Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1994, Qupperneq 18
■>s FÖSTUDAGUR 18. MARS 1994 íþróttir unglinga Unglingalandslið karla í borðtennis: Ísland sigraði Svíþjóð í fyrsta landsleiknum - Guðmundur væri toppmaður í Svíþjóð, sagði þjálfari Svíanna . í ' Guðmundur Stephensen, hinn 11 ára Víkingur, lagði Svíana i öllum sínum leikjum. DV-myndir Hson Unglingalandslið íslands, undir 16 ára, lék landsleik í borðtennis gegn Svíþjóð í Laugardalshöll 13. mars og og sigruðu okkar strákar, 7-2. ís- lenska liðiö lék mjög vel og ljóst að framfarir hjá Ingólfi Ingólfssyni hafa orðið gífurlegar að undanförnu. Það er þó á engan hallað þó það komi fram að Guömundur Stephensen, 11 ára, var í algerum sérflokki i lands- leiknum og sigraði hann Svíana í öllum þrem leikjum sínum. Sænsku leikmennirnir eru allir í hópi þeirra albestu í sínum aldurs- flokki í Svíþjóð - en þeir verða allir 14 ára á þessu ári. Góður leikmaður bættist í íslenska liðið í Svíþjóð en það er Adam Harð- arson sem hefur lengi verið búsettur í Stokkhólmi og æft og spilað af fuU- um krafti undanfarin ár - og styrkti hann liðið mjög. Hinn stóri sigur íslands hefur vak- ið mikla athygli í Svíþjóð og þeir hjá sænska Borðtennissambandinu skilja hreint ekkert í því hvernig standi á þessu stóra tapi á íslandi, því engar sögur fara af góðu gengi íslenskra borðtennisleikara á alþjóð- legum vettvangi. Umsjón Halldór Halldórsson Boðsmót á laugardeginum Á laugardaginn fyrir landsleikinn var haldið hoðsmót í Kennaraháskól- anum og var sænska landsliðið þar með. Úrsht urðu þau að Guðmundur sigraði alla andstæðinga sína-og lék úrslitaleikinn gegn Ingólíi Ingólfs- syni og sigraði í oddaleik, 21-10. Guðmundur frábær Þjálfari sænska liðsins, Peter Áhlgren, kvað frammistöðu íslensku strákanna hafa komiö sér mjög á óvart: „Ég hef ekki áður séð íslenska spU- ara og varð ég mjög hissa á getu þeirra. Þeir náðu sér mjög vel á strik í flestum leikjanna. - En ég er að sjálfsögðu mjög óánægður meö leik minna manna og veit ég að þeir geta betur - en svona gengur þetta bara - það er ekki aUtaf hægt að vinna. Að mínu mati myndi Guðmundur Stephensen vera toppmaður í flokki 11 ára í Svíþjóð, í það minnsta. Guð- mundur er mjög tekniskur og harð- skeyttur spUari. Það væri mjög gam- an að sjá Guðmund leika gegn sterk- ustu Svíunum í ílokki 11 ára, en ég held að hann stæði uppi sem sigur- vegari - hann er það góður. Það bendir því aUt tU þess að Island komi til með að eignast borðtennisstjörnu í heimsklassa," sagði Ahlgren. Gott veganesti fyrir Evrópumótið í París Sigurður Valur Sverrisson, formað- ur Borðtennissambandsins, kvaðst mjög ánægður með hina stórkostlegu frammistööu íslenska Uðsins: „Þetta sænska lið er mjög sterkt, því allir þessir strákar voru í topp- baráttunni á sænska meistaramót- inu - svo það eru engir aukvisar hér á ferð. Við hljótum því að vera bjart- sýnir í framhaldi af þessum góða árangri. Næsta verkefni strákanna verður Evrópumót ungUnga í Paris 15. júlí,“ sagði Sigurður. Verður Dao Ben áfram? Það er ljóst að hinn kínverski þjálf- ari, Hu Dao Ben, á mikinn þátt í þess- ari velgengni hjá unglingalandshð- inu og vonandi starfar þessi snjalh þjálfari áfram á íslandi. Úrslit leikja: Guðmundur Stephensen, í„ sigraði Niklas Ahlström, S., 21-18, 21-23, 21-15. Adam Harðarson, í., tapaði fyrir Petter Turegard, S., 13—21, 20-22. Ingólfur Ingólfsson, í., sigraði Tob- ias Larsson, S„ 22-20, 21-11. Adam Harðarson, í„ sigraði Niklas Ahlström, S„ 15-21, 21-13, 21-18. Guðmundur Stephensen, í„ sigraði Tobias Larsson, S„ 16-21,21-7,21-19. Ingólfur Ingólfsson, í„ tapaði fyrir Petter Turegard, S„ 12—21,13-21. Adam Harðarson, í„ sigraði Tobias Larsson, S„ 21-23, 21-16, 21-17. Ingólfur Ingólfsson, í„ sigraði Ni- klas Ahlström, S„ 21—16, 21-17. ísland sigraði því í 7 leikjum gegn 2 sigrum Svía, sem er frábær árangur þar sem Sviar eru ein besta borð- tennisþjóð í heimlnum. Ljóst er af þessu að framfarir í borðtennis- íþróttinni hér á landi hafa verið gíf- urlegar undanfarin ár. -Hson Petter Turegard er talinn eitt mesta borðtennisefni Svía nú. Leikur hans gegn Guðmundi bauð upp á allt það besta í borðtennis. Sænska landsliðið er skipað mjög efnilegum spilurum. Frá vinstri: Tobias Larsson frá Trollhattan, Petter Turegard frá Stokkhólmi, Peter Ahlgren þjálf- ari og Niklas Ahlström frá Malmö. islenska landsliðið eftir hinn glæsta sigur gegn Svium. Frá vinstri: Adam Harðarson, Ingólfur Ingólfsson, Guðmund- ur Stephensen og Kristján Haraldsson þjálfari. Næsta verkefni strákanna verður Evrópukeppni unglingalandsliða, u-15 ára, í París 15. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.