótehð á fóstudags-
kvöldinu á milli klukkan tíu og ell-
efu og settist þar við borð. Ég ræddi
viö hótelstjórann og starfsstúlku
þar og pantaði mér veitingar. Ég
veitti því athygli að í innri sal sátu
menn. Nokkru síðar átti Jón Ingvi
leið fram hjá mér og segir: „ég
þekki þig“,“ sagöi Júhus Magnús-
son, fulltrúi sýslumanns á Eski-
Qrði, við dómsyfirheyrsluna í gær.
Júhus sagðist hafa kynnst Jóni
Ingva fyrst í gegnum starf sitt þeg-
ar hann innheimti sekt hjá honum
haustiö 1992 - hann heföi beðið lög-
regluna um að ná í hann. Við þetta
tækifæri sagði Júlíus að hann hefði
gefiö piltinum hollráð í sambandi
við afbrot phtsins. „Ég sagði hon-
um þá að ef hann hætti ekki afbrot-
um myndu mál hans ekki verða
afgreidd með sekt,“ sagði Júlíus.
Hann kvaðst hafa fengið ákæru í
hendur vegna nýlegra afbrota Jóns
Ingva um einni viku fyrir umrætt
kvöld.
„Ég sagði honum að það væri
hugsanlegt að hann fengi óskh-
orðsbundinn dóm.“
Júhus sagðist einnig hafa vitaö
til þess að Jón Ingvi hefði verið
handtekinn á Þorláksmessu grun-
aður um fíkniefnabrot. Hann sagði
að samtal þeirra á hótehnu hefði
verið stutt og síðan hefði Jón Ingvi
gengið í burtu. Af frekari samskipt-
um sínum viö Jón Ingva á hótehnu
og tvo félaga hans sem síðan komu
heim til hans um nóttina sagði Júl-
íus að einn piltanna hefði hneyksl-
ast á því við sig að hafa verið að
segja Jóni Ingva að hann væri að
fara í fangelsi. Um annan félaga
sakbomingsins sagöi Júlíus að
hann hefði birt honum dómsátt
vegna fíkniefnamáls nokkrum dög-
um áður en sá hefði verið ósáttur
viö sektarfjárhæðina. Júlíus
kvaðst hafa fengið sér tvö glös á
hótelinu.
Klukkan hálfsex
hringir síminn
Júlíus sagöi að hann hefði haldið
heim til sín um klukkan eitt tU tvö
um nóttina og lagst til svefns en
klukkan hálfsex um morguninn
hefði síminn hringt. „Ég heyri rödd
sem mér heyrist vera rödd ákærða.
Ég sagði hahó en röddin hinum
megin sagði að ég skyldi hætta að
skipta mér af málum á Eskifirði og
ég skyldi koma mér í burtu úr
bænum."
Júlíus kvaöst hafa lagt tólið á en
síminn hefði hringt aftur og sama
rödd sagt það sama og áður. „Ég
fór að sofa en dyrabjallan hringdi
um hálftíma síðar." Júlíus sagðist
hafa farið tU dyra og opnað og þá
séð Jón Ingva og tvo félaga hans
sem voru með honum á hótelinu.
„Þeir töluðu hver ofan í annan og
sögðust óhressir meö mitt starf.“
Júlíus sagði ungu mennina hafa
verið ósátta við tal hans um fíkni-
efni og fangelsi.
Sýslumannsfulltrúinn
baðst afsökunar
„Ég sagöi þeim að alhr yröu að
vinna sín störf. Ég sagði strax að
ef ég hefði sagt eitthvað sem þeim
mislíkaði þætti mér það leitt og
baðst afsökunar á því.“ Júlíus sagð-
ist hafa verið að beina orðum sín-
um til eins af þremenningunum
ídómsaJnum
Óttar Sveinsson
þegar „ég fæ 3-4 snögg og fóst
hnefahögg í bringspalimar. Þetta
kom alveg flatt upp á mig. Ég hrökk
frá, hrasaði og datt. Þegar ég feU
sparkar ákærði nokkur spörk í
mig.“
Júlíus sagði spörkin hafa komið
í kviðarhol og rifbein. Hann sagðist
hafa orðið dasaður en þó ekki misst
meðvitund „Af fasi ákærða fannst
mér hann beita öllu afli.“ Júhus
sagðist hafa reynt að standa á fætur
og bandað meö hendinni tU hinna
í von um að þeir hjálpuðu sér. „Ég
reyndi að standa á fætur en þá
sparkaði ákærði enn í mig,“ sagði
Júlíus.
Þegar þarna var komið sögu
sagðist fórnarlambið hafa reynt að
tala pUtana þijá til í því skyni að
sleppa við frekari atlögur. Þá hefði
Jón Ingvi hætt og hinir vikið frá.
„Komið þið inn og við skulum
tala saman," sagði Júhus. Hann
sagðist hafa fundið fyrir sársauka
í kviðarholi en fljótlega dofnað.
