Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1994, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1994
Fréttir
Sauma þurfti átján spor eftir fólskulega árás á ungan mann í Keflavik:
Kom með hníf í hendinni
oq rak í síðuna á mér
Ægir Már, DV, Suðumesjabæ:
„Hann kom úr eldhúsinu meö hníf
í hendinni og rak í síðuna á mér.
Hann var ekkert að hika með hnífinn
heldur sveiflaði honum í allar áttir.
Ég ætlaði að afvopna hann til að forð-
ast fleiri stimgur. Ég náði að grípa í
höndina á honum og tók utan um
hnífsblaðið en skarst töluvert við
það. Hann lét hnífinn síðan vaða í
áttina aö mér en ég náði að forða
mér á síðustu stundu. Hnífsblaðið
hafnaði í hurðinni og stórskemmdi
hana,“ segir Bragi Rúnar Hilmars-
son, 23ja ára Keflvíkingur, og fórnar-
lamb hnífstungumanns, viö DV. .
Hnífstungumaðurinn gaf sig fram
við lögreglu í gærdag en víðtæk leit
hafði þá verið gerð að honum.
Ákvörðun um gæsluvarðahald yfir
honum verður tekin í dag.
Átján spor saumuð
Bragi var fluttur á sjúkrahús í
Keflavík eftir þessa hroöalegu árás
þar sem saumuð voru átján spor, sjö
spor í síðuna rétt við rifbeinin, tíu
spor í aftanverðan hálsinn og eitt
spor þurfti að sauma í eyrað. Þegar
hnífurinn lenti í hurðinni brotnaði
oddur framan af honum. Hnífurinn
var notaður sem brauðhnífur.
Átvikið átti sér stað á heimiii Braga
við Hringbrautina í Keflavík um
fimmleytið á sunnudagsmorgun.
•Bragi Rúnar og vinir hans ákváðu
að fara heim eftir aö hafa dvahð í
Þjórsárdal. Þeir hittust heima hjá
Braga seint á laugardagskvöld og
héldu þar gleðskap en fljótlega bætt-
ust fleiri gestir í hópinn, hnífstungu-
maðurinn og vinur hans.
„Við vorum að spjalla saman í ró-
legheitum þegar vinur hnífstungu-
mannsins kastaði stórum þungum
blómapotti á borðstofuborðið sem
hafnaði síðan á fæti systur minnar.
Ég ákvaö þá að vísa þeim á dyr sem
þeir voru ekki sáttir við. Annar stóð
þá upp og ætlaði að rjúka í mig svo
ég sló hann í andlitiö. Þá rauk hinn
inn í eldhús og náði í hnífinn og síð-
an hjálpuöust þeir að við að berja
Sauma þurfti
eftir árásina.
spor á aftanverðan hnakka Braga Rúnars Hilmarssonar
DV-mynd Ægir Már
mig. Þeir spörkuðu í mig liggjandi <
gólfinu, í andlitiö þannig að ég miss ti
meðvitund. Þeir hreinlega stöppuqu
á mér,“ segir Bragi Rúnar.
Hömuðust á honum
„Mér líður mjög illa, er aumur
höfðinu, síðunni, stokkbólginn í an 1
litinu, kjálkinn er stífur og ég heyri
illa með öðru eyranu.“
Systir Braga Rúnars varð vitni að
atburðinum og lýsir honum þannig:
„Þeir hömuðust á honum- eins Qg
þeir væru að beija tuskubrúðu. Þi
spörkuðu í hann og annar þeirra
aði hnífnum allan tímann. Þi
spörkuðu í hann þar sem hann lá!á
gólfinu og þegar ég bað þá að lá!
hann í friði slógu þeir og spörkuqu
í mig. Ég er öll aum í líkamani
eftir barsmíðamar. Vinir Braga náðu
að draga hann frá þeim annars vijit
maður ekki hvað hefði getað gersj,"
sagði Karen Hilmarsdóttir.
