Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Side 9
FÖSTUDAGUR 18. MARS 1994 9 Utlönd Austur-Tímor Portúgölum Forseti Indó- nesiu, Suharto, hefur skýrt frá því aö Austur- Tímor. sem er fyrrum portúg- ölsk nýlenda, sénú opinport- úgölum sem geta kotnið og séð með eigin aug- um framfarirnar sem hafa orðið þar frá því um 1975. Stjórnvöld í Indónesíu segja að Portúgalar komist ektó hjá því að viður- kenna að miklar framfarir hafi orðið í Austur-Tímor frá því að það var nýlenda Lissabon, höfuð- borgar Portúgais. Yfirmaöur hersins hefur lúns vegar látið hafa eftir sér að hver sá sem kemur til Austur-Tímor og skiptir sér af stjórnmálum verði tafarlaust handtekinn. Blaðamenní verkfall Blaðamenn á Ítalíu fóru í tveggja daga verkfall í fyrradag og starfsmenn á ríkis- og einka- reknum sjónvarpstöðvum hafa tilkynnt að þeir ætli í tveggja daga verkfall í dag. Verkfall frétta- og blaðamanna kemur aðeins tveimur vikum fyr- ir mikilvægar kosningar sem haldnar verða í landinu. Frétta- og blaðamenn vilja með verkfall- inu mótmæla því hversu seint gengur að einkavæða eftirlauna- áætlun þeirra. Verkfallið kemur sér illa fyrir stjómmálamenn á Ítalíu sem vilja einmitt koma sem mest fram í fjölmiðlum þegar svo stutt er í kosningar. Búist er við að samningavið- ræður viö frétta- og blaðamenn hefjist á næstunni. Þýskstjórnvöld hafabrugðist Leiðtogi gyðingasamtaka í Þýskalandi, Ignatz Bubis, sagði þýskum skólakrökkmn, sem voru að horfa á kvikmyndina Listi Schindlers, að stjómvöld heföu á víssan hátt bmgöist þeirri skyldu sinni að uppræta samtök nýnasista sem m.a. ógna lffi gyðinga í Þýskalandi í dag. Bubis sagöi að meira en 30 manns hefðu verið drepnir í Þýskalandi vegna þjóðemis eða litarháttar síns í árásum nýnas- ista síðan 1990. „Ég er ánægður með að sjá hversu margt ungtfólk í dag sýn- ir helförinni í seinni heimsstyrj- öldinni mikinn áhuga og mynd Spielbergs er svo sannarlega mikilvægt kennsluefni,“ sagöi Bubis. Héltfyrstumál- verkasýninguna Hinn kunni leikari Tony Curtis, sem hefur leikið á móti mörgum af þekktustu leikurum heims, hélt sína fyrstu málverkasýningu í London fyrir skömmu og flykktust sýningar- gestir hvaðanæva að til aö sjá málarakunnáttu leikarans. Alls seldust 11 verk leikarans á fyrsta sýningardegi og búist var viö aö mun fleiri myndu seljast á næstu dögum. Curtis, sem nú er orðinn 68 ára gamall, hefur málað í frístundum sínum í nokkra áratugi og verk hans eru að verða mjög þekkt og þá aöallega í Bandaríkjunum. ■; Reuter Tallin, höfuðborgEistlands: Ein hættuleg- asta borg í heimi í Eistlandi er einhver hæsta glæpa- tíðni í Evrópu og höfuðborg þess, Tallin, er ein af hættulegustu borg- um í heimi samkvæmt lögreglu- skýrslu frá árinu 1993. Alls vou 308 morð framin í Talhn á síðasta ári, næstum því tíu sinnum fleiri en í Danmörku, en í Eistlandi búa aðeins um 1,6 milljónir manna. „Morðum hefur fjölgað um 60% síðan 1992 og miðað við 10 þúsund íbúa eru framin hátt í tvisvar sinnum fleiri morð í Eistlandi en í New York,“ sagði Priit A. Kelder, yfirmað- ur lögregludeildar í Eistlandi. Áriö 1993 var þó aðeins einn útlendingur myrtur í Eistlandi. Öll hin fóm- arlömbin voru Eistlendingar. „Löggjöf okkar er ekki nógu góö, landamæravörslu við Rússland er mjög ábótavant og lögreglusveit okk- ar skortir þjálfun og menntun,“ sagöi Kelder um ástæðumar fyrir því hversu illa gengur að vinna gegn glæpum í landinu. „Skipulögð glæpastarfsemi í land- inu er mikil og hún er afar erfið við- fangs. Starfsemin er tengd rússnesku mafíunni en margir aðilar hennar era taldir gegna mikilvægum störf- um innan rússneska hersins. Flest morö sem við höfum á skrá hjá okk- ur eru framin af mönnum sem hafa ólögleg vopn undir höndum og vopn- in koma frá rússneska hemum." Annað sem Kelder segir færast í vöxt eru mál þar sem sprengjur koma við sögu. „Fjöldi sprengjumála var 55 á síðasta ári en sprengjurnar sem lögreglan hefur komist yfir era flestar heimatilbúnar eða koma frá rússneska hernum.