Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Síða 9
'FÖSTÚÖ&GtJR !il: '’MÁRS T99ft
Varekki boðiðí
heimsókntil
konungsins
Husseín
Jórdaníukon-
ungi var ekki
boöið í heim-
sókn til kon-
ungs Sádi-
Arabíu, Fahd,
þegar hann fór
í pilagrímsfór
til Mekka á dögunum. Diplómat-
ar arabarikjanna segja aö Fahd
hafi með framkomu sinni sýnt
Hussein mikla litilsviröingu. Sagt
er aö Hussein haft vonast eftir
fundi meö Fahd til að reyna aö
bæta samband landanna sem
varð mjög stíft vegna Persaflóa-
stríðsins.
Fahd konungur hefur lýst þvi
yfir að hann vilji fá afsökunar-
beiðni frá Arafat, leiötoga PLO,
og Hussein fyrir að hafa staðið
með írak i Persaflóastríðinu.
Bannaðaðtaka
útlendinga fram
yfiraðra
Ferðamannahótel á Sri Lanka
sem taka utlendinga fram yfir
aðra veröa sektuð og missa leyfið
samkvæmt nýjum reglum frá
ferðamálaráðuneyti Sri Lanka.
„Mismunun af einhverju tagi af
hendi hóteleigenda verður ekki
látin viögangast," sagði ferða-
málaráðherrann á dögunum en
vitað er til þess að mörg hótel
hafi hreinlega neitað að taka viö
Sri Lanka búum þar sem nóg
væri af útlendingum á svæðinu
og þeir væru betri viðskiptavinir.
Sri Lanka fær um 400 þúsund
feröamenn á ári hverju og þá
aðallega frá Evrópu.
Verðaaðbæta
mannréttindin í
Austur-Tímor
Mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna hefur lagt fram beiðni
til stjórnvalda Indónesíu um að
mannréttindi í Austur-Tímor
verði bætt. Nefndin vill að þeir
sem hafa verið handtekmr en
ekki enn fengið dóm verði látnir
lausir og að rannsókn verði hafin
á fjöldamorðum hersveita sem
fram fóru í nóvember 1991.
Miklar óeirðir hafa ríkt í Aust-
ur-Tímor og mannréttindabrot
veriö framin þar síðan indónes-
ískar hersveitir réðust þar inn
árið 1975 eftir brottfór Portúgala.
Beitti fyrrum
konusínaof-
beldi
Fyrrum eig-
inkona iVxl
Rose. söngvara
hljómsveitar-
innar Guns N’
Roses, ætlar í
mál við Rose
vegna þeirra
likams-
meiðinga sem-hún þurfti að þola
af hans hálfu þegar þau voru gift.
Erin Everly, sem er dóttir hins
þekkta söngvara Don Everly, gift-
ist Rose í apríl 1990 en þau skildu
sama ár. Everly segir að Rose
hafi lamið sig illfiega öll þau fjög-
ur ár sem þau voru saman og
hann hafi oft notað ýrasa hluti til
að lemía hana meö. „Hann dró
mig á hárinu, batt mig og sló og
henti mér til og frá," segir Everly
sem vill fá skaðabætur fyrir það
andlega og líkamlega tjón sem
hún varð fyrir. Everly, sem er
fyrrum fyrirsæta, segist óttast
um öryggi sitt vegna þess hversu
ofbeldishneigður Rose er.
Reuter
Konur og meðganga:
Fæða stærri börn
ef þær borða f isk
samkvæmt danskri rannsókn
Óléttar konur, sem fá mikið af fisk-
olíu á meðgöngutímanum, fæða síð-
ur fyrir tímann og eignast stærri og
heilbrigðari börn en aðrar konur,
samkvæmt rannsókn sem dönsk
heilbrigðisyfirvöld stóðu fyrir.
Böm þeirra mæðra sem borðað
höfðu fiskolíu fæddust að meðaltali
fjórum dögum seinna en önnur böm
og þau voru einnig 107 grömmum
þyngri.
