Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1994, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAI1994
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Þjónusta við lesendur
DV hefur ekki mælt meö neinum framboðslista við
kosningamar í Reykjavík og mun ekki gera það, enda
hefur það ekki verið venja blaðsins, hvorki í alþingis-
kosningum né byggðakosningum. Rangar fullyrðingar
íjölmiðla um annað stafa af samkeppnisástæðum.
DV hefur hins vegar tekið virkan þátt í aðdraganda
kosninganna. Blaðið hefur reynt að þjónusta lesendur
sína á ýmsan hátt. Reykjavík hefur verið efst á baugi,
enda eru kjósendur þar langflestir og spennan að þessu
sinni einna mest. Þessu hlutverki er að mestu lokið.
Venja blaðsins hefur verið að ljúka kosningaundirbún-
ingi að mestu viku fyrir kjördag, svo að lesendur blaðs-
ins hafi síðustu vikuna griðland í skæðadrífu áróðurs
og upplýsinga, sem einkennir flesta aðra fjölmiðla þessa
síðustu viku. Þessi hefð verður í heiðri höfð.
Enn er eftir að birta síðustu skoðanakönnun blaðsins
um úrslit kosninganna í Reykjavík. Niðurstaðan er ekki
flóknari en svo, að hana er hægt að túlka nú, enda hefur
tala óákveðinna og þeirra, sem vilja ekki tjá sig, verið
með minnsta móti í síðustu könnunum blaðsins.
Ef hsti nær 48% atkvæða í könnun blaðsins í vik-
unni, hefur hann htlar líkur.á meirihluta í Reykjavík,
en er þó ekki vonlaus. Ef hsti nær 52% atkvæða í þeirri
könnun, hefur hann miklar líkur á meirihluta, en er þó
ekki öruggur. Er þá tekið tihit til hefðbundinna frávika.
Marklítið er að spá í hina óákveðnu, sem verða líklega
innan við 25% hinna spurðu. Það verða bara getgátur,
enda byggjast þær ekki á neinni fræðimennsku. Hefð-
bundið og farsælt er að gera ráð fyrir, að þeir skiptist
með svipuðum hætti á hstana og hinir ákveðnu.
Forsendumar að baki óákveðnum skoðunum viku
fyrir kjördag eru svo margs konar og misvísandi, að yfir-
leitt hefur verið hægt að sleppa þeim í birtingu niður-
staðna. Reynslan sýnir, að útkoman er yfirleitt mjög
nærri lagi, auk þess sem hinir óákveðnu eru núna fáir.
Borgarstjóraefni hstanna voru á beinni línu DV í síð-
ustu viku. Svör þeirra voru birt í sérstökum blaðauka á
föstudaginn var. Þetta var mikið efni að vöxtum. Þar
mátti á einum stað sjá viðhorf þeirra til flestra mála, sem
kjósendur hafa mestan áhuga á um þessar mundir.
Daginn áður höfðu borgarstjóraefnin birt síðustu kjah-
aragreinar sínar í blaðinu fyrir þessar kosningar. Áður
höfðu margir aðrir frambjóðendur í efstu sætum hstanna
látið að sér kveða sem kjaharahöfundar í blaðinu. Reynd-
ist vera jafnvægi mihi hstanna í þeirri aðsókn.
Síðustu vikur hefur blaðið fylgzt með ferðum borgar-
stjóraefnanna um borgina, fundum þeirra, uppákomum,
heimsóknum og öðru kosningastarfi þeirra. Aður hafði
blaðið birt löng viðtöl við borgarstjóraefnin, þar sem fram
komu persónulegir þættir í lífi þeirra og starfi.
DV hefur ekki bara haft Reykjavíkurgleraugu á nefi.
Blaðið hefur líka birt niðurstöður skoðanakannana í
öðrum stærstu bæjum landsins. Það hefur birt viðtöl við
frambjóðendur og kjósendur í tugum byggða um aht land.
Ahtaf hefur jafnvægis verið gætt milli hsta.
