Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1994, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1994 16 Lausafjáruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer fram uppboð á Wang töivu, Triumpf prentara, 6. álborðum og 30 hillueiningum, allt talinni eign Brunns hf„ þriðjudaginn 31. maí nk. kl. 11.15 að Skeifunni 7. Greiðsla við hamars- högg. Sýslumaðurinn í Reykjavík SÖNGSMIÐJAN SÖNGSKÓLI MEÐ NÝJU SNIÐI. Auglýsir inntöku nemenda í einsöngvaradeild: Byrjendur - miðstig - framhald Einkatímar: Söngkennsla, undirleikur. Hóptímar: Söngkennsla, samsöngur, kór, leiklist, dans, tónfræði, tónheyrn, tungumál, tónleikar og óperuuppfærslur. Allar uppíýsingar veittar á skrifstofu skólans, Skipholti 25 og t sima 61 24 55. VARITYPER SETNINGARVEL Höfum til sölu Varityper 4000/5300 setn- ingarvél fyrir filmu og pappír, bæði svart/hvítt og litvinnslu, í góðu ástandi. Allar upplýsingar hjá Otto B. Arnar hf. Skipholti 33, 105 Reykjavík Símar 624631 og 624699 r Glæsileg sumarhús i lóða- og sumarhúsaeigendur. Bjóðum marg- ■ ar gerðir sumar- og heilsárshúsa, fullbúin eða ekki, allt eftir óskum hvers og eins. Sérstakt verð á litlu hjónabú- stöðunum okkar ásamt lóð og öllum framkvæmdum. Hentar fullorðnu fólki einkar vel. Bjóðum einnig ræktun- arlóðir tilbúnar til að byggja á. Dýrari og fallegar hraun- bollalóðir með kjarri, ásamt húsi og framkvæmdum sem til þarf. Gerum undirstöður hvar serner í Grímsnegi. Borgarhús ra., Minni-Borg, simar ■ 98-64411 og 98-64418. Saga bíó - Hvaö pirrar Gilbert Grape? ★★ Upphaf og endir í lowa Merming Lasse Hallström gerði fyrir nokkrum árum ein- hverja fyndnustu bíómynd sem undirritaöur hefur séð fyrr og síðar. Það var aö sjálfsögðu Líf mitt sem hund- ur, svo hlægileg að mann verkjaði í magann í marga daga á eftir. Fullkomiö dæmi um vel heppnaða mynd. Hallström enda á heimavelli, í sjálfri Svíþjóð, filmandi upp á sænsku. Ekki hér. Það er heldur ekkert óvenjulegt að Holly- wood hafl hálflamandi áhrif á annars ágæta leikstjóra úr Evrópu, eins og virðist í þessari annarri mynd Hallströms í Ameríku. Hin fyrri var Once Around með Richard Dreyfus og Holly Hunter sem sýnd var hér fyrir ekki margt löngu. Hetja myndarinnar er, eins og heiti hennar gefur til kynna, Gilbert nokkur Grape (Depp), ungur piltur í bænum Endora í Iowa, krummaskuði sem allir aka fram hjá á leiðinni eitthvað annað. Gilbert eyðir dögum sínum í að passa þroskaheftan bróður sinn Amie (DiCaprio) og annast akfeita móður sína (Cates) í sam- vinnu við systur sínar tvær (Gilbert lýsir móður sinni sem strönduðum hval og er vel að orði komist). Þá starfar hann í lítilli matvöruverslun sem á undir högg að sækja vegna samkeppni stórmarkaðarins og á í ástarsambandi við hundleiða húsmóður (Steenburgen) sem á hundleiðinlegan mann. Og ekki má gleyma ár- legum viðburði þegar þeir -bræður fara út á þjóðveg til að fylgjast með því þegar halarófa bíla með hjólhýsi í eflirdragi fer í gegnum bæinn á leiðinni eitthvað út í buskann. Sem sagt allt í fostum skorðum. En til þess að einhver saga verði úr öllu saman verð- ur eitthvað að rjúfa kyrrstöðuna. í þetta skipti er það ung stúlka, Becky (Lewis), sem er í hjólhýsahalaróf- unni með ömmu sinni en bíll þeirra bilár og varahlut- ur fæst ekki fyrr en eftir viku. Ef maður leikur sér örlítið með nafnið á bænum, Endora, má líta svo á að staður þessi geti verið bæði endir (enda lítur Gilbert svo á að hann sé í eins konar fangelsi, hann talar jú um bróður sinn sem slapp) eða upphaf að einhverju, bókstafurinn „a“ er jú sá fyrsti í stafrófmu og því svo sannarlega upphaf aö einhverju, stórfenglegu, End or a. En hvað gerir Gilbert? Gilbert er nánast búinn að afmá allt sem heitir eigin vilji eða löngun (hann heldur við frúna af því að HUN Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson valdi hann) en kynni hans við Becky hræra aðeins upp í honum, þótt persóna hennar sé fremur dauflega máluð og hún komi svo sem ekki allt of mikið við sögu. Samt. Hallström segir söguna alla á lágu nótunum enda skrifuð þannig og er það hennar stóri galli, og leikur er dempaður, einkum hjá þeim Depp og Lewis. Undan- tekningin er þó DiCaprio í hlutverki Amies, ansans ágætur leikur en fer þó í taugamar á manni þegar til lengdar lætur. Ágætlega hugljúf mynd en vantar trukkið. Hvað plrrar Gilberet Grape? (What's Eating Gilbert Grape?). Kvikmyndataka: Sven Nykvist. Handrit: Peter Hedges, eftir eigin skáldsögu. Leikstjóri: Lasse Hallström. Leikendur: Johnny Depp, Juliette Lewis, Leonardo DiCaprio, Mary Steenburgen, Darlene Cates Johnny Depp og Juliette Lewis í hlutverkum Gilberts og Beckyar. Áfram með Arna Jón Bergmundsson rafmagnsverkfræðingur Guðrún Jóhannsdóttir deildarstjóri hjó Flugleiðum Inga Hrönn Þórhallsdóttir húsmóðir Guðmundur Bergmann húsasmíðameistari ÍÓIafur Bjarnason háls- nef og eyrnalæknir TTTTTiTM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.