Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Page 14
14
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994
Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Neytendur með í ráðum
Þegar bankastjórar og kaupmenn skrifuðu undir
samning um bankakortamálið, var þriðji málsaðilinn
hvergi sjáanlegur. Neytendur eða samtök þeirra voru
ekki aðilar að samningnum eða undirbúningi hans. Varð-
ar efni hans þó þann málsaðila ekki síður en hina tvo.
Bankakortamálið snýst um, hvemig eigi að dreifa
kostnaði og spamaði af nýju greiðsluformi í almennum
viðskiptum. Niðurstaðan varð auðvitað, að sá aðili, sem
ekki var við samningaborðið, skyldi bera mestan hluta
kostnaðarins og fá alls engan hluta af spamaðinum.
Samkeppnisstofnun hefur lýst þennan samning ógild-
an og er það vel. Væntanlega verður kallað til Neytenda-
samtakanna, þegar gerð verður önnur tilraun til að skipta
kostnaði og spamaði af hinum nýju bankakortum, en
bönkum ekki leyft að keyra þau áfram á undanþágu.
Neytendur hafa aðgang að kortum, sem þeir bera lít-
inn kostnað af, svo framarlega sem þeir forðast verzlan-
ir, sem okra á korthöfum með svokölluðum staðgreiðslu-
afslætti. Þetta em krítarkortin. Flestar neyzluvömverzl-
anir okra ekki á notendum krítarkorta með þeim hætti.
Neytendasamtökin mættu raunar veita neytendum
betri fræðslu um, í hvaða búðum er sama verðgildi á
kortum þeirra og á seðlum eða ávísunum. Þannig mætti
bijóta niður óbeina gjaldtöku kaupmanna, sem í flestum
tilvikum er hærri en sem nemur kostnaði þeirra.
Ekki er sjáanleg nein ástæða fyrir handhafa krítar-
korta að taka í staðinn upp notkun hinna nýju banka-
korta í einhverjum hluta viðskipta sinna. Þeir þurfa að
borga afgreiðslugjald af bankakortum, en ekki af krítar-
kortum. Gjaldið er miðað við verð á ávísanaheftum.
Fólk mun hins vegar smám saman neyðast til að taka
upp bankakortin í stað ávísanahefta í þeim viðskiptum,
þar sem það notaði áður ávísanir. Ennfremur má búast
við, að bankamir hafi með sér samráð um að þrýsta al-
menningi frá krítarkortum yfir í bankakort.
Ólöglegur samningur bankastjóra og kaupmanna um
bankakort er fyrirtaks dæmi um, að neytendur eru yfir-
leitt aldrei spurðir neins hér á landi. Þeir eru til dæmis
orðalaust látnir bera tólf milljarða kostnað á hveiju ári
af verzlunaránauð ríkisvaldsins á sviði búvöru.
Ef Alþingi stendur andspænis vah milh hagsmuna
framleiðenda og neytenda, velur það undantekningar-
laust hagsmuni framleiðenda. Þannig kemur ríkisvaldið
einnig fram í fjölþjóðasamningum. Ahtaf eru gerðar kröf-
ur fyrir hönd íslenzkra framleiðenda, en ekki neytenda.
Neytendum kæmi bezt, ekki sízt á tímum lágra launa
og skorts á vinnu, að hér á landi ríkti almennt innflutn-
ings- og verzlunarfrelsi, lítið sem ekkert hindrað af völd-
um skattheimtu. Alþingi og ríkisstjórn reyna hins vegar
að takmarka þennan aðgang neytenda sem ahra mest.
í þessu andrúmslofti fyrirhtningar á neytendum, sem
gegnsýrir yfirstéttina á Alþingi og í ríkisstjórn, er við
því að búast, að bankastjórar og kaupmenn telji sig ekki
þurfa að kaha á fuhtrúa neytenda, þegar þeir semja um
að láta neytendur kosta hagræðingu í bankakerfmu.
Samkeppnisstofnun er sá armur ríkiskerfisins, sem
helzt hefur það hlutverk að gæta hagsmuna neytenda
gegn ofurvaldi sérhagsmuna af ýmsu tagi. Æskilegt er,
að stofnunin sjái, hversu mikhvægt er, að neytendur fái
fuha aðhd að samningum um hin nýju bankakort.