Rannsóknarlögreglan í Kefla'
vinnur að rannsókn málsins og vo:
vitni yfirheyrð í gærdag.
Hallgrímur Jónsson háseti lenti í löngu sjúkraflugi um helgina:
Var bundinn niður og gat ekki hreyft mig
„Ég veiktist aðfaranótt laugar-
dagsins og þegar mér versnaði stöö-
ugt athugaði stýrimaðurinn hvort
læknir væri í einhveiju af nærhggj-
andi skipum. Læknir af lettnesku
skipi kom um borð síðar um daginn,
skoðaði mig og úrskurðaði að ég
væri með bráða botnlangabólgu. Ég
fékk hræðilegar kvalir sem komu í
köstum. Eftir að læknirinn hafði
skoðað mig var haft samband viö
Landhelgisgæsluna og óskað aðstoð-
ar,“ sagði Hallgrímur Jónsson, há-
Hallgrímur Jónsson á Borgarspítal-
anum í gær. DV-mynd ÞÖK
seti á Snorra Sturlusyni, sem var á
úthafskarfaveiðum um 560 sjómílur
frá landinu þegar haft var samband
viö Gæsluna. Hallgrímur var á góö-
um batavegi þegar DV heimsótti
hann á Borgarspítalann í gærdag.
Mjög sjaldgæft er að þyrlur fari í
svo langt flug sem þetta en með í för
var Herkúles vél sem flutti elds-
neyti. Alls voru tuttugu manns í
áhöfn. Mjög vandasamt og áhættu-
samt er að fara í slíkt flug og að sögn
Landhelgisgæslunnar er það einung-
is gert í algjörri neyð. Super Puma
þyrlan sem Islendingar eru aö kaupa
hefði getaö flogið þessa ferð en hún
hefði þurft að fara með sjúkhnginn
tíl Grænlands.
„Ég var mjög feginn þegar mér var
sagt að þyrlan kæmi enda leið mér
hörmulega iha. Þeir reyndu að stytta
mér stundirnar á leiðinni þó aðstæð-
ur væri ekki góðar. Ég var bundinn
niður og gat ekki hreyft mig auk
þess sem mjög kalt var um borð.
Þetta var því mikh lífsreynsla.
Þyrlurnar komu að Snorra Sturlu-
syni um eittleytið aðfaranótt sunna-
dagsins og lentu á Borgarspítalanum
um sexleytið um morguninn. „Við
sjómenn hugsum of lítiö um að menn
geti veikst úti á rúmsjó og það er
mjög lélegt að íslendingar eigi eMd
nógu góða þyrlu. En aðgerðin tókst
vel og ég er feginn að þetta er yflr-
staðið," sagði Hahgrímur sem er frá
Akranesi.
í dag mælir Dagfarí_______________
Hver er í framboði?
Sjálfstæðisflokkurinn auglýsti um
síðustu helgi eftir fólkinu á bak við
grímurnar. Þetta var áhrifamikil
auglýsing, eins og Dagfari benti
strax á, og kjósendur áttuðu sig á
svipstundu á því að R-hstinn var
skipaður fólki sem vhlti á sér heim-
hdir og frambjóðendur listans
brugðust auðvitað ókvæða við og
töldu þetta persónuárásir og skítk-
ast að spyijast fyrir um þá.
Niðurstaðan varð sú að Ámi Sig-
fússon borgarstjóri ákvað að hætta
að auglýsa eftir frambjóðendum
R-hstans og þótti þaö drenghega
gert. Ber það vott um heiðarleika
Áma að hann skyldi bregðast
svona við og ákveða að hætta að
auglýsa eftir fólkinu á bak við
grímumar að fylgi hans stóijókst
í skoðanakönnunum í framhaldi
af þessari ákvörðun.