Þannig er kosningabarátta á fjölmiðli, sem vhl láta
taka sig alvarlega. Aðrir hölmiðlar kunna að kjósa að
hafa ekki hagsmuni lesenda að leiðarljósi, heldur ein-
hvers þess hsta, sem í boði er. Þeir mega það, en DV
hefur vahð þá leið að þjónusta lesendur og ekki hsta.
Þegar hafa birzt í blaðinu meiri en nægar upplýsingar
fyrir þá, sem vhja styðjast við shkt, er þeir gera upp hug
sinn fyrir kosningar. Því linnir nú kosningafári í DV.
Jónas Kristjánsson
„Þróunarfélag íslands hf. hefur þróast yfir í að verða einn öflugasti verðbréfasjóður landsins," segir m.a í
grein Guðmundar.
Rekstur þróunarfé-
lags er vandasamur
Umræða um þróunarfélög eða
fyrirtæki til eflingar fyrirtækjum
er tímabær. Samdráttur hefur ríkt
í íslensku atvinnulífi undanfarin
ár og atvinnuleysi hefur stöðugt
verið að vaxa. Þróunarfélag íslands
hf. hefur nú starfað um nokkurra
ára bil og því lærdómsríkt að líta
á árangurinn og freista þess að
meta hvort fyrirtæki af þessu tagi
skila árangri í samræmi við vænt-
ingar.
Raunalegur árangur
Nú eru viss tímamót þegar stofn-
að er annað þróunarfélag, en
Reykjavíkurborg og stofnanir
hennar hafa stofnað fyrirtækið Afl-
vaka hf. Af þessu tilefni ritaði ég
dáhtla hugvekju í Dagblaðið fyrir
skömmu en svo virðist sem ég hafi
rekið olnbogann í stjórnarformann
Þróunarfélagsins og hann svaraði
mér með greinarkomi. Það er vel.
Ég hygg að æskilegt væri aö taka
dáhtla umræðu í fjölmiðlum um
Þróunarfélagið og félög með svipað
starfssvið. Eg sagði í grein minni
að árangur félagsins væri rauna-
legur frá sjónarhóh frumherjanna
séð. Þeir sem reistu merkið bundu
miklar vonir við að félagið yröi afl-
vaki atvinnuhfs. Eftir skýrslu
stjómar á síðasta aðalfundi fannst
mér niðurstaðan raunaleg. Eftir
lestur greinarkorns stjómarfor-
mannsins er mér ljóst að mér hefur
mistekist að koma því tíl skila sem
ég átti við.
Hann segist skhja orð mín þannig
að ég sé óánægður með að sljóm-
endum félagsins hafi ekki tekist aö
tapa öhu stofnfé félagsins. Ekki
veit ég hvernig maðurinn hefur
öölast þannan skhning. Reyndar sé
ég ekki nema tvo möguleika. Ann-
aöhvort hefur hann lesið mína
grein svo iha að hann hefur mis-
skhið hana og síðan ráðist í um-
rædd blaðaskrif, eða hann hefur
misskihð hana viljandi. Hvorugur
möguleikinn er stjómarformann-
inum th áhtsauka.
Kjallariim
Guðmundur G.
Þórarinsson
verkfræðingur
Arangur síðasta árs
Þegar árangur síðasta árs er met-
inn ber að hafa nokkur atriði í
huga.
1) Atvinnuleysi er meira en ís-
lendingar hafa áður orðið aö þola.
Margir horfa mjög til fmmkvæðis
hins opinbera. Reykjavíkurborg
hefur sett á stofn þróunarfélag th
að örva atvinnuhf. Stjórnmála-
flokkar setja atvinnumál efst á
stefnuskrár sínar. Þörf fyrir fmm-
kvæði í íslensku þjóðlífi er gríðar-
leg.
2) Þróunarfélag íslands hf. hefur
það á stefnuskrá sinni að örva at-
vinnulíf og hafa frumkvæði. Félag-
ið var beinhnis stofnað með það
fyrir augum.