„Niðurstöðurnar benda til þess að
í framtíðinni getum við ef til vill fyr-
irbyggt að börn fæðist fyrir tím-
ann,“ sagði Sjurdur Olsen, einn
læknanna sem framkvæmdi rann-
sóknina. „Börn sem fæðast fyrir tím-
ann eru nefnilega með háa sjúk-
dóms- og dánartíðni og því em þessar
niöurstöður mjög mikilvægar."
Rannsóknin, sem fram fór á fæð-
ingarspítala í Árhus í Danmörku,
náði yfir alls 533 óléttar konur og
fylgst var með konunum og börnum
þeirra fyrir og eftir fæðingu.
Rannsóknin fór fram með þeim
hætti að konunum var skipt í þrjá
hópa; einum hópnum voru gefin fjög-
ur grömm af fiskolíu eftir 30. viku
meðgöngunnar, öðrum var gefin
ólívuolia en þeim þriðja ekki neitt.
Ástæðan fyrir því að könnunin var
gerð er mismunandi ástand færey-
skra og danskra barna en færri og
færri böm í Færeyjum fæðast fyrir
tímann og færeysk börn eru almennt
þyngri og heilbrigðari en þau
dönsku.
Læknar höfðu lengi haft grun um
aö ástæöan fyrir þessu væri sú hve
mikinn fisk Færeyingar borða.
Heimild BT
Oléttar konur, sem borða mikinn fisk á meðgöngutímanum, fæða síður fyr-
ir tímann og börn þeirra verða stærri og heilbrigðari en önnur börn.
Þýskur njósnari tekinn í Rússlandi
Þýskur njósnari, sem talinn er
hafa stundað njósnir í Rússlandi
fyrir þýsku stjórnina, var handtek-
inn í Moskvu í gær. Þýska stjórnin
hefur ekki viljað segja neitt um
málið.
Yfirmaður leyniþjónustunnar í
Þýskalandi, Bernd Schmidbauer,
gaf út þá yfirlýsingu að ekki yrði
gefin nein skýring á máhnu fyrr
en sannanir lægju fyrir.
Rússneska fréttastofan, Interfax,
skýrði frá því að njósnarinn hefði
verið handtekinn af embættis-
mönnum rússnesku gagnnjósna
leyniþjónustunnar. Ekki var skýrt
frá því hver maðurinn væri eða
hvaðan úr Þýskalandi hann kæmi
en aðeins sagt aö hann ynni fyrir
þýsku leyniþjónustuna.
Fréttin um njósnarann kemur
aðeins nokkmm dögum eftir að til-
kynnt var um handtöku á rúss-
neskum njósnara í Moskvu sem
talinn er hafa stundað njósnir fyrir
Breta.
Stutt er einnig síðan njósnarinn
Aldrich Ames, sem vann fyrir
bandarísku leyniþjónustuna (CIA),
var handtekinn í Bandaríkjanum
og sakaður um að hafa stundað
njósnir fyrir fyrrum Sovétríkin og
síðarRússland. Reuter
IRA varpar aftur sprengj
um á Heathrow-f lugvöll
Skæruhðar írska lýðveldishersins,
IRA, létu enn til skarar skríða gegn
Heathrow-flugvelli við Lundúnir
skömmu eftir miðnætti í nótt þegar
þeir vörpuðu sprengjum á hann í
annað sinn á rúmum sólarhring.
Tahð er aö skæruliðarnir hafi
varpað þremur sprengjum í átt aö
flugstöðvarbyggingunni en þær
sprungu ekki. Lögreglan staöfésti
nokkrum klukkustundum síðar að
árásin hefði nánast verið eftirlíking
sprengjuárásarinnar á eina flug-
braut vallarins í fyrrakvöld.
Yfirvöld á flugvelhnum sögðu að
sprengjukastið í nótt hefði ekki vald-
ið neinum alvarlegum skemmdum
og ekki heföu nein meiðsl hlotist af.
