Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994
Erlendbóksjá
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Thomas Keneally:
Schindler's Ust.
2. Jeffrey Archer:
Honour among Thieves.
3. Vikram Seth:
A Suitable Boy.
4. James Clavell:
Gal-Jin.
5. P.D. James:
The Children of Men.
6. John Grisham:
The Pelican Brief.
7. Terry Pratchett:
Johnny and the Dead.
8. Terry Brooks:
The Talismans of Sbannara.
9. Catherine Cookson:
The Year of the Virgins.
10. Joanna Trotlope:
The Rector's Wife.
Rit almenns eðlis:
1. J. McCarthy 8t J. Morrell:
Some Other Rainbow.
2. Jung Chang:
WiTd Swans.
3. Alan Clark:
Diaries.
4. Brian Keenan:
An Evil Cradting.
5. Stephen Fry:
Paperweight.
6. Gerry Conlon:
Proved Innocent.
7. Nick Hornby:
Fever Pitch.
8. Steve Jones:
The Language of the Genes.
9. Gordon West:
Jogging Round Majorca.
10. James Gleick:
Genius.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
Skátdsögur:
1. Peter Hoeg:
Freken Smillas
fornemmelse for sne.
2. Michael Crichton:
Kuglen.
3. Toni Morrison:
Sula.
4. Bjarne Reuter:
En rem af huden.
5. P.G. Wodehouse:
Lad PSmitb klade den.
6. Isabel Allende:
Andernes hus.
7. Christopher Davis:
Philadelphia.
(Byggt á Politiken Sondag)
Gagnrýnar
skáldsögur
Einn kunnasti rithöfundur Víet-
nama um þessar mundir heitir Du-
ong Thu Huong. Hún er 47 ára aö
aldri og býr aö ýmsu leyti viö svipað-
ar aðstæður og kollegar hennar
gerðu á síðustu árum Sovétríkjanna.
Bækur hennar fást til dæmis ekki
lengur útgefnar í heimalandi hennar
þar sem ríkisvaldið stýrir allri þóka-
útgáfu. Þær sjást heldur ekki í hillum
bókaverslana. Samt eru þær mikið
lesnar í landi þar sem um 90% þjóð-
arinnar kunna að lesa og bækur eru
ennþá mikilvægari en sjónvarp.
Blaðamaður bandaríska stórblaðs-
ins New York Times heimsótti Du-
ong nýlega í heimaborg hennar,
Hanoi, en fyrir skömmu kom skáld-
saga eftir hana út í Bandríkjunum.
Sú heitir Paradise of the Blind eða
Paradís hinna blindu og gefur að sögn
gagnrýnenda sterka mynd af mann-
lífi í Víetnam hin síðari ár og rótgró-
inni pólitískri spillingu. Hin illu öfl
í sögunni eru ekki bandarískir her-
menn Víetnamstríösins, enda gerist
sagan að því loknu, heldur spilltir
póhtíkusar sem hafa svikið hugsjón-
ir byltingarinnar sem kom þeim til
valda.
„Það sem ég skrifa er yfirleitt byggt
á því sem ég sé í kringum mig,“ seg-
ir hún. Og bætir við: „Stundum sé
ég hræðilega hluti.“
Sjö mánuði í fangelsi
Sjálf man Duong stríðið vel. Hún
var dóttir eins af skæruliðaforingj-
um Ho Chi Minhs. Tvítug að aldri fór
Duong Thu Huong á heimili sínu i
Hanoi.
Umsjón:
Elías Snæland Jónsson
hún að skemmta hermönnum á víg-
stöðvunum með leiksýningum.
Seinna skrifaöi hún svo skáldsögur
sem náðu miklum vinsældum.
Duong yfirgaf kommúnistaflokk
landsins árið 1990. Sjálf kveðst hún
hafa verið rekin úr flokknum en
starfsmenn flokksins segja aö hún
hafi sagt sig úr honum. Hvað sem
því líður þá var hún handtekin ári
síðar, í apríl 1991, og látin dúsa í fang-
elsi í sjö mánuöi án dóms og laga.
Henni var gefiö að sök að hafa ætlað
að smygla „afturhaldsskjölum" úr
landi. Þar var átt við ritsmíðar henn-
ar sjálfrar.
„Eg var færð út fyrir Hanoi og hald-
ið þar í pínulitlu herbergi," sagði hún
í viðtalinu við New York Times.