Með óghdingu stofnunarinnar á samningi bankastjóra
og kaupmanna hefur myndazt tækifæri th að taka þráð-
inn upp á eðhlegan hátt, með aðhd fuhtrúa neytenda.
Jónas Kristjánsson
Buthelezi gefst
upp fyrir de Klerk
og Mandela
Eini stjórnmálaforinginn í Suöur-
Afríku sem haföi á valdi sínu að
hindra að fyrstu almennu þing-
kosningar í landinu yröu að fullu
marktækar hefur tekið sinnaskipt-
um. Viku fyrir fyrsta kjördag
ákvað Mangosuthu Buthelezi að
láta flokk sinn, Inkatha, bjóða
fram. Þar með er endanlega hrunið
bandalag hægrisinnaðra Búa og
afrískra þjóðílokkaleiðtoga, sem
höfðu sett sér að knýja fram frest-
un kosninganna og skiptingu
landsins í sjálfstjórnarsvæði eftir
þjóðemum.
Buthelezi er ættarhöfðingi meöal
Súluþjóðflokksins og hefur um ára-
bil barist um fylgi Súlúmanna við
Afríska þjóðarráðið sem stefnir aö
einingarríki án þjóöernagreining-
ar. Hafa þúsundir manna fallið í
erjum milh baráttusveita Inkatha
og Þjóðarráðsins.
Stjórnmálafræðingar í Suður-
Afríku halda því fram aö einungis
þriðjungur Súlúmanna fylgi In-
katha að málum, einkum sveitafólk
sem heldur fast við fomar ætt-
flokksvenjur. Súlumenn í borgun-
um og þeir sem menntun hafa hlot-
ið fylgi flestir Þjóöarráðinu.
Tregða Buthelezi til aö láta flokk
sinn taka þátt í kosningunum er
af mörgum rakin til aö honum sé
vel ljóst að fjarri fari því að þorri
Súlúmanna styðji Inkatha, eins og
hann vill vera láta, og kæri sig
ekki um að láta það koma í ljós við
kjörborðið. En með því að ganga
svo seint til kosningabaráttu getur
Buthelezi kennt þeim aöstæðum
um lélegan kosningaárangur.
Annað rak hka á eftir Súluleið-
toganum að bjóða fram. Þjóðflokk-
ur hans hefur fram til þessa verið
sviptur stjórnmálaréttindum eins
og aðrir svertingjar og mörgum
Súlúmönnum þótti súrt í broti að
fá ekki að neyta kosningaréttar
Erlend tíöindi
Magnús Torfi Ólafsson
loksins þegar hann fékkst.
Loks kemur það til að Buthelezi
hefur reynt aö láta líta svo út að
hann sé að berjast fyrir málstað
konungs Súlúmanna og bróöur-
sonar síns, Goodwih Zwehthini.
Konungur nýtur mikihar virðingar
með þjóðflokknum og þess hefur
gætt að honum gast ekki ahs kostar
að hótunum Buthelezi að hindra
framkvæmd kosninga á yflrráða-
svæði þeirra með vopnavaldi.
Það eina sem gengið var frá á
úrslitafundi Buthelezi með Frede-
rik W. de Klerk forseta og Nelson
Mandela, foringja Þjóðarráðsins,
var að staða konungs yrði óbreytt
eftir kosningar. Kröfu Buthelezi
um sjórnarskrárbreytingar var
vísað til meðferðar væntanlegs
þings, sem jafnghdir frávísun þvi
enginn efast um að þjóðarráðið
sigri í kosningunum.
Kosningaspár gera ráð fyrir að
Þjóðarráðið fái allt að 60% fylgi og
Þjóðarflokkur de Klerks komi
næstur með 13%. Kosningarnar
standa frá þriðjudegi til fimmtu-
dags í næstu viku. Á kjörskrá eru
tæpar 23 mhljónir manna og hafa
þrír fimmtu þeirra aldrei fyrr haft
kosningarétt. Kosningaundirbún-
ingur hefur því að miklu leyti snú-
ist um að kenna væntanlegum
kjósendum að greiða atkvæði.
