Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Page 3
FÖSTUDAGUR 18. MARS 1994 3 ur keppa í fót- bolta á ísafirði Sigurjón J. Sigurðssoin, DV, ísafirði: Rúmlega 100 lögregljimenn víða að af landinu verða á ísafirði 6.-7. maí en þá fer fram i nýja íþrótta- húsinu á Torfhesi landsmót í inn- anhússknattspymu á vegum íþróttasambands lögreglumanna. Keppnislið veröa á annan tugirrn. Þessi landsmót hafa verið hald- in víða um land undanfarin ár á vegum lögreglumanna í viðkom- andi byggðarlögum. Nú í fyrsta sinn á Isafirði því húsakostur hér hefur ekki boðið upp á að halda slíkt mót fyrr. Fjöldi þátttökufiða hefur verið misjafn frá ári til árs en yfirieitt hafa liðin verið á annan tuginn. í hverju liði eru 6-8 leikmenn. Vegfarandi: Stökkuppá veggundanbíl Vegfarandi átti fótum sínum fjör að launa síðdegis í fyrradag þegar ekiö var á bil sem var að beygja inn í stæði við götuna. Ökumaður bílsins tók fullvíða beygju og annar bíll, sem ætlaði að aka fram úr, ók á hann með þeim afleiðingum að annar bíl- anna kastaðist upp á gangstétt. Gangandi vegfarandi náði að stökkva undan bilnum og upp á steinvegg. -pp ísaQöröur: Átökum tilboð Siguijón J. Sigurösson, DV, fsafiröí: Tilboð í byggingu þriðja áfanga sorpbrennsíustöðvarinnar í Engidal á ísafirði vora opnuð í siðustu viku. Fimm tilboð bárust og átti Auöunn Guðmundsson hf. lægsta tilboðið. Byggingarnefnd mælti meö að því yrði tekið en vegna ósættis innan nefndarinn- ar var ákveöið að bæjarstjórn ísa- fjarðar tæki endanlega ákvörðun í málinu. Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á 19.230,278 krónur. Tilboðin fimm voru frá Ágústi og Flosa hf. 18.695.783 kr. Eiríkur og Einar Valur hf. 19.270.000 kr. Naglinn hf. 18.8a5.27l kr. Véla- verk hf. 19.100.000 kr. og Auðunn Guðmundsson 18.461.127 kr. Kringlan: Ótaltilboðog uppákomur Fyrirtæki í Kringlunni standa nú fynr Kringlukásti í sjöunda sinn. Ótal tilboð eru á nýjum vör- um og hægt er að gera góð kaup. í leiknum „Stóri afsláttur“ gefst fólki kostur á að kaupa dýra hluti með ótrúlegum afslætti ef við- komandí er svo heppinn að nafn hans sé dregið út Þannig er hægt að verða sér úti um Kawai hljóm- borð, Teae geíslaspilara og Aiwa og Panasonic samstæður á 9.900- 23.960 kr. Kringlukastið stendur fram á laugardag. -ingo Fífuhvammsland: Lódirnarfarnar Bæjarráð Kópavogs hefur sam- þykkt tillögu um úthlutun á nán- ast öllum lóðum fyrir um 300 íbúðir í Fffuhvammslandi í Kópa- vogi og er aðeins eftir að úthluta átta lóðum undir einbýlishús. Gatnaframkvæmdir hefjast í Fífuhvammslandi í byxjun apríl og er fyrirhugað að lóðirnar veröi byggingarhæfar síðla sumars. Deiliskipulagsvinnu við syðsta hluta Fífuhvammslands lauk í byrjunþessaárs. -GHS Fréttir Forval í Garðabæ á laugardag: Nýtt fólk í framboði hjá Framsókn í vor Forval verður haldið hjá Fram- SÓknarílokknum í Garöabæ á laug- ardaginn og er þetta í fyrsta skipti frá árinu 1978 sem stjómmálaflokkur lætur fara fram prófkjör í bænum. Núverandi bæjarfulltrúi sameigin- legs framboðs alþýðubandalags- manna, kvennahstakvenna og fram- sóknarmanna, Valgerður Jónsdóttir, gefur ekki kost á sér áfram