Tahð er að sprengjunum hafi verið
varpað úr bíl við Hilton-hótelið og
að skotmarkið hafi verið suðurflug-
brautin.
Tafir urðu á flugi frá flugstöð núm-
er fjögur í morgun vegna árásarinn-
Elísabet Englandsdrottning lenti á
Heathrow skömmu áður en sprengj-
unum var varpað í nótt.
Simamynd Reuter
ar og í sumum thvikum var ferðum
hreinlega aflýst. Venjulega fara tutt-
ugu og fimm þúsund manns um fiug-
stöð fjögur á fostudegi á þessum árs-
tíma.
Stjórnvöld í Bretlandi og írlandi
voru einhuga í gær í fordæmingu
sinni á árásinni í fyrradag en Dick
Spring, utanríkisráðherra írlands,
flaug til Lundúna til viðræöna v*
sir Patrick Mayhew, Norður-írlands
málaráðherra bresku stjórnarinnar,
um friðartillögur ríkjanna.
Sprengjunum var varpað nokkrum
klukkustundum eftir að Gerry Ad-
ams, leiðtogi Sinn Fein, póhtísks
arms IRA, varaði viö frekari aðgerö-
um til aö þrýsta á bresku stjórnina.
Flugvél meö Elísabetu Englands-
drottningu innanborðs lenti á Heat-
hrow aðeins þremur klukkustund-
um fyrir árásina í nótt. Drottningin
hafði verið í heimsókn til landa
Karíbahafsins. Reuter
9
_______________Útlönd
Enskur klerkur
vill láta brenna
kvenpresta
Bjöm Bjömason, DV, Engiandi:
Enskur klerkur hefur látið hafa
það eftir sér opinberlega að
brenna beri kvenpresta á báh
einsog gert var við nomir fyrr á
öldum.
Séra Anthony Kennedy, prest-
ur í Lutton í Lincolnskíri, er orö-
inn þreyttir á yfirgangi kvenkoh-
ega sinna og segir þær eigna sér
andlega krafta sem þeim beri
enginn réttur til.
„Það kann að vera ólöglegt nú
á dögum en ef lög miðalda heföu
gilt myndi ég láta brenna bölvað-
ar dræsurnar," sagði séra
Kennedy og bætti viö að það hefði
verið auglýsing á höklum handa
þunguðum prestum sem hefði
fyllt hann shkum eldmóði.
Spænskileikar-
inn Fernando
Reylátinn
Spænski kvikmynda- leikarinn Fern-
ando Rey, sem f&f*. ,
lék m.a. í b. fln
myndum eftir Pfl,: Æ
meistara Luis
Bunuel svo og The French 1
Connection hinni amerísku lést á
heimhi sínu í Madríd á miðviku-
dag, 76 ára að aldri. Hann var
nýkominn af sjúkrahúsi þar sem
hann var í krabbameinsmeðferð.
Rey var einhver þekktasti leik-
ari Spánverja utan heimalands-
ins og kom hann fram i rúmlega
eitt hundrað myndum.
Myndíðnaðurinn
í Evröpu aftar-
lega á merinni
Lönd Evrópu verða að rétta
myndiðnaði sínum hjálparhönd
svo hann geti mætt þeim kröfu
sem nýir tímar gera th hans,
einkum á sviði rannsókna og
þjálfunar.
Þetta kom fram í yfirlýsingu frá
samtökum evrópskra kvik-
myndaleikstjóra i vikunni þar
sem segir einnig að Evrópulöndin
séu ekki tilbúin að mæta þeim
kröfum sem framtíöin gerir og
að marka veröi stefnu í þessum
málum, bæði hvaö varðar menn-
ingarlegu hhðina og svo þá sem
snýraðiðnaðinum. Reuter
Stokke tripp trapp
Stóllinn sem vex
með barninu
5 ára ábyrgð
Sama verð og annars staðar
á Norðurlöndum
kr. 9.760,-
Faxafeni 7
s. 687733
I