Fuhvíst þykir að Nelson Mandela
verði kjörinn fyrsti forseti nýrrar
Suður-Áfríku og de Klerk annar
tveggja varaforseta hans. Þetta ger-
ist fjórum árum eftir að sá síðar-
nefndi ákvað að láta hinn fyrr-
nefnda lausan eftir 27 ára fanga-
vist.
Síðan hefur stjómmálafrelsi ver-
ið komið á og kynþáttaaðskhnaður
afnuminn. Við tekur ríkisstjóm
þar sem mismunandi stjómmála-
öflum er tryggð hlutdehd, framan
af að minnsta kosti, þótt Þjóðarráð-
inu sé spáð meirihlutaaðstöðu.
í kosningabaráttunni hefur de
Klerk bent Búum, sem óttast al-
ræði svertingja, á aö í nýju stjórn-
arskránni séu skýr ákvæði um al-
menn mannréttindi og settur verði
á stofn stjórnlagadómstóll th að
fylgja þeim fram.
Náin samvinna de Klerks og
Mandela er meginástæða th að sá
árangur hefur náðst sem ætlunin
er að staöfesta meö kosningunum
í vikunni. Þeir reynast hafa reikn-
að rétt þegar þeir töldu að But-
helezi myndi sjá sig um hönd og
slást í kosningalestina þegar hann
sæi að skriður væri kominn á hana.
Vopnaðir hópar ofstækisfullra
Búa hafa enn í hótunum að þeir
muni reyna að hleypa kosningun-
um upp en þær heitingar eru ekki
teknar jafn alvarlega og fyrir fáum
vikum. Þessar sveitir fóru hrakför
þegar þær reyndu að halda við völd
bandamanni sínum í einu heima-
landi svertingja og eftir að But-
helezi sneri við blaðinu standa þær
einangraðar.
Stuðningsmaður Inkatha festir upp kosningaspjald með mynd af flokksforingjanum Buthelezi. Simamynd Reuter
Skoðanir annarra
Dauðarefsingin lengi lifi
A „Líthl vafi' leikur á því að þingmenn í fulltrúa-
dehdinni eru ákafir fylgismenn dauðarefsingar. í
glæpafrumvarpinu, sem kom frá öldungadeildinni
síðasthðið haust, náði dauðarefsingin til tuga glæpa.
Dauðarefsingin mun ná til næstum sjötíu tegunda
glæpa ef fmmvarpsdrög fulltrúadehdarinnar verða
að lögum og allar líkur eru á að það gerist. Þrjár
misheppnaðar tilraunir voru gerðar til að mhda
dauðarefsingarákvæðin en fylgismenn dauðarefs-
ingar voru þrisvar sinnum fleiri en hinir.“
Úr leiðara Washington Post 19. apríl.
Tími ákvarðana
„Sameinuðu þjóðirnar verða að gera það upp við
sig hvort þær ætla aðeins að afhenda sveltandi íbúum
Bosníu neyðarhjálp, halda friðinn meö takmörkuðu
umboði eða skerast í leikinn og framfylgja vopna-
hléinu og binda enda á blóðbaðið eins fljótt og auðið
er. Bretar hafa tekið þátt í starfmu í tvö ár en nú
verður að fara fram nákvæm könnun á því hveiju
hersveitir SÞ hafa fengið áorkað í Bosníu.“
Úr leiðara Daily Express 18. april.
Vanmáttur markaðarins
„Hehsugæsla í Bandaríkjunum er fullkomið
dæmi um vanmátt markaðarins. Stór hluti umfram-
eyðslunnar fer í ónauðsynlegar aðgerðir, svo sem
fegrunarlækninar. Stór hluti fer einnig í stjórnunar-
kostnað vegna hehsutrygginga. Það eru meiri líkur
á að markaðurinn auki skrifræöið en dragi úr þvi.
Það virðist einmitt vera að gerast hér. Þremur árum
eftir að umbætur hófust í hehbrigðiskerfinu hefur
hjúkrunarfræðingum fækkaö um 20 þúsund en
stjórnendum hefur fjölgað um 16 þúsund og skrif-
stofufólki um 28 þúsund."
Úr leiðara Independent on Sunday 17. apríl.