Þegar inn í eldhús var komið bauð
JúUus mönnunum upp á kók og
sígarettur og hann ræddi við
manninn sem skömmu áður gekkst
undir dómsátt vegna fíkniefna-
brots - hann hefði sagt honum að
ef hann væri óhress með sektar-
fjárhæðina og greiðsluskilmála
skyldi hann bara koma og ganga
frá máUnu eins og honum hentaði.
Rænulítill og síminn
slitinn úr sambandi
„Þeir voru kurteisir en Jón Ingvi
hótaði: „Ég ætla aö lemja þig
meira“,“ sagði Júlús. Þegar menn-
irnir fóru út sýndi einn þeirra Júl-
íusi hvemig hann haföi slitið snúru
á símtæki í sundur og sagt: „Ég
ætla að sýna þér að þú getur ekki
hringt á lögregluna."
JúUus sagðist hafa orðið svo das-
aður eftir árásina að hann hefði
ákveðið að leggja sig, þá hafi klukk-
an verið um 6.30. Klukkan 8.20
sagðist hann hafa vaknaö meö
mikla verki í kviðarholi, rifbeinum
og brjóstkassa. Hann sagðist hafa
ætlað að kalla á hjálp og þá munað
eftir því að annað símtæki var inni
í skáp í húsinu. Þegar hann teygði
sig eftir því hefði hann misst með-
vitund. Hann sagðist hafa vaknað
upp og séð símtækið fyrir framan
sig á gólfinu og ákveðið að fara með
það inn í stofu til að reyna að tengja
tækið. „Ég stóð upp og féll og geröi
mér grein fyrir að ég var í lífs-
hættu. Ég var svo máttfarinn að
ég gat ekki hreyft mig nema mjaka
mér eftir gólfinu." Júlíus náði síðan
að tengja símtækið við innstungu
og náð sambandi við lögreglubíl.
Hann hefði verið á leið til Eski-
fjarðar frá Reyðarfirði og síðan
hefðu tveir lögregluþjónar komið
en Júlíus sagðist með naumindum
hafa náð að opna fyrir þeim úti-
dyrnar.
Eftir þetta var kaUað á lækni og
ákveðið að senda Júlíus á Borgar-
spítalann. Þegar þangað kom síðar
um daginn hafði blætt inn í kviðar-
hol hans þar sem stór æð haiði
sprungið. Um tveir lítrar af blóði
voru í kviðarholinu. Líf hans hékk
á bláþræði áður en hann gekkst
undir 2-3 klukkustundar langa að-
gerð. Hann lá á sjúkrahúsinu í eina
viku en þurfti síðan að leggjast aft-
ur inn. Hann var um fimm vikur
frá vinnu. Aðspurður um líðan í
dag sagði JúUus að hann hefði það
ágætt en hann fyndi þó til þegar
hann reyndi mikið á sig.
Hann kallaði okkur dópista
Jón Ingvi og félagar hans greindu
frá því að þeir hefðu verið á Hótel
Öskju, hitt þar JúUus og verið
ósáttir við það sem hann hafði við
þá að segja um afbrotamál ákærða.
Einn þeirra sagði m.a. að Júlíus
hefði kaUað þá dópista þegar þeir
voru á Hótel Öskju. Þremenning-
arnir fóru í gleöskap í tveimur
húsum á Eskifirði um nóttina en
síðan sögðust þeir hafa haldið að
heimiU Júlíusar að Lambeyrar-
braut 4. JúUus sagöi að félagar Jóns
Ingva hefðu báðir horft á árásina
á sig en þeir báru hins vegar fyrir
dóminum að þeir hefðu ekki séð
þegar félagi þeirra gekk í skrokk á
Júlíusi - þeir hefðu verið uppi á
stigapalUnum fyrir framan úti-
dymar. Frcun kom að þremenning-
arnir hugðust kæra JúUus fyrir
ummæU hans fyrr um kvöldið við
þá og Jón Ingvi bar aö þegar þre-
menningamir komu að heimili Júl-
íusar hefði hann sagt við sig: „Við
sjáumst á Litla-Hrauni."
Guðjón Ólafur Jónsson, sækjandi
af háUu ákæruvaldsins, heldur
sóknarræðu sína og GísU Gíslason
hdl. flytur vörn fyrir sakboming-
inn í Héraðsdómi Reykjavíkur í
dag. Arngrímur ísberg héraðsdóm-
ari mun kveða upp dóm í máUnu á
næstu vikum.
í dómsal í Héraösdómi Austurlands í gær. Fv. Guöjón Ólafur Jónsson, fulltrúi rikissaksóknara, Arngrimur ísberg héraðsdómari, héraðsdómsrit-
ari, Gisli Gíslason verjandi og Jón Ingvi Hilmarsson sem er ákærður í málinu. DV-myndir Ottar Sveinsson