„Þeir heimtuðu aö fá að vita hvort
ég hefði haft samband við hættulegt
fólk - útlendinga eða Víetnama sem
búa erlendis. Það var allt saman yf-
irskin til að áreita mig og hræða.“
Fljótlega var hún sett í fangelsi. „Á
klefa mínum var enginn gluggi - að-
eins hurð með litlu gati sem hægt
var að kíkja út um,“ sagði hún.
Fangavistin fór illa með hana lík-
amlega; hún léttist til dæmis um
hátt í tuttugu kíló.
Sumarið sem hún var i fangelsinu
hrundu Sovétríkin, en til þeirra
höfðu kommúnistar í Víetnam lengi
sótt stuðning. „Þegar Sovétríkin
voru að hverfa varð augljós breyting
á afstöðu lögreglumannanna til
mín,“ segir Duong. „Ég gat rökrætt
við þá og þeir hlustuðu á þaö sem
ég hafði að segja. Jafnvel fangaverð-
irnir viðurkenndu í mín eyru aö þeir
tryðu ekki lengur á Marxismann.
Margir þeirra höfðu lesið bækur
mínar."
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grisham:
The Client.
2. Thomas Keneally:
Schindler's List.
3. Belva Plain:
Whispers.
4. Larry McMurtry:
Streets of Laredo.
5. Jobn Jakes:
Homeland.
6. Catherine Coulter:
Lord of Raven's Peak.
7. Jarnes A. Michener:
Mexico.
8. John Sandford:
Winter Prey.
9. Steve Martini:
Prime Witness.
10. Robert B. Parker:
Paper Doll.
11. Peter Straub:
The Throat.
12. Kevin J. Anderson:
Jedi Search.
13. Larry Bond:
Cauldron.
14. Richard North Patterson:
Degree of Guílt.
15. Sue Miller:
For Love.
Rit almenns eðlis:
1. Thomas Moore:
Care of the Soul.
2. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
3. Maya Angelou:
I Know why the Caged Bird
Sings.
4. Aphrodite Jones:
Cruel Sacrifice.
5. Joan W. Anderson:
Where Angels Walk.
6. Deborah Laake:
Secret Ceremonies.
7. Peter Mayle:
A Year in Provence.
8. Gait Sheehy:
The Silent Passage.
9. Benjamin Hoff:
The Tao of Pooh.
10. Deborah Tannen:
You Just Don't Understand.
11. Martin L. Gross;
A Call for Revolution.
12. Gerry Conlon:
In the Name of the Father.
13. Bernie S. Siegei;
Love, Medicine, and
Miracles.
14. H.G.Moore&J.L.Galloway:
We Were Soldiers
Once.. .and Young.
15. Rush Limbaugh:
The Way Things Ought
to Be.
(Byggt á New York Times Book Revlew)
Vísindi
Slæmar fréttir fyrir skemmdarvarga:
Sykur í bensín gerir
bílvélum ekki mein
Það þýðir ekkert að hella úr svona poka t bensintank bíls ef menn ætla sér
að vinna skemmdarverk.
Haröari en
demantar
Allir vita hvað demantar eru:
hreinir kolakrystallar. Og þar aö
aukl haröasta efnið sem til er.
Eöa hvað?
Tveir vísindamenn, þeir Char-
les M. Lieber og Chumxning Niu,
viö Harvard háskólann í Banda-
ríkjunum, hafa búið til efhi sem
þeir segja að sé hugsanlega enn
harðara en demantar, efni sem
er blanda kolefnis og niturs. Lie-
ber segir að tilraunir hafi staðfest
að sameindabygging eínisins sé
sterk. Ekki er þó hægt að kanna
hörku þess fyrr en tekist hefur
að búa til stórt og hreint stykki
af því.
Annar vísindamaöur spáði fyr-
ir hörku koleftiis og nitursam-
bands árið 1989. Efnið verður
hugsanlega hægt að nota sem
húöunarefni í iðnaði.
Ratsjáin fer
í mann-
greinarálit
Við Washington háskólann í St.
Louis í Bandaríkjunum er nú
verið að vinna að nýrri ratsjá sem
getur gert greinarmun á flugvél-
um sem fljúga inn í geisla henn-
ar. Hún getur sem sé séö hvort
um er að ræöa flugvél sem ógn
gæti 8taðiö af.
Ratsjár þær sem nú eru í notk-
un greina ekki á milli flugvéla og
getur það haft hörmulegar afleið-
ingar, eins og þegar Bandaríkja-
menn skutu niöur íranska far-
þegavél áriö 1989.