Þetta framtak Árna sýnir og
sannar að kosningabarátta D-hst-
ans er afar heiðarleg. Það em ekki
allir frambjóðendur sem mundu
hætta birtingu á auglýsingum sem
hafa slík áhrif af þeirri einfoldu
ástæðu að hann vhl hlífa andstæð-
ingum sínum við þeim persónuá-
rásum sem felast í auglýsingunum
af því að þeir sjálfir teíja það per-
sónuárás að spurst sé fyrir um þá.
Sjálfum fannst Áma ekkert at-
hugavert við grímuauglýsinguna
og eykur það enn á drenglyndi
hans að hann skuh samt hætta við
auglýsinguna af tihitssemi við þá
sem auglýst er eftir.
Þetta hefur hins vegar þær afleið-
ingar að kjósendur vita ekki með
neinni vissu hveijir em í framboði
fyrir R-listann og verður svo fram
yfir kosningar. Það verður því að-
eins upplýst að R-hstinn sigri og
ef fólk í Reykjavík vhl ekki vita
hveijir leyndust á bak við grímum-
ar, getur þaö einfaldlega kosið D-
listann og þá kemur það aldrei í
Ijós. Þá verða laumukommarnir
áfram laumukommar og fram-
sóknarmenn geta haldið áfram að
vera framsóknarmenn án þess að
nokkuð hafi í skorist.
Af því flestir em sammála um að
auglýsingar og auglýsingaherferð-
ir skipti sköpum í kosningabarátt-
unni hefur Dagfari haft vaxandi
áhuga á auglýsingum hstanna. Það
er þar sem úrshtin ráðast. Ekki í
kjörklefanum og ekki af því hverjir
em í framboði enda ekki vitað
nema aö takmörkuðu leyti. Að
minnsta kosti af því er varðar R-
hstann.
Það var þess vegna sem Dagfara
rak í rogastans þegar hann sá helj-
arstóra auglýsingu í blöðunum frá
D-hstanum. Raunar var auglýsing-
in svo stór að hún náöi yfir heha
opnu. Á vinstri síðunni var stór og
glæsheg mynd af Áma Sigfússyni
en á síðunni th hægri var önnur
mynd af fahegri og geðþekkri konu.
Hún heitir Bryndís, samkvæmt því
sem segir í auglýsingunni. Kjós-
endur em beðnir um að veita þess-
um tveim einstaklingum traust sitt
og atkvæöi og Dagfari sá að hér var
kominn lykhhnn að vaxandi sókn
D-hstans. En hver var þessi Brynd-
ís?
Við nákvæma og ítarlega leit á
hstum beggja framboðanna fannst
enginn með þessu Bryndísamafni.
Þessi glæshega kona var ahs ekki
í framboði og við nánari athugun
kom í ljós að hér var eiginkona
Áma Sigfússonar mætt og Dagfari
hugsaði með sér hvort verið gæti
að hún væri í framboöi fyrir R-
hstann og færi þar huldu höfði.
Væri með grímu eins og hinir.
Neit varla gat það verið. Ekki
færi Árni Sigfússon að auglýsa eft-
ir konu sinni með grímu innan um
laumukomma á öðrum hstum!
En þegar betur er að gáð er þetta
sniðugt hjá D-hstanum. Þaö er
sniðugt að auglýsa fólk sem alls
ekki er í framboði. Sérstaklega ef
það er tengt frambjóðendunum
meö einhveijum hætti. Eiginkonur
em æskilegastar og gildir þá einu
hvort þær eru í framboði. Við get-
um greinhega kosið þær samt.
Auglýsingin ber það með sér að
þeir einir em ekki í framboði sem
em á framboðshstunum, heldur
allt annað fólk sem býður af sér
góðan þokka og getur orðiö D-hst-
anum að hði.
Sjálfstæðismenn em því hættir
að auglýsa eftir frambjóðendum
R-hstans en auglýsa í staðinn á
hehli síðu framboð fólks á sínum
vegum sem ahs ekki er í framboði.
Þetta er lykillinn að sókn Sjálf-
stæðisflokksins. Leiðin í borgastjó-
rastóhnn hggur í gegnum eigin-
konuna.
Dagfari