enda verður ekki um sameiginlegt fram- boð þessara afla að ræða fyrir þessar kosningar. Það verður því nýtt fólk sem verður í framboði fyrir Fram- sóknarflokkinn í bæjarstjómarkosn- ingunum í vor. Forvalsbaráttan hefur farið rólega fram og er í rauninni ekki hægt að tala um neina baráttu þó að nokkrir frambjóðendur stefni á fyrsta sætið. Ekki er búist við þvi að um smölun verði að ræða fyrir helgina nema í mjög litlum mæli. Talsverður hugur er þó í framsóknarmönnum og telja þeir að forvahð verði spennandi. Kosningin í fyrsta sætið verður bind- andi fyrir kjömefndina en hugsan- legt er að röðinni í hin sætin á listan- um verði breytt eftir forval. Erfitt er að spá um það hvaða fram- bjóðandi nær kjöri í fyrsta sætið og leiðir hsta framsóknarmanna því Garðabær. Þar heldur Framsóknarflokkurinn prófkjör i fyrsta sinn siðan ig78 DV-mynd BG margir eru nefndir til sögunnar. Sig- dóttir námsráðgjafi og Einar Svein- urður P. Sigmundsson, hagfræðing- bjömsson veðurfræðingur stefna öll ur og langhlaupari, Ólöf P. Úlfars- að fyrsta sætinu. Þau hafa verið áberandi í flokksstarfinu að undan- fömu og þykja því hafa mikla mögu- leika, auk þess sem Sigurður hefur verið virkur í íþróttahreyfingunni og Einar er þekktur úr sjónvarpinu. Eftirtaldir em í framboði: Árni Geir Þórmarsson kerfisfræð- ingur, Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur, Gunnar Jón Yngvason sölumaður, Hilmar Bjartmarz sölu- Fréttaljós Guðrún Helga Sigurðardóttir stjóri, Inga Hrönn Hjörleifsdóttir, starfsmaður ferðaskrifstofu, Ólöf P. Úlfarsdóttir námsráðgjafi og Sigurð- ur P. Sigmundsson hagfræðingur. Forval Framsóknarflokksins verð- ur haldið laugardaginn 19. mars í félagsheimili framsóknarmanna að Lyngási 10, Garðabæ. Kjörfundur stendur frá kiukkan 10 til 22. Talning hefst að kjörfundi loknum. Rétt til atkvæðagreiðslu hafa allir kjörgeng- ir stuðningsmenn flokksins í kosn- ingunum í vor. Hæstiréttur: Staðfest- ir dóm fyrir aðslátil lögreglu- manns Hæstiréttur hefur staöfest dóm Héraðsdóms Suðurlands frá í sumar þar sem Ellert Guðmundsson, tækni- fræðingur í Hveragerði, var dæmdur í 60 daga varðhald, skilorðsbundið, næstu tvö ár, ökuréttindamissi í einn mánuö og til að greiða Guðmundi Steindórssyni lögregluþjóni 25 þús- und krónur í skaöabætur og vexti og 110 þúsunda króna málskostnað. Auk þessa var hann dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, samtals 70 þúsund krónur. Sumarið 1993 var Ellert Guð- mundsson dæmdur fyrir að slá til Guðmundar Steindórssonar lög- regluþjóns, áöur margfalds glímu- kóngs úr HSK, þegar hann ætlaði að klippa númer af óskoðuðum bíl Ell- erts við heimili hans í Hveragerði í júlí 1992. -GHS Boröapantanir ^ í síma 679967 Ný hljómflutningsstæða úr POWER PLUS llnunni frá Pioneer G C‘, m 1 i p. j N-50 samstæöan býbur Karaoke kerfi 2 x 50 W RMS umhverfismagnara (surround) frr 3ja ára ábyrgö Fullkominn geislaspilara Útvarp — Tvöfalt segulbandstæki — Fjarstýringu Verð 66.655,- eða 59.990,- stgr. 0 PIONEER Umboðsmenn um lancl allt VERSLUNIN a HUéMBÆR HVERFISGÖTU 103 : SlMI 625999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.