“ Kelder sagði m.a. tvær lögreglustöðvar í Tcdlin hafa orðið fyrir öflugum sprengjum á síðasta ári. Vegna þess hversu illa gengur að vinna gegn auknum glæpum ætlar hópur sérfræðinga frá Ítalíu að heimsækja eistnesku lögregluna í maí og veita henni ráö í baráttunni viðmafíuna. Ritzau Whitewaterkem- urfyriröldunga- deildina Öldungadeild Bandaríkjanna, sem vill komast til botns í Whitewater- málinu sem fyrst, samþykkti ein- róma í gær að yfirheyrslur í málinu skyldu hafnar í öldungadeildinni. Ekki hefur verið ákveðið hvenær yfirheyrslurnar skuli hefjast en leið- togar beggja flokka eiga að koma sér saman um dagsetningu. Yfirheyrsl- urnar eru alls ótengdar þeim yfir- heyrslum sem fara nú fram í Whitewater-málinu á vegum Roberts Fiske. Fiske hefur verið á móti því að öld- ungadeildin skipti sér af málinu og segir að yfirheyrslur þar eigi eftir að stofna yfirheyrslum hans í hættu. Demókratar hafa einnig verið því andsnúnir að öldungadeildin hefji yfirheyrslur en þeir segja að repú- blikanar geri allt of mikið úr Whitewater-málinu og reyni hvað þeir geti til að sverta nafn forsetans neeieinkonn hans Hillarv. Rent.pr ListiSchindlers vinsælust Kvikmynd Stevens Spiel- bergs, Listi Schindlers, þykir langlík- legust til að verða valin besta myndin á óskarsverð- launahátíðinni, sem fram fer í Los Angeles næstkomandi mánu- dag, samkvæmt könnun sem gerð var af CNN sjónvarpstöðinní og USA Today. Listi Schindlers fékk alls 34% atkvæöa en næst á eftír henni kom Flóttamaðurinn, með Harri- son Ford í aðalhlutverki, sem fékk 26%. Þá fékk kvikmyndin í nafni föðurins 6% atkvæða, Píanó 5% og Dreggjar dagsins aðeins 4%. 22% sögöust ekki hafa neina skoðun á því hvaða mynd myndi hreppa titilinn sem besta myndin en alls tóku 1.007 Amer- íkanar þátt í könnuninni. Tom Hanks var valinn besti leikarinn fyx-ir hlutverk sitt í Philadelpia og Deborah Winger besta leik- konan fyrir hlutverk sitt í mynd- inni Shadowlands. Hommarkoma fyrirdóm Alls munu 12 menn koma fyrir dóm hjá Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir að vera hommar en það er bannaö með lögum í flestum arabaríkjunum að vera hommi eða lesbía. Auk þess þykir það ein af verstu synd- um sem hægt er að drýgja. Mikil herferð hefur verið gerð að hommum i arabaríkjunum að undanfórnu en ménnimir tólf eru sakaðir um að hafa tekið þátt í óeðlilegum kynferðisleikjum og búist er við að þeir eigi eftir að fá mjög harða refsingu ef ekki dauðadóm. Einn mannanna er sagður vera með alnæmi en það er sjúkdómur sem litið hefúr mátttala um í arabaríkjunum þar sem alnæmi er aðeins sagt táka sér bólfestu í líkama homma og lesbía. Reuter Nýlega var haldin heldur frumleg tiskusýning í London og þar var þessa nýjung að finna frá tískunemanum Sam Jogi frá London College of Fashi- on. Það tók alls sjö tíma að undirbúa llstaverkið sem hlaut nafnið Sea World. Símamynd Reuter MT Vinningstölur miðvikudaginn:16. mars 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING Qj 6af6 3 12.116.000 n 5 af 6 LÆ+bónus 0 1.708.494 Kl 5at6 4 65.482 a 4af6 187 2.228 ra 3 af 6 Ci+bónus 813 220 Aðaltölur: (32)(36)@ BÓNUSTÖLUR ©(§)(§) Heildarupphæð þessa viku: 38.913.918 áísi.: 2.565.918 mmm ' 11 ■■■ ■ , , , ■ .. .. . ",n' fjj Uinningur fór til: Danmerkur (2), Svíþjóðar. UPPLYSINGAH, SlMSVABI »1- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FVRIRVARA UM PRENTVILLUR Sakaðurumað vinna meðnasist- umístríðinu Frakkinn Paul Touvier er nú fyrir rétti en hann er sakaður um að hafa unnið með nasistum í seinni heims- styrjöldinni og einnig hefur hann verið sakaður um að hafa látið taka sjö gyðinga af lffi í júní árið 1944 þeg- ar hann starfaði sem yfirmaður leyniþjónustu franska þjóðvarðliðs- ins í Lyon þegar Frakkland var her- numið af Þjóðverjum. Touvier, sem verður 79 ára eftir þrjár vikur, hefur verið í felum sl. 50 ár en hann er fyrsti Frakkinn sem kemur fyrir rétt sakaður um stríðs- glæpi. Hann var í skotheldum tóefa í dómsalnum og reyndi að gera lítið úr J>ví sem vitnin höfðu að segja. Hann sagöi m.a. að vitnaleiðslur gegn honum kæmu allt of seint og því væri ekki hægt að taka þær gild- ar. Reuter Nýtt Nýtt Aukin ökuréttindi Ath.: Dagnámskeiðið hefst kl. 12.00 og kvöldnámskeiðið kl. 17.40 þann 21. mars. Kennt verður að Ánanaustum 15, Reykjavík (Stjórnunarfélag íslands). Vinsamlega skráið ykkur í tíma því námskeiðin eru að fyllast. Ökuskóli Sigurðar Gíslasonar, skrifstofa, Suðurlandsbraut 16, Reykjavík sími 81 19 19 og 985-24193 OPIÐ ALLA HELGINA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.