Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Page 23
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 23 Sauma þjóðbúninga í aflögðu samkomuhúsi Jón Þórðarsan, DV, Rangárþingi: Tvær framtakssamar konur í Rangárvallasýslu, þær Guðný Al- berta Hammer á Rauöalæk og Salvör Hannesdóttir á Arnkötlustöðum, hófu nú nýlega framleiðslu á þjóð- búningum í gamla samkomuhúsinu á Laugalandi í Holta- og Landsveit, en hætt var að nota það fyrir um tíu árum. Fyrst í stað sauma þær ein- göngu búninga á stelpur, en segja að vel sé inni í myndinni að færa út kvíamar í framtíðinni. Undirmerkjum atyinnuátaks Starfsemin í samkomuhúsinu er undir merkjum átaksverkefnis í at- vinnumálum en markvisst átak í at- vinnumálum í vesturhluta Rangár- vallasýslu hófst á vordögum 1993. Hefur ýmis atvinnustarfsemi og námskeið í sýslunni farið af stað á vegum þess. „Forsvarsmenn verkefnisins boð- uðu konur sem vildu skapa sér ein- hveija atvinnu á fund og þar kom upp þessi hugmynd sem við gripum höndum tveim,“ segja þær Guðný Aiberta og Salvör. Þá hófst leit að hentugu húsnæði fyrir starfsemina og eftir nokkrar umleitanir var ákveðið að leita til sveitarfélagsins sem er eigandi gamla samkomuhúss- ins á Laugalandi. Forsvarsmenn sveitarfélagsins tóku umleitan þeirra ljúfmaruilega og fengu þeim hluta hússins til umráða. En þar með var ekki öll sagan sögð því að húsið þarfnast mikiUa endur- bóta. Raunar fengu þær afnot af því gegn því að gera endurbætur á því sjálfar. „Það fóru fleiri konur af stað þó að við séum þær einu sem hafa haldið þetta út enn sem komið er - við vonumst samt til að sjá sem flest- ar þeirra héma með okkur í hús- næðinu við einhver verkefni. Nokkr- ar þeirra hafa aðstoðað okkur við að koma aðstöðunni í sómasamlegt horf og eins höfum við fengið dygga að- stoð eiginmanna, barna og fleiri hjálpsamra vina,“ segja Guðný Ai- berta og Salvör. Satunastofan er á sviðinu sem þær lokuðu af frá salnum en hann er illa farinn. Þær hugsa sér að ráðast í úrbætur á honum í framtíðinni ef fjölgar í hópnum. Frá kynslóð til kynslóðar Það er vandaverk að framleiða þjóðbúninga enda um að ræða mik- inn og fremur flókinn satunaskap. Slík skrautklæði ganga gjarnan á milh stúlkna, ýmist miili systra eða frænkna og jafnvel kynslóð fram af kynslóð ef saumaskapurinn er vand- aður, því sniöin og efnin eru sígild, þótt eigendumir stækki upp úr bún- ingunum þegar þeir eldast. Enn sem komið hafa þær Salvör og Guðný Alberta eingöngu framleitt þjóðbúninga á stelpur, að 12-14 ára aídri: „Við höfum ekki enn hugsað alvarlega um að sauma búninga á stráka, en slíkt kemur vel til greina ef eftirspurn verður. Einnig er inni í myndinni að sauma búninga á full- orðna ef undirtektir verða góðar,“ segja þessar athafnasömu Holtakon- ur sem veðja á það að íslendingar skarti þessum þjóðlegu klæðum nú á lýðveldisári. Signý Egilsdóttir í bláum búningi. Höfuðfat hennar kallast bátur og er meira ætlað yngri telpunum. Berglind Kristinsdóttir er í rauðum búningi með hvíta svuntu og Andrea Pálsdóttir með köflótta svuntu. Eldri telpurnar eru með skotthúfu á höfði. Þær Guðný Alberta Hammer, t.v., og Salvör Hannesdóttir hafa hafið framleiðslu á þjóðbúningum á sviði í aflögðu samkomuhúsi og veðja á að íslendingar skarti þjóðbúningnum á lýðveldisárinu. f'm FERÐIR /////////////////////////// ALLA MÁNUDAGA Auglýsingar og upplýsingar um allt það helsta sem er á boðstólum í ferðamöguleikum innanlands sem utan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.