3) Þróunarfélag íslands hf. er
gríðarlega öflugt fjárhagslega á ís-
lenskan mælikvarða. Bókfært eigið
fé nemur um 580 mhljónum króna.
Það er því vel í stakk búið th þess
aö sinna hlutverki sínu.
Á árinu keypti félagið hlutabréf
í fyrirtækjum sem það átti fyrir í
fyrir um 12 m. kr., en seldi hluta-
bréf fyrir um 32,5 m. kr. Þannig
minnkar hlutdeild félagsins í at-
vinnulífinu um 13 m. kr. á árinu
þegar samdráttur og atvinnuleysi
eru í hámarki og þörf fyrir frum-
kvæði meiri en nokkru sinni fyrr.
Menn hljóta að skilja að þetta eru
vonbrigði fyrir þá sem unnu að
stefnuskrám félagsins og æfiuðu
því mikið hlutverk.
Bankainnstæður og verðbréf
nema um 500 m. kr.
Þetta er árangurinn á sama tíma
og Reykjavíkurborg telur nauðsyn-
legt að stofna þróunarfélag th þess
að örva atvinnulíf. Þróunarfélag
íslands hf. hefur þróast yfir í að
verða einn öflugasti verðbréfasjóð-
ur landsins. Stjómarformaðurinn
segir að eftir aðalfundinn hafi
hlutafiárkaup aukist. Batnandi
mönnum er best að lifa og fróðlegt
væri að hta nánar á það.
Einmitt nú er tilefni til að líta
berum augum á hlutverk og árang-
ur þróunarfélaga.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Þeir sem reistu merkið bundu miklar
vonir við að félagið yrði aflvaki at-
vinnulífs. Eftir skýrslu stjórnar á síð-
asta aðalfundi fannst mér niðurstaðan
raunaleg.“
Skoðanir aimarra
Vaxtarbroddur viðskipta og vísinda
„Svo virðist sem íslenska þjóðin hafi vaknað upp
við vondan draum og sjái nú sitt ráða vænst að
hlaupa á eftir Skandinövum í ríkjasamband Evrópu-
skaga... Á afmæhsári lýðveldis færi vel á að efla
samstarf við þá frændur sem okkur em skyldast-
ir... íslendingar ættu að kappkosta tvennt: annars
vegar aö sinna sínu eina skylduverki í heiminum,
ræktun þjóðararfs frá miðöldum, og hins vegar velja
réttar leiðir fram, þangað sem vaxtarbroddur við-
skipta, vísinda og hsta er mestur."
Þór Jakobsson veðurfr. í Mbl. 20. maí.
Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga
„Umræðurnar um sameiningu sveitarfélaga og
reynslusveitarfélög hafa oft verið ómarkvissar, þeg-
ar rætt er um kostina. Sfiórnvöld hafa í of ríkum
mæli látið í veðri vaka að breytingar væru stórgróða-
fyrirtæki fyrir sveitarfélögin og efnahagsaögerð. Hér
er hins vegar um breytta verkaskiptingu að ræða
þar sem ábyrgð er falin sveitarfélögum, sem ríkið
hefur haft áður. Því eiga að fylgja þeir fiármunir sem
kostar að framkvæma verkefnin."
Úr forystugrein Tímans 19. maí.
Fegurðin á bannlista?
„Alveg eins og læknar mega njóta næmis síns,
hafnarverkamenn líkamsburða sinna, fiðluleikarar
tóneyra síns og svo framvegis, hvers vegna í ósköp-
unurn skyldu fallegar stúlkur ekki mega njóta feg-
urðar sinnar við fleira en leitina að eigin-
manni?... Ef ungar stúlkur vilja taka þátt í fegurð-
arsamkeppni og einhveijir vhja kaupa sig inn á her-
legheitin, þá kemur það öðrum ekki við. Og Guð
forði okkur frá þvi aö kvennahstakonur banni feg-
urðina.“
Andrés Magnússon í Eintaki 19. maí.