Bófar heimsins, bæöi raunveruleg-
ir og uppdiktaðir, hafa kynslóð fram
af kynslóð talið sig vera að eyðileggja
bíla náungans með því að hella sykri
í bensíngeyma þeirra. Samkvæmt
þjóðsögum þorparanna kemst sykur-
inn með því móti inn í þílvélarnar
og eyðileggur í þeim ventlana.
Lögreglunni er að sjálfsögðu mæta-
vel kunnugt um sykurbrelluna og
þegar grunur leikur á að henni hafi
verið beitt sogar hún bensín úr tank-
inum og sendir í greiningu. John
Thornton, prófessor í glæpafræðum
við Berkeley háskólann í Kaliforníu,
segir hins vegar að þessi lífseiga
þjóðsaga meðal bófanna sé bara alls
ekki á rökum reist. Þar sem sykur
leysist ekki upp í bensíni kemur
hann ekki fram í bensíni sem hefur
verið sogað upp úr geymi með sog-
röri. Af sömu ástæðum fer sykurinn
heldur ekki inn í véhna og jafnvel
þótt svo væri myndi hann ekki gera
mikinn óskunda, að sögn Thorntons.
Thornton starfaði hjá glæparann-
sóknarstofu lögreglunnar áður en
hann sneri sér að háskólakennslu og
það var á þeim vettvangi sem for-
vitni hans um sykurblandað bensín
vaknaði fyrst.
„Rannsóknarlögreglumenn komu
öðru hverju með bensínkönnu og þaö
brást ekki að þeir höfðu sogaö bens-
ínið upp úr bílgeymi,“ segir Thom-
ton.
Um síðir ákvað Thomton að rann-
saka hvort hugboð hans um að sykur
leystist ekki upp í bensíni væri rétt
en það byggði hann á grundvallar-
prinsippum efnafræöinnar. Sykur-
inn myndi þvi setjast á botninn á
bensíntankinum þar sem sogrörið
næði ekki til hans.
Hann merkti sykur með geislavirk-
um kolefnisatómum og blandaði
honum saman við bensín. Hann setti
blönduna síöan í skilvindu sem skildi
eindimar sem ekki höfðu leyst upp
frá vökvanum. Magn geislavirkni í
vökvanum sýndi hversu mikill hluti
sykursins leystist upp í bensíninu.
Það reyndist vera sáralítið, ekki
nema tæplega ein teskeið í sextíu
lítra tanki.
„Þegar öllu er á botninn hvolft
leysist sykur bara ekki upp í bens-
íni,“ segir Thomton. Og jafnvel þótt
svo væri myndi hann ekki gera mik-
ið af sér. Thornton vísar í rannsókn-
ir verkfræðinga sem helltu kvart-
kílói af sykri beint í vélarblöndung
og eini afraksturinn var svartur
reykur. Engar skemmdir.
„Sykur í bensíntankinum er aUs
ekki eins slæmt og við höfum alltaf
haidið," segir Thomton.
Klósettíhúsun-
um í Pompei
Hollenskir fornleifafræðingar
fullyrða að klósett hafi verið í
næstum öllum húsum í gömlu
rómversku borgunum Hercul-
aneum og Pompei. Þar með hafa
þeir kveðið niður þá þjóðsögu aö
Rómverjar hafi yfirleitt gert þarf-
ir sinar á almenningssalernum.
Klósett Rómverjanna vom
ýmist á bak við sérstakt tjald í
eldhúsinu, úti í garði eða undir
tröppum húsanna. Klósettskálin
var úr steini og hvíldi hún á sér-
stöku röri. Við enda rörsins var
svo ílát sem húseigendur gátu
fengið tæmt gegn sérstakri
greiðslu.
Ilmefni gerirbý-
flugurvitlausar
Afrísku drápsbýflugurnar sem
mörgum stendur stuggur af hafa
nú loks fyrirhitt ofjarl sinn þar
sem eru svoköllaðar Höíða-
býflugur frá Suðiu--Afríku. Þegar
þær síöarnefndu ráðast inn í bú
hinna gefa svokaUaðar plat-
drottningar Höfða-býflugnanna
frá sér ilmefhi sem fær drápsflug-
umar til að ráðast hverja gegn
annarri.
Drápsbýln verða hreinlega
brjáluð af ilmefninu sem plat-
drottningamar gefa frá sér og
ráðast á allt sem fyrir er. Að end-
ingu taka Höfða-býin svo öll völd